Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 37 „Ég held að stærstu möguleikar okkar liggi í að efla ferðaiðnaðinn. Þar eru ómældir möguleikar. Við þurfum ekki svo mikið. Það sem ég á við er að við eigum að leggja meira fjármagn í kynningu á landi og þjóð. Það leist engum á blikuna, nema okkur Sigurði. Menn gerðu sér ljóst að hér voru mjög mikilvægir hagsmunir í húfi sem skiptu sköp- um um framtíð flugsamgangna til og frá íslandi. Joe Rosenbaum bauð allri nefndinni í hádegisverð daginn fyrir fyrsta samningafund- inn við bandarísk stjórnvöld, og lét hann þá skoðun í ljós að sér fyndist sá hluti umræðu hópsins sem kom frá hinu opinbera, óparflega svart- sýnn. Þegar þeir voru farnir og við bræðurnir vorum tveir eftir, sagði hann: „Þessi samningur er ekkert vandamál. Ykkar eina vandamál eru ykkar eigin menn.“ Um hvað snerist endurskoðunin á þessum samningi? „Bandaríkjamenn vildu tak- marka ferðir okkar. Það var talað um að það væri þrýstingur frá bandarísku IATA félögunum. Við vorum ekki í IATA þá, en buðum upp á lág fargjöld vegna þess að við vorum með óhagkvæmari og af- kastaminni flugkost og þá á ég við hraðann og þægindin. Málið snerist um þetta og Bandaríkjamenn vildu takmarka tíðni ferða og markaðs- um svif. Okkur var hins vegar ljóst að það sem við buðum upp á var mikil landkynningarstarfsemi að ræða sem hafði mikla þjóðhagslega þýð- ingu fyrir íslenskt efnahagslíf. Mætti þvi hvergi hopa. Vegna varnarsamstarfs okkar við Banda- ríkin voru flugsamgöngur óaðskilj- anlegur hluti af samskiptum þjóð- anna og þau rök vógu mjög þungt. En þessari samningalotu lauk ekki fyrr en um mánaðamótin apríl/maí 1970. Endanlegur samningur fól í sér takmarkanir en ásættanleg kjör um farþegafjölda og tíðni. Við gátum vel við unað.“ Heiðursborgari Texas-ríkis Gunnar hafði alla tíð mikil sam- skipti við Bandaríkin í gegnum starf sitt og var meðal annars kall- aður „ameríski agentinn“ á sínum tíma. Hann er heiðursborgari í Kansas City, þaðan sem Bob Doyle kemur, og er einnig heiðurs- borgari Texas-ríkis. Hvernig kom það til? „Ég sótti árum saman ráðstefnu í loftferðarétti við háskólann Southern Methodist University í Dallas. Þar kynntist ég mörgum lögmönnum flugfélaganna í Bandaríkjunum og stjórnvalda. I nóvember 1982 var mér, fyrir til- stilli þessara starfsbræðra minna, boðið ásamt syni mínum Kristjáni, sem er sérfræðingur í vélmenna- verkfræði í Pittsburg, að vera við- staddur þegar Columbia geimsku- tlunni var skotið á loft. Við vorum þarna í boði forsvars- manna áhugamannahóps um geim- ferðaáætlun Bandaríkjanna og í þeim hópi voru þrír þekktir Bandaríkjamenn, Edward Teller, ráðgjafi Regans forseta í kjarn- orku- og geimvarnaáætlun, Dr. James R. Maxfield, sérfræðingur í geisla- og kjarnorku lækningum, frá Dallas og Major General Bruce Medaris, fyiTverandi yfirmaður eldflaugaseturs Bandaríkjahers í Huntsville, Alabama og vinur og samstarfsmaður þýska eldflauga- sérfræðingsins Werners von Braun.. Nú, við erum þarna þegar skutlunni er skotið á loft og á eftir er okkur boðið í mikla athöfn til að fagna þessum viðburði. Athöfnin var haldin á hóteli í nágrenninu og þar flutti ég þakkarávarp og óskaði Bandaríkjamönnum til hamingju með áfangann. Orð mín mæltust vel fyrir og ríkisstjórinn í Texas kom og þakkaði mér fyrir með hlýjum og hugnæmum orðum og tilkynnti mér að hann ætlaði að gera mig að heiðursborgara Texas-ríkis. Nokkrum vikum seinna fékk ég sent heiðursskjal frá ríkisstjóranum í Texas.