Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 37- ÁRNIL. VÍGL UNDSSON + Árni Lárus Víglundsson fæddist í Reykjavík 28. desember 1938. Hann lést á heimili sínu á Seltjarnar- nesi hinn 15. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru Víglundur Krist- jánsson kaupmaður, f.8.11. 1908 í Mikla- holtshr. á Snæfells- nesi, d. 28.1. 1981, ojg Þuríður Stefanía Arnadóttir, f. 3.6. 1913 í Bakkagerði, Borgarfirði eystra. Árni kvæntist 11. júlí 1961 Sal- gerði Ólafsdóttur, f. 24.4. 1940. Arni átti einn son fyrir, Krist- Ég átti þig sem aldrei brást, á öllu hafðir gætur. Með hjartað þrungið heitri ást þig harma daga og nætur. Ylríkt skjól í örmum þér var auður daga minna. Ljósið bjart sem lýsti mér var ljómi augna þinna. Þú vaktir meðan sæl ég svaf, ei sviku kenndir þínar. ján, f. 12.9. 1955, d. 19.1. 1985. Börn Árna og Salgerðar eru Víðir, f. 27.11. 1961, Björk, f. 26.2. 1966, Hlynur, f. 24.1. 1968, og Reyn- ir, f. 19.2. 1970. Barnabörn Árna eru átta. Árni var Ioftskeyta- maður að mennt og starfaði lengst af til sjós. Hin seinni ár vann Árni hjá Pósti og síma, síðar Landssímanum. Útför Árna fór fram í kyrrþey, að ósk hins látna, hinn 26. ágúst síðastliðinn frá Fossvogskap- ellu. Allt sem ljúfast lífið gaf var lagt í hendur mínar. Nú slökknað hefur lifs míns ljós, lokið draumi mínum. Égvildi megaverðarós og visna á barmi þínum. (Brynhildur.) Elsku pabbi, ég vil þakka þér fyrir samfylgdina og allar samveru- KRISTJÁN JÓNSSON + Kristján Jóns- son fæddist á Djúpavogi 8. ágúst 1946. Hann lést 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Jón Eiríkur Gunn- arsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri frá Miðfjarðarnesi, f. 20.9. 1905 og Þor- björg Guðmunds- dóttir ljósmóðir frá Arnarnesi, Eyja- firði, f. 16.1. 1910, d. 8.3.1990. Alsystir Kristjáns er Unnur Jónsdóttir, f. 4.2. 1949, fyrrver- andi eiginmaður er Atli Gísla- son og eiga þau þijá syni. Hálf- systkini hans eru Guðmundur Jónsson, f. 20.9. 1935, fyrrver- andi eiginkona er Lára Odds- dóttir og eiga þau tvö börn, Margrét Jónsdóttir, f. 21.9. 1936, eigin- maður hennar er Ólafur Haraldsson og eiga þau tvö börn, Petra Sigríð- ur Sverresen, f. 31.1. 1941, eigin- maður hennar er Einar Friðbjörns- son. Kristján byrjaði ungur að vinna til sjós á hinum ýmsu skipum víða af land- inu. Hann lauk loft- skeytanámi 1968 og vann hann sem loftskeytamaður bæði til sjós og lands í allmörg ár, einnig sem háseti og í vél. títför Kristjáns fer fram frá Litlu kapellunni í Fossvogs- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Með örfáum orðum langar mig að minnast vinar míns og skóla- bróður Kristjáns Jónssonar eða Skilla eins og við vinir hans kölluð- um hann. Fundum okkar Skilla bar fyrst saman er við innrituðumst í Loftskeytaskólann í Reykjavík haustið 1966, og þaðan útskrifuð- umst við ásamt öðrum góðum félög- um vorið 1968. Margt var brallað á þessum árum og á ég margar góðar minningar frá þessum tíma. Eftir skólann skildi leiðir, en á þessum 30 árum sem liðin eru höfum við alltaf haft gott samband. Skilli var dug- legur að hringja og láta vita af sér og sínum högum, hvort sem hann var úti á sjó eða í landi, stundum kíkti hann í heimsókn, og varla kom hann öðruvísi en með einhverja gjöf handa mér eða konunni minni, þannig