Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Orri Páll ORRI Vésteinsson fornleifafræðingur segir markmið rannsóknanna á Hofsstöðum vera að reyna að búa til sögu 10. og 11. aldar - fylla inn í eyðu í íslandssögunni. í HÚSTJM VÍKINGA Hofsstaðir í Mývatnssveit hafa á undan- förnum árum verið vettvangur viðamikilla fornleifarannsókna. Síðustu vikur hefur verið starfrækt námskeið í íslenskri forn- leifafræði samhliða uppgreftrinum. Orri Páll Ormarsson fór á fund fornleifa- fræðinga og -nema. KAREN Milek tekur gólfsýni á Hofsstöðum. í doktorsritgerð sinni við Cambridge-háskóla rannsakar hún gólflög frá víkingaöld. AÐ ER enginn hægðar- leikur að komast að Hofsstöðum. Ekki það að bærinn sé vandfundinn, heldur hitt að Mývatns- sveit hlýtur að fóstra þverlyndasta sauðfé á Islandi. Blaðamanni dugar ekki að þeyta hom, hann þarf nokkrum sinnum að stöðva bilinn og jafnvel stíga út til að semja milli- liðalaust við féð um að víkja úr vegi. Skrítnar þessar skjátur! Að Hofs- stöðum kemst hann_þó um síðir. Á hlaðinu tekur Ásmundur bóndi Jónsson á móti blaðamanni. Hann stundar ekki búskap í hefðbundnum skilningi þess orðs, eins og sjá má þegar horft er út á tún, þar sem sveit manna liggur á fjórum fótum ofan í gryfju og rýnir í jarðveginn. Tala menn ýmsar tungur. Þama em á ferð fomleifafræðingar að rann- saka tóttir frá víkingaöld. Þá hefur blaðamaður hug á að hitta að máli. „Rannsóknir hófust héma árið 1991,“ segir Orri Vésteinsson fom- leifafræðingur, sem stjómar rann- sóknunum á Hofsstöðum ásamt fé- laga sínum hjá Fornleifastofnun Is- lands, Adolf Friðrikssyni. „Upphaf- lega var tilgangurinn að varpa ljósi á spurningar um hof en fljótlega komumst við að því að fyrir því væm fá rök. Hins vegar gerðum við okkur grein fyrir því að þetta væri ákjósanlegur staður tii að kynnast því hvemig fyrstu kynslóðir Islend- inga komu sér fýrir í landinu, hvernig þær löguðu sig að aðstæð- um, hvemig efnahagur þeirra var, hvaða áhrif þær höfðu á umhverfið í kringum sig og hvernig samfélags- skipan mótaðist. Yngstu byggingar- stigin héma em klárlega dæmi um ríkt fólk og sennilega valdamikið. Því er spennandi að átta sig á for- sögu málsins." Fyllt inn í eyðu Að sögn Orra er markmið rann- sóknanna að reyna að búa til sögu 10. og 11. aldar - fylla inn í eyðu í íslandssögunni. „Við eram alltaf að komast betur að því hve góður stað- ur Hofsstaðir er í þessu samhengi. Hér er mjög góð varðveisla á bein- um og lagskipting mjög skýr, sem hjálpar okkur að skilja þróun mála. Þá höfum við hér aðgang að minjum frá elstu byggð, óspjallaðar af yngri minjum. Það er einstakt." Orri og Adolf hafa fengið til liðs við sig fjölbreyttan hóp sérfræð- inga, innlendra og erlendra, sem lagt hafa sitt af mörkum til að móta markmið rannsóknarinnar og greina minjar. „Niðurstöður em smám saman að koma í Ijós og á gmndvelli þeirra ættum við eftir nokkur ár að geta bragðið upp mynd af samfélagsþróun á íslandi á víldngaöld.“ Orri er fámáll um niðurstöður á þessu stigi málsins en upplýsir þó að þeir séu að komast að því að byggingarsaga skálans á Hofsstöð- um sé sennilega miklu flóknari en menn gerðu sér grein fyrir. Þá bendi fyrstu niðurstöður úr grein- ingu á beinasafni til þess að víking- arnir hafi haft mjög mikið af geit- um. Kemur það ágætlega heim og saman við það að hér hafi verið kjarrlendi. „Þegar á líður hækkar hlutfall nautgripa sem bendir til þess að menn hafi smám saman far- ið að leggja áherslu á kúabúskap. Þá er mikið um veiðidýr í beinasafn- inu, bæði silung og fugl, auk þess sem umtalsvert sjávarfang vekur athygli, þar sem Hofsstaðir em 50 km frá sjó.“ Samhliða uppgreftrinum rekur Fomleifastofnun Islands nú annað sumarið í röð námskeið í íslenskri fomleifafræði á Hofsstöðum. Sækja það fimmtán erlendir stúdentar, flestir frá Bandaríkjunum, en kenndar era aðferðir í uppgraftar- tækni við íslenskar aðstæður. Segir Orri námskeiðið, sem tekur fjórar vikur, þannig til komið að íslenskir fomleifafræðingar hafi á undan- fömum ámm haft vaxandi áhyggjur af því að ekki sé hægt að læra forn- leifafræði hér á landi. Mikið hafi verið talað um að koma á kennslu í fomleifafræði og hafa menn einkum litið til Háskóla íslands í því sam- hengi. „Það hefur hins vegar ekki borið árangur enn sem komið er.“ Námskeiðið á Hofsstöðum er, að sögn Orra, fyrsta skrefið í þessa átt. Þó námskeiðið sé vitaskuld fyrst og fremst hugsað nemendunum til hagsbóta kemur fram í máli Orra að það sé einnig vel til þess fallið að þjálfa íslenska fornleifafræðinga í að miðla þekkingu sinni. „Það sem íslensk fornleifafræði þarfnast mest í dag er að íslenskir fomleifafræði- nemar geti lært fagið á vettvangi undir leiðsögn. Undir það emm við að búa okkur nú.“ Fríður flokkur fræðimanna Námskeiðið er þannig upp byggt að nemendur vinna undir leiðsögn á vettvangi á daginn, auk þess sem haldnir em stuttir fyrirlestrar, þar sem nemendum er kennt hvernig bera eigi sig að við gröftinn og skrá minjarnar. Á kvöldin em síðan haldnir fyrirlestrar um helstu atriði íslenskrar fomleifafræði. Þar hafa íslensku fornleifafræðingamir haft stuðning af erlendum sérfræðing- um, sem hafa verið að koma og fara frá Hofsstöðum í allt sumar. „Það hefur styrkt skólahaldið mikið að hafa haft aðgang að svo fh'ðum flokki fræðimanna," segir Orri. Þeir nemendur sem vilja geta skrifað rit- gerð við heimkomuna og öðlast þannig „diplóma" í íslenskri forn- leifafræði. Að sögn Orra hefur námskeiðið fallið í frjóa jörð og þátttökubeiðnir verið það margar að hafna hefur þurft nemendum. „Þetta rennir stoðum undir það að norræn fom- leifafræði sé að komast í tísku og að menn séu að átta sig sífellt betur á því að ísland er að mörgu leyti kjör- inn rannsóknastaður. Saga þjóðar- innar er stutt og þar af leiðandi við- ráðanleg og vel afmörkuð, auk þess sem hér hefur alltaf verið „ein menning", eins og við segjum í fom- leifafræðinni. Fyrir vikið er auð- veldara að draga mun skýrari línur um ýmis atriði en víða annars stað- ar.“ Orri segir menn hafa einna mest- an áhuga á sampili manns og nátt- úm. „Hér emm við í útjaðri hins byggilega heims og spumingin um það hvaða áhrif búseta mannsins hefur haft á íslenska vistkerfið er fornleifafræðingum auðvitað ofar- lega í huga, ekld bara hér heima, heldur um allan heim. Birtist þessi áhugi skýrt hjá stúdentunum sem verið hafa hér á Hofsstöðum í sum- ar.“ Segir Orri reynsluna af nám- skeiðinu hafa verið mjög góða, nem- endur hafi sýnt mikinn áhuga og sumir hverjir snúið aftur til frekari fróðleiksöflunar. „Nokkrir úr fyrsta hópnum, frá því í fyrra, em núna að fást við að rannsaka íslensk efni. Það er ákaflega ánægjulegt enda er einn megintilgangur námskeiðsins að auglýsa íslenska fornleifafræði, ef svo má að orði komast, og fá er- lenda fræðimenn til að gera rann- sóknir á þessu sviði. Það hlýtur að styrkja fræðigreinina hér á landi.“ Einn þeirra nemenda, sem sótti námskeiðið í fyiTa, og hefur snúið aftur er Karen Milek frá Kanada. Vinnur hún að doktorsritgerð við Cambridge-háskóla í Bretlandi, þar sem hún rannsakar gólflög frá vík- ingatímanum. Hefur Karen verið að safna sýnum, bæði á Hofsstöðum og frá Bessastöðum, sem hún hyggst rannsaka á næstu misseram. Brýt- ur hún sýnin, í orðsins fyllstu merk- ingu, til mergjar en markmiðið er að varpa Ijósi á byggingatækni vík- inganna og hvernig þeir skipuðu húsum á býlum sínum. Ritgerðinni býst hún við að skila af sér eftir um tvö ár. Karen hafði þegar valið sér rit- gerðarefni í doktorsnáminu þegar hún kom til íslands. „Það lá beint við að koma að Hofsstöðum, þar sem ég hafði frétt að hér væri að finna gólfefni sem félli undir mitt rannsóknasvið. Eg var í raun ákaf- lega heppin að þessi gröftur skyldi vera í gangi því þetta er ákjósanleg- ur vettvangur. Síðasta sumar tók ég þátt í námskeiðinu en núna er ég bara að vinna að mínum rannsókn- um, þó ég reyni auðvitað að hjálpa til við kennsluna ef svo ber undir, einkum á mínu sérsviði." Mikill fengur Orri segir mikinn feng í Karenu. Rannsóknir hennar komi til með að verða stór bútur í þvi púsluspili sem rannsóknimar á Hofsstöðum era. Sjálf tékur hún í svipaðan streng: „Það hefur verið virkilega ánægju- legt að vinna með Adolf og Orra og það gleður mig að geta hjálpað þeim um leið og ég vinn að doktorsrit- gerðinm minni.“ Ruth Maher leggur stund á grunnnám í fomleifafræði í New York. Hún kom til íslands fyrir at- beina eins af kennumm sínum, Toms McGowems prófessors, sem unnið hefur að beinarannsóknum á Hofsstöðum í sumar. „Ég er svo skammt á veg komin í námi að ég hef ekki enn ákveðið hvaða svið ég mun leggja fyrir mig. Hins vegar heillar Norður-Evrópa mig þannig að þetta var frábært tækifæri til að bæta við sig þekkingu." ísland gerir, að hyggju Ruthar, miklar kröfur til fomleifafræðinga og segir hún aðdáunarvert að sjá hve góðum tökum íslenskir fom- leifafræðingar hafi náð á vinnu sinni. „Það kemur glögglega fram hér á Hofsstöðum - menn vita upp á hár hvað þeir em að gera!“ Þetta er annað sumamámskeiðið sem Ruth tekur þátt í, hitt var í ísr- ael. Gerir hún góðan róm að nám- skeiðinu. „Þetta námskeið hefur verið mun skemmtilegra en nám- skeiðið í ísrael - frábær skóli - og ég mun svo sannarlega mæla með því við samnemendur mína heima í New York. Kennaramir em góðir og ég hef lært heilmargt í uppgraft- artækni, áætlunar- og kortagerð og hlýtt á fjölbreytta og fróðlega fyrir- lestra. Sérstaklega hefur verið gam- an að taka þátt í vinnunni á vett- vangi. Maður hefur virkilega verið þátttakandi - á Hofsstöðum þjónar hver skóflustunga tilgangi, sama hvort sérfræðingur eða nemendi á í hlut.“ Þar fyrir utan hefur Ruth svo orðið margs vísari um land og þjóð meðan á dvölinni hefur staðið. „Þetta hefur verið frábær tími og ég á örugglega eftir að koma aftur!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.