Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ 229 manns farast er Swissair-breiðþota hrapar iindan Nova Scotia Mesta slys í sögu svissneskra flugmála Allt kapp lagl á að fínna flugritann til að varpa ljósi á orsakir slyssins Peggy’s Cove á Nova Scotia. Reuters. FLUGMAÐUR Swissair-breiðþot- unnar, sem féll í hafíð undan strönd Nova Scotia aðfaranótt gærdagsins með 229 manns innanborðs í neyðar- aðflugi að flugvellinum í Halifax, til- kynnti skömmu áður en samband rofnaði við vélina um reyk í farþega- rýminu. Hann mun hafa náð að losa megnið af innihaldi eldsneytisgeyma vélarinnar áður en vélin fórst, sam- kvæmt upplýsingum Reuters-frétta- stofunnar, og farþegunum hafði ver- ið skipað að íklæðast björgunarvest- um og að búa sig undir nauðlend- ingu. Að öðru leyti var rannsókn á or- sökum slyssins skammt á veg komin í gær. Allt kapp var lagt á að leita flugrita vélarinnar. Talsmaður stjórnar Swissair-flugfélagsins, Philippe Bruggiser, sagðist ekki vilja velta vöngum yfir orsökum slyssins fyrr en flugritarnir fyndust á hafsbotni. Fjöldi kafara með hljóð- leitartæki og annan sérhæfðan tækjabúnað hófst að hans sögn handa strax um nóttina að leita flug- ritanna, eða svonefndra svartra kassa. Talið er að þá sé að finna í braki þotunnar á um 40 m dýpi. Þotan, sem var af gerðinni McDonnell Douglas MD-11, var smíðuð árið 1991 og tekin í notkun í ágúst það ár. Hún var tekin til gagn- gerrar skoðunar og endurbóta í ágúst og september í fyrra. Um 180 þotur af gerðinni MD-11 eru nú í áætlunarflugi um heim all- an. Flugvélin er arftaki gömlu DC- 10 breiðþotunnar. Eftir að Boeing- verksmiðjurnar keyptu McDonnell Douglas fyrir um tveimur árum var ákveðið að draga úr framleiðslu MD-11 og hætta smíðinni alveg árið 2000. Þotan hafði lagt upp frá New York kl. 8:17 að staðartíma á mið- vikudagskvöld, þ.e. kl. 17 mínútur yfir miðnætti aðfaranótt fimmtu- dags að ísl. tíma, með 215 farþega og 14 manna áhöfn innanborðs. Ákvörðunarstaður var Genf í Sviss. Þetta er mesta slys í sögu sviss- neskra flugmála. Þurfti að velja hvort stefnt skyldi til Boston eða Halifax Á flugi í 33.000 feta hæð tilkynnti flugstjóri vélarinnar um að eitthvað væri að. Síðan lækkaði vélin flugið niður í um 8.000 fet og hvarf loks af ratsjá um 50 km suður af alþjóðlega flugvellinum í Halifax. Það liðu u.þ.b. 16 mínútur frá því fyrsta til- kynning barst frá áhöfninni um að reykur væri í stjómklefanum unz hún hvarf, að sögn Roy Bears hjá umferðaröryggisstofnun Kanada, sem tekur þátt í rannsókn slyssins. Vélin átti aðeins um tíu mínútna flug eftir að flugvellinum í Halifax er hún fórst um kl. 9:30 að staðar- tíma. Bruggisser, talsmaður Swissa- ir, sagði á blaðamannafundi \ Ziirich að svo virtist sem flugstjórinn Urs Zimmermann hefði þurft að ákveða hvort reyna skyldi nauðlendingu í Halifax eða að stefna til baka og reyna lendingu í Boston. Fljótlega eftir að þotan var komin inn á flugstjórnarsvæði Moncton í Nýja Brúnsvíkurríki í Kanada til- kynnti flugstjórinn um að eitthvað amaði að. Hann spurði flugumferð- arstjórana í flugturninum í Moncton hvort ráðlegra væri að hann stefndi í átt að Logan-flugvelli í Boston. Þeir svöruðu honum því að vélin væri stödd 300 km frá Boston en 60 km frá Halifax. Hann tók því stefn- una á Halifax, að sögn heimildar- manna innan kanadísku flugumferð- arstjómarinnar. Zimmermann flugstjóri, sem var fimmtugur og mjög reyndur flug- maður, og hinn 36 ára gamli aðstoð- arflugmaður, Stephan Löw, höfðu flogið vélinni saman síðustu daga og ekki tilkynnt um neitt athugavert. Rétt áður en vélin fórst sendu þeir út kall til marks um alvarlegt neyð- arástand um borð er þeir börðust til einskis við