Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR •• Gatnamót Þrengslavegar og Olfusvegar Vegagerðin skoð- ar endurbætur Meira grátt á Ægi ÞESSI mynd var tekin fyrir skemmstu þegar varðskipið Landhelgisgæslunnar, Ægir, var málað þar sem það lá í höfn á Eskifirði. Eingöngu síðurnar voru mál- aðar, en miðað er við að það sé gert einu sinni á sumri. Mikil áhersla er lögð á gott viðhald og snyrtimennsku á varðskip- unum. Sex manns unnu við máln- ingarvinnuna, sem tók einn dag. Um fjörutíu lítrar af grárri málningu fóru á skipið. VEGAGERÐIN á Suðurlandi vinn- ur nú að gerð tillagna um hvernig standa megi að breytingum og end- urbótum á veginum við mót Þrengslavegar og Ölfusvegar. Fimmtán umferðarslys hafa orðið á veginum og fjórir hafa látið þar lífíð undanfarin 15 ár. Hreppsnefnd Ölfushrepps sam- þykkti nýlega ályktun þar sem þess er krafist að Vegagerðin vinni þegar tillögur um úrbætur á gatnamótun- um í þvi augnamiði að koma í veg fyrir umferðarslys. „Hreppsnefnd álítur að nú þegar sé þörf á úrbótum við gatnamóUn og óskar eftir því við sýslumann Arnessýslu að tafarlaust verði sett upp stöðvunarskyldu- merki á gatnamótin ásamt aðvörun- armerki þess efnis að gatnamótin séu hættuleg," segir í ályktuninni, sem er birt í Sunnlenska fréttablað- inu á miðvikudag. Steingn'mur Ingvarsson, umdæm- isstjóri Vegagerðarinnar á Suður- landi, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, að Vegagerðin hefði hafíst handa við að kanna þetta mál áður en ályktunin var samþykkt. Fyrstu viðbrögð Vegagerðarinnar við banaslysi á veginum í vor hefðu verið þau að biðja lögregluna í Ar- nessýslu um skrá yfir slysin á gatna- mótunum og lýsingu á þeim. Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Valdimarsson NÝ kynslóð Clio verður kynnt hjá B&L um helgina. Nýr Renault Clio kynntur NÝR Renault Clio verður kynnt- ur á sýningu hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum um helgina. Þetta er arftaki hins gamla Clio sem hefur selst í 3,8 milljónum eintaka og verið framleiddur í sjö löndum. Clio hefur unnið til ýmissa verðlauna, þar á meðal verið kjörinn bíll ársins í Evrópu. Nýr CIio er gjörbreyttur bíll. Hönnunar- og undirbúnings- kostnaður fyrir markaðssetningu á bflnum var um 90 milljarðar kr. Clio er með miklum öryggis- búnaði, þ.á m. hemlalæsivörn, tveimur líknarbelgjum og örygg- ishnakkapúðum. Islenska sjónvarpsverið Möguleikar kannaðir BJÖRN Emilsson dagskrár- gerðaiTnaður, Sveinn Jónsson löggiltur endurskoðandi og Guðjón Magnússon arkitekt ásamt fleirum hafa undanfarið kannað grundvöll fyrir því að setja á fót sjónvarpsver. Björn segir engar endanleg- ar ákvarðanir hafa verið tekn- ar en þess megi vænta á næst- unni. „Það er rétt að ítreka að ef af þessu verður þá verður um sjónvarpsver en ekki kvik- myndaver að ræða en þar er mikill munur á og heitir fyrir- tækið sem stofnað hefur verið til að kanna grundvöllinn ís- lenska sjónvarpsverið," sagði Björn í samtali við Morgun- blaðið. I Helgi H. Jónsson fréttastjóri Sjónvarpsins undrast frumkvæði yfírmanna RÚV að greinargerð „Yerið að lrisleita að einhverju til þess að koma á mig höggi“ HELGI H. Jónsson, fréttastjóri Sjónvarps- ins, kveðst ekki kunna skýringar á þeirri kúvendingu Sigurðar Þ. Ragnarssonar fréttamanns sem hann segir birtast í gagnrýni þess síðamefnda á fréttastjóm Helga í greinargerð til Mark- úsar Amar Antonsson- ar útvarpsstjóra og viðtölum við aðra fjöl- miðla á síðustu dögum, þ.