Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNMÁLAMENN eftir Maciej Fyrsti stjórnmálamaöur (þeyt- ist inn og hrópar): Hann sagði það! Hugsið ykkur! Hann er bú- inn að segja það! Annar sljórnmálamaður: Segja hvað? Fyrsti stjórnmálamaður: Hann sagði hann hefði gert það! Þriðji stjómmálamaður: Nú, jæja, það þýðir hann hefur gert það! Annar stjórnmálamaður: Alls ekki. Það þýðir bara hann er bú- inn að segja það! Fyrsti stjórnmálamaður: Svo hvað gemm við þá? Annar stjórnmálamaður: Við segjum hann hafi ekki gert það! Þriðji stjórnmálamaður: En ef hann sagði það sjálfur? Annar stjóramáiamaður: Hvað með það? Hann sagði það en hann gerði það ekki! Þriðji stjómmálamaður: Auð- vitað, það væri verra ef hann hefði gert það en ekki sagt það. Fyrsti stjórnmálamaður: Svo hvað eigum við að segja? Annar stjómmálamaður: Við segjum að við gemm allt sem í okkar valdi stendur til þess að láta hann segja það! Fyrsti stjórnmálamaður: Og eigum við að gera það? Annar stjórnmálamaður: Til hvers? Hann er búinn að segja það! Fyrsti stjómmálamaður: Og búinn að gera það! Annar stjórnmálamaður: Hann verður að segja að hann hafi ekki gert það sem hann sagði. Fyrsti stjórnmálamaður: En ef Wojtyszko. hann gerir það ekki, hvað gemm við þá? Annar stjórnmálamaður: Um- fram allt að segja ekki neitt! Þriðji stjórnmálamaður: Jafn- vel þó hann segi það? Annar stjórnmálamaður: Hann segir það ekki! Fyrsti stjórnmálamaður: Og ef hann segir það samt? Annar stjórnmálamaður: Samt ekkert segja og ekkert gera! Þriðji stjórnmálamaður: En ef þeir segja nú að við gemm ekki neitt? Annar stjórnmálamaður: Hvað með það? Við segjum að við séum að gera það og séum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að segja ekki neitt. Fyrsti og annar stjórnmála- maður: Þá er það ákveðið! Fyrsti stjórnmálamaður: Herr- ar minir, það verður að líta út fyrir að við séum að gera eitt- hvað! Annar og þriðji stjórnmála- maður: Þá er það ákveðið! Annar stjórnmálamaður: Og helst líka að líta út fyrir að við höfum mikið að segja! Fyrsti stjórnmálamaður: Og helst þannig að enginn vogi sér að segja neitt né gera neitt við mig! Fyrsti og þriðji stjórnmála- maður: Þá er það ákveðið! Annar stjórnmálamaður: Herr- ar minir, þið sjáið sjálfir að þetta er það sem allir eru að bíða eftir! (Tjaldið fellur ekki, þar sem allt verkið var leikið bak við tjöldin.) KENNSLUSTUNDIN eftir György Spiro A: Hæ! Langt síðan við höfum sést. Er ráðstefna í gangi? B: Nei, ég á heima hérna. A: Hvernig þá? Ertu orðinn einhvers konar diplómat? Þú þessi smekkmaður? B: Nei, ég sótti um borgararétt hérna. A: Biddu hægur, þú ert ekki Júgóslavi? B: Ég hef aldrei verið Jú- góslavi. Ég hef verið ... bíddu að- eins ... hálfur Ungverji, hálfur gyðingur, hálfur Slóvaki ... einn fjórði Rúmeni ... einn Qórði Serbi ... að einum fímmta Tyrki ... og einum sjöunda sígauni ... einum níunda Armeni. A: f alvöra? En merkilegt! Enginn smá frændgarður! En móðurmál þitt er ...? B: Grfska. A: Ha? B: Sko, það var vinnukona hjá okkur í gamla daga, dóttir grísks kommúnista