Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 23 ERLENT Heimsókn Bandaríkjaforseta til Norður-írlands Framlag Clintons í þágu friðar sagt „ómetanlegt“ Belfast, London. Reuters. Reuters BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, á tröppum Stormont-kastala í útjaðri Belfast í gær ásamt þeim David Trimble, forsætisráðherra N-frlands, Seamus Mallon, aðstoðarforsætisráðherra, og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands. Zhírinovskí lýsir yfír stuðningi við Tsj ernómy rdín Moskvu. Reuters. HEIMSOKN Bills piintons, Bandaríkjaforseta, til N-írlands í gær er talin hafa tekist öllu betur en tíðindalaus leiðtogafundur hans með Borís Jeltsín, Rússlandsfor- seta, fyrr í vikunni. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, þakkaði Clinton fyrir ómetanlegt framlag í þágu friðar á N-írlandi í ræðu sem hann hélt í Waterfront-höllinni í Belfast og tók salurinn undir, en þar voru allir helstu stjórnmálaleið- togar í héraðinu. Ekki síður er talið að heimsóknin hafí aukið hróður Clintons heimafyrir, og mátti hann vel við því, að mati fréttaskýrenda, eftir erfiða tíma undanfarið. í fyrrinótt samþykkti breska þingið hert viðurlög gegn hryðju- verkum, sem beint er gegn klofn- ingshópnum „hinu sanna IRA“, en þingmenn kvörtuðu sáran yfir þeim skamma tíma sem þeir fengu til að ræða málið, og aukinheldur var hart deilt um réttmæti aðgerð- anna. Kevin McNamara, fyrrver- andi talsmaður Verkamanna- flokksins í málefnum N-írlands, kvað t.d. lögin „afar hættuleg" því þau brytu í bága við alþjóðlega mannréttindasáttmála og færðu lögregluyfirvöldum of mikil völd í samskiptum við grunaða hryðju- verkamenn. Hafa mannréttindasamtökin Am- nesty International einnig lýst áhyggjum vegna mögulegra brota á rétti manna til að vera taldir sak- lausir uns sekt þeirra sé sönnuð. Nokkur bjartsýni ríkh- nú meðal fréttaskýrenda The Irish Times á framtíð friðarumleitananna á N-ír- landi, þrátt fyrir ótrúleg skakkafóll í sumar. Talið er að bresk og írsk stjómvöld séu afar ánægð með yfir- lýsingar Sinn Féin, stjórnmálaarms Irska lýðveldishersins (IRA), fyrr í vikunni en þær eru m.a. tilkomnar vegna heimsóknar Clintons. Talið er einnig að David Trimble, leiðtogi sambandssinna á N-írlandi og for- sætisráðherra, hafi kunnað vel að meta frumkvæði lýðveldissinna þótt hann hafi í gær ítrekað enn á ný að IRA yrði að hefja afvopnun til að Sinn Féin verði leyft að taka þátt í störfum ríkisstjórnar, sem flokkurinn á þó rétt á samkvæmt skilmálum samkomulagsins sem náðist á fóstudaginn langa. Er nú æ líklegra að Trimble hitti Gerry Adams, leiðtoga Sinn Féin, augliti til auglitis eftir helgi og draga menn ekki fjöður yfir tákn- rænt mikilvægi slíks fundar þótt The Belfast Telegraph greini frá því í gær að ólíklegt sé að mennirn- ir takist í hendur eða láti sjá sig saman opinberlega. VLADIMIR Zhírinovskí lýsti í gær yfir stuðningi Frjálslynda lýðræðis- flokksins, flokks öfgasinnaðra þjóð- ernissinna, við skipan Viktors Tsjernómyrdíns í forsætisráðherra- embætti Rússlands. Sagðist hann með þessu vilja gefa stjórnvöldum og Dúmunni tækifæri til að ná sam- komulagi og varaði hann Dúmuna jafnframt við því að gefa Borís Jeltsín, forseta Rússlands, tækifæri til að leysa Dúmuna upp. Hann sagðist þó jafn lítið hrifinn af Tsjernómyrdín og áður. Flokkur Zhírinovskís greiddi at- kvæði gegn skipan Tsjernómyrdíns í fyrstu atkvæðagreiðslunni um skip- un forsætisráðherrans á mánudag, ásamt kommúnistum og frjálslynd- um þingmönnum. Zhírinovskí sagð- ist einnig mundu reyna að fá annarri atkvæðagreiðslunni, sem fram á að fara í dag, frestað til mánudags. Tsjemómyrdín mun leggja fram „róttækar tillögur" um aðgerðir í efnhagsmálum á fundi efri deildar rússneska þingsins í dag, að því er Interfax fréttastofan hafði eftir hátt- settum embættismann í Kreml í gær. Jeltsín til móts við Dúmuna Gennadí Seleznyov, forseti Dúmunnar, greindi frá því í gær að Jeltsín væri tilbúinn til þess að koma til móts við kröfur Dúmunnar um að afsala sér einhverjum völdum til þingsins, að því er næst verður kom- ist í gær í tilraun til þess að koma í veg fyrir höfnun Tsjemómyrdíns í dag. Hafni Dúman Tsjernómyrdín þrisvar sinnum þarf Borís Jeltsín að rjúfa þing og boða til kosninga. Kommúnistar á þingi hafa hins veg- ar varað við því að nýjar kosningar geti hrundið af stað borgarastríði í Rússlandi. Selezyov, forseti Dúmunnar, sagði á blaðamannafundi í gær sérstaka nefnd þingmanna hafa hafið