Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 49 ustu endurfundi. Þegar við sátum og spjölluðum yfir einum bjór viku áður eða þegar við drukkum kaffibolla um borð hjá þér á miðvikudeginum fyrir þína siðustu brottfór. Kynni okkar allra byrjuðu fyrii’ rúmum fjórum árum, þegar þú komst sem vélstjóri til Luderitz í Namibíu. Fyrst til afleysinga með okkur og svo síðar sem yfirvélstjóri á þínu skipi. Kæri vinur og samstarfsfélagi, þótt við hinir yfirgæfum gamla góða Luderitz og færum til annarra verka, hér í Nambibíu, þá lauk aldrei vináttu, né samgangi á milli okkar og fjöl- skyldna. Við komum reglulega í heim- sókn til Luderitz og þið reglulega tii Walvis Bay og alltaf var hist og grillað eða farið saman út að borða. Enginn okkar hafði gert ráð fyrir að því lyki í bráð. Við sendum okkar bestu kveðjur til Bjarkar og bam- anna á þessari erfiðu stundu. Guðjón Kolbeinsson, Eyjdlfur V. Valtýsson og fjölskyldur, Walvis Bay. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Kallið kemur að ofan. Hversu oft stöndum við ekki berskjölduð fyrir þessu kalli að ofan. Við spyrjum sjálfa okkur hvers vegna og finnst við ekki fá nein svör. Ungur maður í blóma lífsins er kallaður burt frá eig- inkonu og börnum á einu augnabliki. Hver er tilgangurinn? Það er margs að minnast úr allt of stuttri ævi Gulla. Hann setti ávallt fjölskyldu sína ofar öðru. Hann sótti sjóinn stíft sem vélstjóri og þar helst sem var tekjuvon. Hann var eftirsótt- ur vélstjóri þar sem fæmi hans og kunnátta þótti vera einstök. Hann tamdi sér háttvísi og reglusemi og var jafnan hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom. Hann virtist vera þeim einstöku eiginleikum gæddur að geta leyst erfiðustu vandamál og halda ávallt ró sinni á erfiðleika- stundum, enda var borin mikil virð- ing fyrir honum hvort heldur var af íslenskum samstarfsmönnum eða er- lendum. Litla íslenska samfélagið okkar hér í Luderitz er eins og ein fjölskylda. Tilhlökkunin við að hittast, taka þátt í gleði og starfi okkar allra bindur þetta samfélag fjan-i heimahögunum, svo sterkum böndum. Það mæta allir uppá flugvöll eða niður á bryggju til að taka á móti nýjum þegni í þetta litla samfélag eða kveðja einhvern sem hefur lokið sinni vist hér. Þegar von var á Guila heim eftir langa og stranga útiveru fjam fjöl- skyldu sinni, ríkti gleði og fögnuður í þessu Iitla samfélagi. Svo mikil var þrá fjölskyldunnar að sjá eiginmann og fóður að hún flaug upp til Walvis Bay til þess að geta síðan siglt með honum hingað til Luderitz. Þessa heimkomu bar uppá þrítugasta og áttunda afmælisdaginn hans og mættum við öll til að fagna heimkomu hans og afmælisdegi. Mik- il hamingja og ást ríkti hjá fjölskyld- unni það kvöld. Það er einkennileg tilfinning að sjá ekki þann sem við erum að kveðja né geta faðmað hann og fylgt honum á brottfararstað. Það er eins og tóma- rúm hafi myndast og við vitum ekki hvernig við eigum að bregðast við. Eitt vitum við þó að það tómarúm sem myndaðist við snöggt brotthvarf Gulla héðan úr þessu litla samfélagi verður seint ef þá nokkurn tírria fyllt. Það er huggun harmi gegn að vita af Gulla í Guðsríki. Far þúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Við vottum fjölskyldu hans og öðr- um ástvinum dýpstu samúð á sorgar- stund sem þessari. Kveðja, Islendingar í Liideritz. + Vignir Guðna- son var fæddur að Akri, Innri- Njarðvík, 30. ágúst 1931. Hann andað- ist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. ágúst síðastliðinn. Foreldrar lians voru Guðni Magnússon, f. 21.11. 1904, d. 15.9. 1996 og Jóna Jóns- dóttir, f. 18.12. 1904, d. 18.7. 1939. Stjúp- móðir hans, seinni kona Guðna, var Hansína Krisljáns- dóttir, f. 8.5. 1911, d. 5.11. 