Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 15 Ráðstefna um tóbaksvarnir á Egilsstöðum Mikilvægt að nálgast tób- aksnotendur á nýjan hátt Egilsstaðir - „Hlutverk heilbrigðis- starfsmanna í tóbaksvörnum" var yfirskrift ráðstefnu um tóbaksvam- ir sem haldin var á Egilsstöðum. Hvatinn að ráðstefnunni var sá, að sögn Þuríðar Backman, fræðslufull- trúa Krabbameinsfélags íslands, að tíðni tóbaksreykinga meðal fullorð- inna hefur staðið í stað undanfarin ár og aukist hjá ungu fólki, sérstak- lega hjá stúlkum. Þuríður sagði að þrátt fyrir nýleg tóbaksvarnalög væri ýmsu ábóta- vant ætti að ná áframhaldandi ár- angri í tóbaksvörnum og væri ekki hægt að vísa á aðra en hið opinbera. Hún sagði mikilvægt að kenna fólki í heilbrigðisstétt að tala um reyk- ingar, það þyrfti að læra að koma fræðslunni áleiðis. „Starfsfólk heilbrigðisstofnana horfir upp á afleiðingar reykinga í sínu starfi, bæði beinna og óbeinna, en vita fæstir hvernig eigi að ræða um tóbaksvarnir, því sú viðtals- tækni er ekki kennd í háskólum landsins. Þetta er mjög viðkvæmt mál þar sem komið er inn á per- sónulegt líf einstaklingsins og dug- ar ekki að hamra sífellt á því við fólk að það hætti bara að reykja. Það þarf að nálgast fólk á nýjan hátt,“ sagði Þuríður. Islenskir foreldrar þurfa að taka sig á Þátttakendur á ráðstefnunni voru 75 talsins, flest starfsfólk í heil- brigðisstétt, læknar, hjúki-unar- fræðingar, ljósmæður og tannlækn- ar. Sérstakir gestir ráðstefnunnar voru frá Færeyjum og Svíþjóð en þaðan voru einnig fyrirlesarar. Fram kom á ráðstefnunni enn og aftur hversu óbeinar reykingar eru heilsuspillandi fyiir börn og fóstur. Ráðstefnan sendi frá sér þrjár ályktanir og beindist ein þeirra að íslenskum foreldrum. Samkvæmt nýrri norrænni könnun virðast ís- lenskir foreldrar vera tillitslausari hvað varðar tóbaksreykingar gagn- vart börnum og virðast reykja meira yfir börnum sínum en for- eldrar á hinum Norðurlöndunum. Ráðstefnan vill vekja athygli for- eldra á þessu og hvetur heilbrigðis- stéttir til að gefa reykingum for- eldra meiri gaum. Ennfremur var send ályktun til fagfélaga heilbrigð- isstarfsmanna og þau hvött til þess að skipa 2 félaga hvert úr sínu fé- lagi í starfshóp heilbrigðisstarfs- manna um tóbaksvamir. Tóbaksneysla sem farsótt í þriðju ályktun ráðstefnunnar kom fram að líta mætti á tóbaksneyslu sem farsótt, þar sem börn og ung- lingar séu í mestri smithættu. Af hverjum 100 ungmennum sem byrja að reykja og halda því áfram til dauðadags munu 50 deyja af sjúk- dómum af völdum reykinga, þar af helmingurinn fyrir aldur fram. Tó- baksfarsóttin leggur nú árlega að velli 300-400 íslendinga. Ráðstefn- an ályktaði að gengið verði hart eft- ir því að ákvæðum gildandi tóbaks- laga sé framfylgt og hvatti til var- fæmi við breytingar á fyrirkomu- lagi um innflutning og dreifingu á tóbaki samfara afnámi einkaréttar ÁTVR um það mál. Ennfremur að verðandi og núver- andi starfsfólk heilbrigðisstétta fái menntun sem geri þeim kleift að annast