Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 48«. Egill Grétar Stefánsson var fæddur í Glerár- hverfi á Akureyri 18. mars 1957. Hann lést á heimili sínu á Akureyri 28. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Kristbjörg Magnúsdóttir og Stefán Pétursson. Systkini Egils eru Helgi Magnús, f. 1954, María Sigur- björg, f. 1955, Svandís Ebba, f. 1958, Júlia, f. 1962, d. 1971, og Anna Kristín, f. 1963. Hinn 17. júní 1976 kvæntist Þú varst okkur miklu meira held- ur en venjulegur pabbi. Þú varst ein- lægur vinur sem gafst okkur allan þann kærleik og alla þá ást sem þú hafðir fram að bjóða. Alltaf hjálpaðir þú okkur og hvattir áfram sama hvað við tókum okkur fyrir hendur. Skynsemi og vandvirkni var þér alltaf ofarlega í huga sem var og verður okkur ómetanleg leiðsögn í lífínu. Það skipti aldrei hvemig málum var háttað þú fannst alltaf björtu hliðarnar og gerðir gott úr. Okkur er það sérstaklega minnisstætt fyrir skömmu, þú varst þá búinn að missa allt hárið, Anna bauðst til þess að raka þig en þú sagðir: Nei ég get nú alveg rakað mig en þú mátt hjálpa mér að greiða mér. Alveg frá því við munum fyrst eftir okkur, er það sér- staklega minnisstætt hversu at- hafnasamur þú varst hvernig sem í pottinn var búið. Okkur er það dýrmætt að þú kenndir okkur að trúa og treysta á Guð sem er mikil huggun og styrkur í það stóra skarð sem þú skilur eftir. Öll orð virðast vera svo fátæk til þess að lýsa því hvaða yndislegu per- sónu þú hafðir að geyma. Minningin í hjarta okkar og þann mikilvæga sess sem þú skipar þar segir okkur miklu meira. Hún fylgir okkur allt lífíð, því hvað sem við genim og hvert sem við förum þangað ferð þú með okkur í hjarta okkar. Þín elskandi böm Linda, Anna og Einar Ingi. Kæri Egill. í dag þegar við kveðj- um þig og litið er yfir farinn veg er margs að minnast. Fram á síðustu stundu varstu kát- ur og hress, gerðir að gamni þínu og sást björtu hliðamar á öllum málum. En svona er lífið. I blóma lífsins og á bezta aldri háðir þú hetjulega bar- áttu við illvígan sjúkdóm, sem tekur allt of marga. Þú varst ótrúlegur, lést aldrei bil- bug á þér fínna, hafðir á orði að þér mundi batna og sannarlega ætlaðir þú að sigra. Með jákvæðri hugsun, mikilli hjálp barna þinna og eiginkonu, og allra okkar bæna, tókst þér að fram- lengja þitt eigið Iíf og gast verið hjá okkur lengur en margir héldu. Sérstaklega er okkur í fersku minni laugardagurinn 6. júní síðast- liðinn, þegar þú og Kolla buðuð okk- ur í óvissuferð. Þvílíkt ferðalag. Fyrst vorum við heima hjá ykkur, spjölluðum saman og hlógum dátt, svo fómm við öll á myndastofu, síðan í Rósagarðinn, þar tóku allir vel til matar síns, þar sátum við og spjöll- uðum fram á nótt, enduðum heima hjá ykkur og enn var hlegið. Þvílíkt kvöld. Minningin lifír í máli og myndum. Elsku Kolla, börnin og allir ástvin- ir, megi góður Guð gefa ykkur styi'k í þessari miklu sorg. Elsku Egill, far þú í friði, kæri vinur. Mamma og pabbi, Helga, Helgi og dætur, María og börn, Svandís, Jóhannes og böm, Anna, Anfinn og böm. I ársbyrjun 1975 bankaði ungur piltur tæplega átján ára upp hjá Egill eftirlifandi konu sinni, Kol- brúnu Júlíusdótt- ur, f. 12. deseniber 1958, og eignuðust þau þrjú börn: Lindu, f. 17. des- ember 1978, unnusti _ hennar er Birgir Örn Reynis- son, f. 15. _nóvem- ber 1977; Önnu, f. 8. júlí 1981; og Einar Inga, f. 28. nóvember 1983. títför Egils fer fram frá Glerár- kirkju