Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 45 um leið og við biðjum góðan Guð að blessa minningu Guðleifar Guðjóns- dóttur og Guðmundar Guðjónsson- ar, „ömmu og afa á Háteigs ... Sólveig Birna, Þór og Ari Eyberg. Mig langar með nokkrum orðum að minnast hans afa míns sem lést hinn 22. ágúst síðastliðinn. Það er erfítt að koma minningum í orð og ég hef svo ótalmargs að minnast. Afi var afí eins og þeir gerast bestir. Eg man þegar bekkjarsyst- ir mín sagði einu sinni: „Hvað, áttu bara einn afa?“ Henni fannst það víst heldur lítið. Þá varð ég svolítið sár og fannst þetta nú eitthvað fá- tæklegt hjá mér en ég áttaði mig nú fljótt, því að eiga afa eins og minn var nú á við marga. Slík var ástúðin og umhyggjusemin. Flest- ar af minningunum tengjast Há- teigsveginum en þar bjó hann ásamt ömmu frá árinu 1959, þar til hann fluttist á Lindargötuna fyrir tæplega 5 árum. Það voru jóla- og fjölskylduboðin, heimsóknir um helgar, rifsberja- tínsla, nestisferðir og margt margt fleira. Þegar ég fékk í fyrsta skipti að fara ein með strætó úr Breiðholt- inu og heimsækja afa og ömmu fannst mér ég nú vera orðin stór. Síðan styttist á milli okkar þar sem við fluttumst í Norðurmýrina ásamt móðurömmu okkar en hún er nú einnig látin. Þá var nú gaman, örstutt að hlaupa yfir, þar sem alltaf bauðst lítil kók í gleri og góður moli úr skál eða þá heitt kakó. Ég gisti oft hjá ömmu og afa á Háteigs þó svo að stutt væri á milli heimilanna. Það var svo notalegt að taka vel saman- brotin lökin úr skápnum og búa um litla beddann, spila síðan lönguvit- leysu við afa langt fram á kvöld. Ekki má gleyma sunnudagsmatnum sem ég reyndi að missa ekki af. Þannig að þótt ég gisti ekld hljóp ég nú oft yfir og fékk uppáhaldsmat- inn, steiktar lærissneiðar að hætti afa og sætsúpu á eftir. En ég þurfti að passa að vera komin kl. 12 á há- degi því að stundvísi og reglusemi voru eitt aðalsmerki ömmu og afa. Síðan eignaðist ég vinkonu á neðri hæðinni og þá var nú líka gott að eiga afa uppi því að á skrifstofunni hans fékk ég að geyma barbídótið mitt. Þar var líka alltaf nóg af teikniblokkum og litum svo að hægt væri að teikna og mála og alltaf fannst afa þetta vera mikil lista- verk, sumt geymdi hann árum sam- an. Guðleif amma var sjúklingur svo mikill tími afa helgaðist umönnun hennar. Ég var ekki lítið stolt eitt sumarið þegar afi bað mig um að sitja hjá ömmu öðru hvoru og halda henni selskap þegar hann þurfti að bregða sér frá. Þetta gerði ég með mikilli ánægju og við amma undum okkur vel saman. Ekki varð ánægj- an minni þegar afi sagði að ég væri búin að vera svo dugleg að ég ætti að fara að velja mér nýtt hjól sem þau ætluðu að gefa mér. Gjafmildin og rausnarskapurinn var mikill og þau afi kunnu að gleðja ef ekki í gjörðum þá í orðum. Þegar Guðleif amma lést svo árið 1984 þá var það erfiður tími fyrir okkur öll. Við stóð- um saman þá eins og við gerum núna og ég veit að hún hefur tekið á móti afa og þeim líður vel. Þau voru ófá skiptin sem ég klippti afa en hann lagði mikið upp- úr því að vera snyrtilegur til fara og vildi helst ekki vera loðinn um koll- inn, eins og hann orðaði það alltaf. Honum fannst mikill lúxus að fá svona þjónustu heim og var það mér mikil ánægja að geta gert þetta fyr- ir hann. Þá var nú spjallað um ýmis- legt því afi var ungur í anda og skildi yngri kynslóðirnar vel. Hann afi var mikil félagsvera og kom það vel í ljós hin seinni ár þar sem hann hellti sér út í félagsstarf aldraðra, dans meðan heilsan leyfði, spilamennsku og fleira. Þegar ég svo kynntist Baldvini tók afi honum af sinni alkunnu hlýju. Það er til marks um hug maka bamabarn- anna til hans, að þau kölluðu hann líka afa og var hann hæstánægður með það. Þegar við Baldvin eignuð- umst son í nóvember sl. kom ekkert annað til greina í okkar huga en að skíra hann í höfuðið á afa. Við eig- um