Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 19 þannig að maður getur ekki skilið á milli einkalífs og vinnu. Þið eruð að vinna saman að sjón- varpsþáttaröð sem einnig getur flokkast undir spennumynd, eða hvað? Sveinbjörn: Það er spennusaga, sjónvarpsþáttaröð í fjórum þáttum, byggð á rammíslenskum gi'unni. Hún sækir efnivið í samskipti verk- taka við hið yfirnáttúrulega. Hilmar: Okkur dreymir um að gera fyrsta íslenska Taggartinn, persónui- sem gætu átt sér líf í fleiri en einni sögu. Eg held að íslenska sjónvarps- áhorfendur þyrsti í svoleiðis efni. Okkur langar frekar að fara útí að segja spennusögur. Eg er mikill að- dáandi spennusagna sem gera ráð fyrir _ lágmarksskynsemi áhorfand- ans. Ég er mjög hrifinn af myndum eins og „The Usual Suspects" og „The Crying Game“, velskrifuðum og vel leiknum myndum. Ég hef að sama skapi lítið gaman af sprengju- myndum sem byggja á bellibrögð- um. Sammála þessu, Sveinbjörn? Sveinbjörn: Jájá, ég nenni ekki að sitja undir bíómynd um tæki og tól. Hilmar: Það hvarflaði ekki að mér að sjá Júragarðinn svo dæmi sé tek- ið. Fæstir gera sér sjálfsagt grein fyrir hver er nákvæmlega hlutur leikstjórans og hver er hlutur hand- ritshöfundarins í bíómynd; hún er einskonar samruni margra þátta. Leikstjórinn er hins vegar sá sem er miklu meira áberandi. Getið þið skýrt hlutverkaskiptinguna? Hilmar: Það að leikstýra er að skipta sér af handritinu. Ef vel á að vera kemur leikstjóri að handriti áður en það er fullskrifað. I sam- starfi okkar Sveinbjörns var ég við- staddur síðustu þrjár kynslóðir handritsins og kom stöðugt með at- hugasemdir. Það er verulegur hluti af undirbúningi leikstjóra að koma inn í handritsvinnuna. Svo tekur leikstjórinn það alfarið yfir og gerir að sínu. Góðar hugmyndir leikstjóra koma ekki út frá vondri hugmynd. Sveinbjörn gat einnig verið með mér í eftirvinnslunni svo kannski var samstarfið í þessu tilviki enn nánara en ella. Sveinbjörn: Það hefur aldrei vafist fyrir mér að kvikmynd er á endanum höfundarverk leikstjóra. Hins vegar er handritsgerðin sjálf sérhæft fag rétt eins og leikstjórn eða kvik- myndataka. Ég held að það sé mjög hollt að fagmenn á hverju sviði taki sig saman um að búa til hluti þar sem svona margar listgreinar renna saman. Hvert var helsta vandamálið sem þú stóðst frammi fyrir, Sveinbjörn, þegar þú settist niður að skrifa ís- lenska spennumynd? Sveinbjörn: Mér fannst ég ekkert rekast á neitt stórbrotið vandamál í því. Persónurnar urðu snemma sterkar og skýrar og þær sögðu manni sjálfar hvað maður gat gert og hvað ekki. Hilmar: En krafan um að koma óvart? Sveinbjörn: Það er hluti af bygg- ingunni í svona sögu að gera vanda- málið þannig úr garði að það sé verst fyrst og svo versni það stöðugt. Það er ákveðin glíma að halda spennunni og um leið forðast að gera söguna fyrirsjáanlega. Áhorfandinn þarf alltaf að vilja vita hvað gerist næst og það kemur engu vopnaskaki við. Það er hægt að gera í gegnum hug- arheim persónanna. Hilmar: Enda er sálarterrorinn versti terrorinn. Þið nefnduð áðan „Trainspotting“ og Tarantino. Hilmar: Nú leyfist miklu mema. Þeir hafa hrist upp í öllu saman. Ekkert er lengur bannað og allt getur gerst. Það er stóra niðurstaðan í þessu öllu saman. En einhverstaðar verður þó að vera vit í hlutunum. Sveinbjörn: Lykilatriðið er að þér sem áhorfanda standi ekki á sama um fólkið sem í hlut á. Hilmar: I því held ég að Sveinbjörn sé bestur, að gæða persónurnar lífi