sem flúði úr borg- arastríðinu þar. A: Jæja, já. En núna? B: Ja, ég varð að velja land þar sem ég gat upp á mitt eindæmi smfðað mér þjóðerni. A: En hér eru tvö stríðandi menningarsvæði ... tvö tungu- mál ... flæmska og franska. Hvernig ætlarðu að velja á milli þeirra? _ B: Ég ætla ekki að gera það. Ég verð eini Belginn. A: Heldurðu virkilega að það sé hægt? B: Nei, það held ég ekki. A: Og hvað þá? B: Nú, um leið og ég fæ belgfskan ríkisborgararétt flyt ég úr landi. A: Svo þú ætlar að verða milli- stykki milli austanna og vestan- na? B: Eiginlega, já. A: Maður innan um mörgæsir? B: Ef þeir hleypa mér til Ant- artíku þá bið ég kurteislega. A: Á hvaða máli? B: Með látbragði. Ég er að læra að láta vængina vaxa. (Hann flýgur burt.) A (hrópar): Aumingja greyið! Mörgæsir geta ekki flogið! B (ofan úr loftinu): Ég ætla að kenna þeim það. (Hann hverfur.) er einhver sem er að taka á móti einhverjum allslausum. Réttir hon- um flíkur að fara í, mat að borða, handklæði að þvo sér með, segir hann megi alveg vera þarna, ef hann verði bara ekki alltof lengi. Tíminn sé afstæður. Það er verið að taka á móti flóttamanni, útlendingi, fátæklingi, en hann gæti líka verið kominn í fangelsi - eða útrýmingar- búðir. Sá sem tekur á móti honum reynir að vera almennilegur en í raun og veru talar hann niður til flóttamannsins. Hún skrifaði þetta verk í alþjóðlega bók sem er að koma út um mannréttindamál. Þarna var þetta eintal leikið af full- orðnum karlmanni, og hún segir að sér finnist sniðugt að sjá hversu vel það gekk upp, því hún hafi nefnilega skrifað það fyrir smávaxna konu. Morguninn eftir eru leikhússtjór- ar úr Þýskalandi yfirheyrðir. Um- ræðan í þetta sinn snýst um það hvort Þjóðverjar geti hugsað sér að eitthvað af þeim verkum sem hér eru sýnd passi yfirhöfuð á sín stóru og víðfeðmu svið. Það er minnst á „Hvur í fjandanum var það sem byrjaði?" og Þjóðverjunum finnst að Makedóníumaðurinn sem skrif- aði þetta hræðilega leikrit ætti að sjá sóma sinn í þvl að mæta og út- skýra af hverju hann var yfirleitt að skrifa það. Einn kjötbiti í öllum heiminum „Jú, þetta er virkilega fagmann- legt og vel gert, en það er serbneskt!“ segir kona ein og leik- hússtjóri í Leipzig. Þarna situr líka kona frá Sarajevo og segir að allt sé alveg svakalega erfitt og hún óttist framtíðina. Hún heldur að farg kapítalismans sé orsök mannlegrar vonsku í dag. Leikhússtjórinn frá Berlín segir: „Það er ekki víst að allir skilji það, en Þýskaland er land þar sem katastrófan er full- komnuð, og í Berlín gengur bara alls ekkert að enda verkin vel. Þau verða að enda á einhvers konar upplifun, reynslu. Hjá okkur geng- ur best eitthvað breskt eða rúss- neskt, það er eitthvað líkt með því. Það hefur enga þýðingu að vera að sýna leikrit bara til að kynna önnur lönd.