Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Afkomendur Brasil- íufaranna til lands- ins í fyrsta sinn TÓLF afkomendur íslensku Brasilíufaranna, voru væntan- legir til íslands í morgun til að hitta ættingja og vitja slóða for- feðra sinna, sem sigldu vestur um haf árið 1873. Talið er að þetta sé í fyrsta skipti sem afkomendur Brasilíu- faranna koma aftur til Islands og að nú sé tekinn upp þráður í samskiptum þeirra við gamla landið sem slitnaði þegar bréfa- skiptum við ættingja hér á landi lauk snemma á öldinni. Einn tólfmenninganna er Nanna Sondahl læknir frá Cu- ritiba í Brasilfu og fjölskylda hennar. Sondahl-nafnið vísar til Sunnudals í Vopnafirði en þaðan er fjölskyldan ættuð. Faðir Nönnu, Magnús Árna- son, var 8-9 ára gamall þegar hann flutti með föður sínum, Árna Sigfússyni, frá Vopnafirði til Brasilíu árið 1873. Árni, afi Nönnu Sondahl, var bróðir Vigfúsar Sigfússonar, verts á Akureyri, og barna- barnabarn Vigfúsar, Sveinn Gústafsson, ætlaði að hitta frændfólk sitt á Keflavíkurflug- velli í morgun. „Við verðum með nokkurs konar ættarmót á laugardaginn og förum til Vopnafjarðar á sunnudaginn en komum þaðan á þriðjudag og eigum þá eftir að fara að Gullfossi og Geysi,“ sagði Sveinn við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að koma hópsins hefði spurst nokkuð út og marg- ir hefðu sýnt áhuga á að hitta fólkið og gera því dagamun með- an á dvölinni stæði. „Ég hafði hugmynd um tilvist þessa fólks og eftir nokkuira ára leit fann ég þau í Curitiba sem er Röskun á skólastarfí vegna kennsluhúsnæðis sem ekki er tilbúið Skólastofur enn í smíðum Morgunblaðið/Porkell AÐEINS ein af skólastofunum þremur sem ætlaðar eru 60 ellefu ára nemendum í Fossvogsskóla er komin, hún er hins vegar full af húsgögnum og verður ekki gengið frá henni fyrr en hin húsin koma. Hald lagt á smygl- varning LÖGREGLAN í Keflavík lagði í síðustu viku hald á 500 lítra af áfengi, aðallega vodka og 75 þúsund vindlinga, sem smyglað var með Goðafossi. Skipið kom frá Nýfundnalandi 25. ágúst eftir viðkomu á nokkrum stöðum í Bandaríkj- unum. Lögreglunni barst tilkynn- ing aðfaranótt þriðjudagsins 25. ágúst um að í bifreið, sem ekið var frá Álafossi í Keflavík, væri hugsanlega smyglvarn- ingur. Könnun lögreglunnar leiddi í ljós að svo reyndist vera og var þá hafin frekari rannsókn. Fannst ennfremur smyglvarningur af sama toga 1 annarri bifreið við heimili í Keflavík. Rannsókn málsins er á loka- stigi og eru sjö skipverjar auk tveggja fyrrverandi skipverja viðriðnir málið. Þýfið fannst í Keflavík SEX voru handteknir á Suður- nesjum í gærmorgun vegna gruns um aðild að þjófnuðum í Reykjavík um síðustu helgi. Brotist hafði verið inn í fyrir- tæki á Tangarhöfða og skart- gripaverslun við Laugaveg. Lögregluna í Reykjavík tók fljótlega að gruna ákveðna menn á Suðumesjum um aðild að málunum og var lögreglan í Keflavík fengin til að kanna málið. Við húsleit hjá einum fannst þýfi. í framhaldi af því voru sex handteknir og voru þeir í yfirheyrslum hjá lögregl- unni í gær. Unnið verður áfram að rannsókn málsins. SKÓLASTARF í nokkrum skólum í Reykjavík gat ekki hafist með eðlilegum hætti 1. september eins og lög gera ráð fyrir þar sem húsnæði var ekki tilbúið. Ellefu ára nemendur í Fossvogs- skóla, sem eru 60 talsins, hafa þessa vikuna ein- göngu getað sótt verklega tíma þar sem þrjár færanlegar skólastofur sem eru ætlaðar bekkn- um eru ekki tilbúnar og verða ekki komnar fyrr en í næstu viku. í Borgaskóla sem er að hefja sitt fyrsta starfsár verður ekki hægt að taka á móti nemendum fyrr en næstkomandi mánudag þar sem enn er unnið að frágangi bygginga. Aðstaða íyrir unglingadeild Háteigsskóla var ekki fullfrá- gengin fyrsta september svo nemendur þar misstu úr fyrsta kennsludaginn. Gert er ráð fyrir að skólastofumar sem ætlað- ar eru ellefu ára nemendum í Fossvogsskóla verði tilbúnar næstkomandi miðvikudag. Þangað til er engin aðstaða fyrir nemendur til að sækja bóklega tíma en þeir stunda verkleg fög. Verið er að kanna möguleika á húsnæði fyrir bóklega kennslu en ef það hefst ekki verður reynt að halda uppi fullri kennslu frá og með mánudegi með öðrum hætti, t.d. fara í vettvangsferðir eða eitthvað annað sem hefur fræðslugildi, að sögn Elínborgar