Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 27.08.1998, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Jœ/ásk>few~. V£Z£>L4C/MG&P ?j [ EG MNMKEPPNt O/HHve/Z i//EfZÍ I UMSrUfZ ELV/S P/ZESTLEy.f EG VEE£> AE> Z4T/} AE> Vú/zo ejc/c/ /to/t/z&/je KEPPENÞCOZ Grettir Tommi og Jenni Ljóska Ferdinand Og litli krakkinn með hundinn Þarftu alltaf að Smyr ég of hátt stökk yfir girðinguna og... vera með þennan fyrir þig? Þarftu að tala allan tímann? hávaða? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Rís þtí unga Island! Frá Áslaugu Þormóðsdóttur: UPPHAFSORÐ Davíðs Stefáns- sonar í ljóðinu Hvöt bera þess merki að á hverjum tíma sé að finna menn sem horfi skarp- skyggnum augum til samtíðar sinnai- og dreymi stolta drauma eldhugans: „Nú eru fornar hetjur horfnar, sem hugsuðu djarfast og unnu þarfast; sem allar sungu á einni tungu ástarljóð til frjálsrar þjóðar.“ Varla voru það einungis skáld sem í gegnum aldirnar stunduðu þjóðrýni og gátu að sama skapi afhjúpað á eftirminnilegan hátt veikgeðja tilgerðina og kúgun- arskælda valdafíknina sem löngum hefur leynst meðal landans. Unga kynslóðin í dag er til allrar ham- ingju óhræddari en þær fyrri að viðurkenna að margt hefði mátt betur fara í stjói-nun landsins á tímum foreldra og forfeðra, en hún er líka vel menntuð, raunsæ, og kann að tjá og mynda sér skoðanir - enda í flestum tilvikum komin af vel menntuðu foreldri. Hið unga Island lætur ekki fjarstýra sér með hræðslupólitík stjórnvalda og telur það hiklaust ábyrgðar- og sinnu- leysi eldri kynslóðarinnar, að ætla sér m.a. að axla byrðar spillingar og óreiðu ráðamanna síðustu ára- tuga með því að hún taki við þjóð- arbúi, sem hefur möglunarlaust af- skrifað bak við tjöldin heila 67 milljarða á síðustu árum - án þess að nokkur opinber embættismaður hafi sætt ábyrgð. Frelsi og lýðræði Það er sama hvort það er D- eða R-listi sem er við völd. Það er sama hvort íslendingar hafa syngjandi borgarstjóra í Bogguborg eða rit- snjallan forsætisráðherra yfir Dav- íðslandi. Lénsskipulagið og einok- unin í opinberri stjómsýslu, skoð- anastjórnun og ritskoðun fjölmiðla sem fjórða valdið, ábyrgðarflótti, upplýsingaleynd, ofríki, tvöfeldni og hroki ráðamanna um leið og þeir hafa náð völdum við kosningar - og viðvarandi virðingarleysi sí- sitjandi embættismanna, er ennþá bein ógnun við lýðræði, réttarör- yggi og frelsi landsmanna, og er jafn óviðeigandi hjá kven- sem karlmannsleiðtoga, hjá vinstri sem hægri og jafn siðlaust hjá borg sem ríki. Skáldið Davíð sagði: „... Hví ert þú, ungi Islandssonur! öðrum að krjúpa og dreggjar súpa, búa í hreysi við lagaleysi...?“ og unga fólkið getur heilshugar tekið undir að það hafi verið gert alltof lengi. Þjóðhetjan, Jón Sigurðsson, eyddi ekki lífi sínu í þrotlausa baráttu fyrir frelsi og lýðræði íslendinga til þess eins að landar hans dormuðu í hægindastólnum og hættu að verja lýðræðið gegn hvers kyns afætum - afhentu það umyrðalaust eða at- hugunarlaust mönnum með svim- andi bankainnistæður - mönnum sem hefðu m.a. auðgast á sjálfri þjóðareign allra íslendinga eða mönnum sem dreifðir væru um allt stjómkerfi borgar og ríkis sem embættismenn - en fyrir einhvern misskilning héldu sig vera léns- herra og hafna yfir landslög. Að margra mati jafngildir slíkt ástand því að þjóðin hafi treyst vampýrum fyrir blóðbanka landsins og sett samkeppnislögin í herkví eða að þjóðin búi við herforingjastjórn. Þá má ætla að persónudýrkun leiðtoga stjómmálaflokka geti verið stór- lega varasöm fyrir þær sakir að hún dreifir athyglinni frá mögu- legu árangursleysi sitjandi vald- hafa og frá kjarna og aívöru hags- munamálefna kjósenda - og breyt- ir kosningum í eins konar hand- boltaleik, þar sem öllum brögðum múgsefjunar er beitt til þess eins að vinna sínu skurðgoði á vellinum sigur, stöður og völd. Að leita kærleikans í kosningunum 1994 var sam- steypa R-listans óskrifað blað og naut þeima fométtinda að geta barið á flokki með áratuga fortíð. Nú era hins vegar 4 ár liðin af frambernsku hennar og í næstu kosningum verður hún 8 ára barn, sem verður að gangast við sinni fortíð og valdatíma. Það er alkunna að konur í stjómsýslu beita yfir- leitt öðra vísi vinnubrögðum og hafa aðrar áherslur en karlar. Kunnugt var einnig að kvenleiðtogi R-listans tók við gamalgrónu karlaveldi og það hlýtur að hafa kostað nokkur glímutökin við fund- arborðið - enda hefur stjómsýsla borgarinnar síðustu ár einkennst af varnarstjórnun og áróðurs- kenndri dýrkun á borgarstjóra sem kvenskörangi á borð við hina röggsömu Soffíu frænku. Undar- legt að frænkunni skuli samt ekki enn hafa tekist að vinna þeim mál- efnum brautargengi sem yfirleitt brenna hvað heitast á konum sam- félagsins; launajafnrétti, atvinnu fyrir alla borgarbúa, jöfnun at- vinnuverkefna á borgarmarkaðn- um, viðunandi lífskjör sjúkra, gam- alla, fátæki-a og öryrkja í borginni. Þetta eru málefnin sem ævinlega líða hvað mest undir stjóm karla- veldis og þess vegna búist við að kvenleiðtogi sé færari um að sýna mannúð, samvisku og kærleika í forgangsröðun málefna borgarinn- ar, en reki ekki stærsta fyrirtæki landsins með öllum tækifæram þess til framfara eins og hver önn- ur kona í karlmannsfötum - og beiti sömu aðferðum þagnarsam- særis og samtryggingar sem for- dæmdar era hjá andstæðingunum og viðhaldi með því forréttinda- kerfinu innan borgannúranna! Áminningin til beggja leiðtoganna varðandi þetta kemur sem fym úr Fagraskógi: „Veiztu þá ekki, að ís- land bíður eftir sonum með björt- um vonum, sem fara með eldi og andans veldi um allt, sem er fúið og tildri búið, veika hýsa og villtum lýsa, veita þeim frelsi, er bindur helsi, hvetja lýðinn í lífsins stríði, landið prýða með björk og víði.“ Nokkuð sem segir að enn vanti kærleikann í stjórnsýslu borgar og lands - kærleikann sem tengt geti þjóðina í eina órofa hagsmunaheild - og enn vanti samvisku, mannvirð- Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.