Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GEIR GARÐARSSON konu, árið 1958. Dætur þeirra eru Anna María vefari og Edda viðskipta- fræðingur. Geir lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum í Reykja- vík árið 1955. Hann lauk flugnámi í Bretlandi árið 1958. Hann hóf störf hjá Flugfélagi íslands (síðar Flugleiðum) árið 1960 og starfaði óslitið sem flugmað- ur og flugstjóri. Útför Geirs hefur farið fram. + Geir Garðarsson flugsljóri fædd- ist í Reykjavík 1. september 1934. Hann lést í Reykja- vík 13. ágúst síðast- liðinn. Foreldrai- hans voru Garðar Þorsteinsson, fisk- iðnfræðingur og stórkaupmaður, og Þórunn Sigurðar- dóttir. Eftirlifandi systkini hans eru Bergljót bókasafns- fræðingur og Arn- þór prófessor. Geir kvæntist Maritu Lind, finnskri Geir Garðarsson hafði verið heilsuhraustur alla ævi og þess vegna var það alveg óvænt, þegar hann greindist með krabbamein sem dró hann síðar til dauða. Líðan hans var allgóð eftir fyrstu með- ferð, en í sumar fór heilsu hans hrakandi og hann var þjáður af verkjum og ýmsum fylgikvillum. Sem eðlilegt er var það honum mik- ið áfall, þegar sjúkdómurinn greindist og hann varð að hætta starfi sem flugstjóri. Hann átti afar erfitt með að sætta sig við hlut- skipti sitt, sérstaklega í fyrstu. Geir hóf flugnám fljótlega eftir stúdentspróf. Hann stundaði nám við Air Service Training í Englandi. Honum sóttist námið vel og lauk því á rúmu ári. Ekki voru alltaf laus störf fyrir flugmenn á þeim árum frekar en nú og á meðan hann beið eftir að fá starf við sitt hæfi í flug- inu vann hann hjá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, þar sem hann undi hag sínum vel og átti þaðan góðar minningar. Hann hóf síðan störf hjá Flugfélagi ís- lands (síðar Flugleiðum) árið 1960 og starfaði þar samfleytt sem flug- maður og flugstjóri, þar til hann varð að láta af störfum vegna sjúk- dómsins. Hann var alla tíð ánægður í störfum sínum og lagði sig fram um að leysa þau af hendi af trú- mennsku og vandvirkni. Hann hélt sér í góðu líkamlegu ástandi með hollu fæði og gönguferðum og lagði mikla áherslu á að vera ævinlega vel fyrirkallaður, þegar hann átti að fljúga, og lét ekkert trufla sig til að svo mætti verða. Mai-gt var honum eftirminnilegt á langri starfsævi, en hann minntist oft með gleði dvalar sinnar á Grænlandi við ískönnunar- flug með Þorsteini Jónssyni flug- stjóra. Það var fljótlega eftir að hann hóf störf. Frjálslegt var hjá þeim við þetta verkefni og það hafði yfir sér nokkurn ævintýrablæ. Þá var honum minnisstæð ferð á Vatnajökul til þess að sækja ískjarna sem borað hafði verið eftir niður í jökulinn í rannsóknarskyni. Hann lenti þá flugvél af gerðinni C 47, Dakota, sem útbúin hafði verið á skíðum, á miðjum jöklinum. Hann hafði undirbúið ferðina gaumgæfi- lega og hún gekk í alla staði vel. Nokkrar áhyggjur voru vegna flug- taksins á jöklinum, en slíkt hafði mistekist á flugvél af sömu gerð í björgunarleiðangri mörgum árum áður. Geir hélt sig lengst af til hlés í fé- lagsmálum, en það kom að þvi að hann var kallaður til starfa að fé- lagsmálum flugmanna og var hann formaður í samtökum atvinnuflug- manna um skeið. Heima fyrir var hann aldrei iðjulaus. Hann annaðist stóran trjágarð og kom sér þar að auki upp garðskála, þar sem þau hjónin ræktuðu blóm og grænmeti, tómata