Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Þögnin i er auðlind Þögnin verður sífellt dýrmætari auð- lind, efiirþví sem fleiri átta sig á hve andleg og líkamleg vellíðan er eftirsókn- arverðari en eilíft strit í því skyni að safna einhvers konar þrjáli. ÞAÐ er dýrmætara en margur hyggur að kunna að þegja. Hvað þá að fá notið þess að vera í þögn. í nútíma samfélagi, þar sem hamagangur- inn og lætin eru svo mikil, sumir segja stressið yfirgengilegt, er þögnin vanmetin auðlind. Allt of fáir staðir í heiminum geta enn boðið upp á alvöru þögn, en Is- land er örugglega einn þeirra. Einsog aðrar auðlindir er þögnin sameign þjóðarinnar; rétt einsog um fisk eða fallvötn væri að V ræða ættu landsmenn að hafa með það að segja hvort og þá hvernig þögn- VIÐHORF innier sPi]lt ----- Liklega er ekki Eftir Skapta hægt að setja á Hallgrímsson hana skatt eða kvóta; og þó, hugsanlegt væri að krefja þá um gjald sem hljóðmenga. Þögnin er nefnilega mörgum öðrum auðlindum dýrmætari. Og verður sífellt mikilvægari, eftir ■ því sem þankagangur fólks breytist á ný, og fleirum þykir andleg og líkamleg vellíðan íysi- legri en eilíft strit í því skyni að safna einhvers konar prjáli, ver- aldlegum verðmætum sem lítils virði kunna að vera, þegar öllu er á botninn hvolft. Hugsið ykkur; fólk sums staðar í heiminum, í stórborg- um vestans hafs og austan, hef- ur ef til vill aldrei upplifað þögn. Aldrei notið þess að liggja úti í náttúrunni, horfa til himins og heyra ekkert annað en eigin hjartslátt eða andar- drátt. íslendingar hafa löngum lifað á því að selja fisk úr landi. Skeggrætt hefur verið um mögu- leika þess að selja raforku yfir hafið til Bretlandseyja og megin- landsins, og sú verður eflaust niðurstaðan einhvern tíma í framtíðinni. Erfitt gæti hins veg- ar reynst að flytja þögnina út, og þess vegna þyrfti að flytja neyt- endur til þagnarinnar. Island verður sífellt vinsælla ferða- mannaland. Fólld eru sýndir jöklar og hvalir og ýmsir yndis- legustu staðir sem landið hefur upp á að bjóða. Skyldi einhverj- um hafa dottið í hug að bjóða upp á þagnarferðir? Komið og njótið bestu þagnar í heimi! Hvernig skyldi fólk, sem alla tíð hefur búið við ys og þys, taka slíkri áskorun? Fyrst fólk kemur yfir hálfan hnöttinn í þeim til- gangi einum að sjá milljónatug- um króna skotið upp í loftið á gamlárskvöld, hví skyldi það ekki einnig vilja gera sér ferð, til dæmis á Jónsmessunni, í því skyni að njóta umræddrar auð- lindar? Fólk sem daglega berst í mannhafi að heiman frá sér til vinnu og til baka, með viðkomu á fjölförnum lestastöðvum og í troðfullum lestum. Lifir í kliði. Er ekki hægt að telja þessu fólki trú um að það sé því beinlínis lífsnauðsynlegt að koma til stað- ar eins og Islands? Bara passa að það sé ekki á 17. júní eða Þor- láksmessu. Hugsanlega væri hægt að bjóða upp á hvísl-ferðir. Smiður þessa pistils býr í sam- félagi í grennd höfuðborgarinn- ar, sem í gamalli vísu var sagt lítið og lágt, þar byggju fáir og hugsuðu smátt. Ég skal fúslega viðurkenna að lognið þar er stundum á helsti mikilli hrað- ferð. En á móti kemur að þögnin úti við Gróttu er líklega meiri en víðast hvar annars staðar og heilnæmt sjávarloftið fylgir end- urgjaldslaust. Kyrrðin þar getur verið dásamleg og sömu