var Skilli hann þurfti alltaf að sýna væntumþykju sína á áþreif- anlegan hátt. Skilli var hjartahlýr og góður drengur og vildi allt iyrir alla gera, en því miður gleymdi hann oftast sjálfum sér í þessum lífsins ólgusjó. Á áttunda áratugn- um veiktist hann af berklum og þurfti að dveljast á Kristnesspítala við Eyjafjörð, þangað kom ég til hans og þrátt fyrir veikindin var hann alveg sami grallarinn og áður og lét ekkert buga sig. Skilli hresstist og gat aftur farið að stunda sjóinn af krafti, þar til síð- ustu ár, því þá gekk hann ekki heill til skógar. Góður drengur hefur kvatt þessa jarðvist. Við hjónin kveðjum hann með þakklæti fyrir góð kynni og vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð. Far þú í friði, ftíður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briera.) Ólafur Logi Jónasson. Að vini mínum Kristjáni Jóns- syni loftskeytamanni gengnum langar mig til að minnast hans í fá- um orðum. Hugurinn hvai-flar til þess tíma er við hittumst fyrst 17 ára gamlir báðir í áhöfn varðskipsins Óðins, hann vélamaður, ég háseti. Hugur beggja stóð til sama náms, og kapp lagt á undirbúning fyrir inntöku- próf, sem báðum óx allmjög í aug- um. Ég man hvað mér fannst hann standa betur að vígi með gagn- fræðapróf sem ég hafði ekki. Kristján var á þessum tíma og alltaf síðan fádæma grannvaxinn og skildum við skipsfélagar hans aldrei hvers vegna, því alltaf hélt hann sínu og vel það þegar við töld- um kjötbollur, hafragraut og fisk- stykki ofan í hann annars vegar, og tvær tröllvaxnar sjóhetjur hins vegar. „Það fer allt í sellurnar,“ sagði Stjáni. Við áttum heima hvor sínum megin við Klambratúnið og hitt- umst oft á þessum ái-um. Það var stutt að fara í helstu menningar- stundirnar sem lifa í minningu minni. Ég kveð þig með söknuði og bið góðan guð að styrkja okkur öll í sorginni. Hvíl þú í friði. Dauðinn er lækur, en lífið er strá skjálfandi starir það strumfallið á. (M.Joch.) Björk (Björkin þín). Mig langar að kveðja tengda- pabba minn og þakka honum fyiir samveruna. Nítján ár eru síðan við kynntumst og strax var mér tekið á heimili tengdaforeldra minna sem einu barnanna þar, með hlýju og góðlátlegri glettni. Það fór ekki mikið fyrir Árna, hann var fámáll frekar, en alltaf svo þægilega til staðar er á þurfti að halda. Það má segja að þau Gerður hafi alið Davíð upp með okkur, því hann sótti svo mikið til þeirra. Ög alltaf var afi til í að spila, skoða fugla- bækur, eða bara spjalla við hann. Árni var alltaf mikið úti í náttúr- unni og hafði sérstakt dálæti á mörgum náttúruperlum okkar, svo sem eins og Þingvöllum sem hann var sérlega fróður um. Ekki minnk- aði útiveran þegar Æsa kom á heimilið og farið var að viðra hana daglega, með gönguferðum um Nesið. stofnanir þess tíma, Þórskaffi, Röðul og Tæknibókasafnið. Kjar- valsstaðir komu seinna í þetta mikla tún. Alltaf var okkur jafn vel tekið á heimili Stjána. Þar var hann kallað- ur Kiddi. Ég gat aldrei vanið mig á það. Kvistherbergið hans í for- eldrahúsum á Miklubraut 70 var oft vettvangur mikilla pælinga, en þar var ætíð greiður aðgangur að fróð- leiksþorstaslökkvandi ritum og fræðibókum í eigu hans sjálfs og foreldra hans. Það var með eindæmum hvað hún mamma hans Stjána nennti að stjana við okkur í mat og hugguleg- heitum. Jafnvel þótt