Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Róttæk uppstokkun í danska velferðarkerfínu VELFERÐARKERFIÐ er öryggisnet, ekki algjöfull veitandi til þeirra, sem ekki kjósa að leggja sig fram. Sá sem vill fá verður að gefa. Undanfarið rúmt ár hefur Poul Nyr- up Rasmussen notað hvert tækifæri til að kynna löndum sínum nýjan skilning á velferðarkerfínu. Nú er ljóst að ekki á lengur að sitja við orð- in tóm, heldur hrinda hugmyndunum í framkvæmd. Burt með fastar fé- lagsgreiðslur, að bamapeningum og ellilífeyri undanþegnum. Pað á ekki að vera hægt að leggja fólki í kerfið eins og bílum í bílastæði. Petta er höfuðinntakið í tillögum, sem danska stjómin er þessa dagana að viðra. Um er að ræða róttækustu breyt- ingar á velferðarkerfínu á þessum áratug og um leið róttækustu breyt- ingar, sem gerðar hafa verið nokkm velferðarkerfi í Norður- Evrópu. Breski verkamanna- flokkurinn hefur talað um það sama, en virðist eiga erfiðara með að framkvæma hugmynd- irnar. Eftir að Frank Field að- stoðarfélagsmálaráðherra var vikið frá í uppstokkun Tony Bla- ir forsætisráðherra gæti svo far- ið að uppstokkun flokksins verði ekki eins róttæk og ætlað var í upphafi valdatíma stjómarinnar. Danska stjómin virðist því vera sú eina, sem á róttækan hátt hyggst aðlaga kerfið breyttum aðstæðum og horfast í augu við að gjöfult velferðarkerfi breytir hegðun fólks. Kerfi sem í upp- hafi átti að tryggja að fólk sylti ekki ef það missti vinnuna hefur orðið til þess að fólk sér síður ástæðu til að vinna og svo mætti lengi telja. Forsendumar em meðal ann- ars að það hentar ekki lengur að fólk dragi sig í hlé frá vinnumark- aðnum löngu fyrir eftiriaunaald- ur eða að kerfið sé miðað við að veita öllum sömu þjónustu. Fólk á að vinna lengur og því á að standa til boða að velja mismunandi félagslega þjónustu og þá að borga fyrir það sem er umfram gmnnþjón- ustu. Kerfið á ekki lengur að gera fólki kleift að hreiðra um sig á félags- greiðslum. Greiðslumar eiga að ýta undir að fólk vinni meðan það getur og stöðva þá tilhneigingu að fólk fari snemma á eftirlaun. Frá orðum til gerða Eftir að hafa rætt um ábyrgð þegnanna í stað réttar þeirra hyggst Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra Dana halda frá orðum til athafna, segir Sigrún Davíðs- dóttir. Takist ætlunarverkið gæti danska stjórnin orðið fyrsta Norður-Evrópuríkið til að hverfa frá gömlum hugmynum um velferðarkerfið sem sígjöfulan veitanda. POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dana, telur æskilegt að auka ábyrgð borgaranna. Pessar hugmyndir eiga sér tví- mælalaust hljómgrunn á hægri- vængnum og gætu því leitt til meiri samvinnu í þá átt, fremur en að stjóm jafnaðarmanna og Róttæka vinstriflokksins, sem er miðjuflokkur þrátt fyrir nafnið, leitaði eftir stuðn- ingi vinstrivængsins til að koma til- lögum í gegn eins og hingað til. Nyr- up hefur lýst yfir vilja til að vinna meira með Venstre og því tekur And- ers Fogh Rasmussen leiðtogi Ven- stre fagnandi. En tillögurnar krefjast mikils af bæjarfélögunum og vinnu- markaðnum, sem erfitt gæti verið að uppfylla. Og um leið er að ------------------- koma í Ijós að áætlun Gjöfult stjómarinnar um að kerfi breytir skuldir ríkisins verði hegðun greiddar að fullu 2005 muni ekki standast. Á tímum atvinnuleysis þótti það ramma, sem föst vinna gefur. Það skapar þá félagsleg vandamál, sem heldur ekki er ókeypis að fást við. Hingað til hafa fólki boðist þrjár útgáfur for-eftirlauna, venjulegt, milli og hæsta stig for-eftirlauna, þar sem síðasta útgáfan gaf mesta pen- inga og var ætluð þeim, sem vegna sjúkdóma eða annars vom dæmdir óvinnufærir. Lægri stigin tvö vom tilboð til þeirra, sem af einhverjum ástæðum kusu að draga sig í hlé. Alls em 270 þúsund Danir á for-eftirlaun- um og árlega bætast um tuttugu þús- und í hópinn, enda hefur ekki verið ýkja erfitt fyrir fólk að finna ástæður til að draga sig í hlé, því það hefur þótt sjálfsagður réttur. Af þeim