Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 44
-M4 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON + Guðmundur Guðjónsson var fæddur í Voðmúla- staða-Austurhjá- leigu í Austur- Landeyjum 1. sept- ember 1915. Hann lést á heimili sínu, Lindargötu 57, 22. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðjón Guð- mundsson, f. 12.5. 1890, d. 3.6. 1955, og Jóna Guðmunds- dóttir, f. 6.5. 1887, d. 11.7. 1972. Systk- ini hans: 1) Ingimundur, f. 28.12. 1916, d. 4.12. 1982. Fyrri kona Guðrún Kristjánsdóttir, f. 4.10. 1916. Þeirra sonur er Jónas. S.k. Margrét Róberts- dóttir, f. 23.1. 1932, d. 17.10. 1993. Þeirra börn eru: Elísabet Anna, Róbert Karl og Albert Ingi. 2) Eggert f. 17.11. 1918, d. 27.4. 1996. Kona hans Geirlaug Þórarinsdóttir, f. 13.8. 1916. Þeirra börn eru: Guðjón Ingi, Oddur Jónas og Þórunn Arndís. 3) Kristján B., f. 15.9. 1920. Kona hans Guðb'n Kristinsdótt- ir, f. 20.9. 1926. Þeirra börn eru: Kristinn Gústaf, Guðjóna, Krisiján Erik og Guðlín Erla. 4) Guðrún, f. 21.1. 1922. Maður hennar Sigurður O. Sigurðsson, f. 18.6. 1922, d. 24.7. 1994. Þeirra börn eru: Jóna Sigríður, Ragnheiður Björg og Júníus Sigurður. 5) Jóhanna, f. 18.1. 1924, d. 15.4. 1980. 6) Sigríður, f. 25.10. 1925. Maður hennar Ágúst Valmundsson, f. 30.8. 1918, d. 21.2. 1997. Þeirra dótt- ir er Sigrún. 7) Sigurður Þ., f. 11.6. 1927, d. 8.5. 1998. 8) Þórð- ur, f. 15.7. 1928. 9) Leifur Grét- ar, f. 15.7. 1928, d. 27.1. 1960. 10) Guðni, f. 12.4. 1931. Kona hans Barbara Stanzeit, f. 19.5. 1935. Þeirra börn eru: Greta, Gunnar, Gylfi, Barbara Helga, Bryndís og Berglind. 11) Krist- inn Sigmundur, f. 24.3. 1933, d. 2.12. 1933. Guðmundur kvænt- ist 30.12. 1939 Guðleifu Þórunni Guðjónsdóttur frá Voðmúlastaða-Mið- hjáleigu, f. 28.10. 1907, d. 30.6. 1984. Synir þeirra eru: 1) Sævar, f. 9.8. 1940. Kona hans Álfheið- ur Bjarnadóttir, f. 18.5. 1940. Börn þeirra eru: 1) Sól- veig Birna Sigurð- ardóttir, f. 14.6. 1964, maður hennar Þór Þorgeirsson, f. 1.6. 1963. Börn þeirra eru: Álfiieið- ur, f. 15.4. 1981, Bjarni Sævar, f. 15.5. 1992, og Árni Þór, f. 13.10. 1995. 2) Ari Eyberg, f. 3.8. 1967, sambýiis- kona Ásta Ósk Hákonardóttir Skaftfells, f. 17.7. 1972. 3) Guð- leif Sunna, f. 23.4. 1973, sambýl- ismaður Baldvin Hrafnsson, f. 20.8. 1973. Sonur þeirra er Guð- mundur Hrafn, f. 6.11. 1997. 4) Jóhanna Bjarndís, f. 7.1. 1980. 2) Helgi Þór, f. 22.11. 1943. Kona hans Salóme Guðný Guð- mundsdóttir, f. 19.8. 1944. Dótt- ir þeirra er Auður, f. 25.5.1967. Guðmundur stundaði sjósókn frá unglingsárum í Grindavík og Vestmannaeyjum uns hann hóf búskap á Snotru í A-Land- eyjum 1940. Tók hann við bú- skap af foreldrum sfnum í Austurhjáleigu 1948 og breytti nafni jarðarinnar í Búland. Hann hætti búskap 1959 og fluttist fjölskyldan til Reykja- víkur og bjó lengst af á Há- teigsvegi 4. Hann hóf störf hjá Olíufélaginu Skeljungi og var lengst af verkstjóri í olíustöð félagsins í Skeijafirði uns hann lét af störfum vegna aldurs 1990. Síðustu æviárin tók hann virkan þátt í starfi Félags eldri borgara í Reykjavík. Kveðjuathöfn verður í Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Jarðsett verður frá Voðmúlastaðaka- pellu í Austur-Landeyjum, laugardaginn 5. september kl. 13. Mér er tregt tungu að hræra, nú þegar ég kveð þig í hinsta sinn, minn hjartkæri tengdafaðir. Við hittumst fyrst fyrir rúmum aldarfjórðungi. Þið Guðleif tengda- mamma stóðuð tilbúin í holinu á Háteigsvegi 4 að taka á móti mér. Eg tók strax eftir þínum sterka per- sónuleika og geislandi gleði sem fylgdi þér alla tíð, þegar þú tókst skref á móti mér og sagðir þinni styrku röddu: „Loksins fáum við að sjáþig.“ Eg kom ekki ein inn í líf ykkar tengdaforeldra minna. Með mér voru bömin mín, Sólveig Birna og Ari Eyberg, þriggja og sex ára. Síð- ar eignuðumst við Sævar tvær dæt- ur, Guðleifu Sunnu og Jóhönnu Bjarndísi. Þegar maður hefur orðið fyrir áföllum í lífinu var mér ekki alveg kvíðalaust að bindast að nýju með bömin tvö. En ekki hefði ég þurft að bera áhyggjur af því. Þið tókuð okkur öll inn að hjarta ykkar. Hjá þér og Guðleifu var alltaf opinn faðmur, ástúð og tryggð. Það var eins og við hefðum alltaf tilheyrt ykkur og svo var til ykkar hinstu stundar. Alla tíð hafðir þú orðið að vinna mikið. Hann var stór systkinahóp- urinn þinn. Foreldrar þínir þurftu að metta ellefu börn og börn í sveit- inni byrjuðu snemma að taka til hendi til að létta undir. Fjórtán ára gamall fórstu til sjós, til Njarðvíkur og síðar til Vest- mannaeyja og varst á vertíðum þar og í Grindavík. Þegar þú svo kvænt- ist Guðleifu tengdamóður minni var ákvörðun tekin um að búa í sveitinni ykkar, Austur-Landeyjum. Fyrst á t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför ástkærrar ömmu okkar, tengdamóður, langömmu og langa- langömmu, MAGNEU V. EINARSDÓTTUR, Sólvangi, áður Grænukinn 17, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sólvangs fyrir góða umönnun. Haraldur R. Gunnarsson, G. María Gunnarsdóttir, Ársæll Már Gunnarsson, Magnea Þ. Gunnarsdóttir, Olga Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Már Torfason, tengdabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Snotru og þar fæddust drengirnir ykkar, Sævar og Helgi Þór, en síð- an á Búlandi. I samtölum okkar fannst mér samt alltaf að hugur þinn hafi meira hneigst til sjó- mennsku en búskapar. Þegar tengdamóðir mín missti heilsuna var vandi á höndum og margar áhyggju- og andvökustund- ir urðu hjá þér, elsku Guðmundur. En þegar þú tókst ákvarðanir var það ekki gert í neinni fljótfæmi. Því veit ég að þú hefur marghugsað málin með hliðsjón af veikindum konunnar þinnar og hvernig velferð hennar væri best borgið. I annan stað var það hugsunin um að drengirnir ykkar fengju tækifæri til að mennta sig og búa sig undir lífið. Aftast í umhyggjukeðjuna settir þú sjálfan þig, sem velferð hinna byggðist þó algjörlega á. Svo flutti fjölskyldan til Reykjavíkur. Þú fékkst vinnu hjá Skeljungi í Skerja- firðinum, þar sem þú vannst þaðan í frá alla þína starfsævi, lengst af sem verkstjóri. Það var keypt hæð í húsinu á Háteigsvegi 4. Þar var fastur tilverunnar punktur fyrir fjölskylduna þína allt þar til þú tókst þá ákvörðun nokkru eftir lát tengdamömmu að kaupa þjónustuí- búð á Lindargötu 57. Þar áttirðu tæp fimm ár, undir þér vel og eign- aðist marga kunningja og vini. Fé- lagslyndi var þér í blóð borið. Meðan Guðleif lifði hafði allt þitt líf snúist um að gera henni tilveruna léttari. Þegar hún kvaddi okkur myndaðist eðlilega tómarúm, sem við fjölskyldan þín vissum ekki al- veg hvernig þú myndir takast á við. Þær áhyggjur reyndust óþarfar. Þú gekkst af fullri atorku til liðs við fél- gsstarf eldri borgara. Þú hafðir yndi af að dansa og spila brids og félagsvist og í mörg ár stjórnaðir þú spilamennsku í Risinu. Við grínuð- umst oft með það að það þyrfti að panta tíma til að hitta þig, þú værir alltaf upptekinn. Það var fastur liður á sunnudags- morgnum að synir þínir mættu í heimsókn og svo á tilteknum tíma eftir hádegismatinn varst þú keyrð- ur í spilamennskuna. Svo kom að því að þú, heilsunnar vegna, treystir þér ekki til að stjóma lengur í Ris- inu. Nú vom fæturnir líka að gefa sig og þú gast ekki lengur dansað. En þá snerir þú þér bara af þeim krafti sem enn leyndist með þér í að nýta þér þá félagsstarfsemi, sem þú treystir þér í innanhúss hjá þér, við Vitatorgið. Þegar ástvinur deyr verður ekk- ert eins og áður var. Frá því við Sævar stofnuðum heimili vomm við svo lánsöm að hafa ykkur hjónin hjá okkur hvert aðfangadagskvöld, þar til Guðleif dó. Hin síðari ár voru þau kvöld haldin hátíðleg heima hjá Sól- veigu Birnu og Þór, en gamlárs- kvöldin hjá okkur Sævari. Margar fjölskyldur halda fast í hefðir. Hjá okkur var hefðin sú að rétt íyrir ár- talaskiptin á miðnætti stóðum við öll í þéttri keðju fyrir framan sjón- varpið og héldum fast hvert utan um annað, svo að við mættum öll fylgjast að á nýju ári. Frá síðasta gamlárskvöldi á ég þá góðu minn- ingu að ég spilaði fyrir þig lag, sem mér þykir svo fallegt, af diski með Geirmundi. Litla barn heitir það og textinn svo grípandi og skemmtileg- ur. Þú varst nú ekki lengi að taka við þér og læra viðlagið og saman sungum við af hjartans lyst og tók- um nokkur nett dansspor. Það var alltaf hrein unun að fá þig í heim- sókn. Þú varst svo jákvæður og lífs- glaður, með þessa sérstöku útgeisl- un sem allir er sáu þig tóku eftir. Hugsun þín var svo lifandi og þú tókst eftir minnstu smáatriðum, eins og klippingu eða góðri greiðslu. „Nei, en kollurinn fínn,“ varstu fljótur að segja. Meira að segja mjög veikur á spítalanum tókstu eftir að ég var vel tilhöfð um hárið og komst með hrósyrði. Þú varst mikið í því að gleðja. Venjulega gekkst þú eftirlitsferð í hvert her- bergi í Funafoldinni í heimsóknum þínum. Alltaf jafnspenntur að vita hverju ég hefði nú breytt síðan þú komst síðast, eða hvort mér hefði áskotnast eitthvað nýtt í söfnin mín. Þú vissir að ég hafði gaman af að punta og hafðir lifandi áhuga á að fylgjast með. Oft hlógum við að því sem mér datt í hug, eins og leik- fanga- og dúkkusafninu og öllu því sem var gyllt og bleikt og þér fannst allt fallegt. Þú sagðir mér að halda áfram að varðveita það sem ég nefndi mína barnalegu eiginleika og ég held að ég geri það bara áfram. Oft fannst mér ég líta á þig sem ímynd þess föður sem ég missti sem komabarn og fékk því aldrei að kynnast. Að minnsta kosti fannst mér ég vera, eftir því sem árin liðu, meira dóttir þín en tengdadóttir. En þú áttir líka aðra tengdadóttur sem þótti vænt um þig og er búin að vera þér samferða töluvert lengur en ég. Hún Lóa hans Helga og einkadóttir þeirra, Auður, hafa sannarlega lagt sitt af mörkum í að- stoð og umhyggjusemi þegar heilsu þinni fór að hraka. Þú kunnir líka að meta það sem að þér sneri frá fjöl- skyldunni þinni allri. Þú upplifðir það að eignast nafna. Lítill sonur Guðleifar og Baldvins var skírður Guðmundur Hrafn, í höfuðið á langafa og föðurafa sínum. Þú varst stoltur þann dag. Ég á ekki betri ósk til handa litla nafna þínum en að hann erfi sem flesta af þínum góðu eiginleikum. Ég mun sakna þín sárt. Sakna næstum hins daglega sambands okkar gegnum símann og ekki fer ég framar einu sinni í viku á Lind- argötuna til að setja í lyfjaboxið þitt. Ekki fæ ég lengur ánægjuna af því að hafa með mér nýsoðna kjöt- súpu með miklum rófum, því þú saknaðir þess að fá ekki lengur kjöt með beini, eins og þú sagðir. Ég sakna þess að fá ekki lengur að sjá gleðina í augum þínum þegar ég komst að því að þig langaði svo oft í vöfflur og þú sást að eftir það fylgdu þær súpunni. Það er svo margt sem ég sakna. Svo fórstu að verða veikari og veikari. Lengi vel var haldið að það væri „bara hjartað og asminn“. Lystarleysið var grunsamlegt og það var ekki hægt að freista þín með neinni tilbreytingu. Svo kom úrskurðurinn um illkynja æxli í ristli. Þú fórst í aðgerð sem gat ver- ið tvísýn. Hún virtist takast vel, en þú varst auðvitað mikið veikur og þóttir gott að ég héldi í höndina á þér í heimsóknartímunum. Þú varst kvíðinn og þjáður og þótti batinn hægfara. Smám saman tók að birta og einn góðan veðurdag varst þú, elsku Guðmundur minn, kominn til baka eins og þú varst fyrr. Farinn að brosa og gleðin að fæöast aftur í andlitinu. Þegar kom að því að þú færir að komast heim af spítalanum veiktist ég skyndilega og þurfti að fara í að- gerð. Við lágum á sama gangi og stofumar okkar næstum samhliða. Nú varst það þú sem komst á veik- um fótum i göngugrindinni þinni inn til mín, sast á rúmstokknum og hélst í höndina á mér. Daginn sem þú útskrifaðist birtistu í dyrununi uppábúinn. Stundvísin var þitt að- alsmerki og því varstu tímanlega á ferð svo þú gætir tyllt þér hjá mér þar til Lóa og Auður kæmu. Enn héldumst við í hendur og á kveðju- stund var faðmlagið hlýtt. „Við sjá- umst þegar ég kem heim,“ var það síðasta sem ég sagði við þig en það fór á annan veg. Síðasta minningin um þig í lifenda lífi er þegar þú snerir þér hægt við í dyrunum og lyftir hendi í kveðjuskyni. Elsku Helgi, Lóa, Áuður, Sævar, börnin okkar, tengdabörn og barna- börn. Guð gefi okkur styrk í söknuði okkar og þökkum fyrir að hafa átt svo langa og góða samfylgd sem aldrei bar skugga á. Viltu leiða vininn minn, verndarengill fagur, þar sem heiða himininn hyllir kveldlaus dagur. (H.J.) Ég bið Guð að blessa minningu tengdaforeldra minna, Guðleifar og Guðmundar, og gefa þeim eilífa dýrð og frið. Álfheiður Bjarnadóttir. Elsku afi, okkur kom þetta svo í opnu skjöldu, þrátt fyrir undanfarin veikindi þín. Þú varst kominn heim af spítalanum eftir erfiða aðgerð og virtist ætla að ná þér eitthvað á strik. En svo kom kallið skjótt og þú svaraðir, eflaust feginn. Þú áttir þá ósk að þurfa ekki að dragnast með þreyttan líkamann mikið leng- ur. Þrátt fyrir gleði okkar, fyrir þína hönd, sverfur söknuðurinn að og margs er að minnast. Fyrsta minn- ingin sem við Atá bróðir minn áttum um þig og ömmu Guðleifu, sem kvaddi þennan heim fyrir all- nokkrum árum, var um okkar fyrstu kynni. Við vorum ekki tengd blóðböndum. Pabbi, sonur þinn, gekk okkur Ara í föðurstað. Einn góðan sunnudag fórum við ásamt mömmu og pabba að hitta ykkur ömmu í fyrsta sinn. Það voru eftirvæntingarfullar barnssálir sem lögðu af stað. En jafnframt vorum við svolítið kvíðin um hvernig þetta myndi nú allt saman ganga. Þegar upp á Háteigsveg 4 var komið, þar sem þú og amma bjugguð, löbbuð- um við upp stigana. Síðan opnaði pabbi dynar og við fórum öll inn. Þar stóðuð þið svo falleg og geislandi með útbreidda faðma og bros á vörum. Þið umföðmuðuð okk- ur í ást og einlægni frá fyrstu tíð. Hafi einhver kvíði læðst að okkur eða feimni, hvarf það gjörsamlega á þessu augnabliki. Orðin „amma og afi á Háteigs ... „ voru greypt í okkar barnslegu hjörtu frá fyrsta degi. Síðar eignuðumst við Ari tvær yndislegar systur, Guðleifu Sunnu (Gullu) og Jóhönnu Bjarndísi, sem voru ykkui’ náttúrulega blóðtengd- ar. En aldrei bar skugga á þá ást og væntumþykju sem þið amma báruð til okkar Ara. Þið voruð svo heil og sönn, svo og allt ykkar fólk. Eftir að við Ari urðum fullorðin og eignuðumst okkar maka og fjöl- skyldur, eignaðir þú þér, elsku afi, þetta allt saman og tókst hverjum nýjum fjölskyldumeðlim af alúð. Það var þér líkt. Það voru miklar gleðistundir í lífi okkar, barnabarna þinna, heim- sóknirnar á Háteigsveginn. Alltaf áttuð þið amma kók í gleri og svo nammi og annað góðgæti sem gladdi og kætti. Þar sem amma Guðleif var alla tíð mikill sjúklingur, kom það í þinn hlut og sona þinna að annast hana af natni og alúð. Síð- ustu árin sem hún lifði, snerist líf þitt nær eingöngu um velferð henn- ar og öryggi. Amma kvaddi þennan heim jafn snögglega og þú núna. Það var mikið áfall fyrir þig og okk- ur. Eftir þennan erfiða tíma myndi margur maðurinn hafa lokað sig inni og einangrast í söknuði og sorg. En þú sýndir það og sannaðir hversu stórkostlegur þú varst. Þú lifðir lífinu lifandi, skelltir þér í fé- lagsstarf eldri borgara, spilaðir, dansaðir og naust efri áranna. Þú varst vinsæll og góður félagi, fjöl- skyldu þinnar og vina. Við dáðumst alla tíð að dugnaði þínum og glað- værð. Alla tíð fylgdist þú af áhuga með okkur fjölskyldu þinni og varst alltaf reiðubúinn að rétta hjálpar- hönd. Undanfarin ár, varst þú alltaf hjá mér (Sólveigu Birnu) og fjöl- skyldu minni á aðfangadagskvöld. Þar vorum við öll saman komin, mamma, pabbi, systkini, makar og börn. Það skipti okkur svo miklu máli að vera saman þessa heilögu kvöldstund. Síðan hittumst við aftur hjá mömmu og pabba á gamlárs- kvöld. Því ómissandi hefð er fyrir því að við leiðumst saman inn í nýtt ár. Elsku afi, nú verður enn einum diskinum færra við jólaborðið og enn eitt skarð höggvið í fjölskyldu- hringinn á gamlárskvöld. En það er okkar huggun og vissa, að þú og amma Guðleif, ásamt ástkærri móð- urömmu okkar, verðið ekki langt undan og leiðið okkur í anda, hverja stund gleði og sorgar. Við þökkum þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Við þökkum al- mættinu fyrir að senda þig og ömmu í okkar líf. Það var okkar gæfa að fá að þekkja ykkur. Elsku pabbi, mararaa, Gulla, Jó- hanna, Helgi, Lóa og Auður. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.