föstudaginn 4. septem- ber og hefst athöfnin klukkan 14. okkur og spurði um Kollu, þessi pilt- ur var Egill, var að koma í land, var þá á togara. Mér hálfbrá, vegna þess að Kolbrún var þá á sautjánda ári og var að klára Gagnfræðaskólann, hún var mjög heimakær og fór aldrei neitt, en henni hafði tekist að kynn- ast Agli, og síðan voru þau óaðskilj- anleg, fóru að stofna heimili strax og voru samtaka í öllu sem þau gerðu. Hinn 17. júní 1976 giftu þau sig, sá dagur var bjartur og fagur, 20 stiga hiti, þama var ég búin að eign- ast tengdason sem var þvílíkt tröll, að leitun var að öðrum eins. Hann vann og þau bæði í verksmiðjum SÍS eins og svo margt ungt fólk þá, hann fann og vissi að engin framtíð væri í því og fór því að læra múr- verk, og vann við það, fyrst hjá öðr- um og síðan með sitt eigið fyrirtæki, þar til þau keyptu hlut í Hnakkvirki 1995, og rak hann það ásamt föður sínum. Egill var mjög vandvirkur og handlaginn, það lék allt í höndunum á honum. Hann var líka mjög ákveð- inn og lét sig ekld ef því var að skipta. Þau keyptu gamla íbúð, og hún var gerð upp, seldu og keyptu aðra, síðan keyptu þau fokhelda rað- húsaíbúð í Móasíðu 6c. Þar vann hann dag og nótt, svo þau gætu flutt inn. Þegar þetta var voru þau búin að eiga börnin sín, þrjú, Lindu, Önnu og Einar. Bömin, Kolla og heimUið voru honum kærust og lét hann ekkert eftir liggja til að þeim liði sem best. Alltaf hafði EgiU tíma tU að hjálpa öðrum, fjölskyldu minni var hann eins og sonur, sem alltaf hefði tilheyrt henni, hvernig hann ræktaði móður mína aldraða var einstakt og verður seint þakkað. Við Egill vorum góðir vinir, og margar góðar stundir átti ég og fjöl- skyldan með honum. Þegar á bjátaði hjá mér sagði hann: „Þú veist það, tengdamútta, að ég geri allt fyrir þig, því þú ert besta tengdamamma sem ég hef átt.“ Við hlógum oft að þessu því aldrei átti hann aðra. Þeg- ar við Hörður fórum að búa saman, tók hann honum mjög vel, og þeir urðu góðir vinir og mestu mátar. Þegar ég veiktist fyrir tveimur ár- um, datt engum í hug að Egill ætti eftir að berjast við sama sjúkdóm, lífið er fallvalt, og enginn veit sín ör- lög fyrir. Egill var mikUl baráttumaður, og eins tók hann á sínum veikindum og barðist af hörku, en í þetta sinn vann hann ekki orustuna, því miður. Egill var mjög trúaður og trúin og viljinn hjálpuðu honum í veikindun- um. í fjölskylduna var kominn tengdasonur, unnusti Lindu, Birgir Öm Reynisson, sómadrengur sem hefur reynst þeim sérstaklega vel. Kolla mín og börnin stóðu eins og klettar við hlið Egils, hann vildi vera heima og fékk það, heima var best. Fátækleg orð segja ekki mikið þegar góður drengur kveður lífíð allt of fljótt. Ég vil þakka fyrir að hafa átt vináttu hans í gegnum árin. Við Hörður biðjum guð að styrkja fjölskylduna. Margrét Emilsdóttir. Dagurinn var rétt að byrja - sím- inn hringir í morgunkyrrðinni og fréttin, sem við öll höfðum svo sterkt vonað að enn væri langt að bíða, var allt í einu orðin að veru- leika - þögnin verður algjör um stund og minningar daganna renna hjá með leifturhraða og orð verða allt í einu einskisverð. Hann Egill tengdasonur minn, vinur og ráðgjafi var farinn eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúk- dóm. Það var háttur Egils að taka dag- inn snemma og svo fór einnig þenn- an dag þegar hann lagði upp í hinstu för yfir fljótið mikla, sem aðskilur heimana tvo, þann sem við lifum í og hinn sem