Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 42
*±2 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Sigrún Guð- mundsdóttir fæddist á Bæ í Tré- kyllisvík í Árnes- hreppi 28. júní 1915. Hún lést í Landspítalanum 26. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Guð- mundsson og Steinunn Hjálm- arsdóttir. Alsystk- ini Sig.-únar eru Sigurbjörg, Jens- ína, Hansína, Elín, Björg- mundur, Óli Jens og Þorkell. Fósturforeldrar Sigrúnar voru hjónin Þorleifur Frið- riksson og Hjálmfríður Hjálm- arsdóttir. Fóstursystkini: Lilja, Ingibjörg, Klara og Hjálmar. Einnig ólst upp hjá þeim hjónum Auðunn Jónsson. Sigrún var tvígift. Fyrri eig- inmaður hennar var Halldór Guðmundsson húsasmíða- meistari, frá Breiðabólsstað á Oss héðan klukkur kalla, svo kallar Guð oss alla til sín úr heimi hér, þá söfnuð hans vér sjáum og saman vera fáum í húsi því, sem eilíft er. (V. Briem.) Nú er tengdamóðir mín öll, loks laus undan þjáningunum. I hugann hrannast minningar og leiftur frá liðnum stundum. Við áttum sam- leið síðastliðin 26 ár. * Frá þeim degi er yngsti sonur- inn Björn kynnti mig fyrir henni, stóðu dyr hennar opnar. Gestristni og vinarþel stóðu óslitið síðan. Sér- staklega vil ég þakka hlýhug í garð móður minnar sem lést fyrir fáum árum. Sigrún átti heimili með Grétu dóttur sinni undanfama ára- tugi. Þangað var alltaf gott að koma. Bömin mín tvö bmgðu sér oft í heimsókn og deildu með henni gleði og sorgum. Þar var alltaf gott að fá uppörvun og hvatningu. Hún var börnunum mikils virði. Nú er hún horfín og skarðið stórt, því hún Skógarströnd, f. 2.5. 1913, d. 11.10. 1994. Þau slitu samvistir. Sigrún giftist síðar Össuri Friðrikssyni raf- virkjameistara frá Selabóli í Önundar- fírði, f. 13.10. 1913, d. 8.11. 1968. Börn Sigrúnar og Hall- dórs eru sjö: 1) Þóra, maki Gunnar Ragnar Svein- bjömsson. 2) Gréta. 3) Hrafn- hildur, maki John DeMarco. 4) Ragnheiður Ingibjörg, maki Guðmundur Valur Ólafsson. 5) Guðmundur Gunnar, maki Hólmfríður Rögnvaldsdóttir. 6) Sigrún, maki Hafþór Ed- mond Byrd. 7) Björn, maki Auður Gilsdóttir. Barnabörnin em 19 og barnabarnabörnin 15. Jarðsett var frá Háteigs- kirkju 3. september í kyrrþey, samkvæmt ósk hinnar Iátnu. var síðasta amma þeirra. Minning- amar em því dýiTnætari. Hún bar velferð afkomenda sinna fyrir brjósti og fylgdist vel með framfór- um þeirra. Hún var fædd og uppal- in norður á Ströndum og hvarflaði hugurinn því oft heim á æskuslóð- ir, til hárra fjalla og sævarins sem lífbjörgin var sótt í, einnig til vina og ættingja. Signin kynntist fljótt gildi vinn- unnar og var mjög atorkusöm og dugleg. Hún lét sitt ekki eftir liggja í leik og starfí. Hún var fríð kona og nett, dökk á brún og brá, létt í lund og skjót til svara. Sigrún var mjög fróð og einstaklega minnug og vel lesin. Þangað var alltaf hægt að sækja gnægð fróð- leiks og var oft leitað í smiðju til hennar. Hún var félagslynd, við- ræðugóð og trygg vinum sínum. Hún var einnig ákveðin kona, þrautseig og útsjónarsöm, sem kom sér vel þegar erfitt var um að- fóng og bömunum fjölgaði. Þegar hún var sextán ára að aldri annað- ist hún heimili fósturforeldra sinna. Eftir það lá leiðin til Reykja- víkur í vinnu og nám. Þá lá leið hennar norður til Djúpuvíkur á heimaslóðir og kynntist hún þar fyrri eiginmanni sínum Halldóri Guðmundssyni, húsasmíðameist- ara, sem vann við uppbyggingu síldarverksmiðjunnar. Þau eignuð- ust sjö böm og em afkomendur því orðnir margir. Þau hófu búskap í Reykjavík og fluttust síðan norður á Hjaltejrri við Eyjafjörð. Meðan hún var búsett starfaði hún m.a. í kirkjukórnum, kvenfélaginu og leikfélaginu á staðnum. Þau flutt- ust frá Hjalteyri, suður til Kefla- víkur 1947. Þar átti hún og rak hárgreiðslustofuna Sunnu, af myndarskap, ásamt stóm heimili, sem stóð öllum opið sem á þurftu að halda. Hún vann í nokkur ár á símstöðinni í Keflavík. Halldór og Sigrún slitu síðar samvistum. Eftir það bjó hún á Selfossi um tíma