Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunbaðið/Porkell HÖFUNDARNIR _ Sveinbjörn I. Baldvinsson, hugmyndasmiðurinn og handritshöfundur, og Hilmar Oddsson, leikstjóri, stinga saman nefjum. Hvert er upphafíð að því að Spor- laust verður til? Sveinbjörn: Handritið varð þannig til að Norræni sjóðurinn tók uppá því að fá fimm handritshöfunda á Norðurlöndunum til þess skrifa handrit að bíómyndum sem ekld máttu kosta meira en átta milljónir norskra króna og áttu að höfða sér- staklega til ungs fólks. Markhópur- inn var fólk á aldrinum kannski 15 til 25 ára. Úr þessum handritum verða líklega til tvær bíómyndir, Sporlaust, sem við gerum, og svo er dönsk mynd á leiðinni, sem er afrakstur þessa átaks Norræna sjóðsins. Fékkstu einhverjar leiðbeiningar um hvernig myndin ætti að vera? Sveinbjörn: Eg fékk enga uppskrift til að fara eftir. Ég átti að koma með tvær hugmyndir og átti eina í poka- horninu en þurfti að búa til aðra og ég varð spenntari fyrir henni; það var Sporlaust. Ég gerði mér strax grein fyrir því að það mátti á engan hátt vanmeta þennan aldurshóp því hann er kröfuharður og hefur séð svo ótrúlega mikið af myndum og er sjóaður í bíómálum. Ég fór að hugsa um unga fólkið og grufla í mínum eigin minningum frá því ég var tví- tugur og rifja upp sögur af því tíma- skeiði og það varð til þessi frumhug- mynd um einhverja sem fara í partý og af því hlýst hörmung sem enginn síðan man eftir. Hiimar: Ég held að það sé eitthvað sem við höfum öll upplifað. Hvernig mundir þú lýsa myndinni, Hilmar? Hilmar: Þetta er spennumynd, það er engin spurning. Ég fékk í hend- umar handrit að spennumynd. En það sem gerir hana heillandi fyrir mig er að hún hefur mjög sterkan dramatískan þráð og persónusköp- unin er sterk. Þetta er fyrst og fremst mynd um fólk. Og húmorinn er mjög mikilvægur í sögunni því það er mjög stutt á milli þess sem getur verið hræðilegt og þess sem getur verið fyndið og ég er svolítið að leika mér með það bil. Sagan býð- ur uppá það. Það er mjög erfitt að gera trúverðuga spennumynd á Is- landi. Við erum að keppa við alþjóð- lega flóru spennusagna og mynda og í okkar litla, fallega landi gerist ekld allur þessi hryllingur sem gerist annarstaðar. Samt gerast hrikalegir hlutii- hérna líka. Glæpir segja svo leyfílegt íslenska kvikmyndin Sporlaust var frum- sýnd fyrir helgina og af því tilefni hitti Arnaldur Indriðason þá Hilmar Oddsson leikstjóra og Sveinbjörn I. Baldvinsson handritshöfund að máli og spurði út í gerð myndarinnar, samstarfíð þeirra á milli, íslenska spennumyndagerð og Kardimommubæinn! UNGU leikararnir Þrúöur Vilhjálmsdóttir, Dofri Hermannsson og Guð- mundur Ingi Þorvaldsson í hlutverkum Ellu, Begga og Gulla í Sporlaust. mikið um mannlegt eðli. Góðar glæpasögur fjalla um mannlegan breyskleika. Hafðirðu einhverjar fyrirmyndir í huga þegar þú stýrðir myndinni? Hilmar: Það er engin fyrirmynd að þessu. Hún er svolítill kokteill og ég er absolút á þeirri skoðun að hún sé ekki klisjukennd. Ég man ekki eftir mynd sem er í nákvæmlega sama flokki og hún. Auðvitað tekur maður mið af skoska þríeykinu sem gerði „Trainspotting" og maður tekur mið af Tarantino, í það minnsta veit mað- ur af þeim. Tarantino hefur hjálpað þeim sem fást við spennumyndir með því til dæmis að sýna fram á fá- ránleika aðstæðna; hvað mörkin eru óglögg milli