1997. Bróðir Vignis er Birgir Guðna- son. Hálfsystkini eru Eiríkur Guðnason, Steinunn Guðnadóttir og Árnheiður Guðnadóttir. Upp- eldisbróðir, sonur Hansinu, er Ellert Eiríksson. Ég man vel daginn, sem Vignir frændi minn fæddist. Þá var mikið umstang á loftinu í Akri í Innri- Njarðvík, mannagangur og komin þangað ljósmóðir. Þar fæddist þeim hjónum Jónu Jónsdóttur frá Stapa- koti og Guðna Magnússyni frá Garð- bæ sonur. Þau voru þá nýlega gift og höfðu hafið búskap, en hann hafði þá nýlokið námi í málaraiðn og var far- inn að stunda iðn sína. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá fæðingu Vignis, þar til hann og móð- ir hans veiktust mjög illa af skarlats- sótt, og var það álit lækna, að Vignir hefði aldrei náð fullum bata eftir þau veikindi, og hefðu bæði heyrn hans og raddbönd laskast. Ekki átti Vignir heimili í Akri nema í fjögur ár, en þá fluttist fjöl- skyldan í nýbyggt hús sitt við Suður- götu í Keflavík, sem enn er innan ættarinnar, en þar býr nú Steinunn, hálfsystii- Vignis. Aðstaða Guðna var þar öll önnur og mun auðveldara fyr- ir hann að stunda vinnu sína þaðan, en hann ferðaðist um árabil ætíð á milli vinnustaða á hjóli með dósir sínar og áhöld. En oft kom Vignir í heimsókn í Njarðvikurnar, en þar bjuggu líka afi hans og amma, Magnús Pálsson og Steinunn Olafsdóttir ásamt Ámheiði, eða Öddu, dóttur sinni í Garðbæ. Að Garðbæ var alltaf gott að koma, enda oft gestkvæmt, þrátt fyrir það, að Steinunn lá nítján ár í rúminu, eftir að hafa fengið lömunarveiki. Þegar Vignir var á áttunda ári, veiktist móðir hans, en hún hafði áður verið berklasjúklingur á Vífilsstöðum og var ekki heilsuhraust. Hinn 14. júlí 1939 fæddist þeim hjónum annar son- ur, en fjórum dögum síðar lést Jóna, aðeins 34 ára gömul. Þai- hvai-f af sjónarsviðinu stórbrot- in kona, sem vildi allan vanda leysa og öllum gott gera. Vignii- líktist henni að því leyti að hann var heill og traustur maður. Eins og móðir hans, hafði Vignir strax sem bam mikla dulræna hæfi- leika. Hann fór til dæmis alltaf snemma að sofa á kvöldin og náði varla og oft ekki að borða kvöldverð, en ætti að segja honum daginn eftir eitthvað, sem skeð hafði meðan hann svaf, þá vissi hann það allt, og gat jafh- vel sagt okkur meira en við vissum. Sérstaklega minnist ég brunans mikla og mannskæða, þegar samkomuhúsið Skjöldur í Keflavík brann hinn 30. des- ember 1935. Vignir var sofandi, þegar sá atburður gerðist, en þegar segja átti honum fréttimar morguninn eftir, þmfti þess eklri. Hann vissi allt um bmnann og gat jafriframt talið upp hverjir hefðu látist. Með Jónu kom á heimili þeiiTa Guðna Halldóra Auður, Dóra, hálf- systir hennar, samfeðra, um sex ára gömul, en móðir hennar vai- Helga Égilsdóttir, þriðja kona Jóns, föður hennar, Jónssonar, sem áður hafi misst Valgerði, móður Jónu og Guð- rúnu, móður Einars Norðfjörðs og Margeirs Jónssonar. Með Helgu eignaðist Jón síðan tíu börn, en eitt átti hún fyrii'. Dóra hafði brennst illa, og hjúkraði Jóna henni, og varð sam- band þeirra mjög náið. Er Jón, faðir Vignir giftist 6. desember 1980 Guð- ríði Árnadóttur, f. 15.10. 1932. Bjuggu þau að Kópubraut 16, Innri-Njarðvík. Fyrri eiginmaður Guðríðar var Oskar Jakobsson sem lést 1968. Börn þeirra eru Árni Jakob Óskarsson og Guðný Óskarsdóttir. Vignir starfaði alla sína starfsævi á Kefla- víkurflugvelli og var um langt árabil um- boðsmaður Ilagtrygginga í Keflavík. Vignir verður jarðsunginn frá Nj arð víkurkirkju, Innri-Nj arð- vík, í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeirra, og Helga fluttust til Keflavík- ur, vildi Dóra ekki frá Jónu fara og varð eftir hjá henni og Guðna. Þau Vignir voru því alin upp saman, því hjá Guðna átti Dóra heimili fi'amundir tvítugsaldur. Hún dvelur nú á DAS í Hafnarfirði. Góðvild hjónanna Jónu og Guðna var mikil, því er faðir minn veiktist af krabbameini, aðeins 42 ára að aldri, tóku þau hann inn á heimili sitt í Keflavík, til að léttara væri fyrir lækni að