Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 43 ÞORUNN HAFSTEIN + Þórunn J. Haf- stein fæddist í Reykjavík 23. ágúst 1912. Hún lést á heimili sínu í Red Deer í Alberta í Kanada 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voi-u Marinó Hafstein sýslumaður og Þór- unn E. Hafstein húsmóðir. Eftirlif- andi eiginmaður Þórunnar er dr. Sveinn Þórðarson. Foreldrar hans voru Þórður Sveinsson læknir á Kleppi og Ellen Kaaber hús- móðir. Þau áttu þrjú böm, þau em: 1) Marinó, f. 1941. Maki Svanhildur Alexandersdóttir, f. 1945. Þau eiga tvær dætur, Þór- unni Björgu, f. 1971 og Elínu Dís, f. 1973, og tvö barnabörn, Marinó Óla, f. 1992 og Mána, f. 1998. Marinó á tvo syni frá fyrra hjónabandi, Svein, f. 1963, og Sverri, f. 1965. 2) Þórður, f. 1945. Maki Mona Billey, f. 1955. Þau eiga fjögur börn, Nyja, f. 1981, Sando, f. 1982, Kara, f. Mamma var ekki aðeins mamma mín, hún var líka besta vinkona mín. Ég er svo heppin að hafa átt hana. Hún var alltaf til staðar þegar eitthvað bjátaði á. Hún var alltaf sanngjörn og já- kvæð, aldrei stjómsöm eða kröfu- hörð. Hún átti góða ævi með föður mínum, Sveini, og ekki man ég eftir misklíð á milli þeirra. Hún var líka dásamleg amma, alltaf til- búin að passa barnabörnin, og þegar hún var beðin um að gæta þeirra var svarið einatt að börnin væru besti félagsskapurinn. Hún elskaði þau umfram allt. Fyrr á árum eyddi hún miklum tíma í sjálfboðavinnu á barnadeild sjúkrahússins í Red Deer. Hún var sannur vinur og besta mann- eskja sem ég get hugsað mér. Blessuð sé minning hennar. Ellen Nína, Kanada. Amma mín var hlý og hjartagóð kona sem alltaf vildi allt fyrir alla gera. í hvert sinn sem við komum í heimsókn tók hún á móti okkur með hlýju viðmóti og blíðu brosi. Hún dekraði við okkur og sá alltaf 1987 og Laila, f. 1990. 3) Ellen, f. 1949. Hún á fjórar dætur, Þórunni Jó- hönnu, f. 1975, Ragnheiði Katrínu, f. 1977, Ingu Rós, f. 1979, og Elínu f. 1985, og tvö barna- böm, Svein Emanu- el, f. 1993, og Mari- ah, f. 1996. Þórunn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931. Hún gerðist þá blaðamaður hjá Morgunblað- inu og var fyrsta konan sem kom til starfa á ritstjórn blaðs- ins. Þórunn og Sveinn bjuggu á Akureyri frá 1943 þar til Sveinn gerðist fyrsti skólameistari Menntaskólans á Laugarvatni árið 1953. Þau fluttust síðan vestur um haf til Kanada árið 1959. Þómnn var jarðsett í kirkju- garðinum á Tindastóli í Mar- kerville í Alberta 24. ágúst síð- astliðinn. til þess að okkur vanhagaði ekki um neitt. Amma hugsaði alltaf fyi'st um hag annarra. Jafnvel á sínum síðustu dögum þegar hún var orðin mjög veik og átti erfitt með andardrátt reyndi hún að spyrja mig hvort mig vanhagaði um eitthvað eða hvort ég væri svöng. Þannig manneskja var hún. Þegar ég var sorgmædd, eða þegar mér leið illa gat ég alltaf treyst á ömmu mína. Hún var svo einíæg og gaf mér svo góð ráð. Það væri erfitt að reyna að finna galla í fari hennar því í hreinskilni sagt var þar enga að finna. Ef maður ætti að álasa henni fyrir eitthvað þá væri það fyrir að taka ekki nægan tíma fyrir sjálfa sig. Hún hafði endalausa ást að gefa fjölskyldu sinni og það mikilvæg- asta í hennar lífi var að vera með fjölskyldunni og afa mínum. Mér finnst ég vera heppin að hafa alist upp nálægt henni allt mitt líf. Hún talaði alltaf mikið um börnin sín og barnabörnin og alltaf fann hún eitthvað sérstakt í fari okkar allra. Að lokum vildi ég segja að ef englar væru til á jörðu niðri þá hefði amma mín verið ein af þeim. MARÍA MAGNÚSDÓTTIR + María Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 26. ágúst 1951. Hún lést í Landspítalanum 17. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Vídalinskirkju í Garðabæ 26. ágúst. Vegir Guðs eru órannsakanlegir, það sjáum við betur og betur. Enn einu sinni er ungri manneskju kippt úr blóma lífsins aðeins 47 ára gam- alli. Af hverju, spurjum við okkur? Ekkert svar. Við höldum að það sé einhver tilgangur með þessu, við viljum trúa því, ég trúi því. Mér brá þegar ég heyrði um veik- indi Maríu. Ég var að byrja aftur að vinna eftir sumarfrí. Ekki grunaði mig að María myndi veikjast svona hastarlega. Við byrjuðum að vinna á sama tíma á Grensásdeildinni. Við unnum mikið saman og kynntumst því þó nokkuð. Það var gott að vinna með Maríu. Hún var svo ljúf og góð, tók öllu með hægð og jafnaðargerði. Aldrei man ég eftir að hún skipti skapi í vinnunni og dugnaðarforkur var hún. Hún var virkilega góð við sjúklingana og hugsaði um þá alúð- lega. Brosti svo fallega og gantaðist dálítið við þá. Þeim leið vel í návist hennar. Við gátum spjallað um allt milli himins og jarðar og unnum vel saman. Við áttum einnig skemmti- stundir saman þegar við deildar- systur gerðum okkur glaðan dag ut>- an vinnunar. Ekki grunaði mig að við ættum ekki eftir að sjást aftur þegar við kvöddum hvor aðra á leið í sumarfrí í vor. Þau hjónin höfðu ákvðeið að fara um landið í sumar og mikið hlakkaði María til að skoða ættarslóðir sínar, en þá veiktist hún og komst ekkert. Eg mun ávallt sakna þín, María. Það á við okkur allar, starfssystur hennar. Ég votta ástvinum Maríu, Tryggva og börnum, mína innileg- ustu samúð. Megi Guð gefa ykkur styrk í ykkar mikla missi og sorg. Styrk til að takast á við hlutina að nýju. Guð varðveiti ykkur öll. Ég kveð þig, María, með þessum fá- tæklegu orðum og hugsa aftur í tím- ann með söknuði. Minninguna um þig ég geymi, héríþessumheimi. Þakka þér allt og allt, elsku María. Þín starfssystir, Heiðrún Elsa Harðardóttir sjúkraliði. Ég þakka Guði fyrir að hafa leyft okkur að hafa hana hjá okkur svona lengi og gefið okkur margar yndislegar minningar um hana. Hún kenndi okkur að elska og bera virðingu hvert fyrir öðru og að hlusta á náungann. Á sínum síðustu dögum sýndi hún okkur hversu hugrökk hún var, þegar hún háði sína lokabar- áttu við krabbameinið. Ég mun alltaf elska ömmu mína og muna eftir henni. Þórunn Jóhanna, Kanada. Þegar hún var á Akureyri, gift kona, var til þess tekið að um- hverfið fríkkaði við nærveru henn- ar. Þórunn Hafstein - hún Tóta Hafstein - eins og hún var jafnan kölluð, eiginkona dr. Sveins Þórð- arsonar menntaskólakennara og síðar skólameistara á Laugar- vatni, var ein allra glæsilegasta kona á Islandi. Hún var fögur án tilgerðar, eins og málverk eftir Gainsborough, ladylike, gerði sér enginn dælt við hana. Minnti hún mann alltaf á rós. Sagt er að 2-3% af konum séu gæddar þessari blæ- fegurð, sem Tóta var gædd. Hún var þessi dæmigerða Reykjavíkur- dama, sem þurfti ekki að læra að vera kvenleg (evig weiblich, eins og Þýskarinn kallar svo). Frá því hún var 32 ára, þarna norður við Dumbshaf, minnti hún alltaf á blómstrandi alparós, sem hristir af sér frostið og kuldann og gefur prana-yl. Þannig var hún Tóta. Hún var blessunarlega laus við til- gerð enda greind manneskja, vel menntuð og lesin í bókmenntum heimsins. Um alllangt skeið var hún blaðamaður við stórveldið Morgunblaðið, vann mikið með Árna Óla, þeim orðsnillingi, Jóni Kjartanssyni og Valtý Sigurðssyni og gat sér orðstír fyrir fallegt orð- færi og góðan smekk. Sem 19 ára unglingur varð ég skotinn í henni eins og maður les um í ástarsögu eftir Hamsun, ég var bara ung- lingurinn í skóginum, eins og þar segir. Hún kom svo oft í heimsókn til móður minnar, hennar frú Hall- dóru, og urðu þær bestu vinkonur í heimi og töluðu einslega, jafnvel djarflega um lífið og tilveruna. Mamma sagði að Tóta væri skemmtileg. Enski rithöfundurinn William Somerset Maugham var í tísku á þessu tímabili hjá borgara- legum félagsskap á Islandi. Maug- ham var skemmtilegur, andstæða við þessa leiðindapoka sem skrifa á íslandi í dag, sem eru húmor- vana og hátíðlegir og halda að þeir séu vitrir. Hún Tóta var leiftur- klár, þegar fjallað var um bók- menntir, t.d. þegar talað var um The razor’s edge, eftir Maugham. Hún lýsti persónunum svo lifandi, að þær komu blaðskellandi inn í stofuna hjá skólameistarahjónun- um, manni fannst þær af holdi og blóði. Ég held að Tóta hafi verið einhver minnsta hversdagsmann- eskja sem ég hef kynnst á ævinni, en jafnframt sú, sem ég virti fram yfir takmörk og var feiminn við. Af hverju svona feiminn? Engin skýring gefin. Það er svo skrýtið, að þegar við Tóta töluðum um bækur, einkum skáldsögur, þá komu fram eins og á breiðtjaldi, lifandi myndir af fögrum konum í síðkjólum og glæsikörlum í kjól- fötum og eins og allt lífið væri á frumsýningu að fagna fegurð him- ins og jarðar. Svo heyrði maður undirspilið, sem var Júpítersym- fónían eftir Mozart, en Mozart er sagður vera gæddur lækninga- mætti. Akureyri, blessuð, hætti að vera bær með framsóknar- og kaupfélagsblæ, þegar Tóta gekk um götur staðarins með allan sinn þokka. Þegar hún talaði með sinni fallegu röddu var einhver ómur í loftinu, sem aldrei dvín. Nú er Tóta horfin héðan af jörðu og að henni er mikill söknuður. Hún lést úti í Kanada, þar sem hún bjó undanfarin ár. Éitt sinn bað fyrr- verandi tengdasonur hennar mig um að mála mynd af henni. Það var í annað skipti og hið síðasta, sem ég málaði eftir ljósmynd. Ég málaði hana í Charleston-stíl, með Charleston-hárgreiðslu og í Charleston-kjól. Ég er svolítið hreykinn af því, sem ég heyrði, að hún hefði haft þessa mynd inni í svefnherberginu sínu. Sjálfur var RAGNHEIÐUR KRIS TJÁNSDÓTTIR + Ragnheiður Krisljánsdóttir fæddist á Patreksflrði 1. mars 1941. Hún lést í Sjúkra- húsi Reykjavíkur 18. ágúst síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Garðakirkju 28. ágúst. í maí árið 1955 fermdust 19 börn í kirkjunni á Patreksfirði. Það var óvenju stór hópur í litla þorpinu við sjóinn. Stúlkurnar voru 11 talsins en piltarnir 8. Við vorum eins og gengur með ferm- ingarbörn full af eftirvæntingu til lífsins og fannst okkur við heldur betur vera orðin merkileg, komin í fullorðinna manna tölu. 011 höfum við trúlega fengið hefðbundnar fermingargjafir þeirra tíma, úr frá mömmu og pabba og stelpurnar skartgripi með semelíusteinum, veski og hálsklúta, bækur og sitt- hvað fleira. Strákarnir fengu sum- ir hverjir rakgræjur og þótti stelp- unum það heldur betur fyndið og var mikið hlegið