Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR ær umræður, sem fram hafa farið að undanförnu um endurskipulagningu bankakerf- isins sýna, að víðtæk samstaða er um sölu ríkisbankanna. Hins vegar eru skiptar skoðanir um, hvernig að þeirri sölu skuli staðið. Ríkisstjórnin ætlaði sér í upphafi að stíga þessi skref í áfóngum, sem var út af fyrir sig skynsamlegt, þótt viðhorfs- breytingin í þjóðfélaginu hafi orðið svo mikil, að það má áreiðanlega ganga hraðar til verks en fyrstu hugmyndir voru um. Hins vegar þótti mörgum Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, ganga skrefí lengra en tilefni væri til í um- mælum hér í blaðinu fyrir nokkru, sem hrundu af stað umræðum og atburðarás síð- ustu vikna. Nú hefur ríkisstjórnin tek- ið af skarið. Upphafleg áform um sölu Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins hf. standa og raun- ar stefnt að því að selja allt hlutafé í bankanum á næsta ári. Jafnframt hyggst ríkisstjórnin leggja áherzlu á að tryggja sjálfstæði bankans. Þetta er í samræmi við þá stefnu sem Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. mörkuð var með stofnun bank- ans á síðasta ári. En jafnframt hefur ríkis- stjórnin ákveðið að slá á frest sölu Landsbanka íslands hf. og Búnaðarbanka Islands hf. að öðru leyti en því, að boðið verð- ur út nýtt hlutafé í bönkunum og þeir skráðir á verðbréfa- þingi, þannig að markaðsverð kemur fram á bönkunum báð- um. Líklegt má telja, að þessi niðurstaða leiði til þess, að hlutafé í bönkunum verði selt smátt og smátt á markaði og nýir kaupendur og markaður- inn sjálfur látnir um að ákveða í hvaða farveg endurskipulagn- ing bankakerfísins beinist. Það er áreiðanlega farsælla að fara þá leið fremur en að ganga til samninga við stóra aðila um sölu bankanna í einu lagi. Bæði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, og Finnur Ingólfsson, viðskiptaráðherra, hafa lagt áherzlu á dreifða eignaraðild að bönkunum. Sú stefnumörkun er áreiðanlega í samræmi við vilja almennings og hugmyndir for- sætisráðherra um að binda í lög ákvæði um dreifða eignar- aðild eru mjög áhugaverðar. I umræðum um bankamálin hefur mörgum komið á óvart, hversu lágt verðmat á Lands- banka Islands er. Það bendir til þess, að skynsamlegt sé að bankinn fái nokkurt svigrúm til að koma í framkvæmd innri hagræðingu í rekstri, sem líkleg er til að auka verðmæti hans við sölu hlutafjár á næstu árum. Ástæðulaust er og ekki í sam- ræmi við almannahagsmuni, að Landsbankinn verði seldur á einhverju útsöluverði. Þótt mörgum hafí brugðið í brún, þegar í ljós kom, að hug- myndir voru um að selja veru- legan hluta þjóðbankans er- lendum banka þýða þau við- brögð ekki, að almenn andstaða sé við þátttöku erlendra banka í bankarekstri hér. Þvert á móti eru mörg rök, sem mæla með því, að það sé æskilegt. En það er eitt, og annað að hefja end- urskipulagningu bankakerfísins með því að selja stóran hlut til erlendra aðila í þeim banka, sem alla öldina hefur verið kjarninn í íslenzku fjármála- kerfí og hvað eftir annað haldið undirstöðuatvinnuvegi þjóðar- innar gangandi á erfíðum tím- um. Umræðurnar að undanfórnu hafa líka sýnt, að bankakerfið er alltof dýrt í rekstri og dýrara en sambærilegar stofnanir í nær- liggjandi löndum. Því hefur verið haldið fram í mörg ár, að svo væri en