Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 25 ERLENT UNESCO boðar til ráðstefnu eftir tilraun lögreglu til að uppræta alþjóðlegan félagsskap barnaníðinga Aðgerðir gegn barnaklámi samræmdar um allan heim París, Washington. Reuters. Einu kapp- ræður Kohls og Schröders GERHARD Schröder, kanzlara- efni Jafnaðarmannaflokksins, SPD, og flokksleiðtoginn Oskar Lafontaine fylgjast alvörugefnir með er Helmut Kohl kanzlari flyt- ur ræðu á Sambandsþinginu, neðri deild þýzka þingsins, í gær. Fjárlagafrumvarp sljórnar Kohls var til umræðu, en það féll í skuggann af því að þetta var eina tækifærið, þar sem þeir Kohl og Schröder, keppinautarnir um kanzlarastólinn næsta kjörtíma- bil, takast á í kappræðum áður en Þjóðveijar ganga að kjörborðinu si'ðar í mánuðinum. Hvor þeirra fór með sigur af hólmi í kappræðunni verður hlut- verk þýzkra fjölmiðla að skera úr um, en rnargir þeirra sem á hlýddu töldu hvorugan hafa stað- ið sig áberandi betur. Schröder hafði fyrir löngu skorað á Kohl að mæta sér í sjón- varpskappræðum, en því hafnaði kanzlarinn. Þar sem umræðurnar á þinginu voru ekki í beinni út- JAPONSK stjórnvöld sögðust í gær hafa öruggar heimildir fyrir því að Norður-Kóreumenn myndu senn skjóta annarri eldflaug yfír jap- anskt yfírráðasvæði og japanski herinn er nú í viðbragðsstöðu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa leitt hjá sér mótmæli vegna eld- flaugaskotsins á mánudag. Muneo Suzuki, háttsettur jap- anskur embættismaður, tjáði frétta- mönnum í gær að stjómvöld hefðu Reuters Schröder horfír til Kohls í gær sendingu er það undir matreiðslu fréttamanna á málflutningi þeirra komið, hvernig kjósendur dæma frammistöðu hvors fyrir sig. Stjórnmálafræðingar eru á einu máli um, að beinar sjónvarps- kappræður hefðu haft mun meiri áhrif á afstöðu hins mikla fjölda óákveðinna í hópi kjósenda, og að hinn fjölmiðlavani Schröder hefði að líkindum haft flest trompin í slíkri rimmu. upplýsingar um að annað eldflauga- skot Norður-Kóreumanna væri í undirbúningi, en það væri „algjör- lega óviðunandi“ og því yrði mætt af hörku. Suzuki sagði að skotið gæti átt sér stað á morgun, en þá er búist við að Kim Jong-il, leiðtogi landsins, verði formlega kosinn for- seti, ellegar næsta miðvikudag, en þá verða liðin fímmtíu ár frá stofn- un kommúnistaríkisins í Norður- Kóreu. EMBÆTTISMENN og aðrir, sem hafa sérhæft sig í baráttunni gegn barnaklámi, munu í byrjun næsta árs koma saman í höfuðstöðvum UNESCO (mennta-, vísinda- og menningarmálastofnunar Samein- uðu þjóðanna) í París í því skyni að samræma aðgerðir um allan heim gegn barnaklámi á Netinu. Frá þessu greindi stofnunin í gær, daginn eftir að um 100 barna- níðingar voru handteknir í tólf lönd- um í umfangsmestu alþjóðlega sam- ræmdu lögregluaðgerð sem fram- kvæmd hefur verið gegn starfsemi barnaníðinga, sem tengjast samtök- um í gegnum Netið. Á ráðstefnunni í París munu safn- ast saman fulltrúar lögreglu, sér- fræðingar í barnavændi sem samfé- lagslegu vandamáli og fulltrúar áhugamannabaráttuhópa gegn barnaklámi á borð við þann sem stofnaður var í Belgíu eftir að upp komst þar um barnaníðinga sem höfðu líf að minnsta kosti sex stúlkna á samvizkunni. Kominn tími til að rísa upp gegn níðingsskapnum „Það er löngu kominn tími til að al- þjóðasamfélagið rísi upp gegn ofbeld- inu og níðingsskapnum, sem böm okkar verða fyrir,“ sagði Frederico Mayor, forstöðumaður UNESCO. „Upplýsingahraðbraut nútímans flyt- ur það bezta og það versta. Klám og bamaníðsla hafa hafið innreið sína [á hana] og það verður að hindra. Við getum ekki leyft barnaníðingshætti, klámi og bamavændi að afbaka þess- ar brautir frelsisins," sagði Mayor í fréttatilkynningu. Raymond Kelly, yfírmaður hjá tollstjóraembætti Bandaríkjanna, sem átti þátt í að skipuleggja að- gerðirnar á miðvikudag, tjáði fréttamönnum í Washington að þær hefðu flett ofan af „umfangsmesta barnaklámhring sem nokkru sinni hefur spurzt til.