Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 40
■•40 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VIGDÍS STEINDÓRSDÓTTIR, Framnesvegi 52, Reykjavík, lést á Landspítalanum mánudaginn 17. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks krabbameinsdeildar 11-E á Land- spítalanum og hjúkrunarfræðinga í heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni á Vesturgötu 7 fyrir umönnun hennar, vináttu og hlýhug. Gunnar Helgason, Dóra Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallgrímsson, Anna Gunnarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Guðbjörn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær eiginmaður minn, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR EINARSSON vörubifreiðastjóri, Sléttuvegi 15, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 16. ágúst. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ásta Magnúsdóttir, Bolli Magnússon, Ásta Bolladóttir, Magnús Bollason, Bolli Magnússon yngri. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVAVA MAGNÚSDÓTTIR, lést í faðmi ástvina þriðjudaginn 25. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurður K. Pálsson, Jónína Pálsdóttir, Magnús Geir Pálsson, Kristín Jóhannesdóttir, Magnea Jóhannesdóttir, Ragna Jóhannesdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Elsabet Baidursdóttir, Helen Svava Helgadóttir, Áslaug Sif Gunnarsdóttir, Guðmundur Björnsson, Ingvi R. Einarsson, Gunnar Eldar, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HERDÍS HLÍF ÁSGEIRSDÓTTIR, Gyðufelli 4, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnu- daginn 23. ágúst. Útförin fer fram frá Fellla- og Hólakirkju mánu- daginn 31. ágúst kl. 10.30. Jón V. Sigurmundsson, Ingibjörg Huld Þorsteinsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ARNBJÖRG GUÐLAUGSDÓTTIR, Mýrum 13, Patreksfirði, verður jarðsungin frá Patreksfjarðarkirkju laug- ardaginn 29. ágúst og hefst athöfnin kl. 14.00. Ingibjörg Haraldsdóttir, Pétur Ólafsson, Guðlaug J. Haraldsdóttir, Erlingur S. Haraldsson, Margrét Einarsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Georg Guðmundsson, Aðalsteinn U. Haraldsson, Rannveig Haraldsdóttir, Skúli T. Haraldsson, Ýr H. Einarsdóttir, Þröstur Haraldsson, Þórey A. Haraldsdóttir, Ásgeir H. Ingólfsson, Brynja Haraldsdóttir, Magnús J. Áskelsson, Ólafur Felix Haraldsson, Bjarnveig Guðbjartsdóttir, Regína Haraldsdóttir, Gunnar I. Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. EINAR HEIMISSON + Dr. Einar Heim- isson fæddist í Kópavogi 2. desem- ber 1966. Hann lést í Miinchen í Þýska- landi hinn 16. ágúst siðastliðinn. For- eldrar Einars eru hjónin Steinunn Einarsdóttir og Heimir Þorleifsson, bæði kennarar við Menntaskólann í Reykjavík. Systir Einars er Kristrún Heimisdóttir lög- fræðingur, f. 28. ágúst 1971. Móðurforeldrar Einars voru séra Einar Guðna- son prestur í Reykholti og Anna Bjarnadóttir kennari í Reyk- holti. Föðurforeldrar Einars voru Þorleifur Þorgrímsson verslunarmaður í Reykjavík og Kristensa Guðmundsdóttir frá Krossnesi í Grundarfírði. Einar ólst upp á Seltjarnar- nesi, lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1986 og doktorsprófí í sagnfræði og bókmenntum frá Albert-Ludwigs Universitat í Freiburg í Þýskalandi sumarið 1992. Doktorsritgerð hans nefn- ist: Die Asylsituation in Island in den dreifiiger Jahre im Vergleich mit den anderen nor- dischen Landern. Einar þreytti samkeppnispróf inn í Kvik- myndaakademíuna í Miinchen haustið 1992 og lauk fyrrihluta- prófi í leikstjórn og handrits- gerð þaðan. Hann var blaða- maður á tímaritinu Þjóðlífí, vann í byggingarvinnu og á eyr- inni og fjallaði um sígilda tónlist í Ríkisútvarpinu. Hann gerði tíu heimildarmyndir fyrir sjónvarp og eina leikna mynd sem allar voru sýndar í Sjónvarpinu: Gyð- Stundum berast svo dapurlegar fregnir, að erfítt er að trúa þeim. Þannig fór um mig, er fregnir bárast af dauða vinar míns, Einars Heimis- sonar. Þetta hlyti að vera vondur draumur, martröð, sem hyrfi að morgni nýs dags. En þetta var hinn ískaldi, sorglegi veruleiki. Lífið kennir manni, að hið óvænta gerist, jafnvel það sem síst má búast við, og ekki hefði mig grunað, ég ætti eftir að lifa hann Einar minn Heimisson, því að í mínum huga hefur hann jafn- an tengst æskuþreki og lífi. Fráfall hans er hörmulegt vinum hans og vandamönnum, en það er líka mikið tjón fyrir íslenska menningu, því að hann átti margt eftir ógert. Mig langar til þess að minnast hans hér í fáeinum orðum, en þau verða þó fá- tæklegri en honum bæri. Einar Heimisson var nemandi minn í Menntaskólanum í Reykjavík árin 1984-1986. Það er meginkostur kennarastarfsins að fá að kynnast ýmsum mannvænlegum æskumönn- um, og þar í fremstu röð var Einar Heimisson. Hann vakti strax at- hygli, því að einkar bjart var yfir honum, og hann var mjög drengileg- ur maður í öllum háttum. Einar var einstaklega áhugasamur námsmað- ur, gæddur skýrum og hvössum gáf- um, og árangurinn var frábær í öll- um greinum. Hann hlaut fyrstur manna verðlaun úr nýstofnuðum verðlaunasjóði fyrir árangur í ís- lenskum fræðum á stúdentsprófi, og honum var veittur hinn eftirsótti gullpenni fyrir glæsilega ritgerð um smásögur Ólafs Jóhanns Sigurðs- sonar. íslensk ritgerð Einars á stúd- entsprófinu var einkar athyglisverð, en efnið var „Tungan og þjóðernið". Sú ritgerð var síðar birt í Morgun- blaðinu, og er það afar fátítt um slík- ar ritgerðir. Á þessum tímamótum í lífi sínu, er menntaskólaárin voru að baki, hefði afburðamaðurinn Einar Heimisson getað lagt fyrir sig hvaða grein sem var og náð frábærum árangri. Hann kaus fyrst að nema sagnfræði og bókmenntir í Þýskalandi. Við hitt- umst alloft, þegar hann var heima í ingar á íslandi (1989), Innflytjend- ur á Islandi (1990), Olafur Jóhann Sig- urðsson (1991), _ í fjarlægð - um Is- lendinga í Kaup- mannahöfn á stríðs- árunum (1991), Bjarni - saga um vísindamann, um Bjarna Sæmunds- son fiskifræðing (1991), íslenska íþróttavorið (1993), Hvíti dauðinn saga frá Vífilsstöð- um (1994), Benjamín í Berlín og Moskvu (1995), Ég sigra (1996) og loks Við höfðum ekkert vit á stríði (1998). Kvikmynd eftir handriti og í leikstjóm Einars, María, var framsýnd í kvik- myndahúsum í Þýskalandi og á íslandi haustið 1997 og sýnd í ís- lenska sjónvarpinu 17. júní sl. Einar gerði fjölmarga út- varpsþætti um bókmenntir, tón- list og sagnfræði. Vaka-Helga- fell gaf út tvær skáldsögur hans og var önnur þeirra, Götuvísa gyðingsins, tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna, þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. Hún kom út á þýsku, hjá Forum Verlag í Leipzig, árið 1993 und- ir heitinu Ins Land des Winters. Hann þýddi smásögur og ljóð ýmissa þýskra skálda. Þýðing hans á bókinni, Hvíta rósin, sögu ungra andspyrnumanna í þriðja ríki Hitlers eftir Inge Aicher-Scholl kom út hjá Menn- ingarsjóði árið 1987. Auk þessa liggja eftir Einar smásögur og fjöldi greina um ýmis þjóðfé- lagsmál. Útfór Einars fer fram frá Sel- tjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. leyfum, og hann sagði mér frá námi sínu og ýmsum athyglisverðum hræringum í bókmenntum og listum í Þýskalandi. Einar var um skeið blaðamaður á tímaritinu Þjóðlífi, og vakti hann athygli á margvíslegum málum, þar sem úrbóta var þörf. Hann gagnrýndi ýmislegt, en gagn- rýnin var jafnan málefnaleg og sett fram í þeim tilgangi að stuðla að framförum. - Fyrir u.þ.b. tíu árum tók hann þar fyrir hið fráleita og hneykslanlega ástand, sem lengi hafði verið í húsnæðismálum Menntaskólans í Reykjavík, og ýtti sú þarfa umfjöllun við mörgum. Ég sagði við Einar, að hann ætti sér- stakar þakkir skildar fyrir þetta framtak sitt. Aðeins 22 ára að aldri sendi Einar frá sér skáldsöguna „Götuvisu gyð- ingsins“, og var hún tilnefnd til Is- lensku bókmenntaverðlaunanna. Hinn ungi vinur minn kom sjálfur og gaf mér bókina, áritaða með einkar hlýlegum orðum. Nokkrum árum síðar kom hún út í þýskri þýðingu, og ég tel það sérstakan heiður að hafa fengið tækifæri til þess að stuðla að þeh-ri útgáfu, en þá var ég stjórnarformaður Bókmenntakynn- ingarsjóðs. Einar nam siðar leikstjórn og handritsgerð í Múnchen. Sú mennt- un og traust sagnfræðiþekking nýtt- ust honum vel við gerð heimilda- mynda, en þær urðu alls tíu talsins. Margar þeirra era frábærar, t.d. ís- lenska íþróttavorið, en kærust er mér Hvíti dauðinn - saga frá Vífils- stöðum. Mér er kunnugt um það, að við gerð myndarinnar þurfti Einar að sigrast á margvíslegum erfiðleik- um, sem hefðu getað komið í veg fyr- ir, að hún yrði til. En