Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Stefnir í langstærstu sýninguna frá upphafi Ljósmynd/Muggur Ljósavík hf. eignast nýtt skip LJÓSAVÍK lif. í Þorlákshöfn hefur keypt nýtt skip sem hlotið hefur nafnið Askur ÁR. Skipið, sem keypt var frá Grænlandi, er rækju- fiystitogari og er systurskip Hersis ÁR sem útgerðin keypti árið 1996. Skipið er smiðað í Noregi árið 1985 og er um 605 brúttólestir, 51.6 metrar á lengd og 10.37 metrar á breidd. Gert er ráð fyrir að skipið haldi á rækjuveiðar í kvöid. Skipstjóri er Gissur Baldursson. Ljósavík á fyrir rækjuskipin Gissur ÁR og Hersir ÁR. Afliending'u Byrs VE frá Póllandi seinkar UNDIRBÚNINGUR fyrir ís- lensku sjávarútvegssýninguna, sem ráðgert er að halda í sjötta sinn hér á landi dagana 1.-4. sept- ember 1999 eða eftir rétt um ár, miðar vel áfram og stefnir í að sýn- ingin verði sú langstærsta frá upp- hafi. Að sögn John Legate, fram- kvæmdastjóra sýningarinnar, hef- ur samstarf við Kópavogsbæ geng- ið vel og ánægjulega fyrir sig frá því að ákveðið var snemma í vor að ganga til samninga við Kópavogs- bæ um afnot af íþróttahúsinu Smáranum og Tennishöllinni í Kópavogi undir næstu sýningu, en fram að þessu hefur sýningin ávallt verið haldin í Laugardals- höll. Sjö þúsund fermetrar Miðað við það rými, sem þegar er búið að panta og taka frá, stefnir í um 20% stærri sýningu en árið 1996 þegar íslenska sjávarútvegs- sýningin var hér síðast haldin. Búið er að panta nánast það pláss, sem búið var að skipuleggja á svæðinu, þ.e. í Smáranum, Tennishöllinni og tveimur útiskálum, sem verða 104 og 80 metrar að lengd. „Og nú er- um við í samráði við Kópavogs- menn að ákveða hvar við staðsetj- um þriðja skálann, en skálar þessir verða staðsettir á bílastæðinu á milli Tennishallarinnar og Smár- ans. Á móti mun Kópavogur síðan útbúa ný bflastæði fyrir allt að tvö þúsund bfla, bæði sunnan við Tenn- ishöllina og líklega vestan við Smárann,“ segir Legate. Undirbúningi Islensku sjávarútvegs- sýningarinnar miðar vel „Eftir að ljóst varð í vor að hér á landi yrði aðeins haldin ein sjávar- útvegssýning en ekki tvær, eins og stefndi í lengi vel, fóru bókanimar að streyma inn. Eina vandamáhð, sem við er að glíma í augnablikinu, er hvernig við komum fleiri úti- skálum fyrir. Eg er sannfærður um að þessi næsta sýning muni slá öll fyrri aðsóknarmet og geri ég ráð fyrir að sýningarsvæðið komi til með að verða um sjö þúsund fermetrar á móti fimm þúsund fer- metram síðast," segir Legate. Viðamikið kynningarstarf Ráðgert er að hefja nú viðamik- ið kynningarstarf fyrir sýninguna í þeim löndum, sem byggja mikið á sjávarútvegi. Nýlega hefur verið gefinn út nýr kynningarbæklingur, sem fara mun víða auk þess sem septemberútgáfa sjávarútvegs- tímaritsins World Fishing verður tileinkuð sýningunni að stærstum hluta, en blaðamaður á vegum tímaritsins var staddur hér á landi í sumar og tók fjölda viðtala fyrir tímaritið. Þá er fyrirhugað að gera átak í því að auka til muna gesta- fjölda frá Færeyjum og Grænlandi og verður það m.a. gert með því að dreifa kynningarefni um sýning- una á Vest-Norden ferðakaup- stefnunni sem haldin verður í Laugardalshöll síðar í þessum mánuði. Ákjósanlegar aðstæður Legate sagði að aðstæður fyrir íslenska sjávarútvegssýningu væra nú mjög ákjósanlegar í ljósi uppgangs í íslenskum sjávarútvegi nú á tímum. Þær fréttir sem borist hafi í vikunni af seiðarannsókna- leiðangri Hafrannsóknastofnunar lofi a.m.k. góðu um framhaldið og vonandi yrði það efnahagsástand, sem nú ríkti í Rússlandi og Suð- austur-Asíu, ekki til þess að draga úr aðsókn. Áhugi erlendra fyrir- tækja væri gríðarmikill enda væri von á fjölmenni erlendis frá á sýn- inguna, frá löndum sem byggðu af- komu sína að verulegu leyti á sjáv- arútvegi. Langt væri síðan Úrval- Útsýn hefði tekið frá nánast allt hótelrými á höfuðborgarsvæðinu og væra bókanir hótelrýmis nú þegar famar að streyma inn alls staðar að úr heiminum. I tengslum við sýninguna er ráð- gert að efna til einhvers konar ráð- stefnuhalds, en ennþá er óvíst hvert þemað verður. Að sögn for- svarsmanna sýningarinnar, verður kostnaður fyrirtækjanna, sem hyggjast taka þátt í sýningunni, sá sami og síðast eða 14 þúsund krón- ur á fermetrann án sýningarkerfis. TALSVERÐ seinkun verður á af- hendingu Byrs VE frá Vestmanna- eyjum sem nú er verið að útbúa á túnfiskveiðar í skipasmíðastöð í Pól- landi. Gert er ráð fyrir að skipið komi til landsins í lok þessa mánað- ar en upphaflega var afhending skipsins áætluð um miðjan ágúst og hefiir verkinu því seinkað vel á ann- an mánuð. Skipið verður sjósett í skipamíðastöðinni 8. september nk. Áð sögn Sævars Brynjólfssonar, framkvæmdastjóra Byrs ehf. sem gerir út skipið, fór verlrið fremur seinlega af stað í Póllandi en nú sé kominn á það góður skriður. Hann segir að verið sé að leggja lokahönd á frágang veiðarfæra í Vestmanna- eyjum og því muni skipið öragglega komast á túnfiskveiðar í október. Barnadansar ♦ Samkvæmisdansar Freestyle ♦ Break ♦ Línudans Kennslustaðir: Reykjavík, Mosfellsbær, Keflavík, Grindavík, Garður, Sandgerði DANSARNIR ÚR KVIKMYNDINNI Góð hreyfing eykur þol þessa frábæru dansmynd í október og þá strax munum við hefja kennslu í dönsunum úr myndinni. Nemendur D.H.Á. fá einkasýningu í september. Fjölskyldan saman - Barn og foreldri læra saman Kennt á laugardögum. Störnubíó frumsýnir| Innritun daglega frá kl. 13:00-20:00 í síma 552 0345 Kennsla hefst mánudaginn 14. sept.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.