Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 21 VIÐSKIPTI / ' Fundur Utflutningsráðs um þróun efnahagsmála Allar forsendur fyrir áframhaldandi hagsæld VÆNTANLEGT farartæki Rogers í næstu ferð er sérsmíðaður fjór- hjóladrifinn sportbfll af Mercedes Benz gerð. ÍSLENDINGAR eiga að gæta þess að við- halda þeim efnahags- lega stöðugleika sem náðst hefur hér á landi og tryggja áframhald- andi þróun á fjármála- mörkuðum. Framtíðar- horfur íslenska efna- hagskerfisins eru bjartar svo framarlega sem menn átta sig á styrkleikum íslensks efnahagslífs og leggja rækt við þá. Þetta var meðal þess sem fram kom í ræðum fram- sögumannanna Geirs H. Haarde, fjármála- ráðherra og bandaríska fjárfestisins og ævintýramannsins Jim Rogers á hádegisverðarfundi sem Utflutn- ingsráð stóð fyrir í gær. Fundurinn var hluti af Fjárfestingarþinginu Venture Iceland 98 sem fram fer á Hótel Sögu í dag. Fundurinn í gær var haldinn und- ir yfirskriftinni „Ástand^ efnahags- mála í heiminum og á íslandi um aldamótin. Geir H. Ha- arde, fjármálaráðherra, tók fyrstur til máls og hann rakti stuttlega þróun efnahagsmála á Islandi undanfarin ár. Hann sagði hagkerfið hér standa á sterkari grunni en áður og mik- ilvægt væri að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur. Menn þyrftu þó að halda árvekni sinni og leggja áherslu á að laða að erlenda fjár- festa til landsins. Geir undirstrikaði m.a. mik- ilvægi þess að skapa hér samkeppnishæft atvinnuumhvei’fi því heimurinn væri alltaf að verða minni og fái fólk ekki viðunandi störf hér á landi, leiti það einfaldlega annað. Jim Rogers sagðist í ræðu sinni eiga von á því að efnahags- og hern- aðarlegum yfirburðum Bandaríkj- anna í heiminum mundi hnigna. Hann benti á að landið væri það skuldugasta í veröldinni, sem væri m.a. ástæða þess að hernaðarmátt- ur þess færi dvínandi. Hann sagði ljóst að veröldin væri nú í ákveðnu tómarúmi eftir fall Sovétríkjanna sem Kínverjar væru líklegastir til að fylla í framtíðinni. Hann sagði íslenska hagkerfið augljóslega hafa tekið miklum breytingum síðastliðin 15 ár. Hér væri nú tiltölulega opið hagkerfi. Fjármálamarkaðir væru að þróast og sumir atvinnuvegir ekki vernd- aðir eins og í eina tíð: „Það sem Is- lendingar eiga að leggja áherslu á er að gera sér grein fyrir á hvaða sviðum styrkleikar þeirra liggja og einbeita sér að því að rækta þá at- vinnuvegi. Þið hafið t.a.m. yfir að ráða miklum möguleikum í að fram- leiða ódýra raforku, þið eruð fram- arlega í fiskiðnaði, menntastig í landinu er hátt og ferðamanna- möguleikai- hér eru miklir. Svo framarlega sem menn halda sér innan ákveðins grundvallarramma, þá ætti íslenskt hagkerfi að við- halda bæði stöðugleika og vexti.“ Rogers sagðist persónulega ekki hafa trú á því að sá efnahagssam- runi sem stefnt er að í Evrópu verði farsæll en á hvorn veginn sem málin þróast þá muni það valda vanda. Gangi samruninn upp, þá muni evr- an leysa bandai-íkjadollar af hólmi sem aðalgjaldmiðill heimsins og þar af leiðandi valda efnahagskrísu í Bandaríkjunum en komi upp vanda- mál í þróun Myntbandalagsins, þá muni það skapa vandamál í Evrópu. Rogers, sem nú er 56 ára, settist í helgan stein fyrir 19 árum eftir að hafa hagnast gífurlega á verðbréfa- viðskiptum. Hann sinnir þó frétta- skýringum um fjármál og efnahags- mál á CNBC sjónvarpsstöðinni, auk þess að vera gestaprófessor við við- skiptadeild Columbia háskólans í New York. í upphafi þessa áratugar fór Rogers á mótorhjóli umhverfis jörð- ina, nærri 105 þúsund kílómetra leið um sex heimsálfur. Ferðalagið er skráð í heimsmetabók Guinness, sem lengsta mótorhjólaferð sögunn- ar. Ferðin tók þrjú ár en á leiðinni kynnti hann sér hagkerfi þeiiTa landa sem hann fór um og skrifaði í framhaldi metsölubókina „Invest- ment biker: On the road with Jim Rogers". Hann hyggst nú endurtaka leik- inn en að þessu sinni er ætlunin að fara akandi á sérbyggðri Mercedes Benz bifreið. Ferðin hefst á íslandi, nánar tiltekið á Þingvöllum, hinn 1. janúar á næsta ári, þar sem hann hyggst byrja á að aka yfir misgeng- ið sem skilur að Ameríku og Evrópu og á ferðinni að ljúka í New York á gamlársdag 2001. Að sögn Rogers er ætlunin að skrá það sem fyrir augu ber í veröldinni á síðustu augnablikum þessa árþúsunds. JIM Rogers VIDIIUUHESTURIHini RISAVILBOB MULHIINGSVÉLM 200 Mhz 300 Mhz 266 Mhæ m 4MB skjákort AMDP KM ENTERPRIZE 56K PCI módald Windows 98 fylgir öllum vélum ■ Enterprize turn ■ AMD K6 MMX 200 Mhz örgjörvi ■ 32 MB SDRAM innra minni ■ 2,1 GB Ultra DMA harður diskur ■ 15" skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 4MB Grafixstar 450 pro skjákort ■ 16 bita 3D hljóðkort ■ 50W hátalarar ■ 4 mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia ■ Windows lyklaborð og mús ■ Windows 98 uppsett og á CD ■ Enterprize turn ■ Intel Pll 300 Mhz Celeron örgjörvi ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 15“ skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 4MB Grafixstar 450 PRO skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar m/ heyrnart.úttaki ■ 56K PCI mótald m/ faxi & símsvara ■ 4 mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia ■ Windows lyklaborð og mús ■ Windows 98 uppsett og á CD BT • Skeifunni 11 108 Reykjavík Sími 550-4444 Póstkröfusími 550-4400 ■ Enterprize turn ■ Intel Pll 266 Mhz örgjörvi ■ 64 MB SDRAM innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 17" skjár með aðgerðum á skjá ■ 32 hraða geisladrif ■ 8MB Matrox Productiva skjákort ■ Soundblaster 16 hljóðkort ■ 280W hátalarar m/ heyrnart.úttaki ■ 33.6 bás mótald m/ faxi & símsvara ■ 4 mánaða Internetáskrift hjá Margmiðlun eða Islandia ■ Windows lyklaborð og mús ■ Windows 98 uppsett
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.