sögu er að segja af fjölda staða vítt og breitt um landið. Drengur var ég í sveit í afskekktum dal austur á landi, langt frá heimsins glaumi. Niðurinn frá jökulánni var eina tónlistin og hljómaði daginn út og inn. Varð hins vegar aldrei þreytandi; það var notalegt að sofna við árniðinn á kvöldin og vakna við hann á morgnana. Bíl- ar sáust ekki svo dögum skipti en jarm, baul og gelt voru okkar músík. Sveitakyrrðin er yndisleg og þróunin hefur lengi verið sú í útlandinu að fólk flýr fjölmennið; hávaðann og lætin, og snýr aftur í sveitimar. Það sama hefur gerst hér á landi, og verður ör- ugglega mun meira um það í framtíðinni. Sannleikurinn er sá að með tilkomu Hvalfjarðar- ganga er ekki lengra í vinnu til Reykjavíkur úr Borgarfirði en fyrir fjölda fólks í útlandinu. Tæknin gerir það líka að verkum að nú til dags er sum störf hægt að vinna nánast hvar sem er. Fólk þarf ekki einu sinni að búa í sama landi og fyrirtækið hefur aðsetur, hvað þá í sama lands- hluta. Þögn er ekki bara holl og góð sem slík, hún getur einnig dregið úr slysum. Bílstjórar, prófið að aka í þögn, eða að minnsta kosti við lágværa, rólega tónlist eða talmál í útvarpinu. Finnið hversu auðvelt er að slaka á. Ef gult ljós blasir við þegar þið eigið skammt að gatnamótum, þá eru mun meiri líkur á því, ég fullyrði það, að þið reynið að bruna yfir ef dúndrandi, taktfóst músík er í útvarpinu, heldur en ef þið keyr- ið í þögn. Þá stöðvið þið bara bíl- inn og bíðið eftir næsta græna Ijósi. Það kemur hvort sem er eftir nokkrar sekúndur. Og fyr- irtak er að slaka á meðan beðið er. Börn læra sjálfkrafa að tala. Ungur nemur, gamall temur; þau apa eftir foreldrum og eldri systkinum. Síðar læra þau að lesa og skrifa en ég hef stundum velt því fyrir mér hvort nógu rík áhersla er lögð á að kenna böm- um að þegja. Að koma þeim í skilning um að þó raddböndin og málbeinið virki eins vel og hugs- ast getur þurfi þessi verkfæri ekki að vera í stanslausri notk- un. Fólk þarf ekki að gjamma í tíma og ótíma, hafi það ekkert að segja. Fólki eru falin ýmis mismun- andi verkefni í lífinu. Ekki hyggst ég segja sjúkrasögu mína hér, það bíður líklega gagna- grunnsins. Get þó upplýst að Skaparinn var svo elskulegur að senda mér mígreni að glíma við fyrir nokkrum árum - og þegar menn skríða inn í það greni sitt er þögnin gulls ígildi eins og myrkrið. Kannski læra menn best að meta þögnina, þegar svo stendur á. AÐSENDAR GREINAR Rafræn viðskipti ENGINN vafi leikur á að rafræn viðskipti eru á góðri leið með að bylta hefðbundnum viðskipta- háttum. Viðteknar við- skiptavenjur breytast, milliliðum fækkar, við- skiptakostnaður minnk- ar, nánara samband rík- ir á milli fyrirtækja og neytenda og nýir mark- aðir og vörur spretta upp. Hver sá sem hefur aðgang að alnetinu get- ur boðið fram vörur og þjónustu og náð til neyt- enda hvar sem er í heiminum og með sama hætti getur neytandi keypt vörur og þjónustu á hinu sam- eiginlega markaðstorgi heimsins óháð tíma og stað. Það er því ekki að undra að rætt sé um hinn fullkomna markað. Hvað eru rafræn viðskiptl? Með rafrænum viðskiptum er átt við viðskipti sem byggjast á gagna- flutningi um tölvur eða aðra raf- eindatækni. Viðskiptin geta falist í verslun með hefðbundnar vörur eða þjónustu, verslun með stafrænt efni, fjármagnsflutningum, inn- og út- flutningsskýrslum, útboðurn og til- boðum svo fátt eitt sé nefnt. í stórum dráttum má skipta rafrænum við- skiptum í eftirfarandi fjóra flokka: 1. Viðskipti milli fyrirtækja. Dæmi um þetta er þegar fyrirtæki notar samskiptanet, t.d. alnetið, til að panta vöru frá öðru fyrirtæki, fær reikning og annast greiðslu fyr- ir vöruna á rafrænan hátt, sbr. EDI- viðskipti. Um 80% rafrænna við- skipta eru á milli fyrirtækja. 