Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 23 nóvember 1997. Ég tók svo þátt í verkefn- inu með aðra hugmynd sem hafði þróast upp úr hinni fyrri, sú síðari var að rækta skraut- fiska til þess að selja í aðrar verslanir. Inn- flutningur á skraut- fiskum er áhættusam- ur og afföllin oft mikil. Fiskamir eru sveltir í þrjá sólarhringa áður en þeir eru settir í flug. í kjölfar þessa sækir streita að fisk- unum og hún getur gert út af við þá. Ef þeir lifa flutninginn af þurfa þeir að vera í sóttkví í þrjár vikur eftir flutninginn. Það hefur því yfirgnæf- andi kosti að rækta fiskana hér. Annar maður sem tók þátt í verk- efninu kom með sömu hugmynd og við. Hann heitir Sölvi Sturlason og er lærður fiskeldisfræðingur. Nið- urstaðan varð sú að við þrjú sam- einuðum kraftana í skrautfiska- ræktuninni sem nú er orðin að veru- leika. Við höfum komið okkur upp aðstöðu og fiskum og þetta er allt í fullum gangi.“ I gæludýrabúðinni eru seldar ná- lægt 150 tegundir af skrautfiskum. Gullfiskamir em vinsælastir og svo neonfiskar sem era með sjálflýsandi rönd um miðjuna. Gæludýrabúðin er til húsa i kjallara undir skóbúð að Hafnargötu 35 í Reykjanesbæ. Hús- næðið er vel nýtt og öðram megin í búðinni era veggir klæddir fiskabúr- um með alls kyns fiskum í. Eigin- maður Sigríðar hefur smíðað öll fiskabúrin. Fiskamir í búrunum era misstórir og sumir afar litskrúðugir. Sigríður kvað sölu á skrautfiskunum hafa gengið mjög vel. „Kaupendur eru bæði áhugamenn og fólk úti í bæ og svo fyrirtæki svolítið. Við seljum líka í gæludýrabúðir í Reykjavík, til þeirra aðila sem ekki flytja þá inn sjálfir." En skyldi vera mögulegt að flytja skrautfiska héðan til útlanda? „Það er hugmynd sem kemur vel til greina, hér á Suðumesjum er vatnið mjög hentugt til þessarar ræktunar. Sýrastigið er heppilegt því hér er heita vatnið ekki hveravatn, heldur upphitað vatn.“ Hvað með önnur dýr? „Kanínur era mjög vinsælar. Fólk getur haft þær lausar í girðingu og hægt er að fara með þær út að ganga í ól. Kan- ínur eru skapgóð og þægileg gælu- dýr. Börn og fólk sem hefur ofnæmi fyrir katta- og hundahári getur margt hvert haft kanínur, þær eru að því er ég best veit ekki nærri eins miklir ofnæmisvaldar og t.d. kettir,“ sagði Sigríður. Hunda og ketti kveðst hún ekki hafa í búð- inni. . „Það era ekki búrdýr, en við höfum stundum milligöngu um að útvega þau dýr. Stundum hef ég haft kettlinga í búðinni í nokkra klukkutíma. Þeir fara oftast fljótt, fólk sem kemur inn heillast af þeim og tek- ur þá til sín.“ Hvað skyldi vera dýrasti liðurinn í rekstri gæludýra- búðar? „Húsnæði, rafmagn og fóð- ur,“ svarar Sigríður. Hún vinnur að mestu ein í búðinni en eiginmaður hennar sér um fiskiræktunina. St- arfið kveður hún vera nægilegt fyrir eina manneskju, enda hafi búðin verið hugsuð sem starfsvettvangur fyrir hana. Verslunin selur einnig ýmsar smávörar og svo fiskabúr. I framtíðinni hyggjast þau hjón hafa á boðstólum stöðluð fiskabúr en í dag era þau að mestu smíðuð eftir máli. En skyldi þetta starf vera meira lifandi en ræstingarnar að mati Sigríðar? „Já,“ svarar hún og hlær. „Það er mikill munur, ég er mjög sátt við árangur þessarar til- raunar og ætla að halda þessari starfsemi áfram." Sigríður og Birk- ir fóra á sýningu í Þýskalandi í maí. „Það er stærsta sýning í þessum „bransa“, þar komu einir átta hund- rað aðilar að sýna sína framleiðslu. Við voram þarna sem gestir. Ég hefði ekki trúað að þessi starfsemi væri svona umfangsmikil." Sigríður kvað ekki mikið umstang fylgja skrautfiskum á heimili. „Það er út- breiddur misskilningur að svo sé, sannleikurinn er sá að ef búrið er vel stórt þá þarf sjaldan að þrífa það. Ef búrið er stórt og búnaður góður dugar að þrífa það vel einu sinni á ári. Hins vegar þarf að skipta um hluta af vatninu svona einu sinni í mánuði." Sigríður sagði að lokum að við- skiptaáætlunin sem hún gerði í verkefninu hefði staðist. „Mér fannst þetta námskeið frábært, það tók eina sex mánuði og það var farið yfir margt. Reynt var að gera alla þætti sem ljósasta. Ekki giska held- ur vita hvað hver þáttur kostar eða mun skila. Það er góður lærdómur að láta ekki óskhyggjuna ráða held- ur leita uppi greinargóðar upplýs- ingar.“ En skyldi þetta starf vera meira lifandi en ræstingarnar að mati Sig- ríðar? „Já,“ svarar hún og hlær. efni hjá fyrirtæki okk- ar. Komið hafa tvær fyrirspumir erlendis frá í pökkun á heyrn- artólum en það er svo skammt á veg komið að það gætu þess vegna reynst tómar loftbólur. Annað dæm- ið er svo stórt að við gætum aldrei ráðið við það ein, við yrðum að fara í samstarf við aðra ef það ætti að ganga. Það er þó verið að skoða þetta.“ Þau Þorleifur og Brynhildur hafa einu sinni áður komið að fyrirtækja- rekstri. „Ég er héðan frá Keflavík en konan mín frá Neskaupstað. Yið bjuggum í tuttugu ár austur á Fjörðum og ég var þar m.a. við út- gerð. Af slysni urðum við hluthafar í heildsölufyrirtæki hér og fluttum hingað árið 1988 þegar það fyrir- tæki var orðið mjög illa statt. Við reyndum að bjarga því sem bjargað varð en það tókst ekki, við höfðum hvorki tíma né svigrúm til að rétta reksturinn við. Þetta fyrirtæki hafði m.a. umboð fyrir Prik þvottaefnið. Þessi reynsla hefur orðið til þess að við förum afar varlega, það er erfitt að taka stórar ákvarðanir. Við eram ekki tilbúin að fara út í neitt sem ekki er sæmilega öraggt. Verkefnið hjá Iðntæknistofnun hefur hjálpað okkur mikið. Það hefur verið ómet- anlegt að geta fengið bæði leiðbein- mgar og bakstuðning frá atvinnu- málaskrifstofunni hér og frá Iðntæknistofn- un þegar á hefur þurft að halda. Án þeirrar aðstoðar hefðum við ekki endumýjað samninginn við Flug- leiðir. Núna standa málin þannig að ég nýlega búin að ræða við flug- leiðamenn. Verið er að endurskoða alla þeirra verktakasamninga. Mér heyrist þó á öllu að við náum þar lend- ingu sem getur verið hagstæð fyrir báða að- ila. Við erum nýlega búin að festa kaup á nýrri og afkastamikilli pökk- unarvél og eram jafnframt farin að líta í kringum okkur eftir öðram verkefnum af svipuðu tagi. Það dug- ar ekki að hafa öll eggin í sömu körfunni. Við höfum augastað á nýju húsnæði, miklu stærra og hentugra en það sem við erum í núna. Við höfum hins vegar haldið að okkur höndum þar til séð yrði hvað kæmi út úr viðræðum við þá flugleiðamenn. Þeir eru okkar stærsti viðskiptavinur og miðað við þeirra áætlanir er líklegt að umfang okkar hér aukist frekar en hitt og að við þyrftum þrátt fyrir vélvæð- inguna fremur að fjölga starfsfólki en fækka. Þetta á þó ekki við um stjómun fyrirtækisins, ég er á móti allri yfirbyggingu, við hjónin sinn- um sjálf öllu sem lýtur að rekstri og stjómun. Mér heyrist þó á öllu að við náum þar lendingu sem getur verið hag- stæð fyrir báða aðila. Allar ferðir okkar fyrstu 8 mánuði ársins seldust upp. í fyrradag lagði af stað 120 manna hópur með Heimsklúbbnum í 2]a vikna glæsiferð til Austurlanda, sem kostar minna en Kanaríeyjaferð. Viðbrögðin við vetrarferðunum til Malasíu, Thailands og Karíbahafs eru frábær, því fólk kann að meta kjörin og þjónustu í sérflokki. Samt eru bestu kjörin eftir: Fegurstu staðir og bestu hótel heimsins í „TÖFRUM 1001 NÆTUR í AUSTURLÖNDUM" 1.-20. október undir fararstjóm Ingólfs, sem gjörþekkir hinn austurlenska heim, og á verði sem nálgast galdur! Örfá sæti fást enn á tilboðsverðinu, ef pantað er strax. HNATTREISAN UM SUÐURHVEL JARÐAR 5. nóvember, 30 dagar - EINSTAKUR VIÐBURÐUR Suður-Afríka, Ástralía, Nýja Sjáland, Tahiti, Suður-Ameríka með Buenos Aires, Iguazu fossum og í Lokin glaðværasti staður heims, Rio de Janeiro. Þú ferð tvisvar yfir miðbaug og austur fyrir daglínu og eykur ekki aðeins degi í lífið, heldur lífi í alla ókomna daga þína. TILBOÐSVERÐIÐ GILDIRENN NÆSTU VIKU, ÓTRÚLEG KJÖR Á MESTA ÆVINTÝRI LÍFS ÞÍNS. AÐEINS 4 SÆTI FERÐASKRIFSTOFAN PfUMA? HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austurstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík sími 56 20 400, fax 562 6564
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.