talsmenn bankanna hafa komið fram með ýmsar rök- semdir til þess að andmæla þeim sjónarmiðum. Nú virðast þeir hins vegar allir sammála um, að ná megi fram mikilli hagræðingu í rekstri. Eftir þær umræður, sem fram hafa farið mega þeir búast við, að krafan á hendur þeim um slíkar aðgerðir á næstu mánuðum og misserum verði mikil. ÁKVÖRÐUN RÍKISSTJÓRNAR í Alheimsvíðáttunni sem er ort uppúr hug- mynd eftir Schiller má einnig sjá erindi sem gætu bent framávið til Einars Benediktssonar. Það hlýtur að vekja sérstaka athygli hvernig Jónas líkir alheimi við haf þar sem öldumar brotna fyrir auðri strönd og drepur enn á þá himin- strauma sem virðast vera huga hans nákomnir en af þeim rísa æv- intýrastjömur og alltumkring dul- arfullt en návistarlegt auga þess sem með öllu fylgist, Flýta vil eg ferðum, faravilegþangað öldur sem alheims á eyði brotna, akkeri varpa fyrir auðri strönd að hinum mikla merldsteini skapaðra hluta við skaut alhimins. Sá eg í ungum æskublóma stjömur úr himin- straumum rísa, þúsund alda aá þreyta skeið heiðfagran gegnum himinbláma. Sá eg þær blika á baki mér er eg tii heima hafnar þreytti; ókyrrt auga sást allt um kring; stóð eg þá í geimi stjömulausum. Og í niðurlagi Hulduljóða segir Jónas, Sólfagra mey! Nú seilist yfir tinda úr svölum austurstraumum roði skær... Allt minnir þetta á strauma- köstin í Jörð og bylgjur andans í Stórasandi. Slík hugmyndatengsl merkja þó ekki endilega að alkunn efahyggja Einars Benediktssonar eigi sér einhverjar fyr- irmyndir í sterkri og óbifanlegri guðstrú Jónasar, heldur einung- is að iíkingarnar séu sóttar með einhverjum hætti í sameiginlegan hugmynda- sjóð vísinda og trúar á 19. öld; má því viðvíkjandi minna á að 0rsted var sérfræðingur og brautryðjandi í segulfræðum og nemandi Forck- hammers vafalítið nákominn hug- myndum nývísinda um segulbylgj- ur. Þó eru þama einhver dulin tengsl, rétteins og það getur varla verið einber tiiviljun að Einar gríp- ur til orða eins og stjörnuauga í Sunnu, en það er svo nátengt lík- ingamáli Jónasar að hægt væri að færa að því rök að slík orð séu mörkuð honum og skáldskap hans. Stari þér í augu úr stjömum skínandi, segir Jónas í Dagrúnarharmi Schiilers og í Ferðalokum talar hann um sjónstjömur; ennfremur um guðsauga og guðs stjörnur og heimsaugað hýra í Andvökusálmi. Þessi orð era áferðareinkennandi fyrir Jónas en þau eiga einhverjar rætur í eldri skáldskap íslenzkum og skáldskaparmálum Heines. Hann talar tii að mynda um Himmelsaugen í Emmu sem er einn af ljóðaflokkunum í Neue Gedichte. Samt falla stjömuaugu Einars Benediktssonar svo kyrfílega að kvæði hans að engu er líkara en Einar hafí umskapað það, hugmynd þess og merkingu eins og það eigi hvergi heima nema í þessari ójarð- bundu og háspekilegu myndlíkingu hans sem er svo persónuleg að hún getur ekki verið í skáldskap nokk- urs annars manns; ekki frekar en alveldissál eða alheimssál gæti verið í kvæði eftir annan íslending en Einar Benediktsson; allra sízt Jónas Hallgrímsson. Slík skírskot- un til algyðstrúar væri eins og hver annar stílbrjótur og ósannfærandi orðlistarbragð í einföldum guðstrú- arhugmyndum hans. í skáldskapar- málum Jónasar er aftur á móti rúm fyrir „ljóshæfan anda,“ guðdómseld, himna höfund, guðs loga, alvald, en þó einkum alföður og fer vel og fell- ur