þannig að manni standi ekki á sama um þær. Hann hefur það umfram marga aðra. Maður finnur allt í einu fyrir andardrætti, þarna er mann- eskja sem er lifandi. Sveinbjörn: Persónusköpunin nýt- ur nú líka góðs af frábærri vinnu Hilmars og leikaranna í myndinni. Sagan hefur gengið í gegnum ýmis skeið. Stundum var ég að reyna að leggja meira uppúr hasar og spennu en á endanum höfðu alltaf persón- urnar vinninginn. Ég þurfti alltaf að hafa tvo þætti í huga: Spennu og ákveðinn hasar og svo di'amatísk átök á milli fólks sem lendir í að- stæðum sem það er ekki undirbúið að fást við og það er sá þáttur sem stendur uppúr að lokum. Fyrir okk- ur er það mjög ánægjulegt að það unga fólk sem við höfum haft í huga sem helsta áhorfendahóp myndar- innar, virðist ánægt með útkomuna. Það er líka mjög uppörvandi fyrir okkur að myndin hefur hlotið mjög góðar viðtökur þar sem hún hefur verið kynnt erlendis. Hilmar: Ég kveið því svolítið að gera mynd fyrir áhorfendahóp sem ég tilheyri ekki sjálfur. Það nýttist mér best að treysta minni eigin dóm- greind í stað þess að reyna að verða tvítugur á ný. Sveinbjörn: Þá komum við aftur að þvi að við megum alls ekki vanmeta þennan aldurshóp. Hilmar: Við stefnum á þennan stóra markhóp, unga fólkið, og um leið er- um við að keppa við það besta sem gert er í kvikmyndum í heiminum. Við verðum, held ég, alltaf að vera trúir uppruna okkar og gera íslenska sögu við íslenskar aðstæður. Ef við ætluðum að reyna að fara að amer- ískri fyrirmynd þá yrði hlegið að okkur. Það hljóta að hafa verið mikil við- brigði fyrir þig að gera Sporlaust á eftir Tári úr steini. Hilmar: Það var mjög skemmtilegt. Á tímabili bjóst ég við að halda áfram á sömu braut en það varð ekki. Mér finnst ég hafa bætt miklu við mig með þessari mynd. Á þessum tímapunkti sýnist mér að í framtíð- inni eigi ég eftir að fást við ólík verk- efni þannig að það verði jafnvel erfitt að sjá út einhver höfundareinkenni. Mér finnst það mjög heillandi. Ég lít svo á að þetta verkefni hafi bætt mig sem leikstjóra. Það er alltaf tak- markið að bæta sig. Það er líka skemmtileg tilhugsun að fólk veit ekki alveg hvar það hefur mig. Ert þú að leggja meiri áherslu en áður á spennumyndagerð í þínum handritum, Sveinbjörn? Sveinbjörn: Já, það getur vel verið. Bíómyndir eru dýrar í framleiðslu og þær þurfa mikla útbreiðslu til að standa undir sér. En það er kannski ekki aðalástæðan. Þetta er ekki þannig starf að maður standi uppi með persónulegan gróða. Spennu- sögur eru heillandi viðfangsefni. Maður eyðir mörgum kvöldum ævi sinnar framan við sjónvarpið að horfa á spennumyndir og þætti og af einhverjum furðulegum ástæðum virðist maður aldrei fá leiða á því formi. Mér finnst mjög gaman að takast á við þetta í íslensku um- hverfi. Ég fæst hinsvegar einnig við margt annað. í haust kemur út ljóða- bók eftir mig og barnabók svo ég er ennþá flakkandi í hinum ýmsu grein- um. Ég held að það sé liður í andleg- um skyldleika okkar Hilmars að ég á líka svolítið erfitt með að velja mér stað í hillu. Hilmar: Annað sem er kannski skemmtilegt að nefna, er að Spor- laust er gerð af sama fólkinu og gerði Tár úr steini, frá búningahönn- uðinum til kvikmyndatökumannsins. Þetta er allt sama fólkið, lykilfólk sem er okkar samstarfsmenn, hópur sem er á vissan hátt orðinn mjög ná- inn. Það myndast ákveðið traust við slíkar kringumstæður. Finnst ykkur að íslenskh■ kvik- myndagerðarmenn sinni nógu vel markaðinum og geri myndir