með síðari eiginmanni sínum Össuri Friðrikssyni, rafvirkjameistara. Þaðan lá leiðin til Eyrarbakka og átti þau heimili á Hofí til nokkurra ára. Síðar fluttust þau til Reykja- víkur. Eftir lát hans 1968 hélt hún heimili með börnum sínum Grétu og Birni, uns Bjöm stofnaði eigið heimili. Eins og áður er getið áttu þær Gréta heimili saman síðustu árin og var gestristni í hávegum höfð eins og endranær. Á síðustu tíu árum starfsævinnar starfaði hún hjá kjötiðnaðarstöð SIS og er þá fátt eitt upptalið af því sem hún starfaði við á langiTÍ ævi. Nú þegar að kveðjustund er komið langar mig að þakka velvild hennar í minn garð og samfylgdina í gegnum árin. Minningin um mæta konu lifír. Þín Auður. Hún amma mín var stórkostleg kona, stjórnsöm var hún og ákveð- in alveg fram á síðasta dag. Hún amma var mér alltaf svo góð. Lýsir það sér best í því að þeg- ar mamma og pabbi komu með mig í heimsókn af fæðingardeildinni rúmlega sjö merkur var hún búin að útbúa lítið rúm handa mér úr skókassa sem hún hafði klætt að innan með bómull svo að mér yrði ekki kalt. Eins sagði hún mér frá því að hún hefði haft miklar áhyggj- ur þegar mamma baðaði mig í stóra baðkarinu af því að ég hreinlega skolaðist niður um niðurfallið. Henni fannst ég pínulítil písl, en svona var hún, bar ævinlega um- hyggju fyrir mér. Þótt hún segði mér oft til og þar á meðal í leikjum man ég sérstaklega eftir einu skemmtilegu atviki, en þannig vai- að þegar ég var krakki og reyndar fram eftir aldri spOuðum við amma oft olsen, olsen og gaf amma ekkert eftir. „Krakkar verða að læra líka að tapa,“ sagði hún. Allavega var hún búin að vinna nokkrum sinnum í röð og var ég orðin frekar vondauf um að geta minnkað bilið en ein- hvern veginn tókst mér það þangað til aðeins eitt stig bar á milli. Hafði ég einhverjar áhyggjur af því að mér tækist ekki að vinna þá gömlu en mér til happs hringdi síminn í þann mund sem ég átti að gefa og meðan amma talaði í símann tók ég allar „átturnar" og gaf mér þær og eitt betur, en lét hana hafa næstu fímm spil. Þótt liðin séu 25 ár man ég enn hvað amma hló lengi og innilega að mér og hef fengið að heyra þessa sögu oft síðan. Amma, mér þykir leitt að hafa ekki getað heimsótt þig á spítalann en í huganum fór ég oft til þín og var hjá þér, ég veit líka að þú fannst það því að við skynjuðum hvor aðra mjög vel. Oft þurftir þú ekki annað en að hugsa til mín, þá fann ég það og kom í kaffisopa til þín. Talandi um kaffisopa, hún amma vildi hafa kaffíð rótsterkt, síðan var það einhvern tímann að hún kom í heimsókn og ég hellti uppá og passaði mig nú á því að hafa kaffíð „almennilegt" eins og hún sagði, en það þarf ekki að orð- lengja það að sú gamla var alsæl með dótturdótturina og sagði: „Já, þú ert nú ekki skyld henni Björgu í Bæ (í Trékyllisvík á Ströndum) fyrir ekki neitt“, en hún var amma hennar ömmu og var hún fræg fyr- ir sitt sterka kaffí. Amma, þú spurðir mig oft og mörgum sinnum hvernig þetta væri, hvort ég ætlaði ekki að fara koma með bam, nú væri ég búin að fínna þann rétta og ef ég færi ekki að drífa í þessu yrðir þú löngu „dauð“ (eins og þú orðaðir það)! Ekki gat ég uppfyllt þá ósk þína en ég veit að þegar að því kemur þá munt þú fylgjast vel með og gæta þess eins og þú gættir mín forðum daga. SIGRUN , GUÐMUNDSDÓTTIR y t INGIBJÖRG MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi bókavörður, Keldulandi 11, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 2. september. Grettir Gunnlaugsson, Þuríður Ingimundardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Kristín Pálsdóttir, Ingibjörg Margrét Gunnlaugsdóttir, Sveinn Bjömsson. t Við þökkum innilega auðsýnda samúð við frá- fall og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÓLAFAR VILMUNDARDÓTTUR, Laufásvegi 42, Reykjavík. Starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakoti eru færðar sérstakar þakkir fyrir einstaka um- önnun og hlýju í hvívetna. Ólafur Þorsteinsson, Helga Jónsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Skafti Jónsson, Jón Skaftason, Ólöf Skaftadóttir, Kristín Ólafsdóttir, Steinunn Ólafsdóttir. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Öldugranda 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 26. ágúst sl. Jarðsett var í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Alúðar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks, sem annaðist hina látnu undanfarið ár. Þóra Halldórsdóttir, Gunnar Ragnar Sveinbjörnsson, Gréta Halldórsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir, John Demarco, Ragnheiður I. Halldórsdóttir, Guðmundur V. Ólafsson, Guðmundur G. Halldórsson, Hólmfríður Rögnvaldsdóttir, Sigrún Halldórsdóttir, Hafþór Edmond Byrd, Björn Halldórsson, Auður Gilsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær fósturdóttir mín og systurdóttir okkar, RAGNHEIÐUR ÞÓRSDÓTTIR, Gröf, Víðidal, verður jarðsungin frá Undirfellskirkju laguardaginn 5. september kl. 14.00. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Sigfús Sigfússon, Skúli Sigfússon, Helga Sigfúsdóttir og fjölskylda, Jóhanna Sigfúsdóttir og fjölskylda, Benedikt Sigfússon og synir. Nú kveð ég þig, amma mín, í bili með kveðju frá systkinum mínum. Ég bið góðan Guð að gæta þín, elsku amma mín, og kveð ég þig eins og við kvöddumst alltaf: „Við heyrumst og sjáumst". Þín dótturdóttir, Sigurrós Ásta Hafþórsdóttir. Það er svo skrítið að þó svo að ég viti að ömmu líði vel núna þá græt ég yfir því að hún sé farin frá okk- ur. Það er kannski ekki vegna þess að dauðinn sjálfur sé svona sár heldur allar þær minningar sem ég á um ömmu. Amma hélt heimili með Grétu frænku minni. Og þar var sko ekki komið að tómum kofanum, alltaf fékk maður heitt kaffí og ein- hverskonar bakkelsi sem amma hafði bakað sjálf eða sent Grétu eftir út í búð. Einu sinni þegar ég og Agnes Yr komum labbandi til hennar í vondu veðri og sú litla var ekki nema hálfs árs þá reif amma krakkann af mér og gaf henni kaffisopa í glas. Ég hélt að ég yrði ekki eldri, en amma sagði bara: „Já, hún hefur bara gott af þessu,“ og þar með var það mál útrætt. Því að hún amma lét sko ekki segja sér fyrir verkum, ákveðin og þrjósk var hún, það verður ekki af henni tekið. Og sem betur fer hefur hún mamma feng- ið þetta skap frá þér, og ég veit að þetta skap verður áfram í þessari ætt því hún dóttir mín er alveg eins. Þegar ég gifti mig þá treysti amma sér ekki í brúðkaupið en var alltaf að tala um hvað það væri nú gaman að sjá mig í brúðarkjólnum. Þá ákvað ég að fara bara til hennar í kjólnum á Öldugrandann. Fólk hefur haldið að ég væri eitthvað biluð þegar ég staulaðist upp á aðra hæð með kjólinn undir hendi til þess eins að sýna henni ömmu kjólinn, en þá hló amma bara og var mjög glöð yfír því að ég skyldi hafa gert þetta. Þín verður sárt saknað af okkur öllum en ein lítil stelpa mun ekki gleyma þér, það er hún Agga bagga, eins og þú kallaðir hana. Því þín síðasta heimsókn var að heimsækja mig í Kópavoginn og þegar ég og mamma vorum búnar að baka vöfflur og allir voru sestir við borð, þá sagði sú stutta: „En hvar er amma?“ og leitaði að þér um alla íbúð. Hún vildi að þú fengir þér vöfflu líka. En, elsku amma, þú varst orðin mjög veik og hafðir fengið þér blund í sófan- um. Elsku amma, takk fyrir allar þeir stundir sem við áttum saman, og minningarnar um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu. Ég veit að þér líður vel á þeim stað sem þú ert núna og veit að þú munt fylgj- ast með henni Öggu böggu þinni um ókomin ár. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku mamma, pabbi, Ásta, Öss- ur, Sía og Thelma, nú hefur amma kvatt og lagt upp í sína hinstu för. Við skulum gleðjast yfír því og biðja góðan guð um að styrkja okk- ur í þessari miklu sorg. Hvfl þú í friði. Þín Berglind Hafþórsdóttir (Linda), Rósmundur Magnússon, Agnes Yr Rósmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.