“ Hann fer að segja frá nýlegu leikriti, „Moskva-Frankfurt", sem gekk vel bæði í Hamborg og Berlín. Það er um tvo flóttamenn sem sitja á sitthvorum væng flugvélar á flótta sínum, og láta sig hlakka til að koma til fyrirheitna landsins Frankfurt, en við komuna þangað eru þau auðvitað bara send til baka. „í Berlín léku þetta tvær tyrknesk- ar leikkonur. Þær voru eiginlega eins og tveir englar. Og leikritið þótti mjög fyndið, því væntingar þeirra til fyrirheitna landsins voru svo einfeldningslegar og allt öðru- vísi en það sem í vændum var. Og það vissu áhorfendur." Stefanía, leikhússtjórinn í Ham- borg, kemur of seint en allir vita að í Hamborg er eitt besta leikhúsið í Þýskalandi í dag. „Jæja, þá kemur Stefanía loks- ins,“ segja Þjóðverjamir, „hún hlýtur að hafa komið labbandi frá Hamborg fyrst hún er svona sein.“ Þjóðverjar kunna að setja ofan í við fólk. Stefanía tekur undir það sem fyrr var sagt um erfiðleika þess að setja útlend leikrit upp í Þýska- landi, og segir að til dæmis sé eigin- lega ómögulegt að gera frönsk verk á þýsku út af músíkleysi þýskunn- ar, en franskan sé aftur á móti ekk- ert annað en músík. „Fyrir nú utan það að í Þýskalandi höfum við eig- inlega vanið okkur á að nota ein- hvers konar sérstakt tungumál í leikhúsunum. Ég veit ekki hvort það er svoleiðis annars staðar.“ Þá er hún spurð beint út hvaða leikrit hér á hátíðinni eigi séns í Þýskalandi og hvaða leikrit eigi engan séns. „Ég hef lítið séð en langar að sjá þau öll. Ég veit að gríska verkið getur gengið hvar sem er, um tvo minnipokabræður sem hírast í hreysi við Evrópuþjóðveginn og syrgja föður sinn. Jú, jú, við gerum trúlega Disco Pigs frá Bretlandi í SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 39 Hamborg og líka Kokkana frá Rússlandi. Kokkarnir eru um það þegar ekkert er eftir í heiminum sem bragð er af nema einn frosinn kjötbiti. Fyrir fjórum árum gekk vel hjá okkur verk eftir Sarokin um uppgjafahermenn í Rauða hem- um.“ Allir vildu leika Ameríkana Annars eru þýskir leikhússtjórar hér sammála um það að ógurlega erfitt sé að þýða yfir á þýsku. Þeir barma sér yfir að það fækki höf- undum „á okkar sterka máli“ - það sýni reyndar líka takmarkanir málsins. Þetta hlýtur að vera svolít- ið vandamál, fyrst svona lítið er skrifað á þýsku og fyrst svona erfitt er að þýða yfir á þýsku og fyrst all- ir útlendingar eru svona ægilega framandi. Ja, hvað segið þið til dæmis þarna í Ungverjalandi? Þá stendur upp María frá Búda- pest, alltaf með karmellur og snafs í töskunni, og segir: „Fyrir Fallið vildu leikararnir okkar aðallega leika amerískar per- sónur. Þá langaði svo að vera í föt- unum þeirra og leika drauminn. Núna leikum við unga enska höf- unda, sjaldan þýska; austur-þýskir höfundar skrifa um efni sem eru okkur alltof nákunnug." Er ekki búið að reka neina leik- hússtjóra hjá ykkur ennþá? „Nei, þeir hanga enn,“ segir hún. Þó vissi ég að György Spiro hafði þegar verið rekinn að minnsta kosti einu sinni. Jukka-Pekka er greinilega áhrifamaður og þýðandi í finnsku leikhúsi. Hann segir: „Auðvitað er- um við öll hérna til þess að finna leikrit handa leikhúsunum okkar. Hvað er þetta eiginlega? Ég held að þetta með þýskuna sé ekki bara ykkar vandamál, leikhúsmálið er allsstaðar svolítið gerilsneytt. Þið segið að sýningarnar okkar í Finn- landi séu gamaldags! Ég ætla bara að láta ykkur vita það að þær eru ekkert gamaldags! þær eru fyrir finnska áhorfendur. Við leikum alla höfunda, alls staðar að, það eru engin landamæri í því. Þessi landa- mæri sem þið eruð að tala um eru landamæri til að fara yfir.