við öll verðum kölluð til fyrr eða síðar. Hetjur hversdags- leikans fara venjulega hljótt um stigu lífsins og að öllu jöfnu ekki troðnar slóðir. Það var líka snemma dags, síðla árs fyrir 24 árum að ég varð fyrst var við tilvist þína þegar þú komst heim með Kolbrúnu dótt- ur minni og hafðir gist um nótt - síð- an hefur þú tilheyrt okkar fjölskyldu virtm- og dáður. Það var mér mikils vh’ði að verða þér samferða þessi ár og söknuður- inn er djúpur. Lífsganga þín var kannski ekki alveg í takt við ann- arra, og mikið hrós áttu skilið. Ung- ur maður hættir í skóla og fer til sjós - kynnist ástinni sinni, hættir til sjós, stofnar heimili, eignast börn og fer að vinna í landi, drífur sig í iðn- nám, fer aftur í skóla og lýkur prófi með miklum ágætum. ÉgUl nam múraraiðn og starfaði við hana um árabil og fylgdist vel með allri fram- þróun á hennar sviði, sótti mörg námskeið henni tengd, hérlendis og erlendis, eða þar til hann fór að starfa að uppbyggingu fyrirtækisins Hnakkvirkis með Stefáni föður sín- um fyrir nokkrum árum. Oft hefur því vinnudagurinn verið langur, en þó aldrei svo að ekki væri tími fyrir fjölskylduna, eiginkonu og börn, sem honum voru kærari en allt ann- að í tilverunni. Þann kærleika sem hann gaf eiginkonu sinni og börnum getur sá einn gefið sem sjálfur hefur upplifað kærleikann - hann kom frá rótum hjartans. Mörg áhugamál átti Egill en þau lét hann bíða þar til önnur mikilvægari mál voru frá, þá loks gaf hann sér tíma til að sinna áhugamálum sínum. Sjóstangaveiði og hestamennska voru hans tóm- stundagaman. - Óþrjótandi var og áhugi hans á andlegum málefnum, en þar hafði hann fundið sér efnivið að vinna úr og ekki komið að tómum kofunum ef spurt var. Kæri vinur minn og tengdasonur. Við fórum ekki saman í Hörgána í haust eins og við töluðum um í vor, - en áin rennur áfram, eins og lífið, í sínum farvegi þangað til eitthvað ut- anaðkomandi kemur í veg fyrir það. Seinna eigum við eftir að hittast á árbakkanum og kætast saman, von- andi hefúr þú þá ekki gleymt gamla góða húmomum sem þú hafðir á lofti fram á síðustu stund. Þegar við erum ung er alllangt til æviloka - en svo eldumst við og finnum að sam- fylgdin í þessu lífi varir aðeins ör- skotsstund - þá er gott að geta glaðst yfir góðum samferðamönn- um, að hafa átt tilveru sína einmitt í samtímanum og verið þar í vina- fylgd. Júlíus Thorarensen. Kæri mágur, „mig sárt þín tekur til, en til að hjálpa skorti alla getu, þín hörðu örlög aldrei frið mér létu“. Við fráfall Egils leitar á hugann hin mikla gáta lífsins, um tilgang þessarar jarðvistar. Eftir 23ja ára kynni af mági mínum er margt sem lifir í minningunni. Ég minnist þess að er við Egill ræddum um lífið og tilveruna á ferðalagi erlendis í lok síðasta árs sagði hann: „Ég held að það væri ósköp lítill tilgangur með þessu lífi ef það væru ekki þessi blessuð börn.“ Þessi setning lýsir kannski Agli best, því Kolla og börn- in þeirra áttu hug hans allan, og hans minnist ég fyrst og síðast sem ástríks fjölskylduföður. Saman byggðu þau upp fallegt heimili þar sem fjölskyldan var í fyrirrúmi. Það hefur alltaf verið gott að koma til Kollu og Egils, fyrst einn, síðan með konu og börn. Samskiptin hafa alltaf verið hrein og bein. I eitt af fyrstu skiptunum er ég kom með Diddu í heimsókn til þeirra spurði Egill: „Segið mér, er einhver alvara í þessu hjá ykkur.