annast hann, og hjá þeim dó hann 19. desember 1937, svo það var ekki langt stórra högga milli. Haustið 1939 átti litli bróðir Vign- is, sem skírður var Jón Birgir, að koma heim til fóður síns, eftir að hafa verið á fjórða mánuð á Fæðing- arheimili Reykjavíkur, eða samfleytt frá fæðingu, og Vignir litli þá kom- inn í skóla. Þetta sama haust hættir móðir mín búskap, gerist ráðskona hjá Guðna og gætir drengjanna hans. Hún hét Guðríður Jónsdóttir og var fóðursystir Jónu, móður Vignis. Og áfram rennur tíminn, og við búum saman í nokkur ár, eða þar til Guðni kvæntist aftur árið 1944, Hansínu Kristjánsdóttur, ágætiskonu og Vignir fær góða stjúpmóður og systkinunum fjölgar. Þá flytjum við móðir min ofar á Suðurgötuna og Birgir fylgir okkur. Hún elur hann síðan upp til tíu ára aldurs, er hann flyst aftur á heimili föður síns, systkina og stjúpmóður. Hansína hafði misst mann sinn, Ei- rík Tómasson í Grindavík, eftir sutta sambúð frá einu barni, Ellert, sem hún hafði með sér. Hálfsystlrinin urðu þrjú, Eiríkur, Steinunn og Árn- heiður. Eftir hefðbundið skyldunám, var Vignir einn vetur i héraðsskólanum í Reykholti, en vann síðan hjá fóður sínum um tveggja ára skeið. Hann var lengi umboðsmaður tryggingar- félags, samhliða störfum á Keflavík- urflugvelli, þar sem hann starfaði í yfir fimmtíu ár, lengst af hjá vamar- liðinu. Hvarvetna hefur hann reynst sérlega traustui' og dyggur starfs- maður og tryggur vinur. Vísa Steph- ans G. Stephanssonar við fæðingar- dag hans í Afmælisbókinni frá 1943, sem þeh’ feðgarnir gáfu mér í jóla- gjöf það ár, finnst mér eiga vel við hann: Víst er gott að vera hjá vina sveit og grönnum, og kunna réttar áttir á allri byggð og mönnum. Vignir var kominn á fimmtugsald- ur, er hann gekk að eiga Guðríði Árnadóttur, Gauju, en þau höfðu átt heima sitt í hvoru húsinu í Njarðvík og voru leikfélagar í æsku. Áður hafði Gauja verið gift Óskari Jakobs- syni, en hann drukknaði í Hítarvatni frá tveimur börnum, Árna og Guð- nýju. Gauja vai- dótth- Ái-na Sigurðsson- ar og Ástu Einarsdóttur, er bjuggu á Blómsturvöllum í Innri-Njarðvík, en skildu. Síðai- gengu þau í hjónaband Adda í Garðbæ og Árni. Þau eignuð- ust lítið og notalegt hús við Kirkju- brautina í Innri-Njarðvík og gátu búið þar fram á elliár í skjóli Vignis og Gauju, sem höfðu komið sér upp yndislegu heimili skammt frá, að Kópubraut 16. í hjálpseminni við tengdafóður og frænku komu vel fram miklir eðliskostir Vignis. Vignir og Gauja áttu góð ár sam- an, sem hefðu vissulega mátt verða mun fleiri. Börnum Gauju, Árna og Guðnýju, gekk Vignir í föðurstað af slíkri hlýju og umhyggjusemi, að varla hefði verið unnt að gera betur. Og hinn 26. ágúst stefndi fjöl- skyldan í ferð til Portúgals, en eng- inn veit sína ævina fyrr en öll er. Honum Vigni var ætlað að leggja upp í aðra ferð þann dag. Þar hefur vantað góðan mann á annan stað. Á tæpum tveimur árum eru þau öll búin að kveðja þennan heim, Guðni, Hansína, Eiríkur sonur Ell- erts og Vignh’. Þessu fólki vil ég öllu þakka samfylgdina og bið því bless- unar Guðs. Við hjónin vottum Gauju, Árna og Guðnýju innilega samúð, vegna and- láts frænda okkai- beggja, og biðjum Guð að styrkja þau í söknuði þeirra. Einnig vottum við samúð systkinum Vignis, fjölskyldum þeirra og aldr- aðri tengdamóður og tengdafólki. Helga Kristinsdóttir frá Akri. Mig langar að minnast bróður mlns með nokkrum orðum. Viggi var elstur okkar systkinanna og tók gjarnan að sér að siða okkur hin til, þegar við vorum Util. Fjölskyldan var stór og var oft mikill ærslagang- ur og ekki vanþörf á að stilla til frið- ar. Ef okkur var fengið eitthvert verkefni til að vinna, þá þýddi aldrei að kasta til hendinni, að Vigga mati átti að gera hlutina vel og rétt. Það er einmitt þessi nákvæmni sem einkenndi Vigga alla tíð. Annað sem einkenndi Vigga og var hans besti