Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ GUNNLA UGUR CARL NIELSEN + Gunnlaugur Carl Nielsen var fæddur í Reykjavík 21. ágúst 1960. Hann lést 22. ágúst síðastliðinn. For- eldrar Gunnlaugs eru Gunnlaug Þ. Gunnlaugsdóttir, f. 24.7. 1941, og Einar L. Nielsen, f. 16.1. 1935. Systur Gunn- ^ laugs eru: 1) Ingunn Halldóra Nielsen, f. 23.10. 1961, sambýl- ismaður Einar A. Símonarson. 2) Vil- borg Nielsen, f. 31.5. 1963, maki Óskar Kristjánsson. 3) Kristín Nielsen, f. 19.2. 1967, maki Odd- ur Þ. Sveinsson. Foreldrar Gunnlaugs skildu. Hálfsystir Gunnlaugs, sammæðra, er Rannveig Klara Matthíasdóttir, f. 30.10. 1974, sambýlismaður, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Seinni kona Einars er Svanhild- ur Jóhannesdóttir. Þeirra synir eru Guðni Páll Nielsen, f. 30.6. 1975, og Einar Leif Nielsen, f. jí 10.2. 1980. Uppeldisbróðir Gunnlaugs er Bjarni Jóhannes- son, f. 28.10. 1967, maki Svein- björg Gunnarsdóttir. Fyrri kona Gunnlaugs er Ing- unn H. Þorláksdótt- ir. Þeirra sonur er Ingi Björn Nielsen. Þau skildu. Seinni kona Gunnlaugs er Björk Eiríksdóttir, f. 6.11. 1959. Þeirra börn eru Linda Björk Ni- elsen, f. 15.12. 1988, og Einar Carl Niel- sen, f. 24.5. 1993. Sonur Bjarkar og fóstursonur Gunn- laugs er Heimir Freyr Heimisson, f. 4.2. 1983. Gunnlaugur ólst upp í Reykjavík. Eftir fermingu flutt- ist hann til Emils Kristófersson- ar og Lilju Ölvisdóttur að Graf- arbakka í' Hrunamannahreppi og bjó þar til 18 ára aldurs. Gunnlaugur útskrifaðist sem vélstjóri frá Vélskóla Islands vorið 1989. Starfaði síðan á ís- lenskum fiskveiðiskipum þar til haustið 1995 er hann fór til starfa í Namibíu sem yfirvél- stjóri á frystitogaranum Sea- flower þar sem hann starfaði til dauðadags. títför Gunnlaugs fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulegi sonur minn. Þú varst kvaddur svo snöggt í burtu héðan og það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá mér fyrir fullt og allt í þessu lífi. Það er svo margs að minn- ast, elsku Gulli minn, að það er engin ein minning ofar annarri, þær eru j^'llar svo góðar. Eg mun sakna þín sárt, elsku drengurinn minn. Ég man alltaf brosið þitt hlýja og bjarta. Það er huggun í harmi mín- um að ég veit að við hittumst á ný. Ég kveð þig, hjartans sonur minn, með þessum ljóðlínum og þakka þér fyrir allt og allt. Skinið er skærast og heitast í skúrum um morgunsár, og brosið er blíðast og heitast sem blikar í gegnum tár. (Kristín Sigfusdótthj. Elsku hjartans Björk mín, Heimir Freyr, Ingi Bjöm, Linda Björk og Einar Carl. Ég bið alla góða vætti að styrkja ykkur í sorginni. Mamma. Skrifuð á blað verðurhúnvæmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson) Elsku Gulli bróðir. Þá er sú stund sem ég óskaði að aldrei kæmi runnin upp. Þú varst ekki bara bróðir minn heldur góður vinur líka, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig. þó að ég hafi verið orðin stærri en þú var ég alltaf litla systir. Ég man þegar ég var lítil og þú varst hjá okkur mömmu ein jólin og mér þótti svo leiðinlegt að þú varst að fara á sjóinn, ég var svo hrædd um að þér myndi leiðast og því skrif- aði ég bréf til þín og laumaði því í töskuna þína, þú fannst það ekki fyrr en þú varst kominn út á sjó og þér þótti þetta svo sætt að þú sýndir öll- um á skipinu bréfið. Þú varst alltaf svo góður við mig og alla í kringum þig og þeir sem kynntust þér litu upp til þín og það var ekki að ástæðulausu. í vor þegar þið Björk og fjölskyld- an komuð heim í heimsókn þá var mikið hlegið þegar við hittumst systkinin, og eitt af þeim skiptum var þegar þú sást svipinn á mér þeg- ar þið sögðuð mér úr hverju hringur- inn var sem þið Björk keyptuð handa mér í Afríku í útskriftargjöf, hann er ^einstakur. Þið voruð ekki lengi hér heima í vor, en ég pantaði að fá að eyða heil- um degi ein með stóra bróður og auðvitað fékk ég það, þá fórum við í bæinn á kaffihús, hlógum, töluðum og drukkum ófáa lítrana af kaffi saman, við áttum yndislegan dag og alltaf var gaman hjá okkur þegar við hittumst. Ég þakka íyinr allar stundirnar sem við áttum saman og þú verður alltaf hjá okkur í huganum, elsku bróðir minn. Guð gefi Björk, börnunum, fjöl- skyldunni og vinum styrk í sorginni og við þau vil ég segja þessi orð: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Klara systir. Elsku bróðir, nú ertu okkur horf- inn og ég spyr hvers vegna er maður í blóma lífs síns tekinn frá okkur svona fljótt en það er fátt um svör. Við sátum síðast í stofunni heima, þegar þú komst í apríl, sex systkinin ásamt fjölskyldum og áttum góða stund saman en þó voru 2 fjarver- andi. Engan óraði fyrir því að það væri í síðasta sinn sem við myndum hittast. Elsku Gulli, ég kveð þig með söknuði og trega en vona að þér líði vel þar sem þú ert núna þó kallið hafi komið svona skjótt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Björk, Heimir Freyr, Linda Björk, Einar Carl og Ingi Bjöm, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín systir Kristín og fjölskylda. Kveðjustundin er komin. Erfitt er að trúa því að þú, elsku bróðir, ert farinn frá okkur. Við eigum svo margar yndislegar minningar um þig. Þú varst alltaf svo þúfur og skapgóður, sama hvað gekk á. Oft fékkst þú skammirnar sem við áttum skilið en við sluppum með skrekkinn og aldrei varstu reið- ur við litlu systurnar þínar. Elsku Gulli, manstu þegar þú skipulagðir njósnaferðirnar að jólatrénu aðfara- nótt aðfangadags? Biðin eftir að mamma og pabbi væru sofnuð var oft löng og ströng en við létum okkur hafa það svo að við gætum læðst inn í stofu til þess að kíkja í jólapakkana og vorum sem sakleysið uppmálað þegar við opnuðum pakkana á að- fangadagskvöld og vissum að sjálf- sögðu allt um innihaldið. Við söknum þín sárt og þökkum fyrir þær stund- ir sem við fengum með þér í þessu lífi. Við kveðjum þig, elsku stóri bróðir, með þessum ljóðlínum. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag, við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma i dag, þvi alltaf bætast nýir hópar í skörðin. (Tómas Guðmundsson). Elsku Björk, Heimir Freyr, Ingi Bjöm, Linda Björk og Einar Carl. Guð blessi ykkur og varðveiti á erf- iðri stundu í lífi ykkar. Okkur lang- ar til að senda ykkur nokkur hugg- unarorð með eftirfarandi versi. „Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur þótt látinn mig hald- ið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþ.) Inga og Vilborg. Það er fallegur morgunn, við sitj- um úti við og njótum sólar, þegar síminn hringir. Það er hann Einar Niels eins og við köllum hann, afmn hans Inga Björns og fyrrverandi tengdafaðir minn. O, guð, þetta vom hræðilegar fréttir, Gulli