Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 23/8 - 29/8 ► MIRAMAX kvikmyndafyr- irtæk- ið sem er einn stærsti óháði kvikmyndaframleiðand- inn í Bandarfkjunum, er til- búið að taka hér sex kvik- mynd- ir næstu 1-2 ár ef samning- ar takast við stjórn- völd um skattfríðindi. ► GISTIRÝMI í Vestmanna- eyjum eru fullbókuð vegna komu háhyrningsins Keikós hinn 10. september en hefð- bundin gistirými eru milli 250 og 300. Búist er við miklum fjölda Ijölmiðlafólks og hafa Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva komið til Eyja í vettvangsrannsókn til að undirbúa beinar útsend- ingar. ► FLUGFÉLÖGIN Mýflug og íslandsflug hafa tilkynnt um að þau muni heija áætl- unarflug milli Reykjavfkur og Húsavfkur og hefjast ferðir þeirra í byijun sept- ember. Mun Mýflug fljúga tvisvar á dag mánudaga, miðvikudaga og laugardaga og einu sinni á dag sunnu- daga, þriðjudaga og fimmtu- daga. Islandsflug mun fljúga eina ferð að kvöldlagi sex daga vikunnar. ► ÍSLENSKUM karlmanni, Ólafi Braga Bragasyni, fer- tugum að aldri, er handtek- inn var í Þýskalandi í Iok júlí vegna gruns um þátttöku á innflutningi á 1.870 kg af hassi í Túnis, verður hugsan- lega sleppt úr haldi í byrjun næstu viku. Ekki hefur borist framsalsbeiðni frá yf- irvöldum í Túnis, þar sem hann var eftirlýstur hjá al- þjóðalögreglunni Interpol, og samkvæmt reglum þar að lútandi geta yfirvöld aðeins haft hann f haldi f 40 daga. Öngþveiti í Rússlandi Samherji með mestar heimildir SAMHERJI hf. hefur yfir að ráða mestum aflaheimildum á komandi fisk- veiðiári, sem hefst hinn fyrsta septem- ber næstkomandi, um 25.500 tonnum eða 5,6% heildarinnar. Haraldur Böðvarsson hf. er kominn í annað sætið, eftir að Miðnes hf. sameinaðist íynr- tækinu en næst á eftir þeim koma ÚA og Þormóður Rammi - Sæberg. Alda í 7. sæti breska listans ALDA Björk Ólafsdóttir, stökk beint í 7. sæti breska vinsældarlistans með lag- ið „Real Good Time“ og skaust þar með upp fyrir hinar þekktu Spice Girl. Lagið samdi hún sjálf en von er á smáskífu frá Öldu í byrjun nóvember og þá kemur breiðskífa í kjölfarið um tveimur eða þremur vikum seinna. Alda er um þess- ar mundir á tónleikaferð um sunnan- vert Bretland til að kynna lagið. Tillaga um úreldingu felld HLUTHAFAFUNDUR í Slátursam- lagi Skagfirðinga hf. felldi tillögu stjómar um að hætt skyldi slátrun á vegum félagsins og gengið að tilboðum Búnaðarbankans og Kaupfélags Skag- firðinga um úreldingu sláturhúss fé- lagsins á Sauðárkróki. Stjóm slátur- samlagsins sagði þá af sér og nýir menn vom kjömir. Hætt við sölu á Lands- banka og Búnaðarbanka ÁKVEÐIÐ var á ríkisstjómarfundi að hætta viðræðum við sænska SE-bank- ann um kaup á eignarhlut í Landsbanka íslands hf. Jafnframt var tilboði ís- landsbanka í Búnaðarbanka íslands hf. hafnað og viðræðum við sparisjóðina um kaup á Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins hætt. Þá var ákveðið að gefa út 15% nýtt hlutafé í ríkisviðskiptabönkum og selja það almenningi auk þess að leita heimilda Alþingis til að selja allt hlutafé í FBA EFNAHAGS- og stjómmálaöngþveitið í Rússlandi versnaði til allra muna í vik- unni, eftir að Borís Jeltsín forseti vék Sergej Kíríjenkó úr embætti forsætis- ráðherra um síðustu helgi og skipaði Viktor Tsjemómyrdín í hans stað. Al- gjört hmn blasti við efnahag landsins og lokaði seðlabankinn fyrir kaup og sölu gjaldmiðla eftir að gengi rúblunnar féll niður úr öllu valdi á fimmtudag. Ráðamenn á Vesturlöndum hafa nokkr- ar áhyggjur af þeim úrræðum sem flest bendir til að í ráði sé að grípa til í rúss- neskum efnahagsmálum. Þykja þau minna á miðstýringu Sovétáranna. Jeltsín vísaði á föstudag