Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ * Ný flutningavél bandaríska flughersins hefur verið valin til að flytja hvalinn Keikó til Islands, enda er þessi flugvélategund búin þeim eiginleikum að geta boríð mikinn og rúmfrekan farm á sama tíma og hún getur at- hafnað sig á stuttum og ófullkomnum flugbrautum. Friðþór G. Eydal segir hér frá þessari óvenjulegu vél. U.S.AIR FORLt C-17A Globemaster III á Keflavíkurflugvelli, 80266, var önnur flugvélin af þessari gerð sem bandaríski flugherinn tók í þjónustu sína. Áhöfnin gisti hérlendis eftír 14 stunda flug með farm frá austurströnd Bandaríkjanna til Tiblisi á ítalfu með viðkomu í Ramstein í Þýskalandi og Keflavík á leið sinni aftur vestur um haf. Ný herflutningaflugvél í hvalaflutningum NÝ flutningaflugvél bandaríska flughersins af gerðinni McDonnell Douglas (nú Boeing) C- 17A Globemaster III hefur verið valin til flutnings á hvalnum Keikó til Vestmannaeyja í byrjun septem- ber. Flugvélar af þessari gerð voru fyrst teknar í almenna notkun fyrir þremur árum, en þær eru þeim eig- inleikum búnar að bera mikinn og rúmfrekan farm og geta athafnað sig á stuttum og ófuUkomnum flug- brautum. Sameinast þar kostir stórra langdrægra flutningaflug- véla svo sem C-5 Galaxy og C-141 Starlifter, sem þurfa stóra og vel búna flugvelli, og mikiu smærri flugvéla af C-130 Hercuies-gerð sem notaðar eru til framhaldsflutn- inga til átaka- eða hamfarasvæða. Má þannig á mun hagkvæmari og fljótlegri hátt en áður koma t.d. herliði og sérhæfðum þungum eða fyrirferðarmiklum búnaði á áfanga- stað. Atlantshafsbandalagið er að miklu leyti háð bandaríska flug- hemum um flutninga í lofti til átakasvæða og eykur þessi fjölhæfa flugvélagerð verulega öryggi og hraða í flutningi á herliði og búnaði bandalagsríkjanna. Við undirbúning á flutningi há- hymingsins fræga hingað til lands varð fljótt ljóst að stytta yrði flutn- ingstímann eins og kostur væri og því beint flug á áfangastað mikil- vægt. Ljóst var að eina flugvélin sem annast gæti verkefnið í einum áfanga frá Oregon á vesturströnd Bandaríkjanna til Vestmannaeyja væri hin nýja C-17 flugvél banda- ríska flughersins. Sjóm flughers- ins samþykkti að takast verkefnið á hendur enda dæmigert fyrir það hvers loftflutningadeild hans er megnug. FLUGTAK á Keflavíkurflugvelli. C-17A á þegar fjölda heimsmeta í sínum þyngdarflokki. Fiugvélin er búin fjórum Pratt & Whitney hreyflum sömu gerðar og knýja sumar Boeing 757 farþegaþotur, en mestí farmþungi hennar er um 77 tonn. Endavænglar (winglets) auka flugeiginleikana og hún þarf einungis 900 metra ianga flugbraut. FARMRÝMIÐ er 26,8 m langt, 5,5 m breitt og 3,7 m á hæð svo rúmt ættí að vera um Keikó, umsjónarmenn hans og viðeigandi tækjabúnað á leið háhyrningsins til Vestmannaeyja. C-17 er líkt og aðrar herflutninga- flugvélar búin stórum dyrum undir stélinu sem opna má á flugi og varpa út farmi í fallhlífum á þar til gerðum vörubrettum. Þá getur hún tekið eldsneyti á flugi, sem gerir kleift að fljúga nánast hvert á land sem er, varpa út farmi sínum og snúa tíl baka án viðkomu ef þörf krefur. Áhöfnin er skipuð tveimur flug- mönnum auk hleðslustjóra, en stjómtæki eru öll samkvæmt nýj- ustu kröfum í þessari grein, þ.ám. rafboðastýri (fly-by-wire). Við hönn- un flugvélarinnar var rík áhersla lögð á hagkvæmni í rekstri og af- köst. Til marks um árangurinn má nefha að við ákveðnar aðstæður get- ur ein þessara flugvéla flutt farm, beint á áfanga- stað, sem tæki tvær C-141 og fjórar C- 130 Hercules-flugvélar margfalt lengri tíma að flytja með tilheyrandi millilendingum og umhleðslu. Auk þess rúmar hún miklu stærri hluti og farartæki en þær fyrmefhdu. Flugvélar af þessari gerð hafa orðið reglulega viðdvöl á Keflavík- urflugvelli, sem allar götur síðan á dögum síðari heimsstyrjaldarinnar hefur gegnt mikilvægu hlutverki í loftflutningum yfir norðanvert Atl- antshaf. Á meðan á styrjöldinni stóð og lengi síðar bám Douglas C-54 (DC- C-54 Skymaster-flutningaflug- vél Bandaríkjahers á Keflavík- urflugvelli vorið 1943. Flugvél- ar af þessari gerð voru í ferðum á Norður-Atlantshafsleiðinni með viðkomu á Keflavíkurflug- velli um árabil. Flugfélag Is- lands, Loftleiðir og Landhelgis- gæslan eignuðust flugvélar af þessari gerð og gerðu út lengi. 4) Skymaster- flugvélar, sem eru íslendingum að góðu kunnar, hitann og þungann af farþega- og vöruflutningum á þessari leið. Er sovéski herinn stöðvaði alla flutn- inga á landi til Vestur-Berlínar og loftbrú vesturveldanna hófst þang- að í júnímánuði árið 1948 voru flestar flugvélanna sem þátt tóku í henni af þessari gerð. Loftbrúin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.