sveinarnir yrðu háværir eftir að hafa snögghitað sig ógætilega með áfengi. Og hin þögla námshvatning föður hans, virðulegs kaupfélagsstjóra, sem nú lifir son sinn háaldraður, var svo raunveru- leg að það var eins og maður fyndi hönd hans á öxlinni þótt hann væri hvergi sýnilegur. Svo kom þessi fjarstadda hönd líka með sterka leiðsögn og viðvörun þegar við höfð- um áfengi um hönd. Svoleiðis glannaskapur mislíkaði honum gi-einilega þótt fátt væri sagt. Svoleiðis lífstíðaræðruleysi sem Stjáni var gæddur fæst hvergi nema í foreldrahúsum og er gróður- sett snemma á ævinni. Það sama er að segja um heiðarleikann, virðingu fyrir öðrum og öllu lífi á jörðinni. Það lýsir vel æðruleysi Stjána vinar míns hvernig hann heilsaði mér þegar ég heimsótti hann á lungnadeild Landspítalans, þegar hann um þrítugt veiktist af þeim sjúkdómi sem nú hefur með stuðn- ingi annarra eyðingarafla haft sig- ur. Þá kom ég inn á sjúkrastofuna hans, þar sem hann hafði verið í lífs- hættu og einangrun og hver veit hvað, og sá hann uppi í rúminu með slöngur undan sænginni og næringu í æð og alls konar gi-æjur í kring, vindlmg í munni og öskubakka sér við hlið, segjandi: „Nú vantar bara að fá sér einn gráan, þá er þetta eins og á fínasta hóteli.“ I raun og veru er það ráðgáta hvernig hann Stjáni fór að því að lifa þó þetta lengi eins og þessi veikindi og önnur herjuðu á hann á lífsleiðinni, og skrokkurinn ekki efnismeiri en raun bar vitni. Ég kveð kæran vin, grandvaran heiðursmann, með söknuði og full- vissu um endurfundi á þeirri báta- bylgju sem hann nú stillir sig á. Föður Kristjáns, systkinum og fjölskyldum sendi ég samúðar- kveðjur. Ólafur Vignir Sigurðsson, loftskeytamaður. Það var því afar erfítt að horfa á þennan stóra sterka mann sem Árni var, veikjast og berjast við sjúkdóm sinn. Hann bar sig samt afar vel og hafði það alltaf, „alveg ágætt“ er hann var spurður; sama hversu veikur hann var. Ég bið þess í bænum mínum að nú líði þér vel. Við hefðum viljað fá að hafa þig svo miklu lengur með okkur. Við vorum engan veginn tilbúin, þótt við vissum öll hvert stefndi. En hvenær hefðum við svo sem verið það? Sennilega aldrei. Nú bíður þín hlutverk á öðrum stað, verum því þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með þér og látum minningamar um að ylja okkur. Gerður mín, Þura, Víðir, Björk, Hlynur og Reynir, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Skinið er skærast og heitast í skúrum um morgunsár og brosið er bb'ðast og heitast sem biikar í gegnum tár. (Kristín Sigfúsd.) Elsku Árni minn, takk fyrir allar góðu stundirnar. Með vinsemd og virðingu. Laufey Þórðardóttir. Nú er látinn tengdafaðir minn, Árni Víglundsson. Hann hefði náð því að verða sextugur hefði hann lifað árið. En svo fór ekki. Krabba- meinið óx hratt undir það síðasta og felldi þennan stóra og sterklega mann. Árni var lengst af við vinnu sem loftskeytamaður á hinum ýmsu skipum en hin síðari ár vann hann hjá Pósti og síma, síðar Landssím- anum. Árni var heimakær maður og kunni best við sig með henni Gerði sinni, hundinum Æsu og nánasta fólki. Stutt og löng ferðalög voru eitt af áhugamálum hans. Fjöl- skyldan á Nesbalanum ferðaðist vítt og breitt um landið þegar börn- in voru á heimilinu. Oft er and- rúmsloft gott í ferðalögum; náin samvera