Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Gæðakönnun á sjónvörpum Verð endurspeglar ekki alltaf gæði sjðnvarpstækja ÓDÝRT sjónvarp getur verið jafn- gott og dýrt tæki og gæði sjón- varpstækja verða meiri með hverju árinu. Þetta er niðurstaða nýtrar gæðakönnunar International Test- ing á sjónvörpum sem fjallað er um í nýútkomnu Neytendablaði Neyt- endasamtakanna. Stillimyndin endurspeglar myndgæðin „Niðurstaða þessarar könnunar er í hnotskurn að best sé að meta gæði sjónvarps út frá stillimynd- inni,“ segir Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna. „Neytendur sem eru í sjónvarps- hugleiðingum ættu því að biðja *>•' * ' sjr ý' irf sölumann um að kveikja á því sjón- varpi sem þeir eru að velta fyidr sér. Þá geta þeir skoðað hvernig litir koma út og skil milli þeirra og hvort línur eru skarpar og beinar." Jóhannes segir neytendur þurfa að gera upp við sig hvaða möguleika þeir vilji að viðkomandi sjónvarp bjóði uppá. „Oft er verið að reyna að selja okkur sjónvörp með allskyns atriðum sem nýtast þó neytendum lítið. Meginmálið er að ákveða áður en haldið er af stað í skoðunarleiðangur hvað sjónvarpið á að vera stórt og hvað það á að bjóða upp á. Það er fásinna að vera að borga fyrir allskonar möguleika sem síðan eru aldrei notaðir. Þetta I á rejmdar við um fjöldamörg tæki sem koma inn á heimili." Sjónvarp á 37.000 eða 300.000 krónur? Gerð var könnun á vegum Neyt- endablaðsins á verði 28 tomma sjón- varpstækja og stærri tækja hér á landi og var verðið frá 36.900 krón- um fyrir 28 tomma tæki og upp í 299.900 krónur fyrir 38 tomma tæki. „Þetta eru tæki með mismunandi möguleikum. Breiðmyndatækin eru enn dýr og það er full ástæða til að flýta sér hægt að kaupa slíkt tæki. Ástæðan er sú að breiðmyndin nýt- ist illa hér á iandi því íslenskar sjón- FLESTAR tegundir af dömu- bindum draga vel í sig vökva en öli dömubindi auka hættu á sveppasýkingu ef konur nota þau á hverjum degi. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum danska neytendablaðs- insRád <6 Rcsultater fyrir skömmu. Fullyrðingar dömubinda- framleiðenda um að þau dragi vel í sig vökva standast í flest- um tilfellum því 14 af 22 teg- undum sem kannaðar voru fengu einkunnina mjög góð þegar sá þáttur var prófaður. Best og jafnframt ódýr reynd- ust dömubindategundirnar Col- umbine og Mademoiselle soft. Einungis tvær tegundir fengu einkunnina undir meðallagi þ.e. Easy light og Libresse normal dömubindi. í fréttatilkynningu frá Rád & Resultater segir að ekki sé ráð- legt að fylgja fyrirmælum aug- lýsinga um að nota dömubindi Ekki ráðlegt að nota dömubindi daglega LGG+ styrkjandi dagskammtur í litlu flöskunum hefur verið á markaði á íslandi síðan í mars og fengið frábærar móttökur neytenda, raunar svo góðar að um tíma var ekki unnt að anna eftirspum. Nú býðst neytendum nýr valkostur í LGG+ vömm sem er LGG+ styrkjandi mál. LGG+ stýrkjandi mál er sýrð, bragðbætt mjólkurvara. Ein dós af styrkjandi máli inniheldur sama magn LGG-gerla og annarra heilnæmra gerla og náttúrulegra efna og ein flaska af styrkjandi dagskammti. Því geta neytendur nú valið LGG+ i því formi sem best hentar. LGG+- HMftl Mtft varpsstöðvar senda ekki út í breið- mynd auk þess sem slík tæki eru ný á markaðnum og munu lækka mjög mikið innan fárra ára.