Jónsdóttur aðstoðarskólastjóra. Nemendum í Fossvogsskóla hefur fjölgað tölu- vert síðustu ár, að sögn Elínborgar. Nemendur voru 280 fyrir þremur árum en eru nú 340. Ráð- gert er að hefja viðbyggingu við skólann á þessu ári. Reynt að fullnýta húsnæði Meiri fjölgun varð í grunnskólum Reykjavíkur nú í haust en verið hefur síðustu ár, 77 lausar stofur eru til fyrir grunnskólana og nú þurfti að bæta sex nýjum við. Fjórar þeirra eru komnar í gagnið en tvær eru ókomnar og eru það stofurn- ar sem beðið er eftir í Fossvogsskóla, samkvæmt upplýsingum frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Júlíus Sigurbjörnsson hjá fræðslumiðstöðinni segir að á hverju ári sé reynt að skipuleggja nýt- ingu á skólahúsnæði þannig að hægt sé að færa stofurnar til eftir þörfum, það hafi ekki verið fyr- irsjáanlegt fyrr en í júlí að smíða þyrfti sex nýjar stofur. Hann segir að reynt sé að nýta fjármagn til skólastarfs sem best og liður í því sé að byggja ekki meira en nauðsynlegt sé. Þar sem smíði við- byggingar hefjist fljótlega við Fossvogsskóla var ákveðið að setja þar nýjar stofur þar sem þær verði fluttar aftur áður en langt um líður. „Þetta er mjög slæmt og erfitt að bæta upp tímamissinn. Það hefur ekki verið rætt hvort og þá hvemig hægt sé að bæta þetta upp og það er ekki einfalt að finna lausn á því. Við höfum t.d. ekki farið út í að bæta við kennslustundum þótt þær hafi fallið niður vegna veikinda kennara og ég efa að farið verði út í eitthvað slíkt vegna þessa,“ sagði Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, í samtali við Morgunblaðið. suður af Rio de Janeiro. Það var sfðan fyrir tveimur árum sem Nanna hringdi í mig um miðja nótt. Þá var þetta komið heim og saman. Ég hitti svo einn þeirra í New York í janúar og þessi heim- sókn er framhald af því,“ sagði Sveinn við Morgunblaðið í gær. Hvað kom til að Sveinn fékk áhuga á að taka upp þennan þráð? „Ég er orðinn sextugur. Þetta kemur með aldrinum," sagði Sveinn. Hann sagðist hlakka mikið til að hitta hópinn í dag. Jakob Frímann Magnússon gerði fyrir nokkrum árum heim- ildarmynd um Brasilíufarana og í þeirri mynd var m.a. rætt við Nönnu Sondahl. Þá hefur m.a. verið skrifað um Brasilíufarana í bókinni Leiðin frá Islandi til Brasilfu. ÁTVR stefnt fyrir Héraðsdóm Vilja leyfa skraut á áfengis- flöskum HEILDVERSLUNIN Karl K. Karlsson hefur stefnt Áfengis- og tó- baksverslun ríkisins (ÁTVR) og krefst þess að síðari hluti ákvæðis í sölusamningi ÁTVR og birgja, sem kveður á um að bannað sé að breyta umbúðum vara eða að hengja eitt- hvað á þær nema með samþykki ÁTVR, verði felldur úr gildi. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Upphaf þessa máls má rekja til þess að framleiðandi Baileýs líkjörs- ins setti litla styttu af írskum krám á flöskuna um jólin 1996 og flutti heildverslunin Karl K. Karlsson um 100 kassa af flöskunum til landsins. ÁTVR neitaði hins vegar að taka við flöskunum, með vísan til síðari hluta ákvæðisins í sölusamningi ÁTVR og birgja og varð því heildverslunin að taka stytturnar af. Baldvin Hafsteinsson lögmaður kærði fyrir hönd heildverslunarinnar þessa ákvörðun til Samkeppnisstofn- unar og komst hún að þeirri niður- stöðu að síðai’i hluti ákvæðisins i sölusamningnum bryti í bága við samkeppnislög og bæri ÁTVR að fella niður hluta ákvæðisins. Skúli Bjamason lögmaður, ÁTVR, kærði á hinn bóginn fyrir hönd ÁTVR úrskurð Samkeppnisstofnun- ar til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála og komst hún að þeirri form- niðurstöðu að umrætt ákvæði lyti ekki lögsögu Samkeppnisstofnunar, þar sem ÁTVR hefði sett þessar reglur með stoð í reglugerð og að þær hefðu verið staðfestar af ráð- herra. Áfrýjunarnefndin felldi þar með úrskurð Samkeppnisstofnunar úr gildi. Lögmaður heildverslunarinnar hefur nú hins vegar krafist þess að niðurstaða áfrýjunarnefndar sam- keppnismála verði felld úr gildi, þannig að ákvörðun Samkeppnis- stofnunar standi. Sérblöð í dag 8 SÍMIR Á FÖSTUDÖGUM Mjúkir koddar og himneskt konfekt Handarkreppa læknuð með hnífi eða nái? Með blaðinu í dag fylgir auglýsinga- bæklingur frá Þjóðleikhús- inu „Velkom- in í Þjóðleik- húsið“. i hon- um kynnir leikhúsið vetrardag- skrá sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.