“ „Þeir sem misnota böm á þennan hátt halda að þeir geti falið sig á veraldarvefnum. Þeir hafa rangt fyrir sér. Við munum fínna þá og draga fyrir lög og rétt,“ sagði Kelly. Lokuð spjallrás og eigin netþjónn Flestar handtökur „Dómkirkju-að- gerðarinnai-“, eins og leyniheiti henn- ar hljóðaði upp á, vora gerðar í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýzka- landi, en athygli vekur að tíu Norð- menn vora meðal þeiira. Húsleit var gerð á átta stöðum í Noregi en einnig hjá mönnum í Svíþjóð og í Finnlandi, sem grunaðir era um að hafa tengzt „Wonderland“-bamaklámsamtökun- um svokölluðu. Þýzka lögreglan greindi frá því í gær, að fímm manns hefðu verið handteknir til viðbótar við þá átján, sem teknir vora til yfír- heyrslu í fyrradag. Meðlimir þessa félagsskapai- komu á lokaðri spjallrás á Netinu á milli sín, sem aðeins útvaldir höfðu aðgang að. Þeir fengu lykilorð eftir meðmæli frá öðrum meðlimi og eftir að hafa sannað að þeir hefðu tölvu- vistað barnaklámefni í fórum sínum. Síðan gátu þeir beintengzt (með svokallaðri FTP-tengingu) sérstök- um netþjóni, sem félagsskapurinn rak í sameiningu, en í gegn um hann gátu þeir komizt í það efni sem þeir höfðu vistað á tölvum hvers annars og vistað það á eigin tölvu. Þrisvar sinnum kom það fyr- ir, að meðlimur í samtökunum var handtekinn, en þá var í hvert sinn skipt alveg um netþjón. Þeir sem vora á hælum þeirra sem að „Wonderland“-félagsskapn- um stóðu ákváðu að láta til skarar skriða núna til þess að hindra að fleiri börn yrðu fórnarlömb starf- seminnar. Þeir gáfu sér því ekki tíma til að komast alveg inn að merg félagsskaparins. En þeir gátu rakið hverjir meðlimirnir væru að miklu leyti og ákveðið var að reyna að góma þá alla samtímis svo að engum þeirra gæfízt tími til að vara félaga sína við. Þessir um það bil 100 einstakling- ar, sem handteknir voru, eiga yfir höfði sér ákærur allt frá því að hafa barnaklám í fórum sínum, sem mis- ströng viðurlög eru við eftir lönd- um, upp í kynferðislega misnotkun á börnum og dreifingu á myndum af slíku athæfí. Japanir ásaka N-Kóreu Tókýó. Reuters. Danskir jafnaðarmenn jákvæðari í garð EMU Stundum er betra aö láta blómin um það að talal Æí ÍSLENSK GARÐYRKJA " - okkar allra vegna Mælt með þjóðar- atkvæðagreiðslu? EVRÓPA^ Kaupmannahöfn. Reuters. LENE Jensen, varaformaður danska Jafnaðarmannaflokksins, segir að til greina komi að Danir láti undanþáguna, sem þeir sömdu um frá þáttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), róa og að haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla um þátttökuna. „Ef þörf krefur munum við mæla með því að fallið verði frá undanþágunni," tjáði Jensen Reuters-fréttastofunni. Flokkur- inn myndi stöðugt meta áhrif myntbandalagsins á danskan efnahag, velferðarkerfið og vinnumarkaðinn, eftir að EMU verður orðið að veruleika eftir næstu áramót, með þátttöku ell- efu Evrópusambandsríkja. Hún sagðist hins vegar ekki sjá neina þörf á því að falla frá und- anþágunni enn sem komið er; stefnuyfirlýsing um Evrópumál yrði borin undir flokksþing sem kemur saman 19.-20. september. Danir höfnuðu Maastricht-sátt- málanum í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1992, en með honum var grunnurinn að EMU lagður. Eftir að hafa samið um nokkrar undan- þágur samþykktu Danir hinn end- urskoðaða grundvallarsáttmála ESB í annarri þjóðaratkvæða- greiðslu árið eftir. Danmörk uppfyllir öll skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu, með afgang á fjárlögum, lækk- andi skuldir ríkisins og Iágt verð- bólgu- og vaxtastig. Af EMU-aðild landsins getur aðeins orðið ef hún er samþykkt í þjóðaratkvæða- greiðslu. Ríkisstjórnin hefur ít- rekað sagt að ekki verði efnt til slíkrar atkvæðagreiðslu fyrr en skoðanakannanir sýni að meiri- hluti landsmanna sé fylgjandi því að taka upp hinn sameiginlega Evrópugjaldmiðil. Stefnuyfirlýsing jafnaðarmanna sem mælti með EMU-aðild myndi færa Evrópustefnu flokksins nær stefnu Venstre, stærsta sljórnar- andstöðuflokksins, sem hefur hleypt af stað herferð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um EMU- aðildina verði haldin árið 2001 og landið gangi til liðs við hin löndin á evró-svæðinu <árið 2002.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.