dáinn. Tím- inn stóð í stað. Eitt andartak var ég aftur orðin sautján eða þar um bil. Við vorum svo ung að okkur fannst við hafa allt lífið svo óendanlega bjart framundan. Við hittumst í Iðnskólanum og þá snerist allt um það að mennta sig og njóta lífsins enda vinahópurinn stór. Gulli bjó yfir þeim fallega kosti að brosa breitt framann í tilveruna og varð það til þess að fólk tók eftir hon- um hvar sem hann fór. Við lifðum hratt á þessum tíma þeystum ófáar ferðir austur á „lettanum“ sem hon- um var svo dýrmætur. A þessum árum hafði Gulli bundist miklum tryggðarböndum við þau Emil og Lilju. Hann hafði verið send- ur ungur í sumarvinnu til þeirra en settist þar að um tíma. Gulli þótti lið- tækur til sveitastarfa en hugurinn stefndi annað, hann ákvað að gerast vélstjóri eins og faðir hans. Ég man að hún Vilborg Sveins fóðuramma hans hvatti hann óspart til náms, Gulli bjó í risinu á Nesveginum hjá henni fyrstu námsárin sín og var þar oft margt um manninn. Svo kom alvaran, við fórum að búa saman á Nýlendugötunni og þetta var stórt skref fyrir okkur svona ung, en okkur fannst þetta bara vera beint framhald af því sem komið var. Gulli reyndi fyrir sér í módelstörfum, þar var það brosið sem enn og aftur dró fólk að. Það kom sér nú líka vel að geta sýnt lopapeysur fyrir Ramma- gerðina. Af þessu leiddi svo Amer- íkuferð sem hann fékk í verðlaun fyr- ir módelkeppni, myndir birtust af honum í blöðum og tímaritum. Gulli vann mikið með skólanum en hafði þó alltaf tíma fyrir vini sína en systur hans skipuðu þó ávallt fyrsta sæti. Leiðir okkar skildu, við höfðum þá eignast hann Inga Björn, þetta var þungur tími. Oft, já oft, vorum við ekki sammála. Við fórum langt hvort frá öðru. Byrjuðum svo nýtt líf. Ég með Kára mínum og hann með Björk sinni. Við fundum hamingjuna, en ekki saman. Svona gengur það víst stundum. Við hittumst í vor þegar Ingi Björn var fermdur, voru þá liðin fimm ár síðan við sáumst síðast, við töluðum margt, þú varst glaður og stoltur af börnum þínum og lífinu . Þetta er þungur tími við syrgjum góðan dreng sem fór svo fljótt, svo allt of fljótt. Hann skilur eftir sig for- eldra, systkini, eiginkonu og börnin sín, sem skilja ekki þetta óréttlæti að taka pabba þeirra frá þeim og rugla þau svona i ríminu. Hér er þá komið að leiðarlokum, sem engan óraði fyrir að væru svo nærri. Ingunn Þorláksdóttir. Að vakna við dyrabjölluna á sunnudagsmorgni og fá fréttir af dauða elsta bróður míns, er eitthvað sem ég hélt að myndi aldrei koma fyrir mig. Það er erfitt að skilja þegar ástvin- ur er tekinn frá okkur, sérstaklega þegar það gerist svona óvænt og langt í burtu. Ég verð að reyna að halda í minn- ingarnar, því það er það eina sem ég hef. Muna eftir því þegar hann bjó hjá okkur í Vesturbænum og svo eft- ir að hann flutti, allar heimsóknirnar milli okkar og fjölskyldu hans. Best man ég eftir síðustu heim- sókninni. Hann var svo glaður og ánægður með lífið, kominn til Islands eftir langa fjarveru. Við höfðum ekki hist í tvö ár. Það er gott að hugsa til þess að ég kvaddi hann vel, og síð- asta handabandið milli okkar bræðra er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma. Bróðir minn var góður maður, ljúf- ur í lund og glaðvær. Hann var tek- inn frá okkur án viðvörunar og allt of fljótt. Við munum geyma minningu hans í hjarta okkar til æviloka. Ég votta Björk og börnunum hans alla mína samúð. Guð blessi minningu bróður míns. Einar. Sumarið er á fórum og við finnum haustið nálgast. Náttúran öll fer að búa sig undir að leggjast í dvala en áð- ur birtist hún okkur í undui'samlegum litbrigðum fölnandi gróðursins. Sam- spil myrkurs og Ijóss fer bráðum að verða myrkrinu í vil. Haustið kemur allt of fljótt, sumarið varir svo stutt í landinu okkar fallega. Lífið hans Gulla okkar var líka allt of stutt. Við fengum ekki að sjá neitt haust í lífi hans heldur var klippt á þráðinn svo snöggt. Söknuðurinn og sorgin sem sest að í huga okkar við þessar aðstæður verður þrúgandi en minningarnar eru bjartar og ljóslif- andi. Gulli kom til okkar að Grafar- bakka sem ungur strákur og varð fljótt eins og einn af fjölskyldunni, nokkurs konar stóri bróðir, ráðagóð- ur og fyrirmynd í öllu. Hann var dug- legur og geðgóður og hans viðhorf var það að ljúka því leiðinlega af strax og gera það vel. Njóta svo þess að gera það skemmtilega á eftir. Kostimir hans skína skært í skini minninganna og við það ljós yljum við okkur þegar við kveðjum góðan dreng. Lífsljósið hans logaði stutt en skært. Góður vinur hvílir í hendi Guðs, í eilífðinni. Við leiðarlok þökk- um við honum allt sem hann var okk- ur og tryggð hans alla tíð. Elsku Björk okkar og börnin: „... sorgina getum við virkjað til góðs í vanmætti sem er oss yfir, ef ljósið á kertinu lifir." (Ur ljóði e. Kristján Stefánsson frá Gilhaga) Ljósið sem minnir okkur á birtuna sem Guð gaf okkur mönnunum, ljós vonarinnar um eilíft líf. Guð blessi minningu Gulla. Emil, Lilja og fjölskylda. Hún kom eins og reiðarslag fregn- in um að hann Gulli vinur minn hefði látist af slysfórum úti í Namibíu. Ég kynntist Gulla 1990 er við vor- um saman til sjós í skamman tíma. Strax í upphafi var eins og við hefð- um þekkst frá barnæsku. Samband okkar í milli hélst mikið og gott fram til 1996 er Gulli fluttist búferlum með fjölskyldu sína til Namibíu. Margt brölluðum við saman eins og gengur væri það efni í góða bók. Þegar þau Gulli og Björk voru að byggja í Hafn- arfirðinum voru ófá skiptin sem ég leit við í kaffi og spjall. Mér er sér- staklega minnisstætt hversu vel mér þótti þau eiga saman, og hvað Guili var mikill húsbóndi og pabbi í sér. Hann var fagmaður bæði heima og heiman, því snyrtilegri vélarúm en hans eru vandfundin, enda eftirsótt- ur vélstjóri. Ómetanlegur er sá styrkur og sú aðstoð sem þau hjónin hafa veitt mér og verð ég þeim ævin- lega þakklátur. Eftir að þau fluttu hefur hugur minn oft hvarflað til þeirra og ég fundið fyrir söknuði að hafa svo lítið samband. Skyndilega er svo skarð fyrir skildi, Gunnlaugur Carl Nielsen er látinn. Gulli minn, ég er heppinn maður að hafa fengið að kynnast þér, minning þín lifir að ei- lífu. Elsku Björk, Heimir Freyr, Linda Björk og Einar Karl, megi Guð gefa ykkur styrk og birtu í ykkar miklu sorg. Ég er á langferð um lífsins haf og löngum breytinga kenni. Mér stefnu frelsaiinn góður gaf. Ég glaður fer eftir henni. Mig ber að dýrðlegum ljósum löndum, þar lífsins tré gróa á fógrum ströndum með sumaryl og sólardýrð. Lát akker falla, ég er í höfn. Ég er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi dimma dröfn. Vor Drottinn bregst eigi sínum. A meðan akker í ægi falla ég alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. (Höf.