Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 53 FRÉTTIR STÖÐ OLÍS í Garðabæ verður opnuð eftir breytingar í dag, fóstudag. Endurnýjuð Olísstöð í Garðabæ opnuð um helgina Síðasta helgar- dagskráin í Yiðey Á UNDANFÖRNUM mánuðum hafa staðið yfir gagngerar breyting- ar á þjónustustöð Olís í Garðabæ. Lóð stöðvarinnar hefur verið lag- færð, svo og gróðursvæði, skipt hef- ur verið um dælur og skyggni, öll aðstaða fyrir starfsmenn og við- skiptavini hefur verið bætt til muna. I tilefni af þessum breytingum held- ur Olís opnunarhátíð nú um helgina, 4.-6. september. Af því tilefni munu stúlkur úr íþróttafélaginu Stjörnunni þvo bíla á þvottaplani Olís. Boðið verður upp á grillveislu á laugardaginn milli 13 og 15. Ýmis tilboð verða í verslun- inni og að auki mun félagið í tilefni hátíðarinnar bjóða viðskiptavinum sínum 4 króna afslátt af öllu elds- neyti um þessa helgi. Endurbygging Garðabæjarstöðv- arinnar er liður í endurnýjun allra Olísstöðvanna á höfuðborgarsvæð- inu en því starfi lýkur þegar Háa- leitisstöðin verður tilbúin eftir end- umýjun á haustmánuðum. Allar stöðvarnar eru að fá nýjan mengun- arvarnarbúnað sem uppfyllir ströngustu kröfur, nýjar dælur og sjálfsala auk nýrra skyggna og merkinga. Hönnuður breytinganna er Ingimundur Sveinsson arkitekt. Allar stöðvar Olís á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri eru nú reknar undir verslunarheitinu Uppgrip. KOMANDI helgi verður hin síðasta í Viðey á þessu sumri með skipulagðri dagski-á. Á laugardag verður tveggja tíma gönguferð um Heimaeyna. Hún hefst við kirkjuna kl. 14.15. Gengið verður austur fyrir gamla túngarð- inn og síðan meðfi-am honum yfii- á norðurströndina. Henni verður svo fylgt vestm- á Eiði en þaðan gengið að Nautahúsunum, sem eru á norð- austurhorni Vestureyjarinnar. Þar eru einu stríðsminjarnar á eynni og einnig steinn með áletrun frá 1821. Á bak við það sem í hann er höggvið gæti verið saga um óhamingjusama ást frá þessum tíma. Frá þessu verð- ur sagt í göngunni og mörgu öðru. Gangan tekur um tvo tíma. Fólk er hvatt til að búa sig eftir veðri. Á sunnudag kl. 14 messar sr. Jak- ob Ágúst Hjálmarsson í Viðeyjar- kirkju, Dómkórinn syngur og Mar- teinn H. Friðriksson dómorganisti leikur á orgelið. Sr. Þórir Stephen- sen aðstoðai' sr. Jakob við altaris- þjónustuna. I messunni mun ráðs- mannshjónunum, sem nú fara að láta af störfum, þökkuð ágæt þjónusta þeirra við helgiathafnir í Viðeyjar- kirkju sl. 10 ár. Eftir messu verður svo staðai'skoðun. Þá verður kirkjan sýnd, einnig fornleifagi-öfturinn og margt söguríkt þar í nánd. Loks verður Stofan sjálf skoðuð. Staðar- skoðun er flestum auðveld, krefst ekki langrar göngu og þar ber margt áhugavert fyrir augu. Ferðir hefjast kl. 13. Sérstök ferð verður með kh'kjugesti kl. 13.30. Ljósmyndasýningunni lauk um síðustu helgi en hjólaleigan og hesta- leigan hættu störfum á sunnudag. Föstum afgreiðslutíma Viðeyjar- stofu lýkur þá einnig, en stofan er síðan opin áfram íyrir hópa sem þangað sækja og verður svo allt árið. Hið sama gildir um áætlun Viðeyjar- ferju. Hún er til reiðu hvenær sem er fyrir þá sem panta fyrirfram. Skólabörn og umferðin UMFERÐARRÁÐ hefixr sent frá sér eftirfarandi nú þegar skólar hefja vetrarstarfið: „Starfsemi gi-unnskóla um allt iand er að hