Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 42
* 42 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, RAGNHEIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Goðatúni 7, Garðabæ, verður jarðsungin frá Garðakirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Halldóra Gunnarsdóttir, Grettir Gunnarsson, Rakel Eva Gunnarsdóttir, tengdabörn og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓRUNN BACHMANN, Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, áður Egilsgötu 15, Borgarnesi, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar- daginn 29. ágúst kl. 14.00. Sigríður Bachmann, Haukur Bachmann, Kristín Einarsdóttir, Guðmundur Bachmann, Gerða Arnleif Sigursteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Jarðarför ástkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, HLÍFAR ÞÓRARINSDÓTTUR, Naustahlein 6, Garðabæ, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 13.30. Þórarinn Ólafsson, Marta Bjarnadóttir, Geir Ólafsson, Ingibjörg Bjarnardóttir, Ragnar Ólafsson, Matta Rósa Rögnvaldsdóttir, og fjölskyldur. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við fráfall eiginmanns míns, föður okkar og afa, KARLSSTRAND fyrrv. yfirlæknis á geðdeild Borgarspítalans. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Margrét Strand, Viðar Strand, Titti Strand, Hildur Strand, Una, Æsa, Charles og Johan Strand. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, BRAGA HALLDÓRSSONAR, Vallargötu 18, Keflavík. Fjóla Bragadóttir, Baldur Bragason og fjölskyldur. + Innilegt þakklæti fyrir samúðarkveðjur og hlý- hug vegna fráfalls og útfarar sonar okkar og bróður, HALLGRÍMS HELGASONAR. Svava Vigfúsdóttir, Helgi Hallgrímsson, Rut Helgadóttir og fjölskylda. Lokað Lokað verður í dag, fimmtudaginn 27. ágúst, vegna útfarar ÓLAFAR P. SVEINSDÓTTUR. Goddi ehf., Smiðjuvegi 30. EINAR HEIMISSON syni á þann hátt að okkur fannst við þekkja hann persónulega. Afi átti gríðarstóran hnött. Við Einar sner- um honum og stoppuðum með putt- anum einhvers staðar og afi sagði okkur frá því landi sem hnötturinn stoppaði á. Amma sagði okkur ferða- sögur frá Englandi og síðan sagði hún okkur frá því þegar þau afi hitt- ust í fyrsta sinn á Alþingishátíðinni 1930 á Þingvöllum. Stundum spilaði amma á píanóið. Uppáhaldstónskáld- ið hennar var Motzart. Heimir og Steinanna voru einstak- ir foreldrar og bjuggu börnum sínum ástríkt heimili, sannkallað menning- arheimili, þar sem bókmenntir, stjórnmál, sagnfræði og tónlist eru í hávegum höfð. Þar ríkir umburðar- lyndi, jafnrétti, virðing og friður. Þau hafa alltaf gefið sér tíma til að vera með börnunum sínum, fræða þau og mennta. Enda hefur verið eftirtektarvert hvað börnin þeirra hafa verið vel lesin. Við Einar uxum upp og eignuð- umst yngri systkini og frændsystk- ini. Þessi frændsystkinahópur hefur verið samheldinn. Á hátíðum og í fjölskylduboðum voru haldnar her- legar leiksýningar. Þá var nú mikið um dýrðir. Kristrún spilaði á píanóið og Einar á fiðlu. Búningarnir komu flestir úr skápunum hennar Stein- önnu frænku. Frændsystkinin gengu menntaveginn. Eftir stúdent var haldið í Háskólanám víða um heim. Einar var afbragðsnámsmaður og framúrskarandi í hveiju því sem að hann tók sér fyrir hendur. Hann var semidúx úr MR og fór síðan til Þýskalands að læra. Það var alltaf gaman að koma heim á sumrin og þá hittumst við öll. Á háskólaárunum leigði ég íbúð við Laufásveg. Þangað kom Einar oft að heilsa upp á frænku sína. Hann var orðinn svo fjallmyndalegur og svo mikill heimsmaður. Þar var mikið spjallað. Eitt sinn spurði hann mig hvort ég vildi ekki halda fyrir hann velkominn heim partí. Það var nú alveg sjálfsagt. Buðum við þang- að öllum mínum vinum og hans vin- um. Það var mikið fjör. Eg var svo stolt af fallega, klára frænda mínum. Einar sagði okkur frá lífinu í Freiburg af mikilli innlifun. Hann var svo fullur af hugsjónum og áhuga á öllu sem hrærðist. Hann hlakkaði til að geta skoðað íslenska sögu út frá nýjum sjónarhomum með aðferðum sem hann lærði í Þýskalandi. Hann talaði um þörfina fyrir gagngrýna sagnfræði. Þetta var alveg nýtt fyrir okkur og okkur þótti afar áhugavert það sem hann var að segja. Hann var svo uppfullur af áhuga og eldmóði að það geislaði af honum. Þá var hann orðinn þekkt- ur rithöfundur svona kornungur. Það var stórkostlegt að fylgjast með Einari og Kristrúnu hvað þau voru dugleg, þolinmóð og góð við ömmu okkar þegar hún var orðin há- öldruð kona. Einar gat setið með henni tímunum saman og rætt við hana um fortíðina og alla heima og geima. Á meðal annars um skáldið Jónas sem amma hafði einstakt dá- læti á. Þótt minnið færi að verða gloppótt hjá gömlu konunni mundi hún utan að öll ljóð Jónasar. Þau voru alltaf boðin og búin að hjálpa henni og gerðu það af einstakri nær- gætni og skilningi og eiga þakkir skildar fyrir það. Einar fór að læra við Kvikmynda- akademíuna í Munchen. Hann taldi kvikmyndir vera góða leið til að koma hugmyndum sínum á framfæri og dreymdi um að gera sögulegar myndir með leikrænu ívafi. Það er mikið tjón fyrir kvikmyndagerð á ís- landi að missa Einar Heimisson svona ungan. Hann var uppfullur af hugmyndum og átti svo margt eftir ógert. Margir fá fjölda góðra hug- mynda án þess að gera annað en að tala um þær. En Einar kom þeim í framkvæmd. Elsku Steinanna, Heimir og Kristrún. Guð blessi ykkur öll, styrki og styðji í þessari miklu sorg. Maður skilur kannski ekki á þessari stundu að maður geti nokkum tímann litið glaðan dag eftir þetta en saman verðum við að halda áfram að lifa og styrkja hvert annað og styðja. Við eigum þó dýrmætan fjársjóð sem er samheldin, stór og sterk fjölskylda og trúin á eilíft líf. Við getum þó ver- ið viss um að það hefur verið tekið vel á móti Einari hinum megin. Þar hafa verið fremst í flokki afi og amma. Verkin hans Einars munu líka lifa og hans mun verða minnst sem eins af stórmennum þessarar aldar. Fyrir hönd allra ástvinanna finnst mér vel við hæfi erindi úr Ijóði Jónasar Hallgrímssonar sem mér þykir um margt minna á Einar Heimisson. Skilaboðin eru: Við sjá- umst öll aftur! Háa skilur hnettí himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Anna Margrét Bjamadóttir. Sumarið hefur verið okkur hér á suðvesturhorninu örlátt á birtu og yl og bægt frá okkur sorg og angri. Á einum slíkum degi hringdi vinur okkar Einar Heimisson hingað á Túngötuna til að kveðja mig og mína. I bili. Sagðist ætla að skreppa utan og ganga frá undirbúningi að næstu mynd sinni. Spjall okkar end- aði eins og svo oft áður á vinsamlegri áminningu um að hann reyndi nú að vera ekki alveg eins og ungi Werther en horfa þess í stað í sólskinið þó að honum fyndist ýmislegt vera sér andstætt í lífi og starfi. Hann tók áminningunni vel og lofaði að brosa. Svo var hann farinn og sólin hélt áfram að skína og ekkert okkar óraði fyrir að við hefðum kvatt þennan vin okkar í síðasta sinn. Ekki fyrr en faðir hans flutti okk- ur skelfilega frétt af andláti hans og sorgin lagðist eins og niðdimm þoka yfir allt. Þessi ungi og glæsilegi di-engur hafði orðið bráðkvaddur ytra. Eins og hendi væri veifað var hann ekki lengur meðal okkar. Við vissum öll að lífsblómið hans var ekki meðal harðgerðustu jurta, en enginn átti von á að hann gæti verið á fórum þangað sem við náum ekki til hans. Fullorðið fólk á vísast að hafa þroska til að taka því