ók.) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Hinsta kveðja. Þinn vinur, Jón Vigfús Guðjónsson. Kveðja frá Seaflower Whitefish Corporation. Það var mikill harmur kveðinn að fjölskyldu, vinum og samstarfsmönn- um Gunnlaugs Carls Nielsens, yfir- vélstjóra á frystitogaranum b.v. Sea- flower frá Liideritz í Namibíu, við skyndilegt fráfall hans sunnudaginn 23. ágúst síðastliðinn. Slysið sem hreif hann Gulla frá okkur gerðist í lok ánægjulegra samverustunda Is- lendinganna í Luderitz sem ásamt namibískum vinum og samstarfs- mönnum hjá sjávarútvegsfyrirtæk- inu Seaflower tóku á móti utanríkis- ráðherra Islands og fóruneyti í stuttri heimsókn til Lúderitz daginn áður. Hópurinn átti góða stund sam- an með gestunum yfir hádegisverði á laugardeginum. Eftir brottfór gest- anna fóru flestir á kvöldskemmtum á sögufrægum stað rétt utan við bæ- inn. Góð stemmning ríkti í þessum sterka og góða hópi, Islendinga og Namibíumanna sem tengst hafa sterkum vinaböndum. Það er einstök upplifun að fá að kynnast svona hópi og deila með honum stundum í leik ogstarfi. Einstaklingarnir sem þennan hóp mynda eru eftirminnilegir og fá mann til að trúa á að með samheldni og innri styrk megi vinna marga sigra. Fremst á meðal jafningja í þessum hópi voru hjónin Gunnlaugur heitinn og Björk Eiríksdóttir. Bæði voru þau afar virk í samfélaginu og vinamörg. Gulli í sínu starfi á togar- anum og Björk í félagstörfum fyrir fslendingana og við störf í þágu þeirra sem minna mega sín í Lúderitz. Ég kynntist Gulla fyrst síðla sum- ars 1995 er hann tók við yfirvélstjórn á b.v. Seaflower. Ég minnist þeirrar stundar er við hittumst um borð í skipinu í Reykjarvíkurhöfn, hann þá rétt 35 ára gamall. Gulli var maður fríður sýnum, sterklegur og gi'ann- vaxinn. Mér varð hugsað til þess á þeirri stundu hve mikla ábyrgð þessi ungi maður var að axla í störfum sín- um um borð í þessu skipi. Togarinn Seaflower, sem nokkuð er kominn til ára sinna, er með stærstu togurum, tæplega hundrað metrar á lengd, út- búinn flóknum vélbúnaði til veiða og fiskvinnslu. Gulli sýndi það strax að störfin um borð fóru honum vel úr hendi þó að oft væri álagið mikið. Hann hélt þessu mikla skipi gang- andi hvað sem á gekk í þrjú ár sam- fellt við veiðar, ekki aðeins við Na- mibíu heldur einnig á úthöfunum frá St. Helena-eyju í suðri til Azoreyja í norðri. Gulli var hagleiksmaður á vél- ar, tæki og við smíðar, um það vitnar frábær starfsferill þessa heiðurs- manns sem nú er frá okkur kallaður, svo langt um aldur fram. Megi hann hvíla í friði. Ég vil fyrir hönd stjómar og starfs- fólks Seaflower Whitefish Corporation þakka Gunnlaugi Carli Nielsen, yfir- vélstjóra, fyrir störf hans í þágu fé- lagsins og fyrir tryggð hans við hag þess í störfum sínum. Ég vil einnig þakka eftii'lifandi eiginkonu hans Björk Eiríksdóttur fyrir hennar þátt í að halda uppi sterku og samheklnu samfélagi Islendinga í Lúderitz. Ég óska henni og bömum þeirra hjóna Guðs blessunar í sorg þeirra. Stefán Þórarinsson. Gulli, vinur og vinnufélagi. Okkur félagana langar að senda þér smá- kveðju. Þú fyrirgefur þó hún sé snubbótt. Enginn okkar gerði ráð fyrir að þú færir svona snöggt, né heldur þetta fljótt, eftir okkar síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.