fullkomlega að stíl og hugmynd- um um persónulegan guð. Jónas hafði einfaldlega enga alvarlega til- hneigingu til algyðistrúar og hefði aldrei sætt sig við svo ópersónulegt náttúraguð, hvað þá einhver óskil- greindur andi í náttúrunni gæti fuii- nægt ástríðufullri trúarþörf hans. Forsjón hans var faðir alls sem er; það er hin guðlega forsjón kristinn- ar trúar; höfundur; skapari; en þó einkum kærleiksríkur vinur. Hitt er svo annað mál að efnisvísindi 19. aldar sem veittu himinveröldum hlutdeild í myndríku máli sjávar og nánasta umhverfi okkar falla einnig fullkomlega að hugmyndum Jónas- ar. „Aiheimsáform" Bjöms Gunn- laugssonar gar.ga á engan hátt í berhögg við guðlega stjórn og per- sónulega sköpun sem lýst er í Gamla testamentinu og vora Jónasi Hallgrímssyni þóknanleg og full- nægjandi trúarvísindi. Þannig má óhikað benda á svofellda athuga- semd Kristjáns Karlssonar í fyrr- nefndri ritgerð til skýringar á skáldlegri arfleifð og hefðbundnum hugmyndum Björns um trú og vís- indi sem ganga upp í skáldskap Einars sjálfs: „Það er ekki úr vegi að íhuga orðið bylgju í þessum er- indum og í skáldskap Einars yfir- leitt. Á síðari hluta 19. aldar var sú kenning orðin allsráðandi í eðlis- fræðinni, að ljósgeislinn væri öldu- hreyfing, og sömuleiðis raf og seg- ulmagn. Og í þessum vísindum var by'gja (og alda) fengin að láni úr myndríki sævarins sem tákn, og aft- ur að láni í Stórasandi úr orðabók eðlisfræðinnar sem hlutlægur eigin- leiki ljóss og rafmagns, undirskilinn og ósagður, til þess að fá umskapað hugtakið anda og bundið það þess- um fyrirbærum í einni mynd: and- ans bylgjur." Sú samræming reyn- ist vera táknmynd um samband manns og guðs.“ M. HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 29. ágúst MIKIÐ VATN hefur runnið til sjávar frá því að sú atburðarás er tengist sambandi Clintons Banda- ríkjaforseta og Monicu Lewinsky hófst í byrjun árs og nánast hefur einokað bandaríska stjórn- málaumræðu. Mál þetta hefur verið vatn á myllu þeirra er hafa atvinnu af því að tjá sig um málefni líðandi stundar í bandarísk- um fjölmiðlum. Það hefur hins vegar veikt pólitíska stöðu Bills Clintons verulega og mun að öllum líkindum eiga eftir að valda honum vandræðum það sem eftir lifir for- setaferils hans. Það er hægt að hafa margvíslegar skoðanir á Lewinsky-málinu og segja má að á margan hátt endurspegli það hið besta og versta í bandarísku þjóðlífi. Annars vegar er það eitt af jákvæðum sérkennum bandaríska stjórnkerfísins hversu gegnsætt það er og hversu mikil áhersla er lögð á að þeir sem taka að sér æðstu embættisstörf séu ábyrgir gagn- vart þjóðinni. Hins vegar hefur sá ofsi og hraði sem einkennt hefur umfjöllunina um málið valdið því að skilin milli opin- bers lífs og einkalífs hafa riðlast veru- lega. Þegar minnstu smáatriði i nánu sambandi tveggja einstaklinga eru orðin að sjálfsögðu umfjöllunarefni er hin opin- bera umræða komin út á hættulega braut. Að vonum spyrja margir: Hverjum kemur þetta eiginlega við? Sumir hafa kennt fjölmiðlum um þessa þróun. Þeir hafi misst sjónar á þeim ramma, sem eðlilegt sé að þeir starfi innan og þeirri virðingu fyrir friðhelgi einkalífs- ins, sem er ein af forsendum frjáls samfé- lags. Vissulega beri þeim að sýna stjórn- málamönnum og stjórnkerfinu aðhald. Það breyti hins vegar