á bug orðrómi um að hann hygðist segja af sér embætti. Kvaðst hann ætla að sitja út kjörtímabil sitt, sem lýkur árið 2000. Jeltsín neitaði að hann hefði í hyggju að leysa upp Dúmuna, neðri deild rúss- neska þingsins, en fulltrúar hennar funduðu á fóstudag með Tsjernómyrd- ín. Að fundinum loknum sagði Alexand- er Kotenkov, sérlegur fulltrúi Jeltsíns í Dúmunni, að forsetinn hefði boðizt til að auka völd forsætisráðherrans og Dúmunnar á kostnað valda forsetans. Myndi forsætisráðherra sjálfur skipa ríkisstjóm án afskipta forsetans og Dúman fengi jafnframt að hafa hönd í bagga. Kotenkov og Gennadíj Seleznjov þingforseti sögðu að unnið yrði að samningi um helgina sem myndi tryggja staðfestingu Dúmunnar á skip- an Tsjemómyrdíns á mánudag. Hrun í kauphöllum ► ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma á flmmtudag samkomulag Breta, Bandarikjamanna og Hollendinga um að réttarhöld yfír tveimur Líbýumönnum, sem sakaðir eru um að hafa staðið að Lockerbie-sprengitilræðinu fyrir tíu árum, færu fram í Haag að skozkum lögum. Líbýustjóm hefur sagzt tilbúin að framselja mennina til Hollands, en vill frekari viðræður um framkvæmdina. ► SÓKN uppreisnarmanna í Kongó hélt áfram í vikunni, og voru þeir komnir að höfuðborginni Kinshasa. Barizt var á fimmtudag í úthveijum borgarinnar. Angóla og Zimbabve hafa sent herlið til hjálpar stjórnarher Laurents Kabilas. ► FELLIBYLURINN Bonnie skall á Norður-Karólfnuríki í Bandarfkjunum á miðvikudag. Gríðarlegur sjógangur, úrkoma og flóð ollu miklu tjóni. Hálf milljón manna þurfti að yfirgefa heimili sín vegna stormsins. Á fimmtudag gekk Bonnie aftur út yfir Atlantshafið og jókst þar styrkur áður en hún skall með ofviðri yfir Virgimuríki á föstudag. ► UPPGREFTRI á í KJÖLFAR efnahags- og stjómmála- öngþveitisins í Rússlandi varð vemlegt verðfall á hlutabréfum í öllum helztu kauphöllum heims í vikunni. Verðbréfa- vísitalan í evrópskum kauphöllum lækk- aði á bilinu 5-10%, mest í Þýzkalandi, en Þjóðveijar eru meðal stærstu lánar- drottna Rússa. Á Wall Street lækkaði vísitalan um 4,2% á fimmtudag og hátt í 8% samtals yfir vikuna. Frá þvi 17. júlí hefur hún lækkað um 13,8%. jarðneskum leifum sjö manna, sem vísindamenn vona að geymi leifar af veirunni sem olli spænsku veikinni árið 1918, lauk á Svalbarða á föstudag. Nú verða vefsýni rannsökuð og gera má ráð fyrir að eftir nokkra mánuði muni liggja fyrir hvort veiruna sé að finna í þeim. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands á Hvolsvelli Sérstök fjárveiting til Landgræðsluskóga GUÐMUNDUR Bjamason land- búnaðarráðherra og Davíð Odds- son forsætisráðherra eru sammála um að leggja til að í fjárlögum árs- ins 1999 verði gert ráð fyrir sér- stakri fjárveitingu til Land- græðsluskóga á vegum Skógrækt- arfélags Islands. I ávarpi Huldu Valtýsdóttur, for- manns Skógræktarfélags Islands, á aðalfundi félagsins á Hvolsvelli kom fram að hvarvetna í þjóðfélag- inu yrði vart við vaxandi áhuga á skógræktarstörfum, bæði þeirra sem tryggt hafa sér öruggan sess til langrar framtíðar með því að gerast þátttakandi í skipulögðu starfi innan vébanda skógræktar- félaganna og fá þar faglega ráðgjöf og leiðbeiningar og annarra aðila sem ekki styðjast beint við það afl sem býr í fjöldahreyfingu skóg- ræktarfélaganna. Starfshópur undirbýr N orðurlandsskóga Jón Erlingur Jónasson, aðstoð- armaður landbúnaðarráðherra, flutti kveðju ráðherra og gerði grein fyrir framtíðarverkefnum í skógrækt og sagði m.a. að nýlega hefði verið skipaður starfshópur til að undirbúa Norðurlandsskóga. Jafnframt að líkur væru á að tekist hefði að fjármagna fræhús að Vögl- um og að á næsta þingi