“ Það var alltaf komið beint að efninu. Egill var alla tíð hress og kátur og stutt í glensið hjá honum. Stutt er á milli sorgar og gleði í þessu lífi og aldrei að vita hvenær kallið kemur. Ekki kvartaði Egill þótt veikindin væru erfið, var alltaf jafn jákvæður og lét ekki bugast. Þótt hann hafi núna lagt af stað í sína síðustu för þá mun hann alltaf dvelja hjá okkur í minningunni. Elsku Kolla, Linda, Biggi, Anna og Einar Ingi, við Didda og dæturn- ar vottum ykkur okkar dýpstu sam- úð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Hallgrímur Júhusson. „A grænum grundum lætur hann mig hvflast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.“ Þessi orð Davíðs konungs komu sífellt upp í huga minn föstudaginn 28. ágúst s.l. þar sem ég sat á iðagrænum bökkum elfunnar miklu í Aðaldaln- um. Þá um nóttina hafði frændi minn og vinur, Egill Grétar Stefáns- son, kvatt þessa jarðvist eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Eigi einhver skilið hvfld og næði í unaðsreit þá er það Egill frændi minn. Orð eins og uppgjöf, sjálfsvor- kunn og kvartsemi fundust ekki í hans orðabók. Andlegt þrek hans var af stærðargráðu sem fáum er gefið. Fyrir það fyrsta vil ég þakka frænda mínum fyrir að verða þess heiðurs aðnjótandi að vera um tíma samferða honum í lífinu. Egill var mér meira en frændi í „hefðbund- inni“ skilgreiningu þess orðs. Örlög- in höguðu því svo til að mæður okk- ar eru systur og feður okkar bræð- ur. Engin á ég systkinin en þannig skipuðust mál að í systkinunum í Steinnesi fann ég mín eigin. Og þau eru mörg og dýrðleg minningarbrot- in frá uppvaxtar- og samferðaárun- um. Við Egill, álíka gamlir, brölluðum eitt og annað. Eitt sinn kríuðum við út leyfi hjá foreldrum okkar (minnir mig örugglega) og stormuðum með útilegugræjur í nyrsta túnjaðarinn hjá ömmu og afa í Sunnu. Markmið- ið: útilega þar sem lifað væri af land; inu - ekkert nesti tekið með. í farteskinu vom tvær girnishankir og önglar. Um kvöldið skunduðum við með þetta niður á Krossanes- bryggjuna. Eftir langa og stranga setu í húðarrigningu og norðanátt höfðust tveir marhnútar upp úr krafsinu. Trúir kölluninni báram við þá upp í tjald og átum, hálfhráa eða hálfsoðna, eftir því hvernig á málið var litið. Ekki ætla ég að þræta fyrir að ósköp þótti okkur notalegt að koma við í rjúkandi ömmukakó á heimleiðinni daginn eftir. Þann sannleik uppgötvaði ég snemma að það áttum við Egill sammerkt að hafi ákvörðun verið tekin er ekki aftur snúið. Fyrstu sjóferðina fór ég kornung- ur með Skarphéðni móðurbróður mínum á litlum handfærabát út á lognsléttan Eyjafjörðinn. Hinn há- setinn var Egill, þá þegar orðinn sjóaður og liðtækur. Gleðin sem ríkti um borð þegar kviðbjartir þorskarnir birtust úr dýpinu var fölskvalaus. Gleði frænda minna var á hinn bóginn málum blandnari þeg- ar nýráðni hásetinn tók upp á því að verða sjóveikur svo um munaði - í blíðunni. A endanum vai-ð að stíma með gripinn í land. Vart grunaði okkur þá að ég yrði sá sem færi til sjós, en Egill í land. Sjálfsagt má segja að ekki hafi allt verið til fyrii-myndar sem að- hafst var; eitt sinn datt okkur þrem- ur það til hugar, Helga, bróður Egils, mér og honum að þruma úr lítilli haglabyssu á hænsnakofann hans Stefáns Péturssonar, pabba þeirra. Mig minnfr að Stefán hafi verið rétt mátulega þakklátur fyrir tiltækið. Þegar uppvaxtarskeiði lauk og al- vara lífsins tók við lágu leiðir til sitt hvorrar áttar. Egill stofnaði fjöl- skyldu og saman varð þeim