Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 47t- + Fanney Guð- mundsdóttir fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 30. nóvember 1931. Hún lést á heimili sínu Nesbala 12, Selljarnarnesi, þann 31. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Kr. Guðna- son frá Súganda- fírði, f. 1897, d. 1973 og Elín Magn- úsdóttir frá Isafirði, f. 1889, d. 1970. Systkini Fanneyjar voru Krist- ín, f. 1915, d. 1975, maður henn- ar var Krislján Bjarni Magnús- son, f. 1913, d. 1981, Guðni, f. 1922, d. 1989, Jóhann Magnús, f. 1924, kona hans er Björg Sig- urðardóttir, f. 1930, Þorvarður Stefán, f. 1925, kona hans er Svanhildur Siguijónsdóttir, f. 1918, Guðrún Guðríður, f. 1927, maður hennar er Skúli Jónasson, f. 1925, Kristrún, f. 1928, maður hennar er Högni Þórðar- son, f. 1924, Guð- munda f. 1929, mað- ur hennar var Lár- us Friðriksson, f. 1932, d. 1988, Jak- obína Jóhanna f. 1933 og Kristjana Helga f. 1937, mað- ur hennar var Bjarni Sigurðsson, f. 1928, d. 1981. Þann 25.12. 1961 giftist Fanney eftirlifandi eig- inmanni sínum, Friðjóni Guð- mundssyni, fískmatsmanni, nú- verandi starfsmanni Kassa- gerðar Reykjavíkur f. 1934. Elsta barn Fanneyjar er Heim- ir Hávarðsson, útgerðartæknir, f. 1954, kona hans er Þuríður Magnúsdóttir, f. 1956 og eiga þau tvö börn Elínu Örnu f. 1975 og Magnús, f. 1982. Barn Heimis er Páll f. 1982. Börn Fanneyjar og Friðjóns eru: 1) Haraldur, verkamaður, f. 1956, 2) Magnús Örn, sjúkraþjálfari, f. 1961, kona hans er Elín Árnadóttir, lögfræðingur, f. 1961. Barn Elínar er Árni Freyr Árnason, f. 1981. Börn Magnúsar og Elínar eru Frið- jón Örn, f. 1987, Arndís, f. 1989 og Ragnheiður Erla f. 1992, 3) Guðmundur Vignir, viðskipta- fræðingur, f. 1964, sambýlis- kona hans er Þórlaug Sveins- dóttir, sjúkraþjálfari, f. 1962. Barn Þórlaugar er Jökull Júlí- usson, f. 1990. Barn Guðmund- ar og Þórlaugar er Salka, f. 1997, 4) Héðinn, matvælafræð- ingur, f. 1967, 5) Elín Lára, f. 1969, d. 1970 og 6) Þröstur, f. 1971, d. 1977. Fanney bjó lengst af á Suður- ejri ásamt eiginmanni sínum. Arið 1988 fluttust þau á Sel- tjamarnes. Fanney var mat- ráðskona hjá SKYRR hf. frá 1991 til 1997 þegar hún hætti vegna veikinda. títför Fanneyjar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. FANNEY GUÐMUNDSDÓTTIR Kveðjuorð um tengdamóður mína Fanneyju Guðmundsdóttur. Kynni okkur hófust á vormánuð- um 1993 er ég fór að fara með Guð- mundi í heimsóknir til foreldra hans. Þar var oft margt um mann- inn, sérstaklega um helgar. Alltaf einhver af bræðrunum og oft allir með sínar fjölskyldur. Það þurfti aldrei nein formleg heimboð, fjöl- skyldutengslin eru svo sterk að þetta kom bara af sjálfu sér. Fann- eyju munaði ekki um að töfra fram veitingar fyrir á annan tug manns án nokkurs fyrirvara. Á heimili þeirra Fanneyjar og Friðjóns var einstaklega vinalegt og afslappað andrúmsloft. Ég upplifði það oft eins og vin í hröðu samfélagi borgarinnar. Það var eins og þau hefðu flutt með sér afslappað and- rúmsloftið úr litla sjávarþorpinu. Mér fannst gaman að kynnast því hve fjölskyldan var og er samhent og samstillt. Ég þekki fáar fjölskyldur þar sem stuðningur og hjálpsemi eru jafn sjálfsögð og kom það berlega fram í veikindum Fanneyjar. Þetta er til eftirbreytni fyrir okkur hin. Lykillinn að þessari samheldni var Fanney. Hún forgangsraðaði á þenn- an hátt í lífrnu og uppskar eftir því. Kynni okkar Fanneyjar urðu nánari í veikindum hennar nú síð- asta árið. Það er ómetanleg reynsla að hafa fengið að fylgjast með því æðruleysi og þeirri reisn sem hún sýndi þá. Hún naut þeirra augna- blika sem lífið bauð uppá allt til síð- ustu stundar. Þegar hún dvaldi hjá okkur Guðmundi á Höfn í júlí s.l. áttum við fjölskyldan dýrmætar samverustundir með henni og Mundu systur hennar við spil, spjall og var þá oft slegið á létta strengi. Hún naut þess sérstaklega að leika við Sölku litlu og samgladdist okkur með nýja heimilið og barnið sem í vændum er. Það hefur verið lærdómsríkt að fylgjast með hvernig hún tók á veikindum sínum. Hún ákvað að vera heima þar til yfir lauk og heyja baráttuna með sínum nán- ustu. Við það varð dauðinn ekki aðeins ógnvekjandi heldur einnig hluti af eðlilegri framvindu lífsins og með því skildi hún ómetanlega" reynslu eftir í hugum okkar sem nú verðum að sjá á bak þessari góðu konu. Starfsfólk heimahlynn- ingar Krabbameinsfélagsins og Elín Gissurardóttir gerðu henni kleift að vera heima þar til yfir lauk og eiga þau ómælda þökk skilið. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég tengdamóður mína, sem unni og ræktaði fjölskyldu sína og heimili af einstakri umhyggju og natni, og þakka fyrir yndislegar samverustundir. Hvíl þú í friði. Ég bið góðan Guð að styrkja Frið- jón, syni, tengdadætur, barnabörn og aðra syrgjendur í sorg þeirra. Þórlaug Sveinsdóttir. Elsku tengdamamma, núna er þessari baráttu lokið og loksins ertu frjáls eftir erfiðan sjúkdóm. Alltaf barstu þig vel, kvartaðir aldrei, síð- ustu dagarnir voru erfiðir en þú varst sterk. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Margar minningar leita að þessa dagana því mörg voru árin sem ég naut samvistar við þig. Við hittumst fyrst að Hlíðarvegi 2 á Suðureyri um páskana 1975 þegar ég kom með syni þínum í heimsókn. Ég man hvað ég var feimin að koma og hitta fjölskyld- una, en ég þurfti ekkert að óttast því mér var strax tekið sem einni af fjölskyldunni. Ég minnist allra jól- anna sem við komum saman í Reykjavík. Þú komst að vestan og fjölskyldan mín að austan, og eftir að við fluttum öll fyrir 10 árum á Seltjarnamesið, eyddum við öllum jólum saman. Ég minnist sumarfrísins sem við fórum til Englands, allra sumarbú- staðaferðanna, svona get ég haldið endalaust áfram því samverustund- irnar vora margar og góðar. Það verður tómlegt hér eftir á bolludög- unum. Alltaf stóðst þú í miklum bollubakstri til að allir fengju nóg. Eftir að þú fluttir suður var opið hús hjá ykkur hjónunum á Þorláks- messu þar sem næg skata var á boðstólum. Það er mikil samheldni í fjölskyldunni. Oft var komið saman og á það líka við um systkini þín þar sem þið komuð oft saman með fjöl- skyldur ykkar. Síðustu dagana þegar við gerðum okkur ljóst að líf þitt væri að enda fann ég þann kærleika sem var á milli okkar. Þú treystir mér fyrir að annast þig, það var mér mikils virði og ég þakka þér það traust sem þú barst til mín. Ég vil þakka Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins fyrir þann stuðning og kærleika sem starfsfólk þess sýndi mér. Einnig þakka ég þeim fyrir að gera okkur aðstand- endum og Fanneyju mögulegt að vera saman þar til yfir lauk. Góði Guð, við biðjum þig að styrkja okkur í sorginni. Með þessum línum kveð ég þig, elsku Fanney, með söknuði og þökk fyrir allt. Þín tengdadóttir. Þuríður. í dag fer fram útför mágkonu minnar Fanneyjar Guðmundsdótt- ur. Andlát hennar kom ekki á óvart, því hún hafði háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm á ann- að ár. Hún vissi vel að hverju dró, en hélt fullri reisn meðan kraftar entust. Fanney fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1931. Foreldrar hennar, Guðmundur Rr. Guðnason og Elín Magnúsdóttir, voru sæmd- arfólk og bæði harðdugleg, enda komu þau til manns tíu börnum. Á áratugnum fyrir síðari heims- styrjöldina, þegar heimskreppan mikla gekk yfir, var þröngt í búi hjá barnmörgum fjölskyldum og ekkert mátti út af bera, svo að ekki færi illa. Elín gætti bús og barna, en Guðmundur sótti sjóinn, enda þrekmaður mikill og var um árabil vélstjóri og formaður á bátum frá Suðureyri. Það var alkunna, að strax og kraftar og aldur leyfði tóku börn í sjávarþorpunum til við fiskvinnslu- störf og fór Fanney ekki varhluta af því, enda veitti ekki af að létta undir með heimilinu. Þannig liðu unglingsár Fanneyj- ar við leik og störf í Súgandafirði. Fanney steig það mikla gæfu- spor að giftast Friðjóni Guðmunds- syni frá Suðureyri, en hann er mik- ill drengskaparmaður og dugnað- arforkur til allra verka. Þau komu sér upp myndarlegu húsi á Suðureyri og eignuðust fal- legt heimili, sem bar húsmóðurinni fagurt vitni. Vandvirkni og snyrti- mennska var Fanneyju í blóð borin og einkenndi hana allt hennar líf. Fanney eignaðist dreng áður en hún giftist Friðjóni, en saman eign- uðust þau sex börn. Sorgin sótti þau heim, því þau misstu tvö börn sín í bernsku, og bar Fanney þann harm í hljóði alla tíð. Eiginmann sinn og drengina sína fimm umvafði hún ástúð og um- hyggju, enda helgaði hún sig heim- ilinu eingöngu meðan synirnir vora í bernsku. Ég minnist þess, hve stolt hún var af þessum tápmiklu og hressilegu strákum, þegar þau Friðjón komu í heimsóknir til okk- ar Kristrúnar eða við til þeirra. Fanney og Friðjón fluttu frá Súgandafirði árið 1988. Þau keyptu hús á Seltjarnarnesi og eignuðust þar fallegt heimili, þar sem þau hafa búið síðan. Þau hjónin höfðu yndi af útiveru og ferðalögum og stunduðu göngu- og skíðaferðir, fóru í útilegur og ferðuðust um landið vítt og breitt. Á síðari árum ferðuðust þau einnig erlendis. Fanney sýndi mikið þrek að heimsækja æskustöðvarnar í sum- ar, þrátt fyrir sjúkdóm sinn, en hún naut áreiðanlega hverrar stundar, eins vel og unnt var við þessar aðstæður. Þegar synirnir komust á legg hóf hún að starfa utan heimilisins í fi’ystihúsi og fiskverkun, en síðustu árin starfaði hún í mötuneyti Skýrsluvéla ríkisins. Þar eignaðist hún góðar vinkonur, sem heimsóttu hana og studdu í veikindum hennar. Fanney var mikil húsmóðir og hugur hennar var bundinn eigin- manni, sonum, tengdadætrum