á m. í Morgunblaðinu í gær. Hann undrast það hvernig Sigurður virðist upplifa stöðuna á fréttastofu Sjónvarps á allt annan hátt en hann sjálfur og aðrir starfs- félagar þeirra og vitnar til stuðn- ingsyfirlýsingar sem níu frétta- menn í innlendum fréttum hafa sent frá sér. Helgi vísar í bréf Sigurðar til út- varpsstjóra, þar sem fram kemur að útvarpsstjóri hafi falið honum að hann „skoði hvort eitthvað annað í samskiptum [...] við Helga H. Jóns- son geti talist ámælisvert“. Helgi kveðst undrast það mjög að yfir- Helgi H. Jónsson menn hjá Ríkisútvarp- inu hafi haft frumkvæði að því að kalla eftir greinargerðinni, sem hann geti ekki skilið öðruvísi en svo að Sig- urði sé beinlínis falið að tína til allt sem hægt sé að leggja honum til lasts. Vísar fullyrðingnm um ritskoðun alfarið á bug Helgi segir að Sig- urður hafi rætt sér- staklega við sig í upp- hafi starfa sinna á fréttastofunni um að hann væri reynslulítill í frétta- mennsku og óskað leiðbeininga um efnistök, framsetningu og málfar. Hann hafi svarað því þannig til að honum væri það ekki einungis skylt, heldur einnig ljúft. Tillögur hans til breytinga á greinargerð Sigurðar til útvarpsstjóra frá því í júní sl. um viðtal við Þorstein Pálsson dóms- málaráðherra, sem vitnað var til í Morgunblaðinu í gær, hafi einungis verið viðleitni til þess að gera fram- setningu skýrari og fyllri. Ekki hafi verið um efnisbreytingar að ræða og hann vísi fullyrðingum um rit- skoðun alfarið á bug. Þvert á móti hafi hann talið það vilja Sigurðar að hafa samráð við fréttastjóra um orðalag greinargerðarinnar. Helgi segir það ekki rétt sem Sig- urður greinir frá í Morgunblaðinu í gær að hann hafi sagt að umrædd greinargerð ætti að vera honum í hag, ella gæti hann allt eins staðið upp úr stól fréttastjóra. „En auðvit- að duldist það hvorugum okkar að það var eins og verið væri að finna á mér höggstað," segir Helgi og bætir við að hann hafi litið á það sem sam- eiginlegt verkefni þeirra Sigurðar að í greinargerðinni kæmi allt sem skýrast og skilmerkilegast fram, þannig að hvorki útvarpsstjóri né aðrir þyrftu að velkjast í vafa um hvernig málið hefði verið vaxið. „Þetta er ekki ritskoðun, heldur ábendingar og tillögur sem sumar hverjar eru teknar til greina og aðr- ar ekki.“ Pólitískt gjömingaveður Aðspurður um pólitískar hliðar þessara mála segir Helgi að sér sé vel kunnugt um að Sigurður sé sjálfstæðismaður. „Eg hef hins veg- SJÓNVARPSHÚSIÐ Laugavegi 176. ar alltaf sagt að mér væri út af fyrir sig nákvæmlega sama um það hvaða skoðanir menn hefðu og hvar menn settu krossinn í kjörklefanum svo lengi sem þess gætti í engu í þeirra störfum og þeir ræktu þau samviskusamlega." Helgi segir að þegar hann var ráðinn fréttastjóri á sínum tíma hafi hann ekki gengið þess dulinn að það væru ekki allir á það sáttir og ein- hverjir hefðu áreiðanlega viljað sjá annan í fréttastjórastólnum en hann. Hins vegar hafi hann ekki órað fyrir því að yfir hann ætti eftir að skella slíkt pólitískt gjörninga- veður sem raunin er nú orðin. „Mér fannst það t.d. mjög sárt þegar farið var að draga konuna mína inn í þetta líka. Hennar glæpur var sá að vera embættismaður hjá Reykja- víkurborg og minn glæpur var að vera giftur henni. Þá tekur mig þetta mjög sárt vegna fréttastofu Sjónvarps og þess fólks sem þar vinnur og leggur sig allt fram.“ Helgi kveðst undrast það að yfir- menn hjá Ríkisútvarpinu hafi haft frumkvæði að því að kalla eftir greinargerðinni frá Sigurði. „Það verður ekki skilið öðruvísi en svo að Sigurði Þ. Ragnarssyni sé beinlínis falið það að tína til allt sem hægt sé að leggja mér til lasts. Ég hef starf- að við fjölmiðlun alla mína starfsævi. Mín verk eru sjálfsagt upp og ofan og ég hef sjálfsagt gert minn skerf af mistökum eins og aðr- ir dauðlegir menn en að ég hafi nokkru sinni vitandi vits hallað réttu máli eða reynt að fá aðra til þess, því vísa ég algerlega á bug. Ég get ekki varist þeirri hugsun að það sé beinlínis verið að lúsleita að einhverju til þess að koma á mig höggi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.