“ Það var greinilegt að mönnum hafði líkað ræða mín en ég verð að viðurkenna að þetta kom allt frek- ar flatt upp á mig.“ Kunningsskapur og vinnubrögð Þú talar um að þú hafir tengst Bandaríkjunum og svo virðist að mikil og farsæl viðskiptatengsl hafi skapast fyrir tilstilli kunnings- skapar og tilstilli persónulegrar vináttu þinnar við menn sem þú hafðir kynnst á Keflavíkurflug- velli. Átti kunningsskapur stóran þátt í allri þessari uppbyggingu? „Já, já, en þetta er ekki bara spurning um kunningsskap, heldur líka þau vinnubrögð sem ég hafði kynnst á Keflavíkurflugvelli. Ég hafði unnið hjá hernum, fyrst á lögfræðistofu flughersins og síðar hjá bandarískum verktökum. Þar kynntist ég fyrst orðum eins og „contracts administration" (stjórn- un á samningum) og „cost account- ing management" sem fól í sér stjórnun og eftirlit með öllu sem viðkemur kostnaði, ásamt ótal mörgum slíkum hugtökum sem fólu í sér viss vinnubrögð og ögun. Þessi vinnubrögð voru að mestu óþekkt á þessum tíma hjá íslensk- um fyrirtækjum og stofnunum." Það sem Islendingar hafa ekki áttað sig á í sambandi við herinn er að þar verður enginn yfirmaður yfir deild nema vera miklum kost- um búinn. Þetta eru hámenntaðir menn og þrautþjálfaðir og gríðar- lega agaðir. Ég held að margir hafi ekki áttað sig á því að hér var „el- íta“ og þessir menn fóru síðan aft- ur til Bandaríkjanna og tóku margir hverjir við toppstöðum í stjórnkerfinu þar. Ég kynntist mörgum þessara manna og hef haldið sambandi við þá æ síðan. Og vegna þess að við erum að tala um varnarliðið, þá held ég að íslendingar hefðu átt að reyna að læra af þeim á meðan tækifæri var til. Faðir minn sagði rétt áður en hann dó, háaldraður, að alvarleg- asti sjúkdómur þessarar þjóðar, samfara agaleysi, væri djúpstæður skortur á virðingu fyrir fjármun- um. Þetta hafa Bandaríkjamenn hins vegar í ríkum mæli. Þetta var nýr heimur sem ég kynntist. Sá heimur breytti viðhorfum mínum og mótaði mig sem ungan mann.“ Skortur á aga og framsýni Hvernig á að kenna þjóðinni aga? „Sjáðu til. Með aga er byggð upp sjálfsvirðing og um leið virð- ing fyrir öðrum. Mér finnst að það hafi orðið framför hér í þessum málum á seinustu árum. Við höfum smám saman lært að agi mótar fólk á jákvæðan hátt. Samskipti okkar við önnur lönd hafa skipt megin máli í að örva þessa þróun. Og þar hafa flugsamgöngur haft ómetanlega þýðingu, fært okkur nær umheiminum og haft jákvæð áhrif. Flugið og í framhaldi af því tölv- urnar, koma okkur í snertingu við umheiminn. Með því að bæta sam- göngukerfíð í landinu, leysum við svo mörg vandamál í sambandi við byggð og annað. Ef við hefðum haft vit á því fyrir mörgum árum að gera „masterplan" íyrir sam- göngur með nútímavegakerfi, þá hefði verið hægt að leysa mörg vandamál í svokallaðri dreifbýlis- þróun. Samgöngubæturnar hefðu sjálfkrafa fært byggðirnar saman, rétt eins og flugsamgöngur hafa fært þjóðirnar saman.