Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 35 AÐSENDAR GREINAR Óánægja Islenska járn- blendifélagsins hf. I GREIN í Morgun- blaðinu hinn 26. þ.m. lýsir framkvæmdastjóri Islenska járnblendifé- lagsins óánægju sinni með framkomu Lands- virkjunar gagnvart fé- laginu í tengslum við þá erfiðleika sem orkubú- skapur landsmanna á nú við að etja sökum vatnsskorts, auk þess sem framkvæmdastjór- inn gagnrýnir harðlega hvernig Landsvirkjun hafi staðið að verki við að tjá sig opinberlega um tiltekinn þátt í ný- legum árshlutareikn- ingi Járnblendifélagsins. Hér er á ósanngjarnan og óréttmætan hátt vegið að Landsvirkjun, bæði hvað fyrrnefnd samskipti í tengslum við orkuskortinn snertir og árshluta- reikninginn eins og ég mun rekja hér á eftir. 1. Samskipti Landsvirkjunar og íslenska járnblendifélagsins hf. vegna orkuskorts. Eins og kunnugt er sér Lands- virkjun nú fram á að þurfa að draga úr afhendingu á vetri kom- anda á afgangsorku til stóriðju vegna vatnsskorts þar sem rennsli í ám er eitt hið minnsta á sl. 30 ár- um vegna lítillar úrkomu, kulda á hálendinu og lítillar jöklabráðnun- ar. Fer skerðing þessi fram innan marka þeirra heimilda sem Lands- virkjun hefur samkvæmt hlutað- eigandi rafmagnssamningum. Landsvirkjun hefur ekki þurft að nýta sér þessar heimildir síðan 1979-1981 og má því Járnblendifé- lagið hrósa happi yfir hve vel hefur árað í vatnsbúskap og afl- og orku- getu Landsvirkjunar frá því járn- blendiverksmiðjan hóf rekstur 1979. Landsvirkjun verður ekki sökuð um að hafa vanrækt þá skyldu sína að tilkynna Járnblendifélaginu um skerðingu þá sem hér um ræðir með tilskildum fyrirvara sem er einn mánuður. Þannig varaði Landsvirkjun, félagið við því í bréfi, dags. 17. september 1997, að til orkuskerðingar gæti komið og staðfesti síðan í bréfi til félagsins, dags. 23. júní 1998, að reikna mætti með slíkri skerðingu næsta haust, auk þess sem þá var óskað eftir fundi með fulltrúum Járnblendifé- lagsins til að fjalla nánar um ástand og horfur í vatnsbúskapn- um. í framhaldi af fundinum skipt- ust aðilar á bréfum um þessi mál- efni 8. og 15. júlí 1998 og það var síðan með bréfi til Járnblendifé- lagsins, dags. 22. júlí 1998, sem Landsvirkjun tilkynnti félaginu um skerðingu á afhendingu af- gangsorku frá 1. september nk. og til áramóta. Halldór Jónatansson Af framangreindu er ljóst að Járnblendifé- lagið hefur í allt að eitt ár mátt sjá fram á vax- andi líkur á að til skerðingar á af- gangsorku kæmi næsta vetur. Hafi þessar staðreyndir far- ið fram hjá Járnblendi- félaginu, hluthöfum í því og Verðbréfaþing- inu er ekki við Lands- virkjun að sakast. Landsvirkjun upp- lýsti almenning með stuttri fréttatilkynn- ingu hinn 23. júní 1998 um horfumar í vatns- búskapnum en fjallaði hvorki þá né endranær sérstaklega um skerð- ingu á afhendingu raforku til Járn- blendifélagsins. Umfjöllun fjölmiðla Fer skerðing þessi fram, segir Halldór Jónatansson, innan marka þeirra heimilda sem Landsvirkjun hefur samkvæmt hlutaðeigandi raf- magnssamningum. um skerðingu Landsvirkjunar á raf- orku til Járnblendifélagsins er að sjálfsögðu ekki á ábyrgð Lands- virkjunar. Það sem haft er eftir full- trúum Landsvirkjunar í slíkri um- fjöllun er ekki þess eðlis að það hefði átt að koma Járnblendifélag- inu á óvart eða aðilum sem tengjast félaginu ef Járnblendifélagið hefði gegnt upplýsingaskyldu sinni gagn- vart þeim á fullnægjandi hátt. Landsvirkjun vísar því á bug ásök- un um að virða ekki grundvallar- reglur sem gilda um meðferð trún- aðarupplýsinga. 2. Ái-shlutareikningur íslenska járnblendifélagsins hf. Hinn 18. ágúst 1998 sendi Járnblendifélagið frá sér fréttatilkynningu varðandi hálfsársuppgjör 1998. Kemur þar fram orðrétt eftirfarandi staðhæf- ing: „Félagið fær endurgi’eiðslu frá Landsvirkjun vegna lokauppgjörs á raforku á árunum 1993 til 1997 að upphæð 207 milljónir króna. Að endurgreiðslunni frátalinni nemur hagnaður félagsins 217 milljónum króna á fyrri helmingi ársins sam- anborið við 260 milljónir króna á sama tímabili í fyi-ra.