Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ c: í BONN var boðið upp á allra handa meðferð fyrir höfunda. Hér hvíslar þýskur björn ráðleggingum að íslenskum höfundi... Leikhúsfólk í Evrópu tjaldar í Bonn Leikritahöfundarnir voru um stund settir í öndvegi á leikhúshátíðinni í Bonn og farið um þá bæði hrjúfum höndum og mjúkum. Guðrún Gísladóttir fylgdist með og segir frá í þessari fjórðu og síð- ustu grein sinni um þessa eina helstu hátíð evrópsks leikhúss. GIORGIOS Neoph- ytou: „Mjög gefandi fyrir rithöfund að vera dýralæknir." KASEM Trebeshina: „Þegar ég fer tek ég óhjákvæmilega leik- hús minna drauma með mér.“ GYORGY Spiro: „Eg vildi gjarnan losna við þessa þýsku óáran.“ BILLY Roche: „í dag eru bara allir orðnir leikarar." MACIEJ Wojtyszko: „Fyrst og fremst kenni ég leikstjórun- um að hlusta á aðrar manneskjur." JUDITH Herzberg: „Gaman að sjá hlut- verk ætlað smávax- inni konu leikið af fullorðnum karl- Leikhúshátíðin Bonner Biennale ER HVER að hugsa sitt í Evrópu eða allir það sama? Hér í Bonn er í boði öll möguleg meðferð fyrir leikritahöfunda, og farið um þá bæði hrjúfum höndum og mjúkum. Einn morguninn koma saman höf- undar alls staðar að. Þeir hittast í tjaldi, allir mega hlusta og allir mega spyrja. Tveir þýskir leikarar eru til staðar að leika tveggja mín- útna senu eftir hvem og einn höf- und, samda af þessu tilefni. Á eftir eru höfundarnir spurðir út úr, allt er hægt að fá þýtt í heymartólun- um yfir á ensku. Og öllu saman út- varpað beint. Ég vitna hér um Is- lendinginn, Grikkjann, Albanann, Ungverjann, írann, Pólverjann og Hollending með annan fótinn í ísra- el. Margir eiga það sameiginlegt hér að vera eiginlega hættir í leik- húsinu og allir sammála um að eng- i'.n eigi að vera lengur en tuttugu ár í leikhúsi, alla vega ekki í sama starfinu í sama húsinu. Fyrstur er ,Ás ísland“, Ámi Ib- sen. Hinn íslenski höfundurinn á staðnum, Bjami Jónsson, er á með- an í annarskonar meðferð, fyrir yngri höfunda, úti í bæ einhvers staðar. Árni er kynntur til sögunn- ar sem altmuligmaður úr leikhús- inu, sem bæði syngur og dansar og skrifar og hefur komið nálægt flest- um störfum í leikhúsinu. Senan eft- ,,ir hann er mjög falleg en þó átakan- leg ástarsena; maður og kona talast við en botna þó ekki baun hvort í öðru „Ég elska þig,“ segir hann. „Heldurðu að fiskar verði ein- hvem tíma þyrstir?" spyr hún Markmið sitt með að skrifa, segir hann vera að komast að einhverju sem hann ekki þegar vissi, og til að kynnast einhverju frekar en að velta sér upp úr því sem hann vissi fyrir. Hann segir líka að það sé nú eiginlega bölvuð frekja að skrifa. Tala nú ekki um að gefa það út. „Leikritin mín vinnast og vinda upp á sig í skrifunum og ætli sé eklri bara best að segja að þau fjalli öll um sjálf sig,“ segir hann. ;,Hvernig er leikhúsið á sig komið á Islandi?" ,Á íslandi er leikhús vinsæl dægradvöl og efnið 50% íslenskt." „Hvernig er svo reynsla þín af hinum störfunum í leikhúsinu?" „Það er langskemmtilegast að skrifa.“ Dýralækningar henta vel leikskáldum Grikkinn kemur frá Kýpur, Gior- gos Neophytou. Eftir hann er leikið eintal gamallar konu. Hún talar við köttinn sinn sem er það eina sem hún á eftir. Hún missti son sinn í borgarastríðinu á Kýpur, en vill - varla viðurkenna það fýrir kettin- um og fer undan í flæmingi við köttinn um stríðið yfirleitt. Höfund- urinn vill aftur á móti tala um stríð- ið. „Jújú,“ segir hann, „öll eigum við við einhverja erfiðleika að stríða, mis-lífshættulega að vísu.“ I framhjáhlaupi má geta þess sú danska Astrid Saalbach vildi ekki viðurkenna að eiga við neina erfið- leika að stríða, heyrðist mér áðan. Hún var leikkona í sjö ár og gafst auðvitað upp á því og fór að skrifa. Hún segir að það sé miklu ! skemmtilegra. En hún, finnski þýð- andinn og ég eru sammála um það að á leiklistarhátíðum yfirleitt sé langmestur lúxus að vera blaða- maður, því það er stjanað í kringum þá. Þeir þurfa bara að halda á pennanum sínum og er skutlað hvert sem er. „Grikkir geta engan veginn lifað \á leikritaskrifum nú orðið,“ heldur Giorgos áfram, „og er þá Bleik brugðið. En þjóðleikhúsið okkar á Kýpur er alveg sérstaklega gott leikhús, miklu betra en Grikkja sjálfra, og mér finnst alveg furðu- legt að allir skuli ekki vita af þessu.