Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 29 LISTIR Ungt og efnilegt tónlistarfólk Morgunblaðið. Húsavík. ÞRJÁR ungar stúlkur á aldrin- um 16-20 ára, héldu sína fyrstu sjálfstæðu tónleika á Húsavík fyrir skönimu, fyrir fullu húsi og við mjög góðar undirtektir áheyrenda. Stúlkurnar eru Lára Sóley Jóhannsdóttir og Gunnarsdæturnar Jóhanna og Sigurveig. Lára Sóley leikur á fiðlu og hefur leikið með Sinfóníuhljóm- sveit æskunnar og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Syst- urnar sáu um söng og leik á pí- anó og gítar. Þess má geta að Jóhanna hlaut þriðju verðlaun í söngvakeppni framhaldsskól- anna á síðastliðnum vetri. Á fyrri hluta tónleikanna voru m.a. verk eftir Chopin, S.L. Weiss og Wieniawski. Einnig frumfluttu þær Sónötu fyrir fiðlu eftir Helga Péturs- son, en þær nutu allar kennslu hans þá hann var kennari við Tónlistarskólann á Húsavík. Var því verki og flutningi sérstaklega fagnað. Einnig frumfluttu þær klassískt verk eftir ungan mann, Svein Rúnar Sigurðsson, sem eflaust á eftir að heyrast meira frá þá tímar líða. Auk þeirra stallsystra kom fram fleira ungt listafólk sem myndaði með þeim litla hljóm- sveit. Það eru þau Kristín Þóra Haraldsdóttir, fiðla, Sveinn Rún- ar Sigurðsson, píanó, Kristinn Haukur Guðnason, bassi, og Magnús Halldórsson, trommur. Berglind Dagný Steinsdóttir las frumort ljóð. Þetta var mjög íjölbreytt efn- isskrá, ljóð, klássísk tónlist og dægurlög, svo allir fengu eitt- hvað við sitt hæfi. Lagaval og flutningur var hinu unga æsku- fólki til sóma og sýndi það að auk skyldunáms í skóla eyðir það tómstundum sínum til frekara náms og flutnings góðra lista, því til sóma og öðru fólki til eftirbreytni. Morgunblaðið/Silli JÓHANNA við pfanóið, Sóley á fiðlu og Sigurveig með gítarinn efndu til sinna fyrstu opinberu tónleika á Húsavík. Hallgr ímskir kj a Marteinn H. Friðriksson leikur á hádegistón- leikum MARTEINN H. Friðriksson dómorganisti í Reykjavikí leikur á orgel Hallgrímskirkju í hádeginu í dag, fimmtudag. Tónleikarnir hefjast klukkan tólf og á efnisskrá eru verk eftir Mendelssohn, Jón Nordal og Hjálmar H. Ragnarsson. Mar- teinn H. Friðriksson gegnt stöðu dómorganista í Reykjavík frá 1978. Hann hefur kennt við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í mörg ár, frumflutt mörg orgelverk hér á landi og hald- ið tónleika víða um Evrópu auk þess sem hann hefur oft leikið í útvarpi. I hádeginu laugardaginn 29. sept- ember leikur Neithard Bethke dómorganisti í Ratzeburg í Þýska- landi í Hallgrímskirkju. I kynningu segir m,a., að hann hafi komið opin- berlega fyrst fram sem orgelleikari 11 ára gamall og síðan verið af- kastamikill á öllum sviðum kirkju- tónlistar, einnig sem tónskáld og stjórnandi. ----------------- Nýjar bækur • Grunnatriði safnastarfs er í þýð- ingu Helga M. Sigurðssonar. Höf- undar bókarinnar eru Timothy Ambrose og Crispin Paine. Bók þessi var fyrst gefín út af Alþjóða safnaráðinu (ICOM) í samstarfi við Routledge-forlagið árið 1993. Þetta er fyrra hefti bókarinnar og fjallar það um þjónustu, sýningar og safn- gripi. I kynningu segir: „Grunnat- riði safnastarfs markaði allmikil þáttaskil í starfa ICOM. En ís- lenska útgáfan er ekki síður merki- leg því að um er að ræða fýrstu bók um safnafræði sem út er gefin hér- lendis, ef undan eru skildir minni bæklingar um sértæk efni.“ Útgefandi er Árbæjarsafn og Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Bókin er 187 blaðsíður og kostar kr. 2.800. -------♦-♦-♦---- Sýningum lýkur Listasafn Árnesinga SÝNINGUM Þorbjargar Höskulds- dóttur, Detel Aurand og Luigino Valentin á efri hæð í Listasafns Ár- nesinga lýkur sunnudaginn 30. ágúst. Hildur Hákonardóttir verður í safninu á sunnudaginn kl. 16. og leiðir fólk um sali, talar um mynd- irnar og útskýrir þessi sjónarmið. Á neðri hæð safnsins stendur yfir samsýning sjö listamanna, tengd Dulrænum dögum Sálarrannsókna- félags Suðurlands. Dulrænum dögum lýkur einnig sunnudaginn 30. ágúst. Safnið er opið frá kl. 14 til 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.