kostur var hvað hann var greið- vikinn, viljinn var ótakmarkaður. Þetta fundu allir sem honum kynnt- ust. Það var alveg sama hvað manni datt í hug sem unglingur, eins og t.d. að skreppa til Reykjavíkur til að kaupa kjól, það þurfti ekki annað en að nefna það við Vigga, þá var ekk- ert mál að skutla manni. Viggi hafði snemma mikinn áhuga á bílum, og er mér sérstaklega minni- stæð fyrsta drossían hans, sem var brún, með dúnmjúkum sætum, sem ávallt var gaman að fara í bíltúr í. Viggi var líka mjög barngóður og gældi við systkinabörnin í tíma og ótíma. Okkui’ þótti því synd að hann skyldi ekki eignast börn sjálfur, en á fimmtugsaldri giftist hann Gauju, sem var ekkja með tvö börn og þá fékk hann fóðurhlutverk. Hann gekk börnum hennar í föðurstað og reynd- ist þeim sem sannur faðir. Þau fundu best fyrir því hvað Viggi var hjarta- hlýr, einlægur og síðast en ekki síst hvað hann var greiðvikinn. Viljinn til að gera öllum til hæfis var í fyrir- rúmi hjá honum. Elsku Gauja, Guðný og Árni, ég veit að missir ykkar er meiri en marga grunar, ég bið því Guð og góða menn að styrkja ykkur í sorg ykkar. Elsku bróðir, hvíl í friði, minningin um þig lifir. Steinunn. Mig langar að minnast Vignis frænda míns sem nú hefur kvatt þennan heim. Við höfðum vitað um tíma að hverju stefndi en samt er svo erfitt að sætta sig við að svona skyldi fara. Ég minnist Vignis fyrst þegar ég var lítil og við systurnar vorum svo spenntar að vita hvað væri í jóla- pakkanum frá Vigni því gjafirnar frá honum voru alltaf svo spennandi. Hann heimsótti okkur þegar við bjuggum um tíma í Danmörku og vorum við systurnar mjög hrifnar af þessum skemmtilega og stríðna frænda okkar. Vignir bjó lengi í for- eldrahúsum og fannst okkur systkin- unum gaman að fara niður til Vignis á Suðurgötunni, alltaf átti hann eitt- hvað gott handa okkur. Vignir giftist seint, en hann hafði verið hamingju- samlega giftur Gauju í 18 ár þegar hann lést. Vignir var mikill fjöl- skyldumaður og reyndist börnum Gauju, þeim Ái-na og Guðnýju, góður faðir. Fjölskyldan var dugleg að mæta á öll mannamót og eins ferðuð- ust þau víða saman á undanfomum árum. Við Vignir hittumst oft þegar fjölskyldan kom saman við ýmis tækifæri og eins kom hann oft til okkar í vinnuna að hitta bróður sinn og okkur hin, hann sá um lyklamálin í íyrirtækinu. Vignir var mjög greið- vikinn og mikill nákvæmismaður, hann skilaði verkum sínum vel unn- um. Hann heyrði illa, sem háði hon- um nokkuð, en hann passaði sig alltaf á að fylgjast samt vel með öllu og láta ekkert fram hjá sér fara. Ég vil þakka Vigni samfylgdina og bið góðan Guð að styrkja Gauju, Árna og Guðnýju í sorginni, það eru svo margar hlýjar minningar um Vigni sem geta yljað þeim á erfiðum tímum. Sóley Birgisdóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1116, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina jnni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær eiginmaður minn, JÓN MAGNÚSSON, Hávarsstöðum, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 31. ágúst. Jarðarförinn fer fram frá Hallgrímskirkju í Saurbæ laugardaginn 5. september kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir, sem vildu minnast hans, eru þeðnir að láta Sjúkrahús Akraness njóta þess. Sigríður Beinteinsdóttir, synir og aðrir vandamenn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRN BJARNASON frá Efra-Seli, Landsveit, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju á Landi laugardaginn 5. september kl. 14.00. Bjarnheiður Björnsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Konráð Andrésson, Gyða Fanney Björnsdóttir, Magnús Einarsson, Indriði Björnsson, Ásta Pétursdóttir, Guðbjartur Björnsson, Ragnhildur I. Antonsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. VIGNIR GUÐNASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.