Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR S-E-bankinn bíður svars íslenskra stjórnvalda Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „VIÐ vorum ánægðir með þær við- ræður sem við áttum við íslenska ráðamenn,“ segir Lars Gustafsson aðstoðarbankastjóri S-E-bankans sænska, „og bíðum nú eftir að heyra frekar frá þeim.“ Hann segir sænska bankann eftir sem áður mjög áhugasaman um kaup á hluta í Landsbankan- um, en hins vegar skipist veður skjótt í lofti og erfitt sé að spá fyr- ir um hvernig málin þróist al- mennt. Frumkvæðið liggi nú hjá íslensku stjórninni, en ekki sé raunsætt að tala um tímafrest. Umbyltingar í bankaheiminum geri það ókleift. Gustafsson segist ánægður með þá mynd, sem fengist hafí af stöðu Landsbankans. „Við erum tilbún- ir,“ segir hann og bætir við að hann hafi nýlokið samræðum við óháðan sérfræðing í bankamálum, sem hafí dregið upp skýra mynd af þeim miklu breytingum, sem verði í bankaheiminum frá mánuði til mánaðar. „Grundvallarspurningin, sem íslenska stjórnin verður að spyrja sig nú, er hvort íslensku bankarnir eigi að taka þátt í þeim breytingum, sem eru að verða í Evrópu og Bandaríkjunum. Ég hef trú á því að það kæmi íslensku DUFLIÐ í fjörunni í Trékyllisvík. bönkunum vel að vera með í þessu breytingaferli. Breytingamar ger- ast hvort sem er og því kannski eins gott að vera með.“ Kaup á Landsbankanum góður kostur Gustafsson segir að eins og mál- um sé nú háttað sé hann sannfærð- ur um að kaup á hlut í Landsbank- anum séu góður kostur. I ljósi þess hve hlutirnir gerist hratt geti auð- vitað komið að því að málin horfi öðruvísi við, en með öllu sé útilokað að setja einhvem tímafrest. „Það mætti kannski halda að svona stór- atburði sé hægt að búa sig undir með löngum fyrirvara og af mikilli yfirvegun, en það er því miður ekki svo. Allt í einu gefst tækifæri og þá er að hrökkva eða stökkva. Það er ekki víst að tækifærið bíði,“ segir Gustafsson. Um leið leggur hann áherslu á að orð hans eigi ekki að skilja sem þrýsting á einn eða ann- an hátt, heldur séu þau aðeins greining hans á því umbreytingaá- standi, sem ríki í bankaheiminum „Og það er ekkert, sem S-E-bank- inn hefur fundið upp,“ bætir hann við. „Við eram aðeins hluti af þess- um síbreytilega heimi sem banka- heimurinn er.“ Morgunblaðið/Jón G.Guðjónsson Sérkennilegt dufl rekur á land á Ströndum Árneslireppi. Morgunblaðið. UM 20. júlí rak dufl upp undir Ávíkina austanverða í Trékyllis- vík og var Landhelgisgæslu til- kynnt um það og kom varðskip fljótlega að skoða duflið en gat Iítið athafnað sig vegna þess hve slæmt var í sjóinn. Varð- skipsmenn töldu samt að þetta væri viðlegudufl fyrir skip úti á fjörðum. Nú fyrir stuttu rak duflið upp í fjöru og fór fréttaritari að skoða það og mynda. Það liggur núna næstum því á hliðinni. Má segja það líti út sem stórt steypusíló en tvö hólf eru í sitthvorri hlið full af sjó, lítið gat í miðju og vítt til veggja inni í tunnunni og sést þar út um hinn endann sem á að snúa nið- ur. Ofan á því er hlemmur ca. 40 cm í þvermál sem er sennilega hólf fyrir rafgeyma því þaðan kemur kapall í litla gatið í miðj- unni þar sem sennilega vantar ljósastæði og þar myndast flaut þegar sjór byrjar að falla inn og eða vindur er og jafnvel er eins og duflið gefi frá sér andvörp við vissar aðstæður, en talið er öruggt að hér sé ekkert hættu- legt dufl á ferð, þó ekki sé vitað með vissu hverslags dufl þetta er nákvæmlega. Samband íslenskra sveitarfélaga Málefni grunn- skólans eru helsta forgangsverkefnið ÞESSA dagana stend- ur yfir sextánda landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í íþróttahöllinni á Akureyri. 011 sveitarfélög landsins eiga aðild að sambandinu en þau eru nú 124 talsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. ,Á- þessu þingi ræðum við ýmis mál en hæst ber þó umfjöllun um reynslu af yfirtöku grunnskólans og hvernig menn sjá fyrir sér landslagið í þeim málum á næstu árum. Málefni grannskólans eru eitt helsta forgangsverkefni sveitarfélaganna. Þá verður fjallað um fyr- irhugaða yfirtöku sveitar- félaga á málefnum fatl- aðra.