ekki því að þeir verði að virða ákveðnar grundvallarreglur og sía út hvað skipti máli og hvað eigi ekkert erindi inn í opinbera umræðu. Sá mikli hraði er einkennir nútíma fjölmiðlum hefur þarna vissulega áhrif og miklar breytingar hafa orðið frá því er for- seti Bandaríkjanna sætti síðast jafnóvæg- inni og almennri gagnrýni, það er á tímum Watergate-málsins. Á ÞEIM TÍMA VAR Breytt fréttaflæðið bundið við umhverfi morgunútgáfu dagblaða og kvöldfréttir sjón- varpsstöðva. Með til- komu fréttastöðva er sjónvarpa fréttum allan sólarhringinn og netmiðla er upplýs- ingastreymið orðið látlaust. Færa má rök fyrir því að þetta hljóti óhjákvæmilega að leiða til þess að sú grisjun upplýsinga, sem hið hæga fréttaflæði tryggði, heyri að ein- hverju leyti sögunni til. Þá hefur saksóknarinn Kenneth Starr sætt harðri gagnrýni fyrir að fara offari í rannsókn sinni. Starr var á sínum tíma skipaður til að kanna lóðaviðskipti forseta- hjónanna í Arkansas og hefur sú rannsókn verið kennd við Whitewater. Eftir því sem mál þróuðust fór rannsókn hans jafnframt að taka til fjölmargra annarra þátta er tengjast forsetanum og má þar nefna upp- sagnir starfsmanna á ferðaskrifstofu Hvíta hússins og sjálfsmorð Vince Fosters, náins samstarfsmanns Clintons. Starr taldi það hamla störfum sínum að Hvíta húsið reyndi að hans mati að hafa áhrif á framburð vitna og jafnvel koma í veg fyrir að ákveðnir ein- staklingar tjáðu sig. Á sama tíma var höfðað einkamál á hendur forsetanum af hálfu konu að nafni Paula Jones. Hún heldur því fram að for- setinn hafi á sínum tíma reynt að þröngva sér til kynferðislegra samskipta á hóteli í Arkansas. Clinton var þá ríkisstjóri í Arkansas og hún starfsmaður Arkansas- ríkis. Lögmenn Jones reyndu að sýna fram á svipað háttalag forsetans í öðrum tilvik- um og höfðu spurnir af ungum lærlingi í Hvíta húsinu, Monicu Lewinsky, er átti að hafa átt í sambandi við forsetann. Starr hafði þegar öðlast vitneskju um samband Clintons og Lewinskys. Er jafnt Clinton sem Lewinsky neituðu því að hafa átt í sambandi er þau voru kölluð fyrir af lögmönnum Jones, forsetinn eiðsvarinn í yfirheyrslu og Lewinsky í eiðsvarinni yfir- lýsingu, sótti Starr um heimild til að út- víkka rannsókn sína. Taldi hann sig geta sýnt fram á að forsetinn eða aðstoðarmenn hans reyndu með kerfisbundnum hætti að koma í veg fyrir eðlilega rannsókn saka- mála. Frá því að dómsmálaráðuneytið veitti saksóknaranum þá heimild virðist rann- sókn hans hafa beinst að fáu öðru en sam- bandi Clintons og Lewinsky. Stuðnings- menn forsetans hafa gagnrýnt hann fyrir að stunda umfangsmikla og dýra rannsókn á einkalífi forsetans og að það eina sem vaki fyrir honum sé að reyna að koma höggi á forsetann í pólitískum tilgangi og skipti þá engu máli hvaða meðulum sé beitt. Gekk Hillary Clinton forsetafrú jafn- vel svo langt í sjónvarpsviðtali í janúar að staðhæfa að um væri að ræða umfangsmik- ið samsæri hægriafla í Bandaríkjunum til að koma eiginmanni hennar úr Hvíta hús- inu. mmmmBmmm máliðtókhins Annað hljóð vegar aðra stefnu eftir ístrokkinn að forsetinn svaraði spurmngum Starrs 1 yí- irheyrslu fyrir tæpum tveimur vikum og greindi að því búnu frá því í sjónvarpsávarpi að hann hefði átt í sambandi við Lewinsky. Beinist nú reiði manna fyrst og fremst að Bill Clinton, en