tutt- ugu þúsund, sem bætast við árlega fá nú þrettán þúsund lægri stigin, en um sjö þúsund fá hæstu greiðslumar. Það er þessi sjálfsagði réttur, sem stjórnin hyggst nú draga í efa. Hæsta stigi for-eftirlauna verður haldið, en jafnframt verða þau ekki lengur varanleg, heldur verður bæj- arfélögum falið að fylgjast með hvort þörf bótaþeg- anna sé varanleg. Nú er sá, sem hlotið hefur þessi eftirlaun, frá vinnumark- aðnum til frambúðar. heillahugmynd að bjóða Dönum, sem ekki hefðu fulla vinnukrafta að fara á svokölluð for-eftirlaun. Hugmyndin var að fólki væri gerður greiði að þurfa ekki að vinna og um leið væri rýmt fyrir nýjum kröftum á vinnu- markaðnum. En nú blása aðrir vind- ar. Atvinnuleysi er ekki lengur vandamál, en hins vegar er það vandamál að halda uppi 270 þúsund- um manns á vinnualdri á fóstum fé- lagsgreiðslum, enda fara 47 prósent fjárlaganna í þann geira. Vandinn er ekki aðeins efnahagslegur, heldur einnig félagslegur, því mörgum á þessum greiðslum hefur gengið illa að fóta sig í hvunndagslífi án þess Lægri stigin tvö verða lögð niður, en þess í stað verður fólki boðið upp á sveigjanlega vinnu, sniðna að starfs- getu. Hafni menn henni missa þeir rétt til greiðslna. Efasemdir og vandkvæði Viðbrögðin hafa verið blendin og ýmsum finnst ekki nóg að gert. I danska Alþýðusambandinu eru til- lögumar litnar mildum augum, enda óhugsandi að stjórnin kæmi fram með hugmyndir af þessu tagi án þess að hafa stuðning þess í bakhöndinni. Hins vegar draga margir í efa hvem- ig verði um framkvæmdir. Bæjarfé- lögin séu vart í stakk búin til að gegna umfangsmiklu og dýru varð- hundshlutverki og séu auk þess þjáð af viðvarandi fjárskorti. Einnig krefjast breytingamar þess að fund- in verði mörg þúsund sveigjanleg störf. Stjómin hefur þegar á stefnu- skrá að auka fjölbreytnina á vinnu- markaðnum og stuðla að sveigjan- legum störfum. Það hefur hins vegar reynst erfitt og verður varla auð- veldara með vaxandi þörf. Hættan er að niðurgreidd störf skekki eðlilegar aðstæður á vinnumarkaðnum. Af hálfu atvinnurekenda hefur ver- ið bent á að stjórnin hafi ekki hróflað við öðrum greiðslum, sem haldi fólki burtu frá vinnumarkaðnum. Þeir sem ekki geta sótt um for-eftirlaun geta frá sextugu sótt um sérstök bið-eftir- laun, sem brúa þá bilið þar til eftir- launaaldri er náð. Skilyrðin eru að hafa verið í fullri vinnu í 20 ár á und- anfömum 25 árum. Eins býður stjómin upp á orlofsgreiðslur til þeirra sem sækja um slíkt að upp- íylltum ákveðnum skilyrðum. Um er að ræða foreldraorlof til að vera heima hjá börnum yngri en níu ára, hvíldarorlof eða menntunarorlof. Hæstu for-eftirlauna- eða orlofs- greiðslur eru um 140 þús- und danskra króna á ári. Að mati atvinnurekenda eru þessar greiðslur ekki vinnuhvetjandi. Aðrar bætur, sem stjómin hefur hugleitt breytingar á er ókeypis hús- hjálp til gamla fólksins. Eins og er er öllum boðið upp á sama pakkann, en nú eru hugmyndir um að tekjutengja húshjálpina, sem um leið gefur fólki tækifæri til að velja hvers konar hjálp það vill. Breytingar á vinnumarkaðslöggjöf Til hliðar við þessar breytingar hefur Mogens Lykketoft lýst yfir vilja sínum til að vinna að breyting- um á vinnumarkaðnum í átt til meiri sveigjanleika, eins og atvinnurek- Sá vill fá að endur gera kröfur um, auk breytinga á bótakerfinu. Þeim breytingum vildi hann gjaman vinna að með Venstre, þar sem Anders Fogh Rasmussen hefur að mati Lykketofts viðrað svipaðar skoðanir og hann sjálfur er hallur undir. Hugmyndir Lykketofts varða bæði for-eftfrlaunin og einnig endur- menntun bæði fyrir þá atvinnulausu og þá sem lengi hafa verið á vinnu- markaðnum. Þessar hugmyndir miða að því sama og eftirlauna- breytingar sem er að fá fólk til að vera sem lengst á vinnumarkaðnum, hækka þannig eftirlaunaaldur og seinka því að fara þurfi að greiða fólki venjuleg eftirlaun. Nú er í raun aðeins hægt að vera annaðhvort í vinnu eða ekki, en ætlunin er að gera fólki kleift að minnka við sig