eftir að segja Guðmundi Hrafni margar sögur af langafa sínum. Við biðjum algóðan Guð að blessa minningu afa og ömmu, Guðmundar Guðjónssonar og Guðleifar Þórunn- ar Guðjónsdóttur. Guðleif Sunna Sævarsdóttir, Baldvin Hrafnsson. Stóðstu beinn er starfið hófstu styrkur þá til beggja handa erfiðleika í gleymsku grófstu greiddir skjótt úr hveijum vanda. Förunaut þú fékkst við hæfi fylgt þér hefir langa ævi. Sof þú vært í faðmi foldar - fyrirbænir anda hlýjar - upp af gróðurmagni moldar munu vaxa jurtir nýjar. Sumamóttin blessuð breiði blómdögg yfir afa leiði. (Kristj. Bjamason.) Þökk fyrir allt, elsku afi minn. Þín Jóhanna Bjarndís. Nú skil ég, hví sál okkar sorgin grípur. - Söngvanna töfrum hún krýpur - Harmanna regn yfir huga minn af hörpustrengjunum drýpur. Það er granur í orðlausum óði, sem að okkur hefur sótt, um vegi, sem skiljast, og ást, sem aðeins var ómur um þögla nótt. (Tómas Guðm.) Elsku afi, minning þín lifir í hjörtum okkar. Hvíl þú í friði. Þín langafaböm, Álfheiður, Bjarni Sævar og Árni Þór. Elsku langafi. Ég þakka fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á bamæskuna mína. Mér gott bam gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt hfsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta. Með blíðum bamarómi mitt bænakvak svo hjjómi: Þitt gott bam gef ég veri og góðan ávöxt beri. (Páll Jónsson.) Þinn litli nafni, Guðmundur Hrafn. Elsku Guðmundur „afi“. Það var fyrir tæpum þremur árum að ég hitti þig fyrst. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég var kynnt fyrir þér sem unnusta Ara sonarsonar þíns. Þú vafðir mig örmum og sagð- ir hátíðlega „ég er afi“ og upp frá því leit ég á þig sem afa minn. Þú varst ávallt jákvæður og glaðlegur og elskulegt viðmót þitt og hlýja í minn garð mun standa upp úr í minningunni um þig, elsku vinur. Minningamar sem koma upp í hug- ann á þessari stundu eru margar, sérstaklega minnist ég þess er þú tilkynntir hátíðlega við trúloftm okkar Ara að þú hygðist gefa okkur nýjan ísskáp þegar við hæfum bú- skap. Þú hafðir þann sið að gefa barnabörnum þínum þessa veglegu gjöf í upphafi búskapar og svo sann- arlega stóðst þú við þín orð. Einnig minnist ég síðasta gamlárskvölds, heima hjá Álfheiði og Sævari. Þú varst orðinn þreyttur og lúinn en lést á engu bera, varst kátur og glaður eins og ávallt og er ég þakk- lát fyrir að hafa fengið að eyða þessu kvöldi með þér. Nú í sumar hrakaði heilsu þinni mjög og hvarflaði það að mér að brátt myndir þú fara. Nýlega þegar ég kvaddi þig á sjúkrahúsinu fannst mér að þú værir að kveðja mig sér- staklega. Þú greipst fast um hönd mína, hélst lengi í hana og kysstir hana svo og það voru tár í augum þínum. Þessi kveðjustund var erfið, en mér þykir ákaflega vænt um hana. Síðast þegar ég hitti þig viku áð- ur en þú fórst varst þú allur að hressast. Þú leist svo vel út, glað- legur og bjartsýnn og þú varst á leiðinni heim í litlu íbúðina þína sem þér leið svo vel í. Ég býst við að þá, sem biðu þess að taka á móti þér, hafi verið farið að lengja eftir komu þinni og því hafir þú farið svo snögglega frá okkur. Ég sé þig svo greinilega fyrir mér núna, í gráu jakkafötunum þínum, beinan í baki með bros á vör ganga inn í eilífðina. Ég heyri svo greinilega að þú segir þessi orð sem þú sagðir svo oft og mér þykir svo vænt um , já já, það held ég nú“. Ég er sannfærð um að þú ert sáttur að fara, ævistarfi þínu héma megin er nú lokið en eitthvað annað tekur nú við þar sem þú verð- ur. Stjömumar á himninum munu vísa þér veginn og ég veit að það verður vel tekið á móti þér. Ég vil þakka þér, elsku Guðmundur „afi“, fyrir ánægjuleg en allt of stutt kynni. Minningin um þig verður ávallt varðveitt í hjarta mínu. Megi allir englar guðs varðveita þig að ei- h'fu. Fjölskyldunni allri votta ég mína dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er seíúr hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt, GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fydgi, hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. (V. Briem.) Ástarkveðja, Ásta Ósk Skaftfells. Við kveðjum í dag góðan vin, Guðmundur Guðjónsson er genginn á vit hins óþekkta. Stundin með Þórdísi; minnumst hans með eftirsjá. Hann mætti alltaf stundvíslega, með góðlegan svip og hýrt bros. Slíkur maður á góða heimkomu vísa á landinu óræða, bak við móðuna miklu. Með innilegri samúðarkveðju til aðstandenda. Nokkrir vinir á Vitatorgi. Kveðja frá Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Nú er nýlátinn góður félagi okk- ar, sem hvergi lét merkið falla. Guðmundur gerðist félagi í FEB strax við stofnun félagsins fyrir 12 árum. Hann varð þegar ötull félagi, sem ekki skoraðist undan að taka að sér ýmis störf fyrir félagið, en hæst ber þó forustu hans í hópi þeirra, sem spila félagsvist 2svar í viku á vegum félagsins. Varð hann strax forustumaður hópsins og stjórnaði vistinni um fjölda ára svo að allir voru ánægðir og þótti vænt um hann. Þegar menn mættu var Guð- mundur til staðar og tók á móti fé- lögunum með bros á vör og glað- væran glampa í augum. Það gat enginn komist hjá því að hrífast af þessum eldri borgara. Síðustu árin hrakaði heilsu Guðmundar og hann átti erfitt með að komast milli húsa, en áhuginn var óbilandi og viðmótið það sama. Félag okkar stendur í mikilli þakkarskuld íyrir störf brautryðj- endanna, en þar var Guðmundur í fremstu röð. Færum við þakkir fyr- ir hið mikla og óeigingjama starf hans. Við færum börnum hans og ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Páll Gíslason, formaður FEB. + Elín Vilhjálms- dóttir var fædd í Reykholti í Vest- mannaeyjum 28. júlí 1924. Hún lést í St. Jósefsspítala 29. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Vil- hjálmur Guðmunds- son, útvegsbóndi, d. 1961 og Margrét Einarsdóttir, d. 1979, bæði ættuð úr Vestur-Skaftafells- sýslu. Systir Elínar er Kjartanía búsett í Hafnarfirði. Elín gifist 31. desember 1954 Þórarni Gisla Jónssyni frá Ár- móti, skrifstofumanni, f. 18.5. 1921, d. 1987. Þau byggðu sér hús að Ásavegi 18 og bjuggu þar til 1973, en fluttu til Hafn- arfjarðar að Mosabarði 9 þegar Mig langar í nokkrum orðum að minnast hennar Ellu frænku sem nú er látin. Ella var systir hennar ömmu minnar og þar sem þær voru aðeins tvær systurnar þá voru þær mjög nánar. Það leið tæpast sá dag- ur að þær töluðu ekki saman og þá sérstaklega nú hin síðari ár. Þó svo maður sjálfur væri ekki í stöðugu sambandi við EIlu vissum við um allt sem var að gerast hjá henni og hennar fjölskyldu í gegnum ömmu, og það sama gilti um hana með okk- ur. Það liðu e.t.v. mánuðir á milli þess sem við hittumst en samt var eins og það væru bara nokkrir dag- ar liðnir því hún var alltaf með á hreinu hvað var að gerast í lífi manns. Þegar ég var yngri og bjó í Eyjum hitti ég Ellu bara á sumrin þegar fjölskyldan fór upp á land í sumar- frí. Þá var alltaf komið við í Mosa- barðinu hjá Ellu og Tóta og iðulega sló Ella þá upp matarveislu með öllu tilheyrandi svo það var oftast stopp- að í nokkra klukkutíma hjá þeim. Minnist ég þessara heimsókna enn og þá sérstaklega vegna þess hve manni leið alltaf vel hjá Ellu og Tóta. Bæði voru þau miklar barna- gælur og höfðu gaman af því að hafa börn í kringum sig. Ella kom nú líka stundum til Eyja á sumrin enda ræturnar þar og þar átti hún margt vinafólk. Eftir að Ella fór að reskjast tók hún mikið þátt í félagsstarfi aldr- aðra og fór í ferðir með þeim enda vildi hún vera á ferðinni og hafa fólk í kringum sig. Mig langar að segja sögu af Ellu sem mér finnst vera lýsandi fyrir hversu yndisleg hún var. Þegar ég var nýbúin að eignast dóttur mína Kristínu Rós birtist Ella alveg óvænt einn daginn uppi í Grafar- vogi, þar sem ég bjó, að heilsa upp