2. Viðskipti fyrirtækis og neyt- enda, svokölluð rafræn smásala. Dæmi um þetta eru almenn milli- liðalaus vöru- og þjónustuviðskipti á alnetinu. 3. Viðskipti fyrirtækis og stjórn- valda. Dæmi um þetta eru útboð op- inberra framkvæmda, gerð toll- skjala og greiðsla opinberra gjalda. 4. Viðskipti almenns borgara og stjórnvalda, sem eru skemmst á veg komin en munu væntanlega ná til flestra þátta opinberrar stjómsýslu, t.d. greiðslu hins opinbera vegna velferðarmála og greiðslu borgar- anna á opinberum gjöldum. „Smellið hér“ hagkerfið Þrátt fyrir að rafræn viðskipti hafi enn sem komið er aðeins stigið sín fyrstu skref hafa þau nú þegar markað veigamikil spor í alþjóða- væðingu viðskipta og munu gjör- breyta öllum viðskiptaháttum í fram- tíðinni. En rafræn viðskipti munu einnig breyta uppbyggingu innan fyrirtækja, auðvelda birgðahald, fram- leiðslustýringu, fram- leiðslustjómun o.fl. Þau eru þvl ekki aðeins viðbót við núgildandi viðskiptahefðir heldur gjörbreyting á öllu við- skiptalegu umhverfi fyrirtækjanna inn á við sem út á við. Tækifæri fyrir framleiðendur og neytendur eru óþrjót- andi. Tækifæri fram- leiðenda felast t.d. í opnum alþjóðlegum markaði, aukinni sam- keppnishæfni, styttri afhendingartíma og minni útgjöld- um. Þannig hafa rannsóknir sýnt að rafræn viðskipti hafa lækkað kostn- að þeirra fyrirtækja sem lengst eru komin á þessari braut um 10% að meðaltali. Ávinningur neytenda get- ur hins vegar falist í alþjóðlegu Með rafrænum við- skiptum, segir Finnur Ingólfsson, er átt við viðskipti sem byggjast á gagnaflutningi um tölvur eða aðra raf- eindatækni. vömvali, auknum gæðum, skjótri úrlausn á þörfum og lægra verði. Talið er að rafræn viðskipti muni tvöfaldast árlega fram til 2002 og muni þá nema um 25 þúsund millj- örðum króna sem er svipað og landsframleiðsla Hollands. Éf áætl- anir um varanlega aukningu lands- framleiðslu vegna slíkra viðskipta í Bandaríkjunum em heimfærðar á Island má reikna með að landsfram- leiðsla muni aukast varanlega um 3.500 milljónir króna vegna lægra verðs, aukinnar eftirspurnar og minni birgða. Þetta samsvarar um 0,6% af landsframleiðslu. Þess ber að geta að rafræn viðskipti hafa sér- staka þýðingu fyrir okkur Islend- inga vegna smæðar þjóðarinnar og legu landsins. Fjölmörg úrlausnarefni Fjölmörg vandamál em enn í vegi rafrænna viðskipta, m.a. á sviði samninga og fjármála. Til glöggvun- ar má draga upp mynd af íslensku fyrirtæki sem hefur komist í sam- band við erlent. Vilji fyrirtækin eiga viðskipti sín á milli, að varan verði pöntuð rafrænt, hún afhent rafrænt og greiðsla fari á sama hátt fram á Finnur Ingólfsson Brúðhjón Allur boröbúnaður - Glæsileg gjaíavaia - Brtíðhjónalistar ; VERSLUNIN Latignvegi 52, s. 562 4244. Sjáðu heimasíðuna okkar H Yfir 1.200 