Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ EKKI má byggja undirstöðu nokkurs þess, sem á lengi að vara, á sandi. Þá vita allir hvernig fer. Grundvöllurinn verður að vera ör- uggur, „því að traustir skulu homsteinar hárra sala“, skrifaði ungur maður í Skóla- blaðið, blað Menntaskólans í Reykjavík, í apríl 1944, á tímum þegar lá fyrir Islendingum „að byggja upp land sitt í heild“. Greinin, sem er skrifuð á þeim tímamótum sem Island er að öðlast sjálfstæði, ber yfírskriftina „Sjálf- stætt Island“, og er rituð af Gunn- ari Helgasyni, þá nemanda í 6. B. Hann lítur yfir fátæklega atvinnu- lífsflóruna og bendir á að Islend- ingar séu heldur bölsýnir þegar framtíðina ber á góma, einkum stjómmálamenn. Hann bendir á undirstöðuatvinnuvegina sem þurfí að byggja upp, auk þess sem nýta verði auðævi lands og þjóðar og segir í lokin: „Stjórnmálaspilling, flokkadrættir og sundrang hafa um of sett svip sinn á þjóðlíf Islendinga síðustu árin. Þessi veiklun í stjóm- byggingu landsins hefur smitað mjög út frá sér og verið oft og tíð- um Þrándur í götu eðlilegri þróun. Þessi einkenni í fari þjóðarinnar verða að hverfa og gerast afturræk úr okkar þjóðlífi. Ef Islendingar í náinni framtíð temja sér samheldni og einingu um allan rekstur þjóðar- búsins og samstilltan hug um að nýta til hlítar öll landsins gæði, get- um við vænzt glæstrar framtíðar til handa íslenzkri þjóð.“ Fimmtíu og fjórum árum síðar spyr maður hvað hafi breyst og á hvern hátt þessi ungi maður með framtíðarsýnina hafi komið við sögu; maðurinn sem átti eftir að ganga undir viðurnefninu „huldu- maðurinn" hjá Loftleiðum, síðar Flugleiðum. Oft er það svo í lífinu að maður ratar á staði, rambar á fólk og lend- ir í aðstæðum sem ekki sést fyrr en seinna að gegni hlutverki í þeirri keðju sem líf manns er. Ekki fyrr en seinna. Þegar Gunnar, nýút- skrifaður lögfræðingur, réðst til lögfræðideildar flugliðs varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli í ársbyrjun 1952, er ólíklegt að nokkur maður hafi hugsað: „En sniðugt, þetta á eftir að opna íslendingum mikla möguleika." Sú varð þó raunin á. Gunnar starfaði einnig sem lög- fræðilegur ráðunautur og vinnu- málafulltrúi hjá bandarísku verk- takafélögunum á Keflavíkurflug- velli frá júní 1953 til ágústmánaðar 1956. Þá gerðist hann fulltrúi á málflutningsskrifstofu fram í maí 1958 og öðlaðist á þeim tíma rétt: indi sem héraðsdómslögmaður. I maí 1958 var hann skipaður fulltrúi hjá lögreglustjóranum á Keflavík- urflugvelli. Árið 1962 réðist Gunnar til Loftleiða, fyrst sem fram- kvæmdastjóri Loftleiða - Keflavík, dótturfélags Loftleiða hf., og árið 1965 varð hann lögfræðilegur full- trúi Loftleiða og síðar aðallögmað- ur og yfirmaður lögfræðideildar Flugleiða hf. eftir sameiningu flug- félaganna frá 1974 til 1990, er hann lét af störfum. Inn f þotuöld En aftur til ársins 1962. Hvernig var staðan? „Lofltleiðir vour í miklum upp- gangi á þessum tíma,“ segir Gunn- ar. „Félagið rak fimm DC-6 vélar á þessum árum og fram til 1964 þeg- ar Rolls Royce 400 vélarnar komu