“ En hér hefur alltaf skort fram- tíðaráætlanir. Við höfum líka alltaf átt erfitt með að sjá hlutina í stóru samhengi. Til þess að sjá hlutina í stærra samhengi þarf að stækka sjóndeildarhringinn. Hér eru áætl- anir gerðar til alltof skamms tíma, sem er pólitískt vandamál." Stuttu eftir að ég hóf störf hjá Loftleiðum, gaf Sigurður, bróðir minn, mér bókina „Science and Government" eftir Charles Peter Snow. Hún hefur verið þýdd á ís- lensku og gefin út af Hinu íslenska bókmenntafélagi og heitir Vísindi og stjórnvöld. Snow var ráðunaut- ur Clemens Atlees, forsætisráð- herra Bretlands, á sínum tíma og í bókinni vitnar hann í íslenskar fornsögur og segir eitthvað á þá leið, að Snorri goði hafi verið vitr- asti maður á Islandi en hafi ekki haft hæfileika til framsýni. Snow segir þetta vera meinsemd á Vest- urlöndum." Hvernig horfði þetta við þér þegar þú starfaðir hjá Loftleiðum? „Það vantaði langtímasjónarmið hjá stjórnvöldum. Það var sam- keppni úti í heimi sem kallaði á nýjar vinnuaðferðir til að selja af- urðirnar, þ.e.a.s. þjónustuna á er- lendum mörkuðum. Til þess þurfti að verja ákveðnum hluta teknanna í kynningu og menn þekktu ekki þessar viðskiptaaðferðir. Þær voru ókunnar hér á landi. Við hjá Loft- leiðum beittum þeim engu að síður með þeim árangri sem raun ber vitni. En það var enginn skilningur á þessari aðferð hjá stjórnvöldum og í endurminningum Sigurðar bróður míns, kemur fram að ís- lensk yfirvöld gerðu athugasemd við það að eyða fjármunum í aug- lýsingaskyni. Sigurður var kallað- ur fyrir vegna þess. Sem dæmi má nefna að næstum allar þjóðir sem vegnar vel, efna- hagslega setja ákveðinn hluta af þjóðartekjum sínum í rannsóknar- starfsemi til eflingar atvinnugrein- um og nýrri starfsemi. Þetta hefð- um við átt að gera kerfisbundið en því miður finnst mér ekki hafa ver- ið mikill skilningur á slíkri stefnu- mótun af hálfu íslenskra ráða- manna.“ Loftleiðir hf. var fyrsta fyrir- tækið á fslandi sem stofnaði sjálf- stæða hagdeild. Hún var stofnuð árið 1965 og fyrsti forstöðumaður hennar var Sigurður Jónsson, við- skiptafræðingur, frábær maður sem síðar varð starfsmaður hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóð- anna í Vín og síðar hjá Sameinuðu þjóðunum í New York og Evrópu- bankanum í London, þangað til í fyrra að hann fór á eftirlaun. Hlutverk þessarar deildar var að gera framtíðaráætlanir, kostn- aðaráætlanir, kostnaðaryfirlit og arðsemisútreikninga. Hugmyndina að þessari deild átti Alfreð Elías- son fól Jóni Júlíussyni, starfs- mannastjóra Loftleiða, að finna rétta manninn í starfið. Þetta var mjög skynsamlegt og við gátum notað gögn þessarar deildar í samningum við stjórnvöld. Þau komu líka til góða í loftferðasamn- ingum við önnur ríki og voru úr- slitaatriði þegar við endurnýjuðum loftferðasamninginn við Bandarík- in. Hér var verið að innleiða ný vinnubrögð sem voru framandi ís- lenskum stjórnvöldum. Arnarflugsævintýrið En Gunnar kom ekki bara við sögu flugmála sem lögfræðingur Loftleiða, síðar Flugleiða, heldur sat hann í stjórn Arnarflugs hf. frá 1981 til 1986. Hann var útnefndur í stjórnina af Flugleiðum. En hvað var Flugleiðamaður að gera í stjórn Arnarflugs? „Flugleiðir áttu 55% eignarhluta í Arnarflugi. Hugmyndin að eignaraðild Flug- leiða í Arnarflugi var að byggja upp leiguflugsstarfsemi til hliðar við áætlunarflug Flugleiða. Við höfðum þar sem fyrirmynd til dæmis leigufyrirtækið SCANAIR hjá SAS, sem sinnti eingöngu leiguflugsverkefnum. Við álitum að það væri hagræði að slíku fyrir- komulagi. Þetta gekk vel til að byrja með en þar kom að Arnarflug