“ - Hver eru bestu kaupin? „Tæki sem er ódýrt en er með skarpa og skýra stillimynd. Neyt- andinn á fulla kröfu á því að fá að sjá stillimynd tækisins í versluninni og ætti að nýta sér þann rétt því stillimyndin segir til um gæðin." daglega. Haft er eftir danska kvensjúkdómalækninum Merete Robol að noti konur dömubindi daglega og séu í þéttum nærföt- um geti rakamyndunin orðið of mikil og loft nái ekki að leika um svæðið. Afleiðingin segir hún að geti verið þrálát sveppasýking með exemi og kláða. Hún ráð- Ieggur konum að nota bindin ein- göngu á meðan á tíðum stendur og kannski fyrstu dagana fyrir og eftir. Hún bendir einnig á að best sé að vera í bómullarnær- fatnaði og gefa honum síðan frí á nóttunni. I könnuninni kom í ljós að verð endurspeglaði ekki alltaf gæði og ódýr bindi reyndust í mörgum tilfellum jafnvel og þau sem voru dýr. Dömubindi sem eru 2-3 mm að þykkt reynast betur en þau allra þynnstu. I könnuninni var gerð athuga- semd við að konur væru ekki varaðar við að dömubindi mættu aldrei fara í klósett vegna stífl- unarhættu. Fitulítið viðbit og heilsulifrarpylsa Hveragerði. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ANNA María Eyjólfsdóttir, Bryndís Eir og Olafur Reynisson með smyrjuna sem leysir af hólmi fitumiklar sósur og viðbit. HEILSULIFRARPYLSA, smyija og nýbökuð brauð er meðal þess sem boðið er uppá í Heilsukosti ehf. í Hveragerði. Heilsukostur er framleiðslu- og veitingaeld- hús sem býður uppá alhliða þjónustu á sviði matargerð- ar ásamt því að sinna ört vaxandi framleiðslu á eigin afurðum. Við framleiðsluna er hveraorkan nýtt til hins ýtrasta og hefur það gefist vel. Að sögn eiganda Heilsu- kosts, Önnu Maríu Eyjólfs- dóttur, hefur nýjungum þeirra verið vel tekið en þær voru meðal annars kynntar á sýning- unni Matur ‘98. Smyijan er heilsusamlegt viðbit þar sem hún inniheldur litla fítu og engin egg. Því hentai- hún þeim sem hafa eggja- eða glútenóþol og einnig þeim sem þurfa að varast kólesteról og sykur. Smyrjan hentar sem ídýfa með grænmeti, með bökuðum kai’töfl- um eða sem sósa með pasta og fleiru. Smyrjan fæst með hvítlauks-, græn- metis-, sveppa- og paprikubragði. Heilsulifrarpylsan er sérstök að því leyti að í hana er ekki notaður mör eins og landinn hefur vanist, heldur er mörnum skipt út fyrir hrísgijón sem eykur næringargildið, minnkar fituinnihaldið og gerir lifr- arpylsuna að fitusnauðri heilsuvöra. „Það hefur komið mörgum á óvart hve góð lifrarpylsan okkar er á bragðið þrátt fyrir að mörinn vanti. En það er ekkert skrítið því við not- uðum gömlu góðu uppskriftina við framleiðsluna," segir Anna María. Ólafur Reynisson matreiðslu- meistari og Anna María hafa í mörg horn að líta því ásamt því að fram- leiða hollustuvörur þá afgreiða þau matarbakka til íjölmargi’a vinnu- staða út um allt Suðurland, taka að sér veislur við öll tækifæri, eru með úrbeiningarþjónustu og borðbúnað- arleigu. Ennfremur er Heilsukostur ekki hvað síst þekktur fyrir úi-val af brauðum og kökum. „Við komum með nýjar tegundir í hven-i viku. Þrumarinn, hveraeldað rúgbrauð, er alltaf sígildur sem og gulrótarkaka með rjómaostakremi. \ t t I t t I t í i t t i í I i \ i \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.