í gagnið. Þær vora fyrst notaðar á leiðinni Bandaríkin-Lúxemborg um Keflavík, þá stærstu vélarnar á N- Atlantshafsleiðinni. Þetta vora skrúfuþotur (jet prop), upphaflega byggðar fyrir 160 farþega en félag- ið lét stækka þær í 189 sæti. Þessar flugvélar vora í notkun fram eftir árinu 1970. Það ár, í aprílmánuði vildi það óhapp til að nefhjól á einni þessara véla brotnaði eftir lendingu á Kennedyflugvelli. Við þessu var bragðist skjótt og samstundis tekin á leigu DC-8 flugvél. Þar með hófst þoturekstur Loftleiða á N-Atlants- hafi. Transtir sknln hornsteinar hárra sala * Saga flugmála á Islandi er litrík og hraðskreið. Uppbyggingin hefur kallað á þrotlausa vinnu ótal einstaklinga og einn þeirra er Gunnar Helgason, sem lengst af starfaði sem lögmaður Loftleiða og síðar Flugleiðia. Súsamia Svavarsdóttir ræddi við Gunnar sem á sínum tíma var kallaður „huldumaðurinna, þar sem hans vinna fór fram á bak við tjöldin og átti sér stoð í vináttu hans við háttsetta menn í Bandaríkjunum. anna og Lúxemborgar og héldu þeirri flugleið áfram. Flugfélagið hafði verið í Evrópuflugi og þannig héldust skiptin um nokkurra ára skeið. Á þessum tíma var ákveðið að hætta rekstri DC-8 og B-727 vélanna í áfóngum. DC-8 vélarnar höfðu reynst vel. Þær vora hag- kvæmar á þeim tíma sem þær vora í notkun. En tímarnir voru að breytast og nú var komið að nýjum Boeing Vélum. En hvers vegna Boeing? „Eg kom nú ekki mikið nálægt því, en það var mat manna að þær hentuðu betur inn í áætlanir milli Evrópu og Ameríku en aðrar vél- ar. Til greina komu líka Douglas DC-9 og Airbus en eftir vandlegt val og ítarlega skoðun, var það sameiginlegt álit forráðamanna fé- lagsins að hagkvæmasti kosturinn væri að velja Boeing - og ég er þeirrar skoðunar að það hafi verið rétt mat.“ Loftferðasamningur milli íslands og Bandaríkjanna endurskoðaður Árið 1970 báðu Bandaríkjamenn um endurskoðun á loftferðasamn- ingnum milli Islands og Bandaríkj- anna, sem gilt hafði frá 1945. „Þess- ar samningaviðræður hófust í byrj- un árs 1970. Við hjá Loftleiðum út- bjuggum öll gögn til styrktar okkar málstað við endurnýjun samnings- Nú, í Keflavík var auðvitað gamla flugstöðin. Brautirnar vora nógu langar fyrir RR-400 og DC-6, en ekki fyrir DC-8. Það var ljóst að lengja þurfti aðalbrautina - norð- ur/suður brautina - í Keflavík, úr tveimur í þrjá kílómetra (10.000 fet). Nú vora góð ráð dýr.“ En núna komu kynni Gunnars af yfirmönnum herliðs Bandaríkja- manna á Keflavíkurflugvelli til góða. Fyrir hans tilstilli voru þeir Robert S. Dorsey, ofursti, og Dr. William Whitehurst, þáverandi varaformaður hermálanefndar Bandaríkjaþings, kallaðir til skrafs og ráðagerða. Að beiðni Gunnars beittu þeir sér fyrir því að allur kostnaður yrði greiddur af Banda- ríkjastjórn og varð það raunin. Reyndist heildarkostnaður um 45 milljónir dollara, riknað á verðgildi dollarans í dag. Er því ljóst að hér var um verulegt fjármagn að ræða sem ekki var tiltækt til ráðstöfunar af hálfu íslenska ríkisins til þessara knýjandi framkvæmda. Þetta var á dögum kalda