gamans og alvöru. Svelnbjörn: Það hefur líka gerst í kvikmyndagerð á undanfórnum ár- um að losnað hefur um mörkin á milli tegunda bíómynda. Það er erfitt orðið að flokka myndir í spennu- mynd, dramatíska mynd eða gaman- mynd. Hílmar: Allt er leyfilegt. Sveinbjörn, finnst þér umhverfíð hér á landi hafa breyst spennumynd- um í hag frá því þú skrifaðir handrit- ið að Foxtrott? Sveinbjörn: Ég held það. Reyndar er sú mynd mjög ólík Sporlaust þótt þær byggi bóðar á spennumynda- grunni. Handritið að Foxtrott og endanlega myndin voru heldur ekki sami hluturinn, myndin var miklu mehi tryllir en handritið. Munurinn á þessum tveimur myndum er sá að í Sporlaust er sjálft krimmaplottið alltaf í bakgrunni sögunnar. Spor- laust fjallar ekki um glæp heldur af- leiðinguna af því að glæpur er fram- inn. Þetta eru bara venjulegir krakk- ar. Hilmar: Samanburðurinn á þessum tveimur myndum þarf að skoðast í spegli tímans. Það hefur svo ótal- margt gerst frá því Foxtrott var gerð. Samstarf ykkar hófst með Tári úr steini? Hilmar: Þetta er í annað skiptið sem við vinnum saman. Sveinbjörn kom inn í Tár úr steini til þess að redda tveimur amatörum. Sporlaust er hins vegar hans barn, ég á ekkert í þeirri hugmynd. En það er vegna okkar fyira samstarfs sem þau bjóða mér, Sveinbjörn og Jóna Finnsdótt- ir, framleiðandi, að leikstýra mynd- inni. Fyrir mig var það áskorun, líka vegna þess að ég tel mig ekki geta skrifað svona sögu. Þess vegna er þetta heillandi fyrir mig. Hvemig var samstarfí ykkar við Sporlaust háttað? Hilmar: Við ræddum saman, yfir- leitt var Jóna með okkur, og hættum ekki fyrr en við vorum orðin sam- mála. Svo lásu aðrir yfir handritið sem voru til þess valdir. Það er þannig með kvikmyndahandrit að þau er lengi hægt að bæta. Varst þú mikið á tökustað, Svein- björn?. Sveinbjöm: Nei, ekki á tökustað. Ég hef aldrei kunnað vel við mig á tökustað. Þar hef ég ekkert hlut- verk. Ég var hins vegar úti í Kaup- mannahöfn þegar Hilmar vann við klippingu myndarinnar. Við gátum leyft okkur að vanda til eftirvinnsl- unnar. Við reyndum að skoða hvað við vorum með í höndunum og hvort við gætum bætt myndina með því að taka nýjar senur eða sleppa senum sem þegar voru í myndinni. Við gerðum hvort tveggja. Hilmar: Það er ekki í fyrsta sldpti sem við bætum inn atriðum í eftir- vinnslu. Við gerðum það í Tári úr steini þegar við breyttum upphafi og endi myndarinnar löngu eftir að tök- um lauk. Við erum ekkert feimnir við það en þetta voru smávægileg atriði í Sporlaust. Það segir okkur líka kannski að handritsvinnunni lýkur aldrei. Sveinbjörn: Sköpunarferlið var ákaflega langt og það auðveldaði ör- ugglega samstarfið að við höfðum unnið saman áður. Hilmar: Ég tek mér auðvitað ákveð- ið frelsi sem leikstjóri. Það eru óskráð lög á milli okkar en það er alltaf spurning í hverju ffelsið ligg- ur. Ef hann leikstýrði myndinni sjálfur yrði útkoman allt öðruvísi. Eg kann að leggja áherslu á annað en hann. Listrænt samstarf þrífst best á því að menn séu mátulega ósammála. Menn mega ekki hafa ná- kvæmlega sömu sýnina, þá nægði að annar gerði myndina. En ég held að við höfum gert það að styrk okkar, það sem er ólíkt við okkur. Líka það að manni leyfist að hringja á hvaða tíma sólarhringsins sem er í Svein- bjöm. íslensk kvikmyndagerð er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.