ekki fjölmiðlum eða Starr. Ræða forsetans hefur fallið í grýttan jarðveg meðal „skoð- anamótandi" afla í Bandaríkjunum þó að svo virðist sem almenningur telji ekki ástæðu til að gera jafnmikið veður út af málinu. Þótt margir muni taka undir þá skoðun, að framhjáhald sé einkamál fólks, hvort sem í hlut á forseti Bandaríkjanna eða hinn almenni og óþekkti borgari er augljóst, að umræðurnar í Bandaríkjunum eftir ræðu forsetans hafa þróazt á þann veg, að hann á við verulegan pólitískan vanda að stríða. Vikurnar fyrir yfirheyrsl- una hvöttu stuðningsmenn forsetans, jafnt úr röðum stjórnmálamanna sem fjölmiðla- manna, hann til að gera hreint fyrir sínum dyram sínum. Það virðist aftur á móti vera útbreidd skoðun að það hafi honum ekld tekist. Hann hafi enn á ný reynt að snúa sig út úr málinu með því að staðhæfa að framburður hans í janúar hafi verið „laga- lega réttur“ og árásir hans á Starr hafi ver- ið ósmekklegar. I stað þess að játa og biðja þjóð sína og stuðningsmenn fyrirgefningar hafi hann reynt að koma sökinni yfír á St- arr. Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir Clinton þar sem að hann hefur margsinnis sætt ámæli fyrir að túlka staðreyndir frjálslega þegar á bjátar eða að komast hjá hreinskilnum svörum með „lagalega rétt- um“ útúrsnúningi. Leiðarahöfundur Washington Post var ómyrkur í máli þegar blaðið fjallaði um málið í forystugrein eftir sjónvarpsávarp forsetans: „Hann horfði í augu fólks, hvort sem um var að ræða ráðherra í ríkisstjórn- inni, aðstoðarmenn eða samstarfsmenn úr Demókrataflokknum, og neitaði því að hafa gert það sem hann hefur nú viðurkennt. Hann sendi þetta fólk út af örkinni til að verja sig. Hann horfðist sömuleiðis í augu við þjóðina og neitaði öllu í sjónvarpi. Hann neitaði því eiðsvarinn í málaferlum. Hann lagði að því búnu mikið á sig til að koma í veg fyrir að hinn sérskipaði saksóknari gæti rannsakað málið og með því að beita friðhelgi embættis síns á aðra vegu en gert hefur verið ráð fyrir veikti hann að lokum það sem hann gaf sig út fyrir að vera að verja. Þessi slagur, sem hann hefði getað komið í veg fyrir á einfaldan hátt með því að segja já í stað neis, með því að segja sannleikann, stóð í sjö mánuði og olli marg- víslegu tjóni“. Ekki bara kynlíf AÐ HALDA ÞVÍ fram að málið snúist um kynlíf og framhjáhald einvörðungu er einfóldun. Vissulega snýst málið um kynlíf að hluta og segja má að það hafi vart snúist um annað í upphafi. Eftir að komið er í ljós að forsetinn fór með rangt mál er hann neitaði því að hafa átt í sambandi við Lewinsky horfir málið hins vegar öðru vísi við og segja má að það breyti túlkun alls þess, er gerst hefur frá því í janúar. Vandinn sem Clinton stendur frammi fyrir er í fyrsta lagi lagalegur. Búist er við því að Starr skili Bandaríkjaþingi brátt skýrslu um málið sem síðan tekur afstöðu til þess hvort ástæða sé til málshöfðunar til embættismissis. Til að svo sé verður Starr að sýna fram á að forsetinn hafi framið lög- brot. Þar kemur til greina meinsæri í yfir- heyrslunni í janúar eða þá að hann reyni að færa rök fyrir að forsetinn hafi með kerfis- bundnum hætti reynt að hindra framgang réttvísinnar. Lítill vilji virðist á þinginu til að víkja forsetanum úr embætti, jafnt með- al demókrata sem repúblikana. Þingmenn eru þess minnugir hversu