stríðsins og Island var mjög mikilvægt á þeim tlma. I við- tali við Morgunblaðið 3. júní 1993, segir Dorsey: „Við voram þakklátir Islendingum fyrir að hafa flugað- stöðu í landinu. Þetta vora ekki miklir peningar í hernaðarfjárhags- áætlun Bandaríkjanna." Sem fyrr- verandi yfirmaður á Keflavíkur- flugvelli á sínum tíma segist hann hafa gert sér grein fyrir mikilvægi Keflavíkur sem lendingarstaðar, þannig að vélar gætu lent til elds- neytistöku og haft þar alla aðstöðu. „Þetta var alger bylting," segir Gunnar, „vegna þess að nú var hægt að lenda við flestöll veðurskil- yrði og öryggið jókst til muna. RR-vélarnar vora smám saman teknar úr umferð og seldar til Car- golux sem hóf rekstur um 1970. Fyrst var leigð DC-8 vél og síðar gerður kaupleigusamningur um tvær DC-8-63 flugvélar við Seabo- ard Western Airways. Mun það hafa verið í fýrsta skipti sem ís- lenskt fyrirtæki gerði samning þessarar gerðar." Sameining Loftleiða og Flugfélags íslands Stofnsamningur Loftleiða og Flugfélags Islands var undirritaður 20. júlí 1973 og tók gildi árið 1974. En hvers vegna voru félögin sam- einuð? „Ég held að það hafi verið vegna þess að hagur beggja félaganna var bágborinn og óhagkvæmni í sam- keppni á milli þeirra sem skapaðist m.a. af því að þau voru að keppa á sömu flugleiðum. Það vora flug- málayfirvöld sem beittu sér fyrir sameiningu flugfélaganna. Mál þetta krafðist mikillar undir- búningsvinnu. Það var skipuð samninganefnd sem fulltrúar frá ríkinu, Loftleiðum og Flugfélagi Is- lands áttu aðild að. Eg sat í þessari nefnd, Loftleiðamegin, allan tím- ann, frá byrjun hausts 1971. Þetta tók tvö ár. Eignir félaganna voru metnar af þar til skipaðri nefnd og lagðar til grandvallar um eigna- hlutfóll félaganna í hinu nýja fé- lagi“ Hver voru helstu ágreiningsmál- in? „Það kom meðal annars fram það sjónarmið að meta ætti viðskipta- vild félaganna, en því var hafnað. Loftleiðamönnum fannst sinn hlut- ur of lágt metinn, þegar kom að þessum þætti. Þeim fannst hótelið ekki nógu hátt metið, til dæmis. En það er erfitt að meta markaðs- verð hótels - því hver vill kaupa hótel?“ En voru menn sáttir við niður- stöðuna eftir þessi tvö ár? „Nei, það vora ekki allir sáttir. Það var óánægja á báða bóga. En menn urðu að una við niðurstöð- una, því það var búið að sam- þykkja hana á aðalfundi beggja fé- laganna." Loftleiðir höfðu verið með DC-8 vélarnar, sem hentuðu vel á N-Atl- antshafsleiðinni, milli Bandaríkj- ins. Ég ritstýrði þeirri vinnu, bæði hér og í Bandaríkjunum og síðan réðum við lobbýista, lögmann í Washinton D.C., mjög færan ná- unga, sem heitir Joe Rosenbaum. Hann fór vandlega yfir skjölin og leist vel á okkar málstað. Það var síðan herjans mikil samninganefnd sem hélt til Washington til að semja. Frá Loftleiðum voru það auk mín, Sigurður bróðir minn, þá- verandi forstjóri Loftleiða í New York og Martin Petersen. Frá hinu opinbera vora Magnús V. Magnús- son, Hörður Helgason, Brynjólfur Ingólfsson, Agnar Koefoed Hansen og Tómas Tómasson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.