notendur KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerflsthroun KERFISÞROUN HF. Fákafeni 11 • Simi 568 8055 www.isiamfia.is/kerfislhrmin rafrænan hátt, vakna nokkrar spurningar: Á hvaða stigi er kominn á bind- andi samningur milli fyrirtækjanna? Hver er lagaleg staða slíks samn- ings? Hver hefur lögsögu um samning- inn? Hvernig fer greiðslan fram og hvernig er móttaka hennar staðfest? Hvaða skatta- og tollareglur gilda? Hvernig er eftirliti með slíkum gjöldum háttað og hvernig eru þau innheimt? Rafræn viðskipti um opin kerfí krefjast fyllsta öryggis fyrir gögnin, m.a. til að verja höfundarrétt, verja þau gegn spellvirkjum og til að vernda trúnaðarmál, hvort sem þau eru viðskiptalegs eðlis eða snerta hagi einstaklinga. Slíkt öryggi er ekki hægt að tryggja á fullkominn hátt enn sem komið er. Það er lykil- atriði að tryggja öryggi þeirra gagna sem um netkerfin fara. Setja þarf reglur um verndun einkalífsins og um höfundarrétt en hvort tveggja er vandmeðfarnara á opinni netrás en ella væri. Jafnframt þarf að sporna gegn siðlausu efni og ólögmætri notkun netanna og skil- greina ábyrgð notenda. I dag er tæknilega flest til staðar sem þarf fyrir stóraukin rafræn við- skipti. Aftur á móti er nokkuð í land með að samræma notkun tæknibún- aðar og ekki síður í því að ákveða hið lagalega umhverfi rafrænna við- skipta. Alþjóðleg stefnumótun Flest bendir til þess að fylgt verði tillögu Clintons Bandaríkjaforseta um að alnetið verði fríverslunar- svæði. Jafnframt virðast flestir hall- ast að því meginsjónarmiði að þær reglur sem gilda í viðskiptum utan netsins skuli einnig gilda í viðskipt- um innan þess. Forðast skuli að setja reglur um rafræn viðskipti sérstaklega enda leiddi slíkt til lítils annars en óeðlilegra viðskiptahátta og tafa á því að rafræn viðskipti þró- ist á farsælan hátt. Mikil vinna er unnin á vegum al- þjóðastofnana, eins og OECD og Al- þjóðaviðskiptastofnunarinnar, um samræmingu rafrænna viðskipta. Á ráðherraráðstefnu OECD í Ottawa næstkomandi október er ráðgert að setja leikreglur sem muni stuðla að enn frekari framgangi rafrænna við- skipta í heiminum. Við Islendingar þurfum að fylgj- ast grannt með þróun rafrænna við- skipta og taka frumkvæði þegar svo ber undir. Þó Islendingar séu ekki eftirbátar annarra í að taka upp nýja tækni í atvinnulífinu þá bendir margt til að brýnt sé að herða róð- urinn í þessum efnum. Að ýmsu er þó unnið um þessar mundir sem mun auka rafræn viðskipti hér á landi, eins og rafræn tollskjöl, papp- írslaus verðbréfaviðskipti í verð- bréfamiðstöð, lagarammi um fjar- sölu og notkuii rafeyris í viðskiptum og samræmingarstarf verkefnis- stjórnar forsætis- ráðuneytis um upplýsingasamfélagið. Á næstu misserum er brýnt að yf- irfara lög og reglugerðir með tilliti til rafrænna viðskipta. Markmiðið er að þau verði jafnrétthá öðrum við- skiptum. Það þarf að hlúa að raf- rænum viðskiptum til að ná því meg- inmarkmiði framtíðarsýnar ríkis- stjórnar Islands um upplýsingasam- félagið, sem samþykkt var í septem- ber 1996, að íslendingar verði í far- arbroddi þjóða heims við nýtingu upplýsingatækni í þágu bætts mannlífs og aukinnar hagsældar. Höfundur er iðnaðar- og viðskipta- ráðhcrm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.