og barnabörnunum, sem voru sólar- geislarnir í lífi hennar. Þegar veikindin sóttu að og kraftarnir tóku að þverra var hún umvafin umhyggju fjölskyldunnar, enda vildi hún dvelja heima, þar til yfir lauk. Við Kristrún þökkum henni liðn- ar samverustundir og þá hlýju, sem hún sýndi okkur, börnum okk- ar og barnabörnum alla tíð. Við sendum Friðjóni, sonunum, tengdadætrum og barnabörnum innilegar samúðarkveðjur í sorg þeirra, en við vitum jafnframt að þau geyma dýrmæta minningu í huga sér, sem varir alla tíð. Blessuð sé minning góðrar konu. Högni Þórðarson. Elsku amma okkar. Vonandi líð- ur þér betur núna en þegar þú varst svo veik. Núna ertu hjá góð- um guði og englunum þínum og ekki lengur hjá okkur. Það finnst okkur svo leiðinlegt af þvi að þú varst alltaf svo skemmtileg og glöð þegar þú varst ekki svona veik. Þú varst alltaf að gefa okkur pakka og þegar einhver átti afmæli gafst þú hinum líka alltaf pakka af því þú vildir ekki skilja útundan. Það var alltaf gaman hjá þér þvi þú varst svo fjörug og skemmtileg. Það var svo gaman að fara með ykkur afa á jólaböllin, þá skemmtum við okkur alltaf mjög vel. Við fórum að gráta þegar við kvöddum þig af því að okkur þykir svo vænt um þig. Bless elsku amma okkar og takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Friðjón Örn, Arndís ^ og Ragnheiður Erla. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma, nú ertu ekki lengur hjá okkur. Við viljum þakka þér fyrir þær samverustundir sem við áttum með þér. Við hefðum viljað hafa þær fleiri en vegir guðs eru órannsakanlegir. Við vitum að þér líður vel núna. Elsku amma, ég man eftir þegar ég var lítil stúlka og farið var á skíði upp á heiði, alltaf vora klein- urnar þínar með. Ég man þegar þú vökvaðir blóm- in í stofunni eða vannst í fallega garðinum þínum á Súgandafirði, alltaf talaðir þú við blómin. Við systkinin munum sumarfríið á slóðum Hróa hattar, þar áttum við margar góðar stundir. Elsku afi, nú hefur þú ekki ömmu lengur hjá þér. Alltaf voruð þið saman á göngu, skíðum, hjóluð- uð og mikill er missir þinn. Við biðjum Guð að styrkja þig, elsku afi, í sorg þinni. Hvíl þú í friði, elsku amma okk- ar. Elín Arna og Magnús. Ástkær faðir okkar, SIGURÐUR HJÖRTUR BENEDIKTSSON, Frostafold 14, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 2. september. Þorbjörg Erla Sigurðardóttir, Elín Sigurðardóttir, Benedikt Sigurðsson, Eiríkur Sigurðsson. + Eiginmaður minn, ÍSLEIFUR RUNÓLFSSON frá Kornsá í Vatnsdal, lést á Landspítalanum að kvöldi miðvikudags- ins 2. september. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafía Sigríður Guðbergsdóttir. + Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG GUNNLAUGSDÓTTIR frá Gjábakka, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Landakirkju laugardaginn 5. september nk. og hefst athöfnin kl. 16.00. Birgir Vigfússon, Svandís A. Jónsdóttir, barnabörn og barnabamabörn. + Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SÓLVEIG MÁRUSDÓTTIR, Minni Reykjum, Fljótum, verður jarðsungin frá Barðskirkju laugardaginn 5. september kl. 14.00. Þórarinn Guðvarðarson og aðstandendur. fr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.