Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 29 LISTIR Sumarverkum lokið í Laugar- nesinu Silja Aðalsteinsdóttir Jóhann Hjálmarsson Bragi Þórðarson Útgáfubækur Hörpuútgáfunnar Perlur og blöndukútur TOJVLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar KAMMERTÓNLEIKAR Hlíf Sigurjónsdóttir, Junah Chung og Sigurður Halldórsson fluttu tríó og dúetta eftir Haydn, Martinú og Beethoven. Þriðjudagurinn 1. september, 1998. Á EFNISSKRÁ síðustu tón- leika sumarsins í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar var leikin sérlega sumarleg tónlist og eins og sagn- fræðingar hafa bent á eru strengjatríó og dúettar einhver glaðlegustu tónverk sem samin voru á tímum vínar-klassíska tím- ans, sennilega af því að tónskáldin hugsuðu verkin til brúks í heima- húsum og þó sérstaklega til skemmtunar. Strengjatríóin eftir Franz Jos- eph Haydn eru ótrúlega góð tón- list og sá mikli fjöldi sem hann samdi, eða um 126 slík verk á ár- unum 1762-1775, eru ekki frá hans hálfu merkt með ópus-núm- eri og aðeins eitt tveggja þátta verk er að sjá í tónverkalistanum, nr. 5 í fyrstu bók. I efnisskrá er það tveggja þátta tríó, sem leikið var, merkt op. 53 en ekki auð- kennt á annan máta, hvorki tón- tegund eða staða í tónverkaskrá Grove. Hvað sem þessu líður er þetta tveggja þátta tríó mjög skemmtileg tónsmíð en einmitt í þessum tónsmíðum, ásamt kvar- tettunum, er að finna lykilinn að tónsmíðatækni þeirri er einkenndi sinfóníurnar. Verkið var léttilega flutt af Hlíf Sigurjónsdóttur, Junah Chung og Sigurði Halldórs- syni en þessi tónlist er svo gegn- sæ, að hljóðfæraleikarar þurfa að ráða yfir allt að því „vírtúósísk- um“ skýrleika. Þrátt fyrir ein- staka hnökra var leikurinn í heild mjög góður og fjörugur. Annað viðfangsefni tónleikanna voru þrír madrigalar eftir Martinú, sem sagður er hafa verið „músíkantískur" og leikandi léttur í verkum sínum og í heild var þessi skemmtilega tónlist vel flutt af Hlíf Sigurjónsdóttur og Junah Chung. Lokaverkið var strengjatríó í G-dúr, op. 9, nr. 1, eftir Beethoven. Verkið er stór- kostleg tónlist, sannkölluð temat- ísk blómadýi-ð, samin í Vínarborg, er höfundurinn var 28 ára en þá hafði hann m.a. samið fjórar fyrstu píanósónöturnar sínar. Á þessum árum mun Beethoven hafa sótt tíma til Albrechtsberger, enda geisla þau af fallega unnum kontrapunkti og þó hlustendur sakni ekki fjórðu raddarinnar, mun höfund hafa þar á skort, því hann samdi ekki fleiri strengjatríó. Flutningurinn var að mörgu leyti vel útfærður en þó ekki án hnökra er aðallega tengd- ust inntónuninni, sem aðeins næst með langri samæfingu og nær langt út fyrir svið samvirkni í leik og tónstöðu. Að öðru leyti var flutningurinn skýrlega mótaður, árekstralaus og á köflum fjörugur. Hvað um það sem þar á vantaði, þá voru tónleikarnir í heild hressi- lega framfærðir og með þessum fjörugu tónleikum var þar með lokið sumarverkunum að þessu sinni í Laugarnesinu. Jón Ásgeirsson PERLUR úr Ijóðum íslenski'a kvenna er ljóðaúrval sem Silja Aðal- steinsdóttir hefur tekið saman og er meðal væntanlegi’a útgáfubóka Hörpuútgáfunnar. í kynningu segir að ljóðin myndi eins konar ljóðsögu: „Þau byija á ljóðum um að vera barn, sem síðar yxi upp, yrði ung- lingsstúlka, kona. Ljóð geta sagt hið ósegjanlega, það sem ekki er hægt að segja og það sem ekki má segja“. Marlíðendur er fimmtánda ljóða- bók Jóhanns Hjálmarssonar. „Ljóð hans hafa að undanfömu vakið æ meiri athygli heima og erlendis og era til í þýðingum á fjölmargar tung- ur. Nýlega