sótti um leyfi til áætlunarflugs. Við Flug- leiðamennirnir í stjórninni töldum ekki vera rými fyrir annað félag á íslandi í áætlunarflugi. Það varð ósamkomulag innan stjórnarinnar um umsóknina á þessu leyfí og við Flugleiðamenn urðum undir. Við lögðum fram skriflega greinargerð fyrir afstöðu okkar, en allt kom fyrir ekki. Arnarflug fékk áætlun- arleyfið og jafnframt veittu stjórn- völd þeim ríkisábyrgð í sambandi við flugvélakaup. Dæmið gekk ekki upp. Við höfðum haft rétt fyr- ir okkur og þetta endaði með því að skuldirnar féllu á ríkið við gjaldþrot félagsins og kostaði skattborgarana nokkur hundruð milljónir. Þetta var pólitísk ákvörðun og þar áttu einkum hlut að máli ráð- herrarnir Steingrímur Hermanns- son og Þorsteinn Pálsson. Hér er enn eitt dæmi um það hvernig mis- vitrir fjármálasnillingar úr hinum pólitíska geira sóa fjármunum skattborgaranna án þess að sæta ábyrgð.“ Framtfðarsýn Fyrir fimmtíu og fjórum árum skrifaðir þú grein, þar sem kom fram mjög ákveðin framtíðarsýn. Hver er þín framtíðarsýn í dag? „Ég held að stærstu möguleikar okkar liggi í að efla ferðaiðnaðinn. Þar eru ómældir möguleikar. Við þurfum ekki svo mikið. Það sem ég á við er að við eigum að leggja meira fjármagn í kynningu á landi og þjóð. Það eru allt of mikið lagt undir í stóriðju. Mér finnst að það eigi að gjalda varhug við að auka stóriðju hér á landi. Til langs tíma litið held ég að hægt sé að hafa meiri tekjur af grænni stóriðju og verndun á hreinleika landsins. Það er eins og þetta stóriðjudæmi sé ekki reiknað til enda - frekar en annað. Það virðist enginn spyrja: Hvað kemur út úr henni og hvað kostar hún okkur? Hvað ætlum við að bjóða upp á og á hvaða verði? Hvaða verð ætlum við að fá fyrir landið þegar við erum búin að eyðileggja það með stóriðju? Við eigum líka mikið af há- menntuðu fólki. Það er þetta fólk sem á eftir að skapa meiri verð- mæti ef það fær tækifæri til þess. Við getum bara litið á þróunina í Bandaríkjunum til að sjá hvernig framtíðin verður hjá okkur. Fram til 1970 voru það stórfyr- irtækin, t.d. General Motors, sem voru kjölfestan í bandarísku þjóð- félagi. Upp úr 1970 fer þetta að breytast og þróunin verður ör og nýjar atvinnugreinar ryðja sér til rúms á grundvelli stöðugrar þró- unartækni og hugvits sem mark- visst var unnið að. I dag eru það þessar nýju greinar sem eru burðarásar í bandarísku efnahags- kerfi og útflutningi. Ef við tökum General Motors sem dæmi, þá var það einn af burðarásunum fyrir 1970 og öll framleiðsla fyrirtækis- ins fór fram innan Bandaríkjanna. En ef keyptur er bíll af bílasala á Manhattan í New York í dag, er staðreyndin sú að aðeins 13% af þeim hlutum, sem bifreiðin er búin til úr, eru framleiddir í Bandaríkj- unum. Þetta er eiginlega ný iðnbylting. Hér er gróska í nýjum iðngrein- um, sem byggist á því að við þær vinnur fólk sem hefur víkkað sinn sjóndeildarhring við nám og kynni erlendis - ekki hvað síst í Banda- ríkjunum. Þetta hefur verið kleift vegna geysilegra framfara í sam- skiptum og samgöngum við aðrar þjóðir. Þær eru að bera árangur. Framtíðin liggur í að hlúa að þessum nýja þekkingarbrunni og auðlind þessa unga, menntaða fólks og ef rétt er staðið að málum, mun það verða hinn nýi aflvaki til uppbyggingar atvinnumála." Morgunblaðið/Jóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.