og vínber. Þá var hann handlaginn með afbrigðum og gerði við flesta hluti sjálfur og sá um við- hald á húsi sínu og bílum. Hann var afar hjálpsamur og ófá voru hand- tök hans við að hjálpa nágrönnum og kunningjum, þegar lagfæra þurfti ýmislegt. Hann hafði ánægju af ferðalögum innanlands og hafði komið víða og þekkti landið allt mjög vel. Hann kynntist einmitt konu sinni, Maritu, á ferðalagi um hálendið. Hún reyndist honum hin besta eiginkona og þau voru sam- rýnd í flestu. Geir var þannig skapi farinn að hann sagði álit sitt umbúðalaust og var hreinskilinn þannig að menn vissu alltaf hvar þeir höfðu hann. Sem dæmi um það er minnisstætt, þegar hann í menntaskóla átti eitt sinn að skrifa ritgerð um ákveðið efni og kennarinn hafði lagt á ráðin um efnistök. Geir skrifaði ritgerð þar sem hann rökstuddi álit sitt, sem gekk þvert á skoðanir kennar- ans, og endaði málið þannig að hon- um var ekki gefin einkunn fyrir rit- gerðina, en hann stóð fast á sínu. Sumum kann að hafa þótt hann vera hijúfur í viðmóti stundum og um of hreinskilinn, en það breyttist við nánari kynni. Nú hefur Geir kvatt þetta jarðlíf og farið sína síðustu flugferð. Aska hans var jarðsett á afmælisdegi hans hinn 1. september síðastliðinn. Með honum er genginn vandaður og samviskusamur maður og góður félagi og er söknuður í huga þeirra sem þekktu hann best. Eiginkonu og dætrum eru færðar samúðar- kveðjur. Ólafur Jónsson. JÓRUNN BACHMANN + Jórunn Bachmann var fædd 6. september 1913. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 18. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarnes- kirkju 29. ágúst. Við andlát Jórunnar Bachmann verður fyrst fyrir mér mynd af glöðum og glæsilegum hjónum. Hún á íslenskum búningi og hann í „kjól og hvítt“. Þessi mynd, sem svo skýrt er greypt í huga minn, er mynd hjónanna Jórunnar og Geirs Bachmann. Alla tíð báru þau með sér gleði- og glæsibrag, reisn, virðuleika og einstakan hlýhug. Svo samtvinnuð er mynd þeirra í huga mínum og ég hygg allra samferða- manna, að vart verður um annað talað án þess að hins sé getið. Jór- unn og Geir Bachmann eru í mínum huga mikilhæf sómahjón og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með þeim samleið. Árið 1966, þegar Rebekkustúkan Asgerður var stofnuð, lærði ég að meta og virða Jórunni, en hún var ein af stofnendum þeirrar stúku. Hún var frumheiji og í forystu stúkunnar og hún leiddi okkur hin- ar, ásamt öðrum, okkar frum- bemskuspor í starfi Oddfellowregl- unnar. Það var mikið og vandasamt starf sem unnið var af áhuga og ósérhlífni, vináttu og kærleika til okkar allra. Við félagar í Rebekku- stúkunni Asgerði minnumst hennar og allra frumheijanna með þökk og virðingu. Alla tíð bar Jómnn heill og hag stúku sinnar mjög fyrir bijósti og tók þátt í starfi hennar svo lengi sem þrek og kraftar leyfðu. Fyrir öll sín miklu og góðu störf í þágu stúku sinnar var hún sæmd heiðursmerki Oddfellowregl- unnar og var það að verðleikum. Þáttur þeirra hjóna, Jórunnar og Geirs, í starfi Oddfellowa á Akra- nesi var mikill og góður. Fyrir hönd okkar félaga í Rebekkustúkunni Ásgerði, færi ég hinni látnu heið- urskonu bestu þakkir fyrir samver- una og öll hennar störf fyrir stúku sína. Segja má um Jóranni Bachmann, að hún var „drengur góður“. Að vera drengur góður er mannlýsing sem segir: „Slíkur maður er vand- aður til orðs og æðis, hann er rétt- látur, sanngjam og sáttfús. Hann er hjálpsamur og fer með friði.