að stjórna þotunni til lendingar í Halifax. „Pan, pan, pan,“ var það síðasta sem heyrðist og um svipað leyti hvarf þotan af ratsjám. Skip strax á vettvang Christian Stússi, yfirflugstjóri Swissair á MD-11 þotum, sagði að áhafnir væm þjálfaðar til að senda út pan-neyðarkallið aðeins í sárri neyð. „Menn sénda það einungis út þegar ástandið er orðið mjög ótryggt. Svo hefur greinilega verið og þegar neyðarmerki af þessu tagi er sent út vita allar flugvélar á svæðinu og flugumferðarstjórar að flug vélarinnar er orðið mjög af- brigðilegt," sagði Stússi. Bandarísk rannsóknaryfirvöld sögðu í gær að ekkert benti til þess að hryðjuverk hefði grandað þot- unni. Sjónarvottar, sem vom staddir nærri slysstaðnum, sögðu að þeir hefðu heyrt í flugvélarhreyflum sem greinilega hefðu ekki virkað eðlilega og síðan mikla hávaðasprengingu. Tugi fiskibáta og strandgæzluskip dreif þegar að á vettvang, þar sem vélin skall í Atlantshafið um tíu kíló- metra undan strönd Nova Scotia, þar sem heitir Peggy’s Grove, en það er lítill hafnarbær og vinsæll ferða- mannastaður. Brak úr vélinni fannst um einni klukkustund eftir að hún hvarf, en þoka og vont veður torveld- aði leit á slysstaðnum. Brakið dreifð- ist fljótt um margra kílómetra breitt svæði og að sögn sjómanna sem sigldu um svæðið var eldsneytislykt- in þar yfirþyrmandi. Líkum sem fundust var komið fyrir til bráða- birgða í líkgeymslu í kanadískri flotastöð um 50 km austar. Talsmenn Swissair sögðu að far- þegalisti vélarinnar yrði ekki birtur fyrr en náðst hefði í alla nánustu að- standendur þeirra sem fórust. En það var upplýst, að um borð hefðu verið eitt hundrað þrjátíu og sjö Bandaríkjamenn, fjörutíu og einn Svisslendingur, þrjátíu Frakkar, sex Bretar og tveir Grikkir, en auk þeirra hefði verið einn farþegi frá hverju eftirtalinna landa: Saudi- Arabíu, Júgóslavíu, Afganistan, Ir- an, Spáni, St. Kitts og Rússlandi. Meðal farþeganna var hópur starfs- manna Sameinuðu þjóðanna. Sorg í Genf Á flugvellinum í Genf, þar sem ættingjar og vinir farþega vélarinn- ar biðu þeirra, var mikil sorg ríkj- andi í gær. Jean-Claude Ducrot, talsmaður flugfélagsins, tilkynnti um eitt hundrað aðstandendum í forstjórabiðstofu flugvallarins að ekki væri búizt við því að nokkur fyndist á lífi af þeim sem um borð voru. Fólk brast í grát þegar Ducrot las upp hvert nafnið á fætur öðru af farþegalistanum. Tvö ungböm voru meðal fórnarlambanna. Prestar, rabbínar og sálfræðingar veittu fólkinu áfallahjálp. Þar á meðal var miðaldra kona frá Mexíkó, sem missti systur sína í slysinu. „Eg bauð henni að koma, ég borgaði flugmiðann fyrir hana. Og nú er hún dáin,“ sagði konan kjökrandi. Reuters SORGIN réð ríkjum á Genfarflugvelli í gær, þar sem ættingjar og vin- ir þeirra sem fórust fengu harmafregnina af örlögum þeirra.. Hrap Swissair-flugvélarinnar Kl. 00:17 að ísl Flugvélin fer John F. ‘ filkynnir oncton um Kl. 01:30 tilraun til að ná að nauðlenda á Halifax-flugvalli skellur vélin í sjóinn um 12 km. undan strönd NovaScotia, þar sem heitir Peggys Cove. STAÐREYNDIR UM GERÐ VELARINNAR, MD-11 Sætafjöldi: 285 til 410 Eldsneyti (hám.): 148.155 1 Hámarksflugþol: 12.270 km Flugt.þyngd (hám): 273.290 kg Hreyflar: Þrír Pratt & Whitney Flugfélög sem nota MD-11: ■ American Airlines ■Swissair ■ Delta Air Lines ■ KLM ■ Japan Airlines Heimild: McDonnell Douglas - Boeing, news reports KRT Getgátur um orsakir Of snemmt var í gær að slá nokkru föstu um en sérfræðingar í flugöryggismálum hafa sett fram þessar getgátur: Hugsanlegar orsakir slyssins: 1. Kviknar í hreyfli: Flugstjórinn myndi setja í gang sjálfvirkan slökkvibúnað við hreyfilinn. 