kom út eftir hann ljóða- safn á Spáni með 103 ljóðum og væntanleg era ljóðasöfn eftir Jóhann í fleiri löndum," segir í kynningu. Blöndukúturinn - Eftirminnilegir atburðir og skemmtilegt mannlíf er þrettánda bók Braga Þórðarsonar, sem m.a. er kunnur íyrir Borgfirska blöndu. Sagt er frá Hjalta Björns- syni sem fór til Þýskalands á stríðs- árunum, var sakaður um njósnir fyrir Þjóðverja og lenti í fangelsi á Bretlandi. Þá eru frásagnir af lífi og starfi Herdísar Ólafsdóttur á Akra- nesi og Theódórs Einarssonar gam- anvísna- og revíuhöfundar, einnig sagnir af björgunarafrekum og náttúruperlum. í bókaflokknum Lífsgleði - Minn- ingum og frásögnum frá fyrri tið eftir Þóri S. Guðbergsson birtast endurminningar Halldórs Gröndals, Jónu Rúnu Kvaran, Rannveigar Böðvarsson, Róberts Arnfinnssonar og Sigi'íðar Þorvaldsdóttur. I bóka- flokknum hafa nú birst frásagnir og endurminningar eftir 41 Islending. Fyn- á árinu kom út hjá Hörpuút- gáfunni bókin Akranes - Saga og samtíð - mannlíf á líðandi stund í máli og myndum eftir Gunnlaug Haraldsson sagnfræðing og Friðþjóf Helgason ljósmyndara. Meginefni bókarinnar eru á annað hundrað nýj- ar litmyndir, flestar svipmyndir af daglegu lífi bæjarbúa. Texti bókar- innar er á íslensku, ensku og dönsku. Aðrar bækur Höi-puútgáfunnar eru spennubók eftir Jack Higgins, ástarsaga eftir Bodil Forsberg og bók um lífið eftir dauðann eftir Grace Rosher. Brúðu- bíllinn á ferð um Austfírði BRÚÐUBÍLLINN verðm- á ferð um Austfirði dagana 5-15. september með sýningu sem heitir Brúður, tröll og tráðar. Fyrsta sýningin verður nú á sunnudag á skólavellinum á Vopna- firði. Mánudaginn 8. september á Herðubreiðarplaninu á Seyðisfirði, þriðjudag við Lómatjarnargarð á Egilsstöðum, miðvikudag verður bíll- inn við Egilsbúð á Neskaupstað, fimmtudaginn í Skrúðgarðinum á Eskifii'ði, við grunnskólann á Reyð- arfirði á fóstudag, við grannskólann á Fáskráðsfirði á laugardag, á íþrótta- vellinum á Stöðvarfirði á sunnudag, við íþróttahúsið á Djúpavogi á mánu- dag og þriðjudaginn 15. september á Höfn á Homafh'ði. I sýningunni koma fram ýmsar þekktar persónur úr Brúðubílnum og mai'gar nýjar sem ekki hafa komið fram áður. Um 50 bráður eru í sýningunni, allt frá fingi-abrúðum upp í stórar brúður sem leikarinn klæðist. BRÚÐULEIKARARNIR Sigrún Erla Sigurðardóttir, Hörður Svansson, Helga Steffensen og leikstjórinn Sigrún Edda Björns- dóttir með nokkrar brúður. Morgunblaðið/Kristinn BANDANEONLEIKARINN Oliver Manoury, Árni Heiðar Karlsson pí- anóleikari, Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og Edda Heiðrún Backman, söng- og leikkona. Kaffíleikhúsið „Kvöld hinna döpru en ástríðufullu tóna“ BANDANEONLEIKARINN Oliver Manoui-y leikur á tónleikum Kaffileik- hússins í Hlaðvarpanum laugardags- kvöldið 5. september kl. 21. Yfirskrift tónleikanna er „kvöldi hinna döpru en ástríðufullu tóna“ og era flytjendur ásamt Oliver Edda Heiðrán Back- man, söngkona og leikkona, Tómas R. Einai'sson, konfi-abassaleikai'i og Ámi Heiðar Kai'lsson píanóleikaii. Oliver hefur komið fi'am á tónleik- um á íslandi í 15 ár. Hljóðfæri hans, bandaneon, er þýskt að upprana, en bai-st til Argentínu í byrjun aldarinn- ar þar sem segja má að hljóðfærið hafi íyrst fengið „tónlist við sitt hæfi“ og er bandaneon fyrir mörgum tákn tangótónlistarinnar, segii' í fréttatil- kynningu. Hópurinn mun flytja argentínska tangóa, brasilísk lög ft'á sjöunda ára- tugnum, jassballöðui- auk íslenski’a laga, meðal annars við ljóð eftir Hall- dór Laxness og Ingibjörgu