vinnu í stað þess að eiga aðeins kost á að vinna fulla eða enga vinnu. Lykketoft er einnig opinn íyrir að húsaleigustyrkir verði teknir til endurskoðunar. Hugarfarsbreyting: Ný atvinnutækifæri, ekki að- eins útjöfnun Hingað til hefur danska stjórnin ekki verið samræðufús um breytingar á velferðarkerf- inu, svo hér kveður við alveg nýjan tón. Hugmyndir í þessa áttina hafa verið reifaðar meðal ungra jafnaðarmanna, en heldur verið barðar niður í forystunni þar til nú. Hinn nýi tónn er einnig uppgjör við þankagang fyrri tíma um að meiri áherslu ætti að leggja á að deila vinnu, sem fyrir væri fremur en að skapa ný atvinnutækifæri. Nú er aðeins tvennt, sem ekki má hreyfa við, barnapeningar og ellilífeyrir. Jafnaðarmenn þver- taka fyrir að þetta tvennt eigi að vera tekjutengt, bæði af því af- raksturinn verði rýr en einnig vegna þess að þessar tvær greiðslur skapi samstöðu um velferðarkerfið. Annars muni tekju- háir hópar fá á tilfinninguna að þeir leggi meira til samfélagsins en þeir fái til baka. Um bamapeninga gildi einnig að þeir séu í raun útgreiddur skattaafsláttur og geti því ekki verið tekjutengdur. Ef breytingar í þessa átt ganga eftir mun tekjubyrði hins opinbera væntanlega léttast, en hins vegar er enn of snemmt að reikna út hver áhrifin verði. Á hægrivængnum vekja vaxandi útgjöld ríkisins áhyggjur og að tekjuafgangurinn minnki. Marianne Jelved efnahags- ráðherra hefur nú staðfest að ekki muni takast að greiða upp erlendar skuldir Dana 2005 eins og til stóð, heldur muni það dragast til 2007- 2008. í ár hafði verið spáð tekjuaf- gangi upp á 3-4 milljarða danskra króna, en það mun þykja gott ef einn milljarður næst og sumir spá engum afgangi. Erlendai' skuldir Dana nema nú 267 milljörðum danskra króna, svo ef takast á að greiða þær 2008 verður að leggja til þeirra að meðaltali 28,9 milljarða króna. Það er tæplega tekjuafgangurinn 1993, árið sem stjórn Nyr- ups tók við völdum, en síðan hafa að- eins verið greiddir niður fjórtán milljarðar af skuldunum eða um 5 prósent. Það er því ýmislegt sem bendir til að jafnvel árið 2008 sé fremur von en raunsætt markmið með sama hagtakti og hingað til. Hugarfarsbreyting jafnaðarmanna stafar því kannski ekki aðeins af breyttum hugsjónum, heldur á sér uppsprettu í danskri hagsýni. Þó enginn stjórnmálamaður kjósi að segja það þá er einfaldlega erfitt að sjá að efni hins auðuga danska þjóð- félags muni í ekki alltof fjarlægri framtíð hrökkva fyrir hugsjónum fyrri tíma um kerfissposlur handa öllum. sem verður gefa Reuters Sérþjálfaður í að biðjast fyr- irgefningar BILL Clinton Bandaríkjaforseti hélt á föstudag ræðu í tilefni af því að 35 ár eru liðin frá Göng- unni miklu, sem sr. Martin Luther King yngri fór fyrir, í kirkju í bænum Oak Bluffs á eyj- unni Martha’s Vineyard undan strönd Massachusetts, þar sem forsetafjölskyldan dvelur í sum- arleyftj Við þetta tækifæri sagði Clinton, að sér félli það sífellt léttar að biðjast fyrirgefningar, en gekk ekki svo langt að segja það í beinum tengslum við Mon- icu Lewinsky-hneykslið. „Eg hef neyðzt til að verða sér- þjálfaður í að biðja fólk fyrir- gefningar, og það fellur manni léttar eftir því sem maður gerir það oftar. Og ef maður þarf að biðja fjölskyldu, ríkisstjórn, þing og heila þjóð þess, þá öðlast mað- ur mikla reynslu í því,“ sagði hann. ------*-*-*--- Minnkandi fátækt á Indlandi FÁTÆKT fer minnkandi á Ind- landi ef marka má niðurstöður nýrrar opinberrar rannsóknar. Þar segir að hlutfall þeirra sem teljast fátækir hafi minnkað bæði í þétt- býli og dreifbýli á árunum 1987-1994, eða úr 39% í 36% af landsmönnum, sem eru tæplega einn milljarður talsins. Reuters Allt á kafí í sandi GÖTUR í grennd við strönd Norður-Karólínuríkis í Banda- ríkjunum eru nú þaktar um eins metra þykku lagi af sandi, sem fellibylurinn Bonnie mokaði upp með flóðbylgju þegar hann gekk á land utan af Atlantshafi eftir miðja vikuna. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.