2. Reykur í flugstjórnarklefa: Líklegasf myndi hann koma inn í gegn um loftræsikerfið og valda því að eitraðar gufur myndast; áhöfnin myndi setja á sig súrefnis- grímur, sleppa eldsneyti úr geymunum og gera tilraun til nauðlendingar vægis- tankur KRT ■ Flugstjórinn tilkynnti um reyk í farþegarýminu ■ Eldsneyti vélarinnar kann að hafa verið losað yfir Margrétarflóa (St. Margaret's Bay). ■ Tilraun var gerð til að fljúga vélinni til nauðlendingar á alþjóðaflugvellinum við Halifax, þar sem nauðlending á sjónum er of áhættusöm. • • Orugg flug- vél og virt flugfélag FLUGVÉL svissneska flugfélags- ins Swissair sem fórst í fyrrinótt með þeim afleiðingum að 229 lét- ust, var af gerðinni McDonnelI Douglas MD-11, sem er eina breiðþotan sem nú er framleidd sem knúin er áfram af þremur hreyflum. Flugvélargerð þessi er um 60 metrar að lengd og getur flutt 285 farþega í sinni upprunalegu mynd en allt að 410 manns þegar aðeins um almennt farþegarými að ræða. Samkvæmt heimildum var flugvél Swissair hins vegar af fyrri gerðinni. Er flugþol vél- arinnar allt að tólf þúsund kíló- metrum með 285 farþega innan- borðs auk farangurs. MD-11 vélin er framleidd í Long Beach í Kaliformu en Boeing-flugvélaframleiðandinn tók við framleiðslu hennar á síð- asta ári þegar hann festi kaup á McDonnell-Douglas-verksmiðjun- um. Ekki eru nema sjö ár síðan MD-11 vélin fór jómfrúrferð sína en fyrr á þessu ári tilkynntu stjómendur Boeing að fram- leiðslu hennar yrði hætt árið 2000. Þrátt fyrir það hefur MD-11 vélin hingað til verið talin fremur öragg flugvél. Einungis ein slík vél hefur farist en það gerðist 31. júlí í fyrra þegar flutningavél flugfélagsins Federal Express nauðlenti á Newark flugvelli í New Jersey og brann til kaldra kola. Fimm manna áhöfn komst þó frá borði heilu og höldnu. Swissair rómað fyrir öryggi Swissair var stofnað fyrir sex- tíu og sjö árum og er fremur lítið flugfélag á alþjóðlegan mæli- kvarða en 63 flugvélar félagsins fljúga til 78 landa. Það er í eigu Sair Group sem einnig á Airline Crossair-flugfélagið og stóran hluta í belgíska flugfélaginu Sabena. Swissair hefur orð á sér fyrir öryggi og skilvirkni í flugsam- göngum. Nítján ár eru liðin síðan flugvél frá Swissair fórst síðast en 7. október 1979 mistókst að- flug DC-8 vélar félagsins að flug- vellinum í Aþenu með þeim af- leiðingum að fjórtán fórust. Hryðjuverkamenn ollu skemmd- um á flugvél frá Swissair árið 1970 með þeim afleiðingum að 47 fórust og árið 1963 olli eldur í hemlabúnaði á Caravelle-flugvél því að 80 fórust. Níu manns fór- ust síðan í slysi flugvélar af gerð- inni DC-3 árið 1957 og árið 1939 létust samtals ellefu í tveimur flugslysum véla af gerðunum DC- 2 og J-86. Fyrsta flugslys félags- ins átti sér hins vegar stað árið 1934 þegar Curtis Condor-vél fé- lagsins fórst í Þýskalandi með þeim afleiðingum að niu létust. Eitt af tuttugu mannskæðustu flugslysum sögunnar Flugslysið í fyrrinótt telst sautjánda mannskæðasta flugslys sögunnar. Mannskæðasta flug- slys sögunnar varð 27. mars 1977 þegar tvær flugvélar skullu sam- an á flugvellinum í Tenerife á Kanaríeyjum. 583 af þeim 644 sem voru um borð í flugvélunum tveimur létust en vélarnar voru báðar af gerðinni Boeing 747 og í eigu hollenska flugfélagsins KLM og bandaríska flugfélagsins Pan American. Boeing 747 flugvél frá Japan Air Lines skall 12. ágúst 1985 á Osutaka-fjalli í Japan með þeim afleiðingum að 520 fórust. Þriðja mannskæðasta flugslys sögunnar varð 8. janúar í hitteðfyrra þegar Antonov-32 flutningavél, sem byggð var í Rússlandi, brotlenti á torgi í miðborg Kinshasa, höfuð- borg lands þess sem þá hét Zaire, með þeim afleiðingum að a.m.k. 350 fórust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.