Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Sig. Fannar ÁRNI Guðmundsson með eitt verka sinna fyrir utan Miðgarð á Selfossi. Selfoss Gallerí Garður opnað í Miðgarði Selfossi. Moi'gunblaðið. VERSLUNAR- og fyrirtækjaeig- endur í Miðgarði á Selfossi opna formlega nýtt gallerí á Selfossi föstudaginn 2. september. Galleríið nefnist Gallerí Garður og er til húsa í nýju þjónustu- og verslunarhús- næði við Austurveg 4. Listamaðurinn sem ríður á vaðið í Gallerí Garði er myndlistamaðurinn Árni Guðmundsson sem er vel kunnur á Selfossi og nágrenni fyrir verk sín. Árni hefur stundað mynd- list frá barnaskólaaldri og er þetta sjöunda einkasýning hans. Aðstandendur gallerísins vonast til þess að fleirí listamenn fylgi í kjölfarið og er það sérstök ánægja aðstandenda að ungir myndlistar- menn sýni verk sín í Gallerí Garði. Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér sýningaraðstöðuna geta sett sig í samband við eigendur fyrirtækj- anna í Miðgarði. Fyrirhugað er að hafa galleríið opið á almennum verslunartíma. LISTIR Listasafn Kópavogs Austræn þoka og íslensk náttúra í LISTASAFNI Kópavogs, Gerð- arsafni, verða opnaðar þrjár mynd- listarsýningar á morgun, laugar- daginn 5. september, kl. 15. Þar sýna Sigrún Eldjám og Margrét Sveinsdóttir olíumálverk og Bridget Woods sýnir vatnslita- myndir. Sigrún Eldjárn I Austursal sýnir Sigrún Eldjárn málverk sem hún hefur málað á síð- ustu tveimur árum. I þeim spila saman landslag og mannverur eins og oft áður í verkum Sigrúnar, seg- ir í fréttatilkynningu. Jafnramt segir að þetta séu ekki frásagnarlegar myndir en lýsa frekar andblæ eða stemningu. Þær fjalla um þoku, mistur og raka, speglanir í vatni, mannverur og kjnrð. Litir verkanna og landslag eru í flestum tilfellum mjög svo ís- lensk en þó er eins og eitthvað austrænt hafí slæðst þar inn, en haustið 1997 dvaldi Sigrún einn og hálfan mánuð í Mino, sem er lítill bær í Japan, og var hún þar í boði bæjarstjórnar staðarins ásamt fimm öðrum myndlistarmönnum hvaðanæva úr heiminum til að vinna með japanskan handgerðan pappír. Margrét Sveinsdóttir I Vestursal sýnir - Margrét Sveinsdóttir óhlutbundin verk unn- in með olíu á striga á þessu ári. „Viðfangsefni málarans er ekki aðeins litir og form. Málverk er ekki aðeins búið til úr afstrakt hug- tökum og hreinum flötum, heldur er það líka efnislegt, þykkt og þungt eins og náttúran sjálf og er þannig ekki aðeins eftirmynd nátt- úrunnar eða umfjöllun um hana, heldur hluti hennar, hlutur meðal hluta,“ segir í kynningu. Margrét hefur áður haldið einka- sýningar í Svfþjóð og á Islandi, síð- ast í Nýlistasafninu fyrir tveimur árum. Bridget Woods I Neðri sal sýnir Bridget Woods 50 vatnslitamyndir. Meðal verk- anna em íslenskar landslagsmyndir en hér hefur listakonan dvalið síð- astliðin tvö sumur. Hún lagði stund á myndlistar- nám í Bournemouth and Poole Col- lege of Art. Árið 1980 varði hún heilu ári í Aix-en Provence í Frakk- landi við að fullmóta landslags- og portrett stíl sinn, bæði í olíu og vatnslit. Hún hélt að því loknu sína fyrstu einkasýningu. Síðan hefur hún sérhæft sig í vatnslitamálun, sem mikil hefð er fyrir í Englandi, og haldið 26 einkasýningar þar og í Frakklandi. Bridget er ensk myndlistarkona og -kennari og kennir einkum teikningu og vatnslitamálun, aðal- lega módel og portrett, við Chichester College. Hún kennir einnig á námskeiðum við The Earnley Concourse og West Dean College í Suður-Englandi, og stendur fyrir námskeiðum í Frakk- landi. Hún kom fyrst til