“ Hér var ranglega staðhæft að Járnblendifélagið ætti rétt á 207 milljón króna endurgreiðslu frá Landsvirkjun. Landsvirkjun sá sig því knúna til að koma á framfæri leiðréttingu með athugasemd í formi fréttatilkynningar hinn 18. ágúst 1998 þar sem fram kemur að hlutaðeigandi inneign Járnblendifé- lagsins hafi í árslok 1997 numið NOK 2.260.018 eða sem svarar til rúmlega 22 milljóna íslenskra króna sem Landsvirkjun hafí endurgreitt í júlí sl. Sú inneign sem hér um ræðir er vegna uppgjörs á aðstoð þeirri sem Landsvirkjun lét Járnblendifélag- inu í té í gífurlegum fjárhagserfið- leikum sem félagið átti við að etja árið 1992 í kjölfar verðfalls á kísil- járni. Fólst aðstoðin í því að félagið fékk verulegan afslátt af samnings- verði raforku á meðan verð á kísil- járni var undir ákveðnu lágmarki eins og það var á fyrri hluta tíma- bilsins 1993-1997. Verðhækkanir á seinni hluta timabilsins gerðu Járn- blendifélaginu hins vegar kleift að greiða Landsvirkjun endanlega fullt samningsbundið rafmagnsverð fyrir tímabilið í heild. Má segja að þessi aðstoð Landsvirkjunar hafi verið eitt mikilvægasta framlagið í við- leitni margra aðila til að tryggja framtíð Járnblendifélagsins og sem meta mætti að verðleikum í því samskiptamati sem framkvæmda- stjóri Járnblendifélagsins ber á borð íyrir lesendur Moi-gunblaðs- ins. Niðurstaða Landsvirkjunar, hvað uppgjörið á umræddri aðstoð snertir og getið er um hér að fram- an, er rétt, þ.e. hún felur í sér um 22 milljóna íslenskra króna inneign Járnblendifélagsins hjá Landsvirkj- un í árslok 1997 sem greidd var í júlí sl. Hefur þessi niðurstaða ekki verið véfengd af Járnblendifélaginu. Lái það Landsvirkjun hver sem vill að vilja hafa það sem sannara reyn- ist í opinberri umfjöllun um fjár- hagsstöðu Landsvirkjunar. Það skiptir Landsvirkjun verulegu máli að t.d. Verðbréfaþing íslands sé rétt upplýst í þessu efni sem öðrum vegna þeirra skuldabréfa sem Landsvirkjun er útgefandi að og skráð eru í milljörðum króna á þinginu. Eins og hér hefur komið fram tel- ur Landsvirkjun sig á engan hátt hafa gefið framkvæmdastjóra Járn- blendifélagsins tilefni til þeiiTar gagnrýni og ásakana á hendur fyr- irtækinu sem fram kom í grein hans í Morgunblaðinu. Landsvirkjun hef- ur um tíðina átt ágæt samskipti við forstöðumenn Járnblendifélagsins og fulltrúa annarra fjárfesta í orku- frekum iðnaði hér á landi eins og vöxtur og viðgangur þess iðnaðar ber með sér. Leyfi ég mér að vona að svo megi verða áfram hvað sam- skipti Landsvirkjunar og Járn- blendifélagsins snertir. Höfundur er forstjdri Landsvirkjunar. Skynsamleg orkunýting til atvinnusóknar FRAMTÍÐ Austur- lands liggur m.a. í skynsamlegri nýtingu á orku fallvatnanna til öflugrar atvinnusókn- ar fyrir komandi kyn- slóð. Ibúaþróun á Aust- urlandi hefur verið á þann veg að á örfáum áram hafa tapst um 700 manns burt úr landshlutanum. (Brottfluttir umfram aðflutta.) íbúafjöldi á stærð við byggðir eins og Búðarhrepp Reyðarfjörð eða hefur horfið á skömmum tíma. Síðustu fréttir herma að frá áramótum hafi horfið vel á annað hundrað manns. Blása verður til öflugr- ar atvinnusóknar í fjórðungnum, segir Þorvaldur Jóhannsson, og kalla brottflutta og þá sérstaklega vel menntaða æsku okkar heim á ný. Þrátt fyrir góðæri í vinnslu og veiðum sjávarútvegsins nú, sem er okkar stóriðja í dag, fækkar þar fostum störfum. Fyrir liggur að sjávarútvegurinn mun ekki á næstu ánim taka við auknum mannafla. Landbúnaður hefur, eins og allir vita, dregist verulega saman og þrátt fyrir góðan vilja í sveitum hér eystra til að viðhalda byggð á jörðum (ferðaþjónusta, skógi-ækt o.fl.) heldur áfram að fækka þar störfum. Ferðaþjón- usta er vaxandi atvinnugrein, sem ber að styðja, en fjölgun starfa þar er hæg og árstímabundin. Þjónustugreinar hverskonar eru fremur veikar og veikjast enn frekar ef ekki tekst að fjölga íbú- um í landshlutanum. Við menntum börnin okkar frá okkur þar sem við hugsum ekki nægjanlega fyrir því að skapa fjöl- breyttari og betur launuð störf þeim til handa í landshlutanum. í dag er talið að um 60% starfs- fólks á vinnumarkaði á Austur- landi sé ófaglært. í hátækniiðnaði Þorvaldur Jóhannsson eins og t.d. álveri eru um 8% vinnuaflsins ófaglært. 