að því í þeirra herbúðum. Það þurfti lítið til á þessum árum að vekja hlátur og kátínu. Hópurinn var samhentur og góður. Frá frumbernsku höfð- um við þekkst, byrjað jafnt í skóla og tekið þátt í lífinu í litla þorpinu eins og börn þess tíma. Við þekkt- um ekki lífsgæði nútímans þau sem eru ómissandi í dag svo sem sjónvarp og myndbandi, Internet og fleira. Það var lítið sem raskaði ró okkar og lífið var í föstum skorðum. í endurminningunni er eins og alltaf hafi verið sólskin öll sumur og svo komu veturnir með snjó og tilheyrandi snjókasti og snjóhúsabyggingum. Á sunnudög- um var sýnd kvikmynd og minnis- stæðastar eru Roy og Trigger og Tarzan og Jane. Ekki löngu eftir fermingu fór hóp- urinn að tvístrast. Sumir fóru burt í skóla og aðrir létu sér nægja þá menntun sem heima fékkst. Misjafn- ar aðstæður ollu því að ekki gátu allir gengið menntaveginn en flesth' létu sér ekld nægja minna en gagnfræða- próf og fóru þá helst í heimavistar- skóla til þess að ná í þá menntun. Ragnheiður Kristjánsdóttir var ein af stúlkunum 11 úr þessum hópi. Hún er sú sjötta úr hópnum sem kveður þessa jarðvist. Finnst okkur sem eftir lifum vera höggvið heldur fast í okkar hóp því fyrr á þessu ári lést elskulegur fermingarbróðir okkar, Guðmundur Jóhannsson, sem við einnig minnumst og sökn- um. Ragnheiður lést þriðjudaginn 18. ágúst, eftir tæplega viku sjúkra- húslegu. Hún hafði átt við ýmis veikindi að stríða um alllangt skeið, en ekki gerðum við okkur grein fyr- ir að endalokin væru svona nærri. Að leiðarlokum koma minning- arnar fram í hugann bjartar og fagrar frá bernsku- og æskuárum okkar heima á Patró. Þó fundum hafi fækkað þegar hópurinn fór út í lífið og hver og einn þurfti að takast á við tilveruna og skapa framtíð sér og sínum til handa þá lifir alltaf minningin um það sem var. Um trausta og góða vini og vináttu sem myndast á fyrstu árum ævinnar er sú vinátta sem heldur í gegnum lífið þó fundum fækki. Við sendum bömum Ragnheiðar og öðrum ættingjum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hennar. Fermingarsystkinin. ég bæði ánægður og óánægður með þessa mynd, sem ég kallaði á ensku: „The portrait of lady Tótó“. Guð blessi minningu hennar. Hún heldur áfram að vera lifandi^; huga mínum, þessi grand dama af Hafsteinunga kyni, sem alltaf minnti mig á Charleston-tímabilið, þegar konur voru bæði heillandi og hættulegar, eins og þær eiga að vera. Steingrímur St. Th. Sigurðsson. Afmælis- og minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvem einstakling birt-' ist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherala er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamenferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í símbréfi - 569 1115 - og í tölvupósti (minn- ing@mbl.is). Vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur <1 Vi Eigi minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útfor er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstu- dag. í miðvikudags-, fimmtu- dags-, föstudags- og laugar- dagsblað þarf greinin að ber- ast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrir birtingardag. Þar sem pláss er takmarkað,. getur þurft að fresta birtingu minningargreina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Berist grein eftir að skilafrestur er útmnninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.