“ Hanna Hurtzig, aðalskipuleggj- andi hátíðarinnar, segir: „Ég sagði aldrei að allt væri vont hjá ykkur í Finnlandi." Hún fórnar höndum og bætir við: „Þarna sjáiði hvað það er hættulegt að tala!“ Stefanía frá Hamborg er spurð um viðtökur Moskvubúa við nýlegri þýskri sýningu á þremur systrum eftir Tjekov. Leikstjórinn er Christoph Marthaler, einn frumleg- asti leikstjórinn í dag og systurnar voru allar leiknar af gömlum kerl- ingum. „Jú, það var auðvitað sjokk.“ Hvernig vinnur Marthaler? „Þessi leikrit eru búin til á æfing- um. Og árangurinn er umdeildur. Til dæmis „Stunde Null“, sem er evrópskur pólitíkusaskóli; þá spurðu Frakkarnir stöðugt: Verðiði ekki óvinsæl af að gera þetta, og enskurinn sagði stöðugt: þetta eru ekki réttar lýsingar hjá ykkur, það á að gera þetta svona og svona.“ Allir íslendingar í sirkus! „Hei, ég er frá Póllandi," segir kerling. „Eftir Fallið hefur áhugi okkar á Rússlandi, Rúmeníu og þeim löndum minnkað. Núna vilja menn bara London og New York, kannski Irland. Jú, fyrst þið þrá- spyrjið: Þjóðverjar koma til greina. Hver er ástæðan? Líklega vorum við orðin fullsödd á öllu sem var, núna vilja áhorfendur fyrst og fremst fá að vita hvaðan verkin eru.“ Þá stendur upp Ibsen ás ísland: „Það getur verið mjög brothætt að færa verk milli landa. Það er stutt síðan útlendingar fóru að líta við íslenskum leikritum. Útlending- ar hafa alltaf viljað hafa okkur Is- lendinga eftir sínu höfði, helst „auf die Sagas“, segir hann. „From the Circus," segir ráðvillt- ur túlkurinn í heyrnartólunum @g afsannar um leið kenninguna um að Islendingasögurnar séu það eina ís- lenska sem allir útlendingar þekki. En Árni heldur áfram og veit ekki að ræða hans er orðin óskiljan- leg: „Litlu löndin eru tilbúnari að taka við öðrum þjóðum, einfaldlega af þörf. Þau verða.“ Leikhússtjórinn í Berlín er orð- inn fúll. „Er ekki ungum áhorfend- um alls staðar andskotans sama um hina stóru miklu leikstjóra og hin stóru miklu svið? Þessi umræða héma er leiðinleg og er að verða eins konar þýskt fjölskylduvanda- mál.“ „Nei,“ svarar ein af þýsku kon- unum honum, „auðvitað skipta leik- stjórar máli. í tíu ár áttum við bara Pinu Bausch og hana eina! Nú eig- um við líka Marthaler. Þetta er fólk sem lifir bara á sviðinu. Utan sviðs eru þau utanveltu, en þau verða aldrei kópíeruð.“ Höfundur er leikari. Nú er líf f töppimum! r Sunddeild Armanns Hin sívinsælu sundnámskeið eru að hefjast • Ungbarnasund • Fyrir vatnshrædda • Framhald ungbarnasunds • Vatnsleikfimi • Börn 2-3 ára (með foreldrum) • Fullorðinskennsla • Börn 4-6 ára (með foreldrum) Innritun í símum 581 3995 (Sif) og 557 6618 (Stella). Innritunardagur Sunddeildar er í Árseli sunnudaginn 6. sept. 1998 kl. 16.00-18.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.