“ Þannig þekkti ég þessa heiðurs- konu. ARNBJORG GUÐLA UGSDÓTTIR + Arnbjörg Guð- laugsdóttir fæddist í Stóra- Laugardal 17. júní 1930. Hún lést á sjúkrahúsi Patreks- fjarðar 19. ágúst síðastliðinn og fór útför hennar fram frá PatreksQarðar- kirkju 29. ágúst. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin að við væram mjög leiðir að sjá hvað þú varst orðin lasin en við fengum þó að sjá þig aftur. Elsku amma, við vonum að þú hafir það betra þar sem þú ert núna og svo færðu líka að vera með Halla afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. á bak við dimma dauðans nott (V. Briem) Elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og allar heim- sóknimar til Patró sem okkur þótti alltaf svo skemmtilegar. Þú varst alltaf tilbúin að taka á móti okkur þegar við vildum fara vestur, og þó svo að mörg prakkarastrik hafi verið gerð, bátar málaðir og annað, og við ekki alltaf þeir stilltustu, máttum við alltaf koma aftur. Við höfðum mjög gaman af að koma heim til Islands í sumar og fá að * koma til Patró og hitta ykkur, þó Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Elsku pabbi, við vitum að þú finnur til í hjarta þínu núna. Megi Guðs englar vera hjá þér. Við hugsum til þín. Kær kveðja, Haraldur Ingi og Kristján Emir. Vegir skiptast, - allt fer ýmsar leiðir, inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd, Einum flutt er árdagskveðja öðrum sungið dánarlag. Allt þó saman knýtt sem keðja, krossfór ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið stórt og smátt er saman bundið. (E.Ben.) Svo snilldarlega lýsir Einar Benediktsson því hve lífið er fjöl- breytilegt og margslungið. Vegir liggja til allra átta, sífellt era vinir að heilsast og kveðjast. Vinaskiln- aður er sá af örþráðum lífsins sem ekki verður umflúinn. „Einum flutt er árdagskveðja, öðram sungið dánarlag." I sömu andrá er einn að fæðast og annar að deyja, einn er glaður, annar hryggur. Állt er þetta ein samofin heild, ein órofa keðja. „Krossfór ein með sama brag.“ í gróðri jarðar sjáum við þetta hvað skýrast. Á vorin lifna blóm og grös og teygja sig mót hækkandi sól, breiða blöð sín fagnandi móti sumrinu í þeirri vissu að verða þó að lúta í lægra haldi fyrir hörku vetrarins. I hverju smáblómi sjáum við meistaraverk Guðs handa, hvert visnað blóm ber í sér sumarfræ til endumýjunar lífsins. Hið stóra sterka tré með laufguðum greinum á sterkum stofni vekur aðdáun okk- ar og virðingu. Það stendur af sér stormana, það bognar ekki, en brotnar kannski í bylnum stóra, síðast. Eins er það með hinn stóra, sterka mann, hann stendur af sér hretviðri lífsins, stendur teinréttur, bognar ekki en brotnar kannski í bylnum stóra síðast. Þannig var það með konuna Jórunni Bach- mann, sem trú og trygg, heil og óskipt gekk að hveiju því verki sem henni var falið. Eins og laufguð björkin stóð hún teinrétt, en brotn- aði í bylnum stóra, síðast. Hönd dauðans finnst okkur ýmist köld og harkaleg, eða mild og friðandi, þeg- ar hún kemur eftir langvarandi sjúkdómsstríð sem engin mannleg hönd fær bætt. Nú er ævisólin hennar Jórannar Bachmann til viðar gengin og sætið hennar autt. Hin milda og friðandi líknarhönd leiddi þreytta bamið inn á fyrirheitsins