“ Vilhjálmur segir að ýmis önnur mikilvæg mál verði á dagskrá eins og nýstofnaður lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, starf- semi launanefndar sveitarfélaga og sameining sveitarfélaga en þar hefur verið gert mikið átak á síðustu árum og heimamenn haft forystu. Þá verða umhverfismál og byggðamál til umræðu svo og pallborðsumræður um sveitarfé- lögin á tímamótum, framtíðarsýn. „A þinginu verður mörkuð stefna sveitaifélaga í helstu hagsmuna- málum inn í nýja öld.“ - Hvernig er reynshm af yfir- töku grunnskóla? „Það er óhætt að fullyrða að yfirfærslan á rekstri grunnskól- ans til sveitarfélaganna hafi tek- ist mjög vel og einnig starfsemi grunnskóla þessi rúmlega tvö ár sem liðin era frá yfirfærslunni. Það er greinilegt að víða má sjá þess merki í starfí grannskóla að margt jákvætt hefur átt sér stað í skólastarfi bæði hvað varðar innra starf og einsetningu. Sam- kvæmt grannskólalögum og áformum sveitarfélaga verða allir grannskólar í landinu, sem eru um 200, einsetnir fyi-ir árið 2002. Þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grannskólans var staðan sú að 130 skólar voru einsetnir en rúmlega 70 sern ekki voru það. Sú tala hefur breyst verulega frá þeim tíma er sveitarfélögin tóku við m.a. á höfuðborgarsvæðinu þar sem margir skólar hafa um langan tíma verið tvísetnir." Vilhjálmur segir að nú verði aðaláherslan lögð á einsetningu og uppbyggingu innra starfs. „Það er ljóst að mörg sveitarfé- lög hafa sinnt þessu verkefni langt umfram lögboðn- ar skyldur og veitt fjármunum til grann- skólans umfram þær tekjur sem þau fengu í tengslum við yfirfærsl- una. Þetta ásamt öðru “““““““““ sýnir hversu mikla áherslu sveit- arstjómarmenn leggja á gott skólastarf. Einnig gerðu sveitar- félögin samninga um launahækk- anir til grannskólakennara sem vora hærri en önnur stéttarfélög sömdu um.“ - Hvernig miðíir yfírtöku á málefnum fatlaðra yfír til sveitar- félaga? „Það hefur verið unnin veruleg undirbúningsvinna vegna fyrir- hugaðs flutnings málefna fatlaðra til sveitarfélaga. Áformað var að flutningur færi fram 1. janúar ár- ið 1999 en síðan var ákveðið að fresta honum ótímabundið þar sem talið var að þyrfti að fara Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ►Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík árið 1946. Hann lauk lögfræðiprófi frá HI árið 1974 og var framkvæmda- stjóri fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavik frá 1974-1978. Vilhjálmur var framkvæmdastjóri SÁÁ frá 1978-1984. Hann var kosinn borgarfulltrúi árið 1982 og hef- ur setið í borgarráði frá árinu 1986. Vilhjálmur hefur verið í stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga frá 1986 og verið for- maður frá árinu 1990. Uppbygging innra starfs og einsetning skóla betur í saumana á umfangi þessa málaflokks." Vilhjálmur bendir á að úttekt hafi verið gerð á stöðu mála og samkvæmt niðurstöðu- skýrslu sem hefur verið kynnt verkefnisstjórn yfírfærslunnar kemur fram að það era um það bil 3.500 fatlaðir í landinu. Einnig kemur fram að um eitt þúsund einstaklingar á þessum lista sækjast ekki eftir annan-i þjón- ustu en ráðgjöf og styrkjum. „Færsla á málefnum faltaðra til sveitarfélaga er vandasamt verk- efni og mikilævgt að náist sam- staða milli sveitarfélaga, rílds, starfsmanna og félagasamtaka sem hafa þýðingarmiklu hlut- verki að gegna á sviði málefna fatlaðra. Vð þurfum að huga að réttindagæslu fatlaðra, skipu- lags- og stjórnunarformi og að sjálfsögðu viðunandi viðbótar- tekjustofnum til sveitarfélaga svo hægt sé að sinna þessum mála- flokki með sóma. Mestu máli skiptir þó varðandi fyrirhugaða yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga að það verði tryggt að hinir fötluðu njóti af hálfu sveitarfé- laga þeirrar þjónustu sem unnt er að vænta í nútíma samfélagi og jafnréttis á við aðra .... þegna þjóðfélagsins.“ - Er fjárhagsstaða margra sveitarfélaga ekki bágborin? „Það er mikill hugur í sveitasstjórnarmönnum um land allt þrátt fyrir að víða sé fjár- hagsstaðan erfið. Sveitarfélögin era að sinna þeim verkefnum sem þau eiga að sinna samkvæmt lögum og mér sýnist þegar horft er yfir landið að það sé gert markvisst. Verkefnin era marg- breytileg en áhugaverð og óþrjót- andi. Það er líka mikilvægt ef við ætlum að ná árangri í málefnum grunnskólans, fatlaðra, sameingu sveitarfélaga eða byggðarmálum að samstaða sé um þessi mál og þannig hefur það verið.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.