“ Þessi Kýpur-Grikki er einn af þeim fjölmörgu sem hætti í leikhús- inu og fór að læra dýralækningar í Leipzig og starfar sem slíkur, jöfn- um höndum sem hann skrifar leik- rit. Það segir hann að sé alveg sér- staklega gefandi fyrir rithöfund, því maður hittir svo mikið af fólki á barmi örvæntingar. Það kemur til hans með veiku dýrin sín og segir honum alla sögu sína. Frá Albaníu kemur fullorðinn al- varlegur maður, kominn í keng af kúgun, Kasém Trebeshina. Hann talar svo lágt að varla nokkur mað- ur heyrir, það er eins og hann hvísli í eyrað á túlknum sínum og ritskoð- ar greinilega sjálfur allt sem hann segir. Hann segist hafa áhuga á því að sameina aldirnar með því að lofa þeim að tala saman á sviðinu. Þeir sem völdin hafa vilja ekki að maður lesi mannkynssögu, því þeir vilja að sagan byrji með þeim. Byrji með öðrum orðum ekki fýrr en þeir komust til valda. „Ég er nú orðinn gamail maður og þegar ég fer tek ég óhjákvæmi- lega leikhús minna drauma með mér,“ hvíslar hann að lokum. Senan hans gengur út á voðalega skrýtnar forsögulegar skepnur að tala saman. Ungverskar bókmenntir? Ekki til! Galvaskur Ungverji er næstur, György Spiro; glúrinn margsjóaður og burtrekinn leikhússtjóri. Hann segir: „Gegnum aldimar hafa ung- verskir menntamenn alltaf verið að velta því fyrir sér hvort þeir ættu ekki að fara að flytja. Þeir eru enn að velta því fyrir sér. Ungverskar bókmenntir? Ég held að þær hafi bara aldrei verið til. Þetta eru bara þýskar bækur, skrifaðar á ung- versku. Ég vildi gjaman losna við þessa þýsku óárán, og læra frekar eitthvað af Rússum eða Pólverjum. En hvað sem því líður losna ég aldrei úr þessum viðjum. Það em bara tvö aðalatriði í leikhúsi, leikari og áhorfandi. Ég elska leikarana. Það getur hver sem er skrifað, eða leikstýrt, en leikarar kunna að bregða sér í allra kvikinda líki. Að skrifa leikrit er mjög góð leið til að losna við sjálfan sig. En í bili er ég þar staddur að ég finn hvergi áhorfendur mína. Eg virðist vera búinn að týna þeim.“ írinn Billy Roche segist ein- göngu hafa áhuga á hinu endalausa stríði milli manns og konu og þess vegna verði hann aldrei almenni- lega tekinn alvarlega sem Evrópu- maður. Því Evrópumenn séu nátt- úrlega að skrifa um sín stríð og hann komi aldrei til með að skrifa um þau. Hann langaði að verða leikari þegar hann var lítill en það þótti þá út í hött í hans heima- byggð, „but the times, they are a- changing", þvi í dag em bara allir orðnir leikarar.“ Og það telur hann mjög heilbrigt andrúmsloft fyrir leikhús að hrær- ast í. Ungu leikarana sína, sem margir urðu frægir á einni nóttu á írlandi eftir að hafa leikið í leikriti eftir hann og ætluðu þá allir að æða af stað til London, tók hann með sér i gamalt klaustur til örfárra bæna áður en hann kvaddi þá. Frá Póllandi kemur prófessor frá Varsjá, Maciej Wojtyszko. Hann kennir þar leikstjóm. „Jæja? Hvað kennirðu leikstjór- unum?“ „Það er nú erfitt að útskýra það hér i stuttu máli, en auðvitað fyrst og fremst að hlusta á aðrar mann- eskjur." I hans verki tala saman pólitíkus- ar, og reyna að finna út hvað þeir eiga að segja eða gera; mestu skipt- ir að sýnast gera eitthvað eða þykj- ast hafa eitthvað að segja. Og í lokin fellur tjaldið alls ekki, því verkið átti sér allt stað á bak við tjöldin. „Og koma pólitíkusarnir í leik- húsið að horfa á þetta, og hvernig líður þeim undir þessu?“ spyrja Þjóðverjar. „Þeir eru allir asnar“ „Þeir em hvort sem er allir asnar, hver á sinni eigin leið, þessir diplómatar." Honum er hugleikið sambandið milli austurs og vesturs í verkum sínum. En hvað er leikið í dag i Pól- landi, eru það ný pólsk verk? „Já, já, en mér finnst mjög já- kvætt að ný verk komi líka annars staðar að. Eins og til dæmis frá þessu landi þarna.“ Og bendir af handahófi á næsta mann. „Því allir eigum við við sömu vandamálin að stríða. Til dæmis, bara það að vera listamaður, það er þungbært vandamál. Nú langar mig að vitna í annan Pólverja: Art lives from obsessions, not sessions. Þráhyggju, ekki hyggju. Æði ekki umræðu. En trúlega er leikhúsið nú bara heilsuhæli fyrir okkur.“ Judith Herzberg er hollenskur gyðingur, fædd 1934 og þurfti að sjá eftir foreldmm sínum og systkinum - þið vitið hvert. Hún var sjálf falin uppi á háalofti og alin upp af hol- lenskri fjölskyldu. Hennar verk er eintal einhvers við einhvem. Þetta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.