sem að hönd- um ber. En við slík tíðindi taka til- finningarnar ráðin af skýrri hugsun. Hugurinn sveiflast milli harms og reiði, milli heiftar í garð þess sem öllu stjórnar ef einhver er og óbæri- legrar tilhugsunar um það sem for- eldrar Einars og systir þurfa nú að takast á við. Enn einu sinni leitar spurningin um réttlæti á hugann og enn verður fátt um svör. En þegar þokan eftir fyrstu við- brögð tekur að greiðast í sundur hættum við að spyrja spurninga sem engin svör fást við. Tilgangslaus heiftin víkur fyrir sorginni vegna ótímabærs andláts vinar sem sjálfur þekkti hana kannski betur en við. Af hverju það var reyndist okkur erfitt að skilja á stundum. Og við eigum enga kosti aðra en að fara að ráðum sem svo auðvelt var að gefa og horfa á ný í sólskinið. Og brosa. Eins og við gerðum móðir hans og ég á sam- eiginlegum vinnustað okkar foreldra hans í Menntaskólanum í Reykjavík þegar hún sagði mér frá væntanlegri komu hans í þennan heim. Og fallegu barni var fagnað og síð- ar systur og allt gert sem góðir for- eldrar megna að gera best fyrir börnin sín. Flest var þessu barni gef- ið, gáfur og glæsileiki, sem blómstr- uðu á yndislegu æskuheimili í sam- neyti við góða foreldra og systur. Skólaganga var leikur einn og áður en við vissum af sáum við á eftir bömunum okkar út í lífið að afloknu stúdentsprófi. Við horfðum kannski ofurlítið áhyggjufull á eftir þessum glaðbeitta hópi sem hélt að hann ætti heiminn, en vonuðum að hann yrði þeim góður. Og víst var hann það oftar en ekki. Hugur Einars hneigðist snemma að skáldskap og tónlist, en mannrétt- indi og heimspeki sóttu einnig á hug hans. Hann kaus sér sagnfræði sem fræðigrein og lauk doktorsprófi á fá- um árum, en eygði óhefðbundna leið fyrir hugðarefni sín og hóf nám í leikstjóm og handritsgerð við kvik- myndaháskóla. Hann skrifaði tvær skáldsögur, sem ég las fyrir hann í handriti, og hann tók því jafnan vel þó að komið væri við kviku. Hann vissi af henni sjálfur, þekkti ofsa til- finninga sinna fyrir því sem honum var kært og það var kannski meira en hann gat borið. Kærleikur hans og umhyggja fyrir öllum kúguðum og þjáðum, Iífs og liðnum, var óend- anlegur og næstum yfirþyrmandi. Þessa bera verk hans merki. Hann átti stóra drauma og kom ótrúlega miklu í verk þann stutta tíma sem honum var gefinn. Verk sín skilur hann okkur eftir og þau ber að þakka. En ofar öllu beinist þakklæti okk- ar að honum sjálfum, þeim manni sem hann var. Við kveðjum þennan góða dreng með miklum söknuði og minnumst margra fallegra brosa. Þökkum fyrir að hann var hér og vit- um að það er langt þangað til hann fer frá okkur fyrir fullt og allt. Þá ósk á ég eina foreldrum og systur til handa að sú sorg sem nú sýnist lítt bærileg breytist í tærar minningar um bróður og son, sem endurgalt ást þeirra af heitu hjarta. Stór hópur vina og kunningja kveður Einar Heimisson með sorg og söknuði, en þeir sem báðu hann að horfa inn í sólskinið og brosa, verða nú að fara að eigin ráðum. En erfitt er það. Guðrún Helgadóttir. • Fleiri minnitigargreiiuir um Einar Heimisson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför OLGU HARÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks krabbameins- deilda Landspítalans fyrir umönnun og stuðning í veikindum hennar. Alexander Serna Marchán, Róbert Alexander Alexandersson, Sigrún L. Sigurðardóttir. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför móður okkar, GUÐNÝJAR SVANHVÍTAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Þórshamri. Guðrún Jónsdóttir, ÁsmundurJónsson, Kári Jónsson, Guðný Jónsdóttir, Sigurjón Hjálmarsson, Heimir Hjálmarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.