á nýjasta meðlim fjölskyldunnar. Þá hafði hún gert sér lítið fýrir og kom- ið með strætó úr Hafnarfirði, rúm- lega sjötug að aldri og vissi ekki einu sinni hvort ég var heima, svo þetta hefði getað orðið fýluferð. Þegar við svo höfðum fengið okkur kaffisopa (ég var svo heppin að eiga köku með kaffinu) og spjallað saman svolitla stund fór hún að huga að heimferð. Ég bauðst að sjálfsögðu til þess að aka henni til baka í Fjörðinn en það mátti hún ekki heyra minnst á og tók strætó heim aftur. Eftir stóð ég rúmlega tvítug manneskjan alveg hissa á orkunni í henni frænku minni, en svona var hún. Ekkert mál. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó æfin sem elding þjóti, guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. eldgos hófst í Vest- mannaeyjum. Sonur Elínar og Þórarins er Pétur Þórarins- son f. 1968, í sam- búð með Irisi Björk Gylfadóttur. Þeirra börn eru Gylfi Þór, f. 1994 og tví- burarnir Arnar og Bjarki, f. 1997. Eli'n lauk námi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og síðar frá hús- mæðraskólanum að Laugalandi í Eyja- firði. Utan heimilisstarfa vann hún við skrifstofu- og verslun- arstörf í Eyjum og si'ðan í Hafn- arfirði. Útför Eh'nar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Þegar ég lít til baka og minnist Ellu frænku, þá er það íyrsta sem kemur í hugann létta lundin og hlýj- an sem einkenndu hana. Elsku Pétur, missir þinn er mikill, en aðdáunarvert er hversu vel þú reyndist henni mömmu þinni í veik- indum hennar allt tii síðustu stund- ar. Þér og þinni fjölskyldu, Irisi, og ömmustrákunum Gylfa Þór, Arnari og Bjarka votta ég mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hennar. Dröfn Ólöf Másdóttir. Kær vinkona okkar og skólasystir, hún Ella, hefur kvatt þetta líf eftir erfið veikindi í eitt og hálft ár. Hún er önnur úr hópnum okkar sem kveður, en við vorum allar við nám í Húsmæðraskólanum að Laugalandi í Eyjafirði veturinn 1947-48, við vorum 31 námsmær, samtaka hópur í einu og öllu, það var svo lifandi ósköp gaman hjá okkur þennan vetur og enn höldum við hópinn. I júní síðastliðnum fögnuðum við 50 ára skólaafmæli á Gistiheimilinu að Öngulstöðum í Eyjafirði og áttum saman yndislega helgi, sem verður okkui- ógleymanleg, ekki gat' Ella okkar verið með sökum sjúkleika, en hún sendi okkur heillaskeyti sem vakti mikinn fögnuð. í 50 ár höfum við átt vináttu Ellu og eftir gos flutti hún frá Vest- mannaeyjum til Hafnarfjarðar ásamt manni sínum Þórarni og syni þeirra Pétri. Þau áttu sér yndislegt heimili að Mosabarði 9. Þá bættist hún í saumaklúbb okkar „Allt eftir þræði“. Áttum við góðar stundir með henni á Mosabarði, þá var hlátur, glens og gaman og gaman að vera saman. Eftir lát Þórarins bjó Ella áfram með syni sínum Pétri, síðan bættist við kona hans Iris og litli augastein- inn Gylfi Þór og seinna litlu tví- burarnir sem voru ljós í lífi Ellu. Ella flutti í fallega íbúð að Suður- braut 2 í Hafnarfirði, þar nutum við gestrisni hennar og vináttu, hún var frábær húsmóðir og vandvirk handa- vinnukona, kát og gefandi vinkona sem alltaf tók fagnandi á móti okkur. Við skólasystur höfum komið sam- an á 5 og 10 ára fresti ýmist fyrir norðan eða sunnan og var Ella alltaf mætt glöð og kát, eins höfum við far- ið styttri ferðir saman og ávallt var hún trausti góði ferðafélaginn. Kæra EUa, við eigum eftir að sakna þín úr hópnum okkar, þíns ljúfa viðmóts og hlýju, en þótt þú sért horfin, lifir þú áfram í hugum okkar, við eigum ekk- ert nema góðar og ljúfar minningar um þig, og við erum svo þakklátar að hafa átt vináttu þína öll þessi ár. Kæri Pétur og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðjur til ykk- ar allra, góður guð styrki ykkur og blessi. Guð blessi minningu Elínar Vil- hjálmsdóttur. Jóhanna Kristinsdóttir. ELÍN VILHJÁLMSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.