lengi þjóðarsálin var að jafna sig á Watergate-málinu. Þar var þó um greinilegt afbrot að ræða. Að víkja forseta frá vegna þess að hann hafí reynt að komast hjá því að greina frá fram- hjáhaldi er að flestra mati óhugsandi. Mun alvarlegri sakargiftir verða að koma fram í skýrslu Starrs til að þingið takið það skref. Meðal annars vegna þess hefur þeirri hug- mynd skotið upp kollinum að þingið sam- þykki einhvers konar vitur á forsetann. Fordæmi skortir hins vegar fyrir slíku og hinar lagalegu forsendur eru óljósar. Hinar pólitísku afleiðingar málsins gætu reynst alvarlegri fyrir Clinton en hin lagalega glíma. Mikillar reiði gætir meðal núverandi og fyrrverandi samstarfsmanna hans, sem hafa lagt sig fram um að styðja við bakið á forsetanum á undanförnum mánuðum. Hafa sumir af nánustu sam- starfsmönnum forsetans á síðasta kjör- tímabili, t.d. þau Dee Dee Myers og Geor- ge Stephanopoulos, ekki farið í felur með vonbrigði sín og gremju. Það er mikið al- vörumál fyrii' forseta að fyrirgera trausti samstarfsmanna sinna sem ráða miklu um mótun, framsetningu og framkvæmd þeiira stefnumála er forsetaembættið legg- ur áherslu á. Ef neistinn ,og baráttuandinn sem er forsenda pólitísks árangurs hverfur stendur lítið eftir. Jafnframt virðist hið pólitíska bakland forsetans innan Demókrataflokksins ekki jafntraust og áður. Enginn af helstu áhrifa- mönnum flokksins hefur stigið fram honum til varnar. Hins vegar hafa margii’ þeirra gagnrýnt forsetann harðlega fyrir að draga þá á asnaeyrum mánuðum saman og telja það alvarlegra en þau mistök sem hann hefur játað. Stjórnmálamenn sem tóku af- stöðu með forsetanum og stóðu í þeirri trú að hann væri fómarlamb rógsherferðar telja sig hafa verið svikna. Sama gildir um marga af þekktustu dálkahöfundum og stjórnmálaskýrendum Bandaríkjanna. Stjórnmálaumræður í Bandaríkjunum sem annars staðar einkennast oft af mikilli hræsni. Það er ekkert nýtt að Bandaríkja- forsetar eða ef því er að skipta aðrir þjóð- arleiðtogar segi ekki sannleikann eða villi um fyrir fólki til þess að ná pólitískum markmiðum. Eftir að Reagan forseti lét af völdum hefur komið í Ijós, að meiri sann- leikur var í fréttum um hið svokallaða Ir- an-Contra hneyksli en forsetinn sjálfur og aðstoðarmenn hans vildu viðurkenna á þeim tíma. Um fátt hefur meira verið skrif- að á síðari árum en kvennamál John F. Kennedys og það, sem fram fór í Hvita húsinu á þeim tíma en blaðamenn og stjómmálamenn þögðu vandlega um, þótt á allra vitorði væri. Á seinni árum hafa einnig komið fram upplýsingar af svipuð- um toga um Franklin Delano Roosevelt, þótt þar hafi að vísu ekki komið við sögu fjöldi kvenna heldur ein kona. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þverneitaði því á sínum tíma að stunda njósnaflug yfir Sovétríkjun- um en varð að játa eftir að slík flugvél var skotin niður og flugmaður hennar leiddur fram á sjónarsviðið í Moskvu. De Gaulle lofaði Frökkum því, þegar hann komst til 1 'M ý w í HVANNALINDUM. Morgunblaðið/Einar Falur valda á ný, að Frakkar mundu aldrei yfir- gefa Alsír en vann svo skipulega að því eft- ir að hann hafði náð völdum að ganga á bak orða sinna. Nú er orð á því haft að Gerhard Schröder, kanslaraefni jafnaðarmanna í Þýskalandi, leggi alla áherslu á að segja sem minnst í kosningabaráttunni um