Kollu þriggja gjörvilegra barna auðið, og hann fór ekki dult með stolt sitt af fjölskyldu sinni og heimili. Þetta voru hornsteinar lífs hans og ham- ingju. Hin síðari ár hittumst við aðeins af og til, en í þau skipti sem það gerðist var sem bralli bernskuár- anna væri rétt nýlokið og tími til kominn að hefjast handa á nýjan leik. Egill var húmoristi af Guðs náð og glataði aldrei þeim eiginleika - hvað sem á gekk. Minningin um Egil frænda minn er björt og fögur í huga og hjarta. Hann var drengur góður, harðjaxl og húmoristi, fallegur maður með fallega sál. Fyrir hönd okkar Dagnýjar og foreldra minna þakka ég samfylgdina. Jafnframt sendum við fjölskyldu hans og aðstandend- um innilegustu samúðarkveðjur okkar. Arthur Bogason. Kæri Egill. Það er erfitt að sætta sig við að þú skulir vera farinn, sárt til þess að hugsa að samverustund- irnar verða ekki fleiri. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast jafn einstökum manni og þú varst. Sorgin er mikil, en við trúum því að núna líði þér vel. Elsku Kolla, Linda, Biggi, Anna og Einar Ingi. Við biðjum hann sem öllu ræður að varðveita góðan dreng og styrkja ykkur á erfiðri stund. Magna og Elmar. Elsku frændi. Allfc í einu varstu ekki lengur hérna hjá okkur. Ég sem var búin að lofa því að kveðja þig, en þetta gerðist allt svo fljótt. Ég mun ávallt minnast þín í ára- mótaboðunum hjá ömmu og afa, þar sem þú sast í sófanum, og hafðir varla undan því að skjóta á okkur. Sjaldan eða aldrei gátum við svarað fyrir okkur, nema þannig, að þú hlóst þig alveg máttlausan. Svona mun ég muna þig, alltaf hressan og kátan. En núna ertu far- inn, og ég vil því segja bless við þig, og bið góðan Guð að varðveita fjöl- skyldu þína á þessum erfiðu tímum. Þín frænka, Eva Hrönn. Kæri vinur. Það er ótrúlegt en því miður satt, að þú ert farinn frá okk- ur. Talað er um að fólk á þínum aldri eigi allt lífið framundan, og sem bet- ur fer er það oftast satt. En þú áttir svo margt ógert. Þú hafðir svo mikinn lífsvilja og baráttuþrek, sem sýndi sig bezt síð- ustu dagana þegar þú fórst með verkfærin þín niður á Hnakkvirki og notaðir tímann meðal annars til að hreinsa þau og merkja með sérstök- um hætti. Þú varst mikið snyrti- menni og vildir hafa allt í röð og, . reglu. Það var alveg sama hvað þú ' tókst þér fyrir hendur, allt var fag- mannlega unnið, hvort sem það hét múrverk, flísalögn, hnakkasmíði eða bara skúra, sknibba og bóna, það skipti ekki máli, þú varst aldrei að- gerðarlaus. Það er margs að minnast á svona stundu, og væri of langt mál að telja það upp hér. En eitt er víst að þú varst vinur vina þinna, og kannski var einmitt núna að koma sá tími sem maður gat litið upp úr dagsins önn og verið meira saman. En ef til vill er lífið bara eitt augnablik og skulum við sem eftir stöndum ávallt hafa það hugfast og nota þann tíma sem við höfum vel. Elsku Kolla, þú hefur staðið sem klettur við hliðina á Agli allan tím- ann. Haltu ótrauð áfram, stattu hjá börnunum ykkar áfram því þau þurfa svo sannarlega á því að halda. Guð blessi ykkur öll um ókomna framtíð. Elsku Kidda, Stebbi, systkini, tengdaforeldrar og ástvinir allir, Guð blessi ykkur og varðveiti og gefi ykkur styrk. Egill minn, ég veit að þú vildir engar málalengingar og kveð ég þig því, kæri vinur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Vinarkveðja. Helga. f EGILL GRETAR STEFÁNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.