sem hreinlega er ætlað að höfða til hins breiða hóps áhorfenda? Sveinbjörn: Þeir þyrftu að gera miklu meira af því. Með því að snúa baki við markaðinum þá erum við að snúa baki við almenningi. Það þýðir ekki að allar myndir þurfi að höfða til sama fólksins en þær þurfa að höfða til einhvers. Ég yrki Ijóð sem ég reikna ekki með að þúsundir manna lesi. Mér dettur ekki í hug að leggja út í kvikmyndagerð á þeim forsendum. Sporlaust fjallar m.a. um lík sem er á flækingi. Var ekki erfitt að finna réttu leiðina á milli hláturs og gráts? Hilmar: Aðalpersónur myndarinnar lenda í því snemma í myndinni að þurfa að losa sig við lík. Það er auð- vitað hræðilegt hlutskipti að sitja uppi með lík en það er líka eitthvað mjög kómískt við það. Á meðan á tökum stóð var ég alltaf sönglandi þetta úr Kardimommubænum, Við göngum hægt um laut og gil, því ég sá allan tímann fyrir mér Jasper, Kasper og Jónatan og Soffíu frænku. Leikararnir líka. Það segir svolítið um nálgunina. Sveinbjörn: Það segir líka svólítið um samstarf okkar Hilmars að hann hefur vit á því að ræða sumt ekki við mig. Þannig hafði ég séð ákveðið at- riði fyrir mér sem aðalhremmning- una í myndinni en þegar hann hafði lokið tökum á því og ég sá það var það orðið mjög kómískt. Það svín- virkar í myndinni en ég er ekki viss um að ég hefði stutt það hefði hann rætt það við mig fyrst. Hilmar: Ég held að það sé öllum nauðsynlegt að gera grín að dauðan- um. Það þarf ekki að þýða að maður beri ekki virðingu fyrir honum. KY€NNAKÓR keykjavíkur Kórskóli Kvennakórs Reykjavíkur Námskeið verður haldið á haustönn fyrir konur með litla eða enga reynslu af kórsöng. Starfsemin hefst 14. sept. kl.18:00. Kennt er einu sinni í viku. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir, kórstjóri Kvennakórs Reykjavíkur. HAUSTSTARF Skráning og frekari upplýsingar eru veittar í síma 562 6460, Þriðjudaginn 1. september til föstudagsins 4. september frá kl. 10-13. Kvennakór Reykjavíkur Kórfélagar mæti miðvikudaginn ló.sept. kl. 20:00. Kórinn getur bætt við sig félögum. Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir og undirleikari er Þórhildur Björnsdóttir Vox feminae Æfingar hefjast miðvikud. 16. sept. kl. 17:45. Kórinn getur bætt við sig nokkrum vönum söngröddum. Stjórnandi er Margrét J.Pálmadóttir og undirleikari er Valgerður Andrésdóttir. Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur Félagar í Léttsveitinni mæti þriðjud. 15. sept. kl. 20:30. Kórinn getur bætt við sig nokkrum félögum. Stjórnandi er Jóhanna V. Þórhallsdóttir og undirleikari er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Gospelsystur Kvennakórs Reykjavíkur Æfingar Gospelsystra hefjast mánud. 14. sept. kl. 17:45.Kórinn getur bætt við sig félögum. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Senjoritur Félagar mæti mánudaginn 14. sept. kl. 16:00. Hópurinn er ætlaður síungum eldri konum og eru nýir félagar boðnir velkomnir. Stjórnandi er Rut Magnússon. Stúlknakór Reykjavíkur tekur til starfa föstud. ll.sept.kl 17:00. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir Telpnakór Reykjavíkur Starfsemi hefst miðvikud. 16. sept. Kór I kl. 16:30 og kór II kl. 17:30. Stjórnendur eru Margrét J. Pálmadóttir, Jensína Waage og Ástríður Haraldsdóttir Stúlkna og telpnakórar geta tekið inn nokkra nýja félaga. Tekið er við kórgjaldi við skráningu. ATH: ÖLL STARFSEMI FER FRAM AÐ SKÓGARHLÍÐ 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.