sinn mikilvæga þátt í tó- baksvörnum. Að tóbaksverð verði tekið út úr vísitölu neysluverðs og að verð á tóbaki hækki til samræm- is því sem hæst gerist í Evrópu og að öll þjónusta taki mið af því að reykingar séu óæskilegt frávik frá eðlilegu líferni. Á ráðstefnunni kom einnig fram að ákvæði tóbaksvarnalaga varð- andi afgreiðslu og sölu hins viðsjár- verða nef- og munntóbaks em þver- brotin og að þrátt fyrir ábendingar aðhafast heilbrigðiseftirlit og lög- regla lítið sem ekkert. 400 látinna minnst Ráðstefnugestir nutu veðurblíð- unnar á Austurlandi sem var ein- stök þessa helgi. Að kvöldi fyrri fundardags var farið í Hallorms- staðarskóg þar sem handverksfólk á Héraði sýndi verk sín. Hámark kvöldsins var þegar kveikt var á 400 kertum í skóginum og þeirra minnst sem látast árlega af völdum tó- bakstengdra sjúkdóma. Morgunblaðið/Anna Ingólfs ÞÁTTTAKENDUR voru flestir starfsfólk úr heilbrigðisstétt. GÖRAN Boetius, læknir í Svíþjóð, flutti fyrirlestur um starfsemi sænskra lækna gegn tóbaki. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson FRÁ leikunum, f.v. Auðunn Jónsson, Ryar Wierra, Sæmundur Sæmundsson og Hjalti Úrsus Árnason. Grettishátíð í Miðfirði Hvammstanga - Um síðustu helgi var lialdin Grettishátíð og Há- landaleikar í Miðfirði. Þetta var síðasta atriði Bjartra nátta, hér- aðshátíðar Vestur-Húnvetninga á þessu sumri. Á laugardag var farin vett- vangsferð á söguslóðir Grettis- sögu að Þóroddsstöðum í Hrúta- firði, Hofí og Þórhallastöðum í Vatnsdal og að Bjargi í Miðfirði og sagan rifjuð upp. Um kvöldið var dagskrá og kvöldverður á Brekkulæk, þar sem lesin voru ljóð og kaflar úr Grettissögu. Á sunnudag var fyrst guðs- þjónusta á Melstað. Því næst hófust Hálandaleikar á Bjargi ásamt keppni milli hraustra hér- aðsbúa. Mættir voru af krafta- jötnum þeir Auðunn Jónsson og Sæmundur Sæmundsson ásamt heimsmeistara í Hálandaleikum, Ryan Wierra frá San Fransisco. Keppninni stjórnaði Hjalti Úrsus Árnason. Keppt var í lóða-, sleggju- og drumbakasti ásamt mörgum öðrum þrautum. Ryan Wierra vann keppnina, en af heimamönnum varð í fyrsta sæti Sigurbjartur Benediktsson og Benedikt Ragnarsson í öðru. Sig- urbjartur fékk afhentan Grettis- bikar, sem gefninn var til keppn- innar á liðnu sumri. Ungmenna- félagið Grettir í Miðfirði stóð fyr- ir dagskránni og bauð m.a. upp á grillað lambakjöt. Að Hálandaleikum loknum var haldið að Laugarbakka, en þar fór fram vígsla á nýjum íþrótta- velli við Laugarbakkaskóla. Að lokinni blessun sóknarprestsins, Guðna Þórs Olafssonar, fór fram fótboltaleikur og hjólreiða- keppni. Öll þessi atriði þóttu takast vel enda veður bjart og stillt báða dagana. n Fullt af skóm á 500-1500 krónur Reabok bgerhretasun Seljum síðustu 2500 pörln með miklum afslætti Odyssey - Cross Trainer Áður 7.990,- Nú 3.000.- Slice - Canvas Áður 2.990,- Nú 1.500,- Spitfire - Running Áður 5.490,- Nú 2.500,- Reebok lagerhreinsunin er við hfiðina á Versluninni 17, Laugavegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.