Islands 1997, eftir kynni af íslenskum nem- endum sínum í Englandi, og hélt þá vatnslitanámskeið í tengslum við Myndlistarskólann í Kópavogi. Nýlega lauk þriðja námskeiði hennar hér á landi. I júlí í fyrra hélt hún sýningu í Ráðhúsi Reykja- víkur. I list sinni reynir Bridget að end- urspegla tilfinningar, andrúmsloft og þau áhrif sem hún verður fyrir af veðri, landslagi og fólki. List hennar felst ekki síst í þvi að nýta hina einstöku, gagnsæju eiginleika vatnslitanna, segir í fréttatilkynn- ingu. Sýningamar standa til 27. sept- ember. Þær verða opnar frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. Morgunblaðið/Kristinn Sigrún Eldjárn Morgunblaðið/RAX Margrét Sveinsdóttir MYND úr serfunni Leitað að heitu vatni í landi Gunnars eftir Ólaf Elí- asson. Er seríu þessa að finna á sýningunni í Galleríi Kambi, ásamt fleiri verkum. Olafur Elíasson í Galleríi Kambi SÝNING á verkum Ólafs Elíasson- ar myndlistarmanns verður opnuð í Galleríi Kambi á morgun, laugar- dag, kl. 15. Olafur er fæddur í Kaupmanna- höfn 19.67 og hlaut myndlistar- menntun sína í Konunglegu Lista- akademfunni þar í borg, 1989-95. Þrátt fyrir ungan aldur er hann orðinn einn kunnasti íslenski myndlistarmaðurinn á alþjóðavett- vangi og á þessu ári eru haldnar tíu einkasýningar á verkum hans víða um heim. Þar fyrir utan tekur Ólafur þátt í fjölda samsýninga. Um verk listamannsins hefur verið sagt að áhorfandinn standi sem þátttakandi frammi fyrir heillandi sjónfyrirbrigði, nýrri skynjun á höfuðskepnunum ijór- um. I höndum Ólafs verði fyrir- brigðafræði að skáldlegu innsæi. Sýningin stendur til 4. október. Lokað miðvikudaga. Mats Wibe Lund opnar sýningu í Listaskálanum Loftmyndir með sérstöku kryddi „ÞUNGAMIÐJAN í minni ljós- myndun eru loftmyndimar og ég verð með landslagsmyndir og átt- hagamyndir. Svo sýni ég líka stemmningsmyndir, en ég hef af- skaplega gaman af að taka þær, svona sem sérstakt krydd til að gleðja augað. Allt í allt eru þetta fimmtíu myndir, sem ég sýni,“ sagði ljósmyndarinn Mats Wibe Lund, en á morgun, laugardag, klukkan 15 opnar hann einkasýningu á 50 ljós- myndum í Listaskálanum í Hvera- gerði. I sýningarskrá segir Mats m.a.: „Hvað er ljósmynd? Ljósmynd er einstök. Hún sýnir áhorfandanum hvemig viðfangsefnið leit út þegar myndin var tekin. Starf mitt sem ljósmyndari hefur gert mér kleift að taka þátt í að skrá söguna. Ljós- myndarar eru nefnilega sögumenn. Um leið og ég festi landið á filmu, er ég að skrá heimildir - skrifa sögu. Eg legg því áherslu á að myndirnar mínar segi sannleikann." Mats Wibe Lund fæddist í Ósló í Noregi 28. febrúar 1937. Áhuga hans á íslandi má rekja til þess tíma er faðir hans rak fyrirtæki sem var staðsett í sama húsi og sendiráð Is- lands í Ósló. Framan af starfaði hann jöfnum höndum sem blaðamað- ur og Ijósmyndari. Hann hefur skrif- að á annað þúsund blaðagreinar um margvísleg íslensk málefni fyrir blöð og tímarit í Evrópu og Bandaríkjun- um. Um tíma rak Mats Ijósmynda- vöruverslun og portrett-stúdíó í Reykjavík, en hin seinni ár hefur hann helgað sig átthagamyndatök- um úr lofti. Hann á nú mikið safn mynda, jafnt af þéttbýlisstöðum sem og af flestöllum sveitabýlum og eyði- býlum á íslandi. Úr tölvuvæddu ljós- myndasafni sínu dreifir hann land- kynningar- og skreytingarmyndum um allan heim. Mats hefur áður haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Sýningarskráin hefur verið gefin út á CD-ROM diski bæði fyrir Macintosh- og PC-tölvur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.