lönd og þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti. En hnígur ei sól að kvöldi og rís dýrðleg næsta morgun? Fylgir ei vor vetri með fyrirheit um sumar- gi’óður, ljós og yl? Hver vinur kær sem kveður þennan heim, lifi áfram í huga okkar. Við biðjum algóðan Guð; ver þú hennar skjól, vefðu hana í náðarríkum kærleiksörmum þínum. Bömum hennar og ástvin- um öllum biðjum við heilla og bless- unar, friðar og farsældar um ókom- in ár. Nú, þegar leiðir skilja, flyt ég henni einlægar þakkir mínar fyrir tryggð og vináttu liðnu áranna. Við kveðjum nú látna heiðurs- konu, sem auðnaðist á langri veg- ferð að marka spor sín heill og hamingju sjálfri sér og ástvinum sínum til handa; konu sem ávann sér traust og virðingu samferða- manna sinna, konu sem við vissum að við áttum að vini, sakir dreng- skapar hennar og heiðarleika. Þreytta sál, - sofðu rótt. Gefi þér Guð sinn frið. Góða nótt. Friður sé með sálu hennar, frið- helg veri minning hennar. Hallbera Leósdóttir, Akranesi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Nýtrúar- hreyfingar og kristin trú í Hafnarfjarð- arkirkju Á KOMANDI hausti eru fyrirhug- uð námskeið í Hafnarfjarðarkirkju um nýtráarhreyfingar og kristna trá. Með hugtakinu „nýtráarhreyf- ing“ er átt við tráarhreyfingu sem orðið hefur til einhverntímann á síðustu 200 árum. Margvíslegar trúarhreyfingar hafa skotið rótum á þessu tímabili og oft á venjulegur leikmaðui' í ei'fiðleikum með að greina fyrir hvað þessar hreyfingar standa og hvað þær boða. Sömu- leiðis er margur í óvissu með hvað þessar hreyfingar segja um kristna trú, hvort þær samrýmast kristinni kenningu og á hvern hátt þær era andstæðar eða boða annan sann- leika. Á námskeiðunum verða þess- ir hlutir skoðaðir, saga hreyfing- anna rakin og kenningar þeirra bornar saman við kenningar kirkj- unnar. Til að byija með verður fjallað um fjórar hreyfingar eða kenningakerfi. Er þar um að ræða yoga, moon-hreyfinguna, stjörnu- speki og hreyfingar sem kenna sig við framgangstrá (happy, healthy, holy). Leiðbeinandi á þessum nám- skeiðum er sr. Þórhallur Heimis- son, prestur við Hafnarfjarðar- kirkju, en hann hefur um árabil stundað rannsóknir á nýtráarhreyf- ingum. Hægt er að skrá sig á nám- skeiðin á viðtalstíma hans sem aug- lýstur er í símaskrá og veitir hann þá allar nánari upplýsingar. 1. ártíð Móður Teresu frá Kalkútta í TILEFNI þess verður biskups- messa í Maríukirkju, RaufarseU 8, í dag, kl. 18.30, með þátttöku Ter- esusystra frá Breiðholti. Allir vel- komnir. Sjöunda dags aðventistar á ís- landi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón- usta kl. 11.15. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. BibMufræðsla að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Sigríð- ur Kristjánsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: BibMufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snoirason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Frode Jakobsen. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: BibMufræðsla kl. 11. Ræðu- maður Jón Hjörleifur Jónsson. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Bi- bMulestur kl. 20. Ræðumaður Mike Bradley. Allir hjartanlega velkomn- ir. Unglingasamkoma kl. 20.30. All- ir hjartanlega velkomnir. www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.