undir- búning þess að sækja Jeltsín til saka fyrir embættisafglöp. Umræða um ákæru á hendur forsetanum gæti hafist í næstu viku. Verði forseti Rússlands ákærður fyrir embættis- afglöp má hann ekki rjúfa þing í a.m.k. þrjá mánuði. Þorri Rússa vill Jeltsín frá „Jeltsín og Tsjernómyrdín eru holdgei-vingar alls þess sem afvega hefur farið í Rússlandi," sagði Sjúganóv leiðtogi kommúnista í við- tali við ABC sjónvarpsstöðina bandarísku nýverið. Niðurstöður nýrrar könnunar sem Interfax fréttastofan birti í gær sýna að flest- ir Rússar em honum sammála. Tveir þriðju hlutar þeirra vilja að Borís Jeltsín fari frá fyrir lok kjör- tímabilsins, sem lýkur árið 2000, en einungis 26% telja hann eiga að sitja áfram. 67% þjóðarinnar teija Jeltsín bera ábyrgð á ástandi mála í Rúss- landi og 34% telja Tsjernómyrdín bera sök á efnahagsöngþveitinu. Rússneska rúblan hefur fallið um 50% í verði á síðastliðnum tveimur vikum. I gær var hið opinbera gengi hennar gagnvart dollaranum 13,46. Övissuástand ríkir í Malasíu Kuala Lumpur. Reuters. ÓVISSUÁSTAND ríkir nú í stjórnmálum og efnahagslífí Malasíu í kjölfar þess að Mahathir Mohamad, forsætisráðherra lands- ins, vék fjármálaráðherranum Anwar Ibrahim úr ríkisstjórninni á miðvikudag. Daginn áður hafði Ma- hathir gert róttækar breytingar á efnahagsstefnu landsins, í bága við ráðleggingar frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. Skrúfað var að hluta fyrir erlenda fjármagnsflutninga og gengi malasíska gjaldmiðilsins var fest gagnvart Bandaríkjadoll- ar. Stjórnmálaskýrendur telja að Mahathir hyggist treysta völd sín með brottvikningu Anwars, og að með efnahagsaðgerðunum sé hann að gefa Vesturlöndum langt nef og sýna að hann ætli að fara sínar eig- in leiðir við að leysa kreppuna í landinu. Anwar, sem á nú yfir höfði sér ákæru fyrir ýmsa glæpi, hafði gegnt embætti fjármálaráðherra í sjö ár og var talinn líklegur eftir- maður Mahathirs. Hann hefur ver- ið vel liðinn á Vesturlöndum, þar sem hann þykir hlynntur frjálsum viðskiptum, lýðræðislegum stjóm- arháttum og mannréttindum. Þeg- ar Suharto var þvingaður til að láta af forsetaembætti í Indónesíu í maí síðastliðnum töldu margir að þiýst- ingur ykist á Mahathir að segja af sér vegna efnahagskreppunnar, en hann hefur setið lengur á valdastóli en nokkur annar leiðtogi í Suðaust- ur-Asíu. Búist var við að hinn frjálslyndi Anwar tæki þá við af honum. Líklegt þykir að Mahathir hafi þótt Anwar vera farinn að velgja sér undir uggum, en margir telja að hann hafi ætlað sér að steypa for- sætisráðherranum af stóli á næsta þingi stjórnarflokksins. Ljóst er að þeir hafa háð harða valdabaráttu, og Mahathir greip meðal annars til þess ráðs í júní síðastliðnum að tak- marka völd Anwars með því að skipa sérstakan yfirmann efna- hagsmála, er hefði úrslitavald um efnahagsstefnuna. Sérfræðingar em ekki á einu máli um ágæti efnahagsráðstafana Mahathirs, sem fela meðal annars í sér fast gengi malasíska gjaldmið- ilsins og hömlur við erlendum fjár- magnsflutningum. Ymsir óttast að viðskiptafrelsi hafi nú verið varpað algjörlega fyrir róða í Malasíu, sér- staklega í ljósi þess að Anwar var helsti stuðningsmaður þess innan ríkisstjórnarinnar og aðaltengiliður landsins við Bandaríkjastjórn og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem lagt hafa landinu línur í baráttunni við efnahagskreppuna. Anwar neitar ásökunum Anwar neitaði í gær ásökunum um að hann hefði gerst sekur um hjúskaparbrot, morð og landráð, en lögreglan hefur mál hans til rann- sóknar. Dylgjur þessar höfðu fyrst borist með nafnlausum níðbréfum, en var fylgt eftir í bók sem ber titil- inn „Fimmtíu ástæður fyrir því að Anwar geti ekki orðið forsætisráð- herra“. Hann hefur kært höfund bókarinnar fyrir meiðyrði, og dóm- stóll hefur lagt bann við dreifingu hennar. Anwar sagði fréttamönnum í gær að sökum hefði verið logið upp á sig í pólitískum tilgangi. Hann vísaði því meðal annars á bug að hann hefði átt barn utan hjónabands og sagði að DNA-sýni styddi framburð sinn. (ffU sk^l|ölpurr«]j'j sm komricir QDNIHM Söluaðilar skólaúlpu: Verslanir 66'N-MAX Faxafeni & Skúlagötu Reykjavík. Akrasport Akranesi. Ábœr Sauðarkróki Einarsbúð Hafnarfirði . H.Sigurmundsson Vestmannaeyjum . Hamrar Grundarfirði Höldur Akureyri. ísienskur Markaður. Olíufélag Otvegsm. Ísófirði. Skeijungsbúðin Kefkwík Skipaþjónusta Esso Ölafsvík. Tókn Húsavík . Otitif Reykjavík . Véismiðja Homafjarðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.