hann var ótrú- lega duglegur og ósérhlífinn, og hon- um tókst því að ryðja hindrunum úr vegi. I mínum huga er kvikmynd Ein- ars, María, sérstaklega fagurt verk, en margt reyndist honum erfitt við gerð myndarinnar. Hún er heillandi og hugljúf, þótt þar sé stundum fjall- að um miður geðsleg efni. En það var eitt af einkennum Einars að taka fyrir andstæðurnar, hið fagra og hið ljóta í mannlegu lífi. Hann var á viss- an hátt rómantískur og viðkvæmur í lund, og hann hafði glögga tilfinn- ingu fyrir hinu dramatíska í tilver- unni. Hann hafði trausta þekkingu í tónlist og nýtti sér það í myndum sínum með einkar smekklegum hætti. Ég hafði mikla unun af því að horfa á kvikmyndina Maríu og gerði það reyndai- fáeinum kvöldum áður en helfregnin barst. Margir sakna nú sárt Einars Heimissonar, og sárastur er harmur foreldra og systur. Huggunarorð munu vandfundin nú, en ég vil hér þó minna á orð og fyrirheit læri- meistarans mikla, en hann sagði: „Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.“ - Einnig má hér benda á það, hversu ótrúlega mikið Einar hafði afrekað á skammri ævi, og þeir sem þekktu hann náið geta þakkað það að hafa fengið að kynnast vel hinum mikilhæfa manni, sem gaf öðram svo mikið. Ég votta honum virðingu mína, er leiðh- skilur nú um hríð. Ég er þess sjálfur fullviss, að Ein- ar Heimisson lifir nú í öðrum og betri heimi, og listilega vel gerð verk hans sjálfs munu lifa í þessum heimi mönnum til ánægju og yndis og til íhugunar og umhugsunar. - Ég sendi að lokum innilegar samúðar- kveðjur til þeirra sem nú eiga um sárt að binda og bið þeim Guðs misk- unnar og huggunar. - Blessuð sé minning hins unga vinar míns, Ein- ars Heimissonar. Ólafur Oddsson. Auðveldai-a er að sætta sig við dánarfregnir þeirra, sem komnir eru fram yfir miðjan aldur og hafa skilað ævistarfinu að mestu, en að taka við skyndilegri dánarfregn ungs hæfi- leikamanns. En stundum verðum við að afbera það sem ómögulegt er. Einar Heimisson, systursonur minn, 31 árs gamall maður, sem öllum sem til þekktu þótti vænt um, er látinn. þetta er reiðarslag, ekki bara fyrir foreldra Einars, systur og nánustu ættingja og vini, heldur fyrir ís- lensku þjóðina alla. Hann hafði þeg- ar sýnt að í honum bjuggu miklir hæfileikar, hann hafði skarað fram úr hvai- sem hann var og hann átti svo mikið ógert. Einar Heimisson, rithöfundur, blaðamaður, doktor í sagnfræði, kvikmyndafræðingur og framleiðandi og fleira, hafði þegar sýnt, að hann var maður mikillar framtíðar, og við sem þekktum hann vissum, að á miklu var von. En nú er vonin brostin og við spyrjum hverju þetta sætir. En fátt er um svör. Einar Heimisson var ljúfur og elskulegur drengur og mikið góð- menni. Á yngri árum var hann mjög góður íþróttamaður, í knattspyrnu sem og frjálsum íþróttum, og hann var mikill unnandi sígildrar tónlistar, bókmennta og lista. Hann var einnig nægilega góður fiðluleikari til þess að hann hefði getað náð árangri á tónlistarsviðinu og hann hefði getað unnið fyrir sér með húsgagnasmíði. Doktorsritgerð hans fjallaði um stöðu erlendra flóttamanna á íslandi á árunum fyrir síðari heimsstyrjöld og viðamesta kvikmyndin er Mana, saga þýskrar stúlku sem kom til ís- lands í atvinnuleit. Skáldsaga Einars „Götuvísa gyðingsins" var gefin út bæði á íslandi og í Þýskalandi og hún var tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna 1990. þá gerði Einar tíu heimildarmyndir, sem Sjónvarpið tók til sýningar. En hann kom víðar við. Hann var blaðamaður hjá tímaritinu Þjóðlífí, fjallaði um sí- gilda tónlist í Ríkisútvarpinu og hann þýddi smásögur og ljóð þýskra skálda og þýðing hans á bókinni Hvíta rósin, sem fjallaði um baráttu þýskra ungmenna gegn nasistum á stríðsárunum, kom út hjá Menning- arsjóði árið 1988. Þetta eru mikil af- köst og með lengri ævi hafði hann líklega orðið heimsfrægur. En þessu gat enginn mannlegur máttur ráðið. I verkum Einars er ákveðið sam- hengi, sem ég hef ekki enn kunnáttu til að skilgreina svo vel sé. Einar hafði stefnu og drauma um að nota kvikmyndatæknina til að koma boð- skap sínum á framfæri. Fleiri höfðu áþekka drauma en flestir létu sér nægja að tala um þá. Einar var að því leyti sérstakur að honum tókst að framkvæma draumana sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.