92% starfs- manna er háskóla- menntað, tækni- menntað iðnmenntað og faglært. Virkjanir á hálend- inu norðan jökla, nátt- úruvernd, ferðaþjón- usta og orkufrekur iðnaður, svo sem álver við Reyðarfjörð, geta og eiga að fara vel saman ef rétt er á málum haldið. Því er nú nauðsyn- legt að leita allra skynsamlegra leiða til þess að skapa ný störf með nýjum tækifærum sem gefast. Blása verður til öflugrar atvinnusóknar í fjórðungnum og kalla brottflutta og þá sérstaklega vel menntaða æsku okkar heim á ný til þess að taka þátt í sókninni. Meðal þeirra skýru valkosta sem við stöndum frammi fyrir er að nýta sem best við getum hluta þeirrar miklu endurnýtanlegu orku í fallvötnunum norðan Vatna- jökuls. Við virkjunarframkvæmdir ber að vanda til allra rannsókna og hafa m.a. umhverfissjónarmið í huga þegar niðurstöður eru metn- ar. Hins vegar liggur fyrir að fram- kvæmdir sem þessar krefjast fórna og það er gjald sem þjóðin hefur þurft að greiða í aldanna rás til að viðhalda byggð í landinu öllu og svo mun áfram verða. Höfundur er bæjarstjóri og formaður Orku- og stóriðjunefndar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Mannréttindi og friðhelgi einkalífs „GRUNDVALLARHUGSUNIN á bak við frumvarpið (um miðlægan gagnagrann, innskot JT) er eingöngu sú að þær upplýsingar sem hér liggja og má búa til úr verðmæti verði kom- ið í verðmæti. Ekkert annað.“ Þannig mælti forstjóri íslenzkrar erfða- gi'einingar á fundi lækna á Landspít- alanum 3. apríl sl. Frumvarjjið var þá nýframkomið og hafði verið unnið að undirbúningi þess af slíkri leynd að líkara var hernaðarinnrás en laga- setningu í lýðræðisríki. Samkvæmt frumvarpinu er gi'eini- legt að ná á markmiðum þess með einkavæddri þjóðnýtingu. II. Ég hef á í'úmum tveimur áratug- um skráð gríðarlegt magn heilsu- Sjúkraskrá fólks er friðheilög, segir Jóhann Tómasson, og það á að fá að halda sárustu lífsreynslu sinni í friði. farsupplýsinga auk þess sem ég hef sjálfur tekið lífsýni í stórum stíl. Ég hlýt því að hafa sama rétt og sam- starfslæknar íslenzki-ar erfðagrein- ingar að selja þessi gögn „mín“. Ég hef að vísu ekki minnsta áhuga á slíkum „mannréttindum", sama hversu vel væri boðið. Það er þó aukaatriði í þessai'i blaðagrein. III. Ég á sjálfur talsverða sjúkrasögu, sem ég tel einkamál mitt og fjöl- skyldu minnar. Aldrei hefur hvarflað að mér að gera hana að sölu- vöru. Ég lít á það sem friðhelg mannréttindi mín, að hún sé látin í friði, og ég tel mig ekki þui'fa að gera neitt til þess að svo verði. Hver ætti að gæta réttar míns ef ég hefði ekki náð heilsu á sínum tíma? Hver gætir réttar þeirra sem vegna æsku, elli, fótlunar eða sjúk- leika af margvíslegu tagi eru ófærir um að verja einkalíf sitt? Hver gætir réttar látinna? Ekki aðeins sjúkra- skráa þeirra og lífsýna, heldur líka þeirra lífsýna sem hvíla í vígðri mold? Hafa menn hugleitt hvílík auðæfi liggja þai'? IV. Ég held því fram, að sjúkraskrá mín sé frið- heilög og ég mun aldrei sætta mig við það að ríkisstjórn Is- lands, 63 einhuga al- þingismenn eða meiri- hluti í þjóðaratkvæða- greiðslu, svipti mig þeim mannréttindum að fá að hafa sárustu lífsreynslu mína í friði. Ég neita að lokum einnig að fallast á þá skoðun forstjóra Is- Jóhann lenzkrar erfðagrein- Tómasson ingar að ég sé með þessu að skerða sið- ferðilegan rétt minn til þess að nýta mér þá læknisfræði, sem aðrir hafa tekið þátt í að þróa (sbr. grein hans í Úlfljóti, blaði laganema í ágúst 1997). Höfundur er læknir. M unið brúðargjafalistann Hönnun E. Sottsass Mörkinni 3, sími 588 0640 casa@treknet.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.