og skemmtilegar uppá- komur og hefur það eflaust átt við því þessi ferðalög eru þeim ofarlega í huga nú þegar þau kveðja föður sinn. Árni og Gerður hafa haldið áfram að ferðast og urðu ferðalög til heimsborga erlendis þá einnig fyi-ir valinu. Þá var leigð íbúð og dvalið í mánuð á hverjum stað til þess að kynnast Iandinu almenni- lega. En ferðina stuttu á Þingvelli til að líta á haustlitina kemst Árni ekki í þetta haustið. Hann er haldinn í lengri ferð, á vit feðra sinna og við munum hitta hann síðar. Jóhanna. Við minnumst þín ávallt og þú hverfur ekki úr huga okkar. Guð hjálpi okkur að lina sorgina í hjarta okkar allra. Við viljum þakka þér fyrir allt, elsku afi okkar. Stella Sif og Gunnur Ýr. Við, kæri afi, kveðjum þig með trega klökkum huga alhr söknum þín. Þitt (jós mun aldrei slokkna endanlega því áfram perla minninganna skín. (Sigurbjörg Kristjánsd.) Elsku afi, fáein orð til að kveðja þig að sinni og þakka þér fyrir allt. Við eigum svo margar perlur svo margar góðar minningar til að ylja okkur við í framtíðinni. ...Þú að koma úr siglingum og alltaf færandi hendi með glaðning handa okkur. Tjaldútilegur í Þjórs- árdal og allir að safna sprekum í - varðeld. Vikan okkar í París! Öll yndislegu jólin saman. Klukku- stundirnar sem við eyddum saman í að spila. Gönguferðir í fjörunni með Æsu eða bara bíltúr á Þingvelli með kaffisopa... Allt eru þetta og miklu fleiri til fallegar minninga- perlur. Það er svolítið erfitt að skilja að dauðinn sé ekki endalok heldur áframhald inn í annað líf, en þannig viljum við hugsa þetta. Svo nú þeg- ar þjáningar og veikindi eru að baki vonum við að þér líði vel. Amma og Æsa eru eitthvað svo einmana núna. Við ætlum að hugsa vel um þær og þú lítur svo til með okkur öllum. Elsku afi, við endum þessa kveðju með ljóði sem passar þér svo vel og bæn um að þú megir hvíla í friði. Stóðstu beinn er starfið hófstu styi'kur þá til beggja handa, erfiðleika í gleymsku grófstu, greiddir skjótt úr hverjum vanda. Förunaut þú fékkst við hæfi, fylgt þér hefir langa ævi. Sof þú vært í faðmi foldar - fyrirbænir anda hlýjar - upp af gróðurmagni moldar munu vaxa jurtir nýjar. Sumamóttin blessuð breiði blómadögg yfir afa leiði. (Kristj. Bjamason.) Góði Guð, við biðjum þig að hjálpa okkur öllum og gefa okkur styrk í sorginni, sérstaklega Þuru og Gerði ömmu. Þínir afadrengir, Davíð, Baldur og Haukur. Það var gaman að fara með afa og ömmu í gönguferðir með Æsu. Æsa hljóp stundum út í sjó og þá‘c’" þurftum við að bíða þangað til hún kom upp úr sjónum. Ég fékk stund- um að halda í bandið með ömmu. Nú vælir Æsa af því að afi er far- inn. Afi fór í kistuna og svo fer hann upp til guðs. Bless afi minn, Sunneva. + Hjartkær móðir mín og tengdamóðir, HÓLMFRÍÐUR KR. PÉTURSDÓTTIR, andaðist mánudaginn 24. ágúst. Sólveig Árnadóttir, Stefán Þórhallsson. t Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÁRNI L. VÍGLUNDSSON, Nesbala 2, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu laugardaginn 15. ágúst sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Salgerður Ólafsdóttir, Þuríður Árnadóttir, Víðir Árnason, Laufey Þórðardóttir, Björk Árnadóttir, Gísli Pámason, Hlynur Árnason, Reynir Árnason, Jóhanna Gunnarsdóttir og barnabörn. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.