Hai-alds- dóttur og lög úr sýningu Leikfélags Reykjavíkur, Evu Lunu. Dönsk kímni í Norræna húsinu DANSKI rithöfundurinn og presturinn Johannes Mollehave heldur fyrirlestur í fundarsal Non-æna hússins sunnudaginn 6. septem- ber kl. 16. Hann talar um danska kímni eða Dansk humor. Johannes Möllehave er prest- Johannes læiðui, lauk Molleliave kandídats- prófi í guð- fræði árið 1963 og starfaði sem prestur til ársins 1991. Hann hefur getið sér gott orð í Dan- mörku sem sóknarpestur með umdeilanlegar skoðanir og gott skopskyn en hann er ekki síður þekktur sem í'ithöfundur og greinahöfundur, segir í frétta- tilkynningu frá Norræna hús- inu. Árið 1991 hlaut Johannes Mollehave verðlaun sem nefn- ast Árets Johannes, 1993 fékk hann Barnabókaverðlaun frá Den danske Boghandler Med- hjælperforening og 1996 fékk hann H.C. Andersen verðlaun- in. Auk fyi'irlestursins í Nor- ræna húsinu, hefur hann verið á Sauðárkróki og Akureyri með fyrii'lestra. Aðgángur er ókeypis á fyrir- lestui'inn. Danskur tryllir endurtekinn KVIKMYIVPIR It (‘ <• III) 0 <J>' i || || NÆTURVÖRÐURINN „NIGHTWATCH" ★% Leikstjóri: Ole Bornedal. Hand- rit: Bornedal og Steven Soder- bergh. Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Patricia Arquette, Nick Nolte. Miramax. 1997. DANSKI tryllirinn Nattevagt- en eftir Ole Bornedal var ágæt- lega gerður á sinn hátt, að mestu laus við þann viðvangingsbrag sem norrænir tryllar einkennast oft af og var nógu spennandi til þess að vekja áhuga kvikmynda- framleiðenda í Hollywood. Þeir hjá Miramax fluttu Ieikstjórann vestur og fengu honum það verkefni að gera myndina uppá nýtt með amerísku lagi. Fyrir þá sem sáu frummyndina er lítið gaman að endurgerðinni því það litla plott sem myndin hékk á kemur okkur auðvitað ekki að notum (leiðir hugann að því hvernig Gus Van Saint ætlar eig- inlega að endurgera „Psycho" ramma fyrir ramma og halda spennunni!). Þeir sem misstu af dönsku myndinni gætu hugsanlega grætt meira á endurgerðinni en hinir. Þó er það óvíst. Bornedal gerir hana næstum lið fyrir lið eins og fyrri myndina en það er eins og allt púðrið sé farið úr sögunni. Ewan McGregor leikur lögfræði- nema sem hyggst nota næturnar fyrir lestur skólabóka og vinna sér inn svolítinn pening í leiðinni. Hann fær starf sem næturvörður í líkhúsi en þar er óvenjulega mikið að gera því fjöldamorðingi gengur laus í borginni og fórnar- lömbin enda öll í líkhúsinu hjá lagastúdentinum. Áður en hann veit af hefur einhver komið því svo fyrir að hann er sá sem lög- reglan grunar helst um ódæðis- verkin. Það er sami óhugnaðurinn í þessari mynd og þeirri dönsku tengdur líkhúsinu, líkamspörtum, illa leiknum líkum og formalín- kerum en Bornedal gengur ekki sem best að skapa spennu í annarri tih-aun einfaldlega af því það er eins og maður sé að horfa aftur á sömu myndina. Persónu- sköpunin var mun vandaðri í dönsku myndinni og hún tryggði ákveðið raunsæi. Leikstjóranum hefur ekki tekist að virkja leikar- ana sem skyldi í þetta skiptið. Maður finnur hvað MacGregor þarf að hafa fyrir því að hlæja eða setja upp skelfingarsvipinn. Patricia Arquette leikur kærust- una hans eins og svefngengill, virðist einatt utan við sig. Nick Nolte leikur lögreglumanninn sem stjórnar rannsókn málsins og er í mjög veigamiklu hlutverki en það einhvern veginn dettur hvorki af honum né drýpur sama á hverju gengur. Þeir sem vilja sjá söguna kvik- myndaða á viðunandi hátt ættu að næla sér í dönsku myndina. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.