væri fyrir- hugað að leggja fram nýtt frum- varp að skógræktarlögum. Jón Er- ling benti á að Skógrækt ríkisins ætti sífellt erfiðara með að sjá landgræðsluskógarverkefninu fyrir plöntum þar sem skipulega hafi verið dregið úr plöntuframleiðslu á hennar vegum. Þá hafi plöntufram- leiðendur í landinu farið fram á að taka að sér þetta verkefni og að framleiðslan yrði boðin út. Ljóst sé að breytingar sé þörf og að landbúnaðarráðherra hafi áhuga á og vilja til að taka upp samninga við félögin um framtíðarfyrirkomu- lag landgræðsluskógaverkefnisins. Sagði hann að landbúnaðarráð- herra og forsætisráðherra væru i sammála um að leggja til að á næstu fjárlögum verði sérstök fjár- veiting veitt til verkefnisins. Jón Loftsson, skógræktarstjóri ríkisins, sagði að á undanfórnum árum hefði dregið verulega úr fjár- veitingu til skógræktar ríkisins á sama tíma og verkefnum hefði fjölgað. Morgunblaðið/Halldór ÓSKAR Óskarsson, framkvæmdastjóri X-18, og Helgi Már Bjarnason fjármálastjóri með dæmigerðan skó. Sjúkraskrár Fitja Gögnin eru í öruggri geymslu Selur um 300.000 skópör á ári FYRIRTÆKIÐ X-18, sem hefur framleitt skó í mörg ár, hyggur á verulega markaðssókn á erlend- um mörkuðum. Fyrirtækið seldi á síðasta ári um 300 þúsund skópör. Óskar Óskarsson, fram- kvæmdastjóri X-18, segir að fyr- irtækið verði með sérstakan bás á skósýningu í Diisseldorf um miðjan næsta mánuð og hyggist koma framleiðslu sinni enn betur á erlenda markaði. Óskar segir að starfsmönn- um fyrirtækisins og umboðsaðil- um víða um heim hafi fjölg- að að undanfómu og allt miði þetta að sérstakri markaðssókn á erlendum mörkuðum. Óskar segir að framleiðslu varan X-18 sé að verða þekkt erlendis sem tískuvara. „Menn teija að skór okkar geti orðið mikil tískuvara á erlendum mörkuðum en það verður síðan að reyna á hvort það gangi eftir, “ segir Óskar. X-18 rekur skóverksmiðju í Portúgal, þar sem starfa 30 manns, og lætur einnig framleiða fyrir sig í miklu magni í Kína. Fyrirtækið selur skó til Ástralíu, Rússlands, Póllands, Bandaríkj- anna og um alla Evrópu. Salan á ári er um 300 þúsund skópör. SVEINN Magnússon, héraðs- læknir Reykjaneshéraðs, segir að allar þær sjúkraskrár sem til- heyrðu gjaldþroti sjúkrastöðvar- innar á Fitjum séu í öruggri geymslu og að Gretti Gunnlaugs- syni sem starfaði fyrir skiptaráð- anda fyrirtækisms hafi verið kunn- ugt um það. í Morgunblaðinu í fyrradag var haft eftir Gretti að hundruð sjúkraskráa hefðu legið í marga mánuði óvarðar í yfirgefnu húsi sjúkrastöðvarinnar og að óljóst væri hvort þeim hefði verið eytt eða hvar þær væru niðurkomnar. Aðspurður segir Sveinn að við- skilnaður hefði mátt vera betri en að gögnin hefðu verið sótt skömmu eftir að landlæknisembættið vissi um stöðu mála. „Hafi skiptaráð- andi dregið að láta okkur vita um endanlegt gjaldþrot þá er ekki við okkur að sakast. Það gilda hins vegar ákveðin lög um meðferð sjúkraskráa og þar segir meðal annars að þeim megi ekki eyða. Það var ekld gert og fór ég sjálfur með þær í júlí 1992 á Þjóðskjala- safnið. Þá voru þarna einnig lyf sem fóru sína hefðbundnu leið í eyðingu.“ Eldur í svefnherbergi ENGAN sakaði þegar eldur varð laus í svefnherbergi í húsi í Þorpinu á Akureyri aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu virðist sem eldur hafi læst sig frá kerti yfir í rúmdýnu. Tilkynnt var um eldinn um kl. hálffjögur. Fimm manns voru í húsinu og komust allir út. Að sögn lögreglu virðist sem heimil- isfaðirinn hafi náð að loka her- berginu og hindra þannig að eld- urinn breiddist út. Skemmdir eru því að mestu bundnar við þetta eina herbergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.