Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.08.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1998 5ÍJ FÓLK í FRÉTTUM { 1 i l SUNNUDAGSMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Stöð 2 ► 13.10 Fálkamærin (La- dyhawke, ‘88), ★★‘A, er miðaldaæv- intýri um sverðaglamur og seið- skratta, sem er nokkuð skemmtilegt en skilur lítið eftir. Pau eru í álög- um, garpurinn Hauer, sem breytist í úlf á nóttinni og stúlkan hans (Michelle Pfeiffer), breytist í hauk á daginn, svo þau ná ekki saman fyrr en þjófurinn Matthew Broderic kemur þeim til hjálpar. Stöð 2 ► 15.05 Furðuferð Villa og Tedda (Bill and Ted’s Bogus Journ- ey, ‘91) Enn ein endursýning á líf- legri sprellikarlamynd. ★★Ms Stöð 2 ► 16.35 Gigi (‘58) Gamal- dags söngleikur eftir Lerner og Lowe, kvikmyndaður af fag- mennsku MGM leikstjórans Vincente Minelli. Byggð á leikriti eftir Colette sem segir af ungri stúlku í París undir síðustu alda- mót. Halliwell segir Leslie Caron óaðfínnanlega Gigi og leikhópinn, sem m.a. telur Louis Jordan og Maurice Chevalier, sömuleiðis. Gef- ur ★★★ (af 4). Myndin vann til 9 Oskarsverðlauna, þ.á m. flestra þeirra eftirsóttu. Stöð 2 ► 21.05 Ekkert er að hafa um heimildarmyndina Draumadísin Marilyn (Marilyn Monroe: Mortal Goddess). Vonandi gefur hún sanna mynd af hinni ógæfusömu stór- stjömu. Sýn ► 21.15 Enginn er fullkom- inn (Nobodys Fool, ‘94), er vel gerð, skrifuð og leikin mynd um sextugan hrakfallabálk (Paul Newman) í smábæ, sem fær enn eitt tækifæri. Robert Benton leikstýrir og skrifar handritið af léttleika og hefur gaman að fást við verkefnið, það leynir sér ekki. Hann hefur samið þessa mynd fyrir einn besta kvikmyndaleikara okkar tíma, og Newman bregst aldrei bogalistin. Frekar en vanalega. Sama má segja um litríkan hóp meðleikara; Jessicu Tandy, Bruce Willis, Melanie Griffith, Philip Boseo, ofl. Mikið betri en Rökkur, nýja myndin þeirra félaga. ★★★ Sjónvarpið ► 22.30 ítalska myndin Móti straumi (Correre Contro, ‘96), er um tvo vini sem báðir fella hug til sömu stúlkunnar. Annar þeirra er bundinn við hjólastól. Óþekkt stærð og forvitnileg.. Stöð 2 ► 23.35 Mín kæra Klem- entína (My Darling Clementine, ‘46). Sjá umsögn í ramma. Sýn ► 23.55 Dramað Okkar eigið heimili (A Home of Our Own, ‘94) snýst um harða lífsbaráttu Frances Lacey (Kathy Bates) á öndverðum sjöunda áratugnum. Hún er sex barna, einhleyp móðir sem flyst frá Los Angeles til Iowa er henni er sagt upp störfum. Hetjusaga sem stórleikkonan Kathy Bates gerir trúverðuga. Með Edward Furlong. 'k'kVí Sæbjörn Valdimarsson Tombstone að hætti meistara Ford Stöð 2 ► 23.35 John Ford var ókrýndur konungur vestraleikstjóra og Mín kæra Klementína (My Darling Clementine, ‘46), var í hópi hans bestu mynda. Mikið hefur verið fjallað um átökin í Tombstone á efri hluta síðustu aldar, og þær þjóðsagnakenndu persónur sem þar komu við sögu. Wyatt Earp, Doc Holliday og Clantonbræður. Ford elskaði vestrið, tilfinning hans fyrir gengnum frægðartímum og ótrúlegri sögu og persónum er gegnheil. Virðingin fýrir viðfangsefninu sýnir sig í vammlausum vinnubrögðum, hvernig sem litið er á meistaraverk sem þetta, og Cheyenne Autumn, Stagecoach, The Man Who Shot Liberty Wallace, The Searchers, svo aðeins örfá séu nefnd. Að þessu sinni fer stórleikarinn Henry Fonda með hlutverk Wyatts. Bræður hans eru leiknir af frægum Fordleikurum; Tim Holt og Ward Bond og Victor Mature er merkilega fylginn sér sem Doc. Þetta eru góðu strákarnir. Þeir vondu eru túlkaðir af engu siðri JHON Ford skapgerðarleikurum. Walter Brennan fer með hlutverk höfuðs Clantonanna og John Ireland leikur elsta soninn. Með helstu kvenpersónurnar fara Linda Darnell, Jane Darwell (Þrúgur reiðinnar - Grapes of Wrath), og Cathy Downs fer með aðalhlutverkið. Myndin fer vandlega ofaní saumana á atburðarásinni og endar í hinu fræga uppgjöri, kenndu við réttina O.K. Stórkostleg og kfassísk. Missið ekki af henni. í fótspor Bítlanna BRÆÐURNIR úr Oasis hafa aldrei farið leynt með aðdáun sína á Bítlunum. Nú nýverið lék gítarleikarinn Noel Gallagher í sinni fyrstu kvikmynd, „Mad Cows“ eða Óðar kýr, og er það vísast engin tilviljun að í myndinni gengur hann yfir gatnamótin á Abbey Road þar sem Bítlarnir létu mynda sig fyrir samnefnt plötuumslag árið 1969. Annars fjallar kvikmyndin um Ástrala sem er tekinn fyrir stuid í versluninni Harrod’s í Lundúnum. Skelfist kóngulær HROLLVEKJUHÖFUNDURINN Stephen King viðurkenndi það ný- lega að hann er verulega hræddur við kóngulær, skordýr auk þess að vera lofthræddur. King fór nýlega til Englands í fyrsta skipti í næstum 20 ár til að kynna nýjustu bók sína, „Bag of Bo- nes“, og játaði fyrir blaðamönnum: „Eg verð stundum hræddur. Ég skelfist kóngulær. Snákar hafa eng- in áhrif á mig. En ég þoli ekki skor- dýr. Ég hef enga innilokunarkennd en er hins vegar ákaflega lofthrædd- ur.“ King er einn af vinsælustu rithöf- undum í heimi og hefur selt ríflega 250 milljónir bóka á borð við „Misery“, „Carrie“ og „Salem’s Lot“. Ótal kvikmyndir hafa verið gerðar eftir bókum hans. STE RKUR HÖPUR í BETRUNARHÚSINU Nú er komin stærri og sterkari líkams- ræktarstöb í Betrunarhúsinu með fleiri leiðbeinendum og í stærra húsnæði. Betrunarhúsið býður nú sérstakt tilboð á árskorti. Þess vegna er það sterkur leikur að tryggja sér kort fyrir 18. september nk. Kynntu þér málið! 16.990kr. fyrir árskort. Tilboðið gildir til 18. septembor nk. Meðal þess sem Betrunarhúsið býður; Eróbikk, Spinning, Yoga, Kickbmdng, Jiu Jitsu námskeið, Body Pump, fihihrennslunámskeið leikiimi fyrir bakveika og glæsilegur tækjasalur með hinum heimsþekktu Hammer Strength tækjum. Leiðbeinendur ávallt til staðar og sjúkraþjálfari 4 sinnum í viku. Ljósastofan verður opnuð í næsta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.