áform sín eftir kosningar, sem alla vega sé tii þess fallið að villa um fyrir kjósendum. Munur- inn á máli Clintons og þeim dæmum, sem hér hafa verið nefnd er hins vegar sá, að hann hefur orðið að viðurkenna syndir sín- ar í embætti, en það þurftu hvorki Kenn- edy né Roosevelt að gera. mmmmmm f grein sem sam Sjónarmið Nunn, er um árabil var Nunns einn áhrifamesti öld- ungadeildarþingmaður Demókratailokksins, rit- aði í Washington Post segir hann að nú sé Ijóst að það sé forsetinn sjálfur er beri ábyrgð á því að þjóðin hafi orðið að þola Lewinsky-fárviðrið um sjö mánaða skeið. I þágu þjóðarhagsmuna hefði hann átt að leiðrétta rangan framburð sinn og biðjast afsökunar fyrir mörgum mánuðum. Hann hafi hins vegar sett eigin hagsmuni ofar hagsmunum þjóðarinnar með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. í grein sinni segir Nunn m.a.:. „For- setinn, þingið og þjóðin verða nú að svara eftirfarandi grundvallarspurningu: Er hægt að byggja upp traust á ný þannig að Clinton forseti geti stjórnað með skilvirk- um hætti? Forysta forsetans, jafnt innan- lands sem á alþjóðavettvangi byggist ekki einungis á orku og gáfum, sem Clinton hef- ur nóg af. Hún verður einnig að byggjast á trúverðugleika, siðferðilegu valdi, athyglis- gáfu og trausti. Trausti bandarísku þjóðar- innar, trausti ríkisstjórnarinnar og emb- ættismanna, trausti þingsins og þeirri trú erlendra leiðtoga, jafnt þeirra sem eru okk- ur hliðhollir sem andsnúnir, að þegar for- setinn tjáir sig um mikilvæg málefni fylgi hugur máli jafnt sem skuldbinding Banda- ríkjanna." Nunn segir öllu máli skipta að forset- inn taki þjóðarhagsmuni fram yfir eigin- hagsmuni á næstu vikum. I því felist að hann verði sjálfviljugur að veita tæmandi upplýsingar um þau mál er tengjast meintu saknæmu athæfi. „Þetta krefst persónu- legrar fórnar og gæti jafnvel orðið þess valdandi að hann neyðist til að segja af sér,“ segir Nunn. Aðrir valdamiklar demókratar, t.d. Richard Gephardt leiðtogi þeirra í fulltrúadeildinni, hafa jafnframt gagnrýnt forsetann og ekki viljað útiloka að hann verði að segja af sér. I þvi sam- bandi verður þó að gæta þess, að í sumum tilvikum kann afstaða stjórnmálamanna úr Demókrataflokknum að byggjast á því hvað þeir telja að henti pólitískum hags- munum sínum í næstu forsetakosningum. Það kann ekki síst að eiga við um Gephardt. Þingkosningar eru á næsta leiti í Bandaríkjunum. Verði frambjóðendur demókrata þess varir að forsetinn sé drag- bítur á möguleika þeirra í kosningum gæti það haft alvarlegar afleiðingar fyrir Clint- on. Enn er ekki útséð hverjar lyktir máls- ins verða. Clinton hefur áður sýnt að hann getur breytt vonlausri stöðu í sigur. Eng- inn efast um pólitíska hæfileika hans og getu til að afla sjónarmiðum sínum fylgis. Það verður hins vegar erfitt að snúa við þeirri þróun sem nú er hafin. Líkt og Nunn bendir á byggist pólitísk forysta á trausti og trúnaði. Hún byggist jafnframt á virð- ingu en öll sú umræða er fylgt hefur mál- inu getur vart orðið til annars en að veikja ímynd Clintons sem leiðtoga. „Jafnframt virð- ist hið pólitíska bakland forset- ansinnan Demókrata- flokksins ekki jafntraust og áð- ur. Enginn af helstu áhrifa- mönnum flokks- ins hefur stigið fram honum til varnar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.