Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir tæpu ári stóð fræðslusvið Iðntæknistofnunar fyrir verkefni í Reykjanesbæ sem rekið var undir nafninu Hleypt af stokkum - Viðskiptahugmynd að veruleika. Hjörtur Hjartarson hjá Iðntæknistofnun sagði Guðrúnu Guðlaugsdóttur að þetta væri tilraunaverkefni með þátttöku fjögurra landa. Hjörtur, sem er verkefnisstjóri hjá fræðslusviði Iðntæknistofnunar, sagði að svo virtist sem árangur verkefnisins hefði orðið einna bestur hér á landi. Fimm af tíu þátttakendum verkefnisins eru í rekstri og góðar vonir bundnar við aðra þátttakendur. SAMSTARFIÐ við Mark- aðs- og atvinnumála- skrifstofu Reykjanes- bæjar, MOA, hefur gengið frábærlega,“ sagði Hjörtur í samtali við Morgun- blaðið. Á Suðumesjum telja menn að verkefnið hafi þegar skapað 15 til 20 ársverk og að auki skapað dýr- mæta reynslu sem fengur væri í fyrir önnur sveitarfélög að fá að Hjörtur kvað verkefnið hafa miðast að því að vinna með fólki við að hrinda viðskipta- hugmyndum í framkvæmd. „í svona verkefni læra þátt- takendur skref fyrir skref hvað felst í að stofna fyrir- tæki, um leið og þeir gera viðskiptahugmynd sína að veruleika. Þetta er enginn skólabekkur þar sem bara er talað yfir hausamótunum á fólki og því síður er þetta kjaftaklúbbur,“ sagði Hjört- ur. „Verkin eru látin tala. Þó gegnir hópurinn lykilhlut- verki; fólk hjálpast að og lærir hvert af öðru. - Höfuð- kostur verkefnisins er sá að lyft er undir með fólki sem ætlar ekki að bíða eftir að einhver óskilgreindur stór- iðjudraumur rætist heldur vill sjálft hefjast handa,“ sagði Hjörtur að lokum. Blaðamað- ur Morgunblaðsins hitti að máli fjóra þátttakendur í umræddu verk- efni sem allir eru með rekstur fyrir- tækis í Reykjanesbæ. Skrautfiskarækt og gæludýrabúð Margur lætur sig dreyma um að fara út í atvinnurekstur og vera sinn eigin herra. Þeir eru hins veg- ar færri sem láta drauminn rætast. Nokkrir Suðumesjamenn létu þó eins og fyrr greinir slag standa og hafa nýlega stofnað fyrirtæki með stuðningi af Evrópuverkefni sem fræðslusvið Iðntæknistofnunar hef- ur yfirumsjón með og starfrækir í samvinnu við Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofu Suðurnesja. Sigríður Fjóla Þórðardóttir stofnaði ásamt manni sínúm gæludýrabúðina Vatnaveröld í desember sl. Þau sáu fljótlega að innflutningur á skraut- SÖLVI Sturluson, Sigríður Fjóla Þórðardóttir og Birkir Marteinsson í gæludýrabúðinni Vatnaveröld. fiskum er dýrt spaug. Þar sem ræktun skrautfiska hafði verið áhugamál þeirra ákváðu þau að at- huga með ræktun þeirra í stórum stíl. „Ég sneri mér í fyrrahaust til atvinnumálaskrifstofunnar hér með hugmynd um að opna gæludýrabúð. Ég var komin langt áleiðis með und- irbúning en var þá sagt frá fyrir- huguðu verkefni Iðntæknistofnun- ar,“ sagði Sigríður. Áður hafði hún unnið við ræstingar á Keflavíkur- flugvelli og var orðin afai- þreytt á þvi starfi. „Ég vildi takast á við eitt- hvað meira krefjandi,“ sagði hún. Sigríður fæddist árið 1966 á Þing- eyri við Dýrafjörð og ólst þar upp. Hún fór til náms við Iðnskólann í Reykjavík. Á dansleik hitti hún eig- inmann sinn Birki Marteinsson sem þá var í Stýrimannaskólanum. Birk- ir er af Vatnsleysuströnd. Árið 1991 ákváðu ungu hjónin að flytja til Keflavíkur, sem nú heitir Reykja- nesbær og koma þar undir sig fót- unum. „Það gekk ágætlega, við keyptum okkur íbúð og eiginmaður- inn var til sjós en ég var heima með drengina okkar tvö. Seinna fór ég að vinna hlutastarf við skúringar og fljótlega var ég farinn að vinna við ræstingar allan daginn,“ segir hún. Móðir Sigríðar og systir fluttu líka til Keflavíkur og það létti henni at- vinnuþátttökuna. Eiginmaður Sigríðar Fjólu hefur lengi verið mikill áhugamaður um skrautfiska. „Hann hefur alltaf átt fiska og ég hef gaman af dýrum, þess vegna kom sú hugmynd upp fyrir þremur árum að við gætum stofnað gæludýrabúð. Þetta þróað- ist síðan stig af stigi. Á atvinnu- málaskrifstofunni var mér sagt að ég þyrfti að gera viðskiptaáætlun og mér var bent á verkefni Iðn- tæknistofnunar, sagt að þar gæti ég lært til verka. Við gerðum áætlun með aðstoð ættingja sem er laginn við slíkt. Við gerð slíkrar áætlunar verður maður að komast eins nærri raunveruleikanum í rekstri og mögulegt er. Taka verður allan kostnað inn í og áætla hvað hægt er að selja. Síðan verður að meta hvort áætlunin geti yfirleitt gengið upp. Undirbúningurinn að stofnun búð- arinnar var því langt kominn þegar verkefni Iðntæknistofnunar hófst 8. —A Förum afar varlega ALLIR þeir mörgu farþegar sem ferðast með Flugleiðum kannast við heyrnartól sem þeir fá afhent innpökkuð í plastpoka og ei-u til þess ætluð að hægt sé að fylgjast með tónlist eða tali í kvik- myndum sem sýndar eru á flugleið- inni. Flest höfum við umhugsunar- laust rifið plastið af heyrnartólun- um og ekkert velt íyrir okkur hver hafði komið þeim fyrir þar. Þegar ég stend inni í bflskúrnum í Hátúni 1 í Reykjanesbæ er ég leidd í allan sannleika um það mál. Þar eru nefnilega þrjár konur önnum kafnar við að taka dökkan svamp utan af sjálfum heymatólunum og klæða þau í nýjan slíkan, vefja síðan snúr- una snyrtilega saman og setja svo heymartólið í lítinn gegnsæjan plastpoka. Á gólfi skúrsins eru stór- ir kassar fullir af innpökkuðum tækjum og ekki veitir af, það þarf að pakka hátt á fjórða þúsund heyrnartólum dag hvern til þess að Pökkunarþjónustan standi við gerða samninga við Flugleiðir. Hjónin Brynhildur Njálsdóttir og Þorleifur Már Friðjónsson reka þetta fyrirtæki og eru með þrjár til fimm stúlkur í vinnu hjá sér og mega ekki færra vera því umfang starfseminnar hefur aukist mjög og fer sívaxandi. „Við hjónin vorum búin að vera með þennan rekstur í tæpt ár þegar við ákváðum að taka þátt í verkefni Iðntæknistofnunar," segir Þorleifur Már þegar ég inni hann eftir að- draganda þessarar starfsemi. „Flugleiðir auglýstu eftir tilboðum í þetta verk á sínum tíma. Ég hef starfað í flugstöð hjá flugmálastjóm og gerði tilboð í þetta að gamni mínu. Ég átti ekki von á að neitt kæmi út úr því. Flugleiðir gáfu upp magn og afkastatölur og ég fékk hjá þeim tæki til að fara með heim og prófa. Ég vissi því nokkurn veginn hvað ég var að gera þegar ég reikn- aði út hvað þyrfti mikinn mannskap. Nokkur hundmð tilboð komu og við lentum í úrtaki sem skoðað var nán- ar. Það fór um mig og ég hugsaði óneitanlega um hvað við væmm að steypa okkur út í. Ég fór svo í viðtal með mínar hugmyndir um hvernig ég vildi vinna þetta og mínu tilboði var tekið. Konan mín var búin að vera á næturvöktum á flugstöðinni og var orðin þreytt á þeim. Þetta var því ekki síst gert til þess að BRYNHILDUR Njálsdóttir í húsnæði Pökkunarþjónustunnar. skapa henni vinnu þar sem hún gæti ráðið sínum vinnutíma meira sjálf og verið sinn eigin herra. Með okk- ur var í upphafi kona sem fljótlega hætti svo störfum við þetta. Þegar við voram búin að vera við þetta í nokkra mánuði stóðum við and- spænis því hvort við vildum endur- nýja samninginn. Um sama leyti eða seinni hluta ársins í fyrra vomm við farin að finna verulega fyrir því að okkur skorti þekkingu í fyrirtækjarekstri, svo sem gerð rekstrar- og fjárhags- áætlunar. Við ákváðum því að skella okkur á námskeiðið hjá Iðntækni- stofnun. Við fórum saman hjónin og niðurstaðan varð að við ákváðum að halda áfram og endurnýja samning- inn við Flugleiðir. Eins og fyrr kom fram hefur orðið mikil aukning í þessari starfsemi. Bæði er flutn- ingsgeta Flugleiða miklu meiri en hún var og svo hefur ferðamönnum fjölgað mjög, að ég held um 17%. Þetta hefur valdið því að við höfum þurft að vinna mjög mikið og það hefur verið talsverð aukavinna hjá starfsfólkinu í sumar. Hvað afkomu fyrirtækisins snertir erum við sátt við hana en ég er eigi að síður viss um að margir myndu vilja sjá meiri hagnað. Við eram ánægð með að Brynhildur hefur stöðuga vinnu og þokkalegar tekjur og að við getum tryggt starfsfólki okkar þolanleg laun eftir því sem gerist á vinnu- markaðinum. Sjálfur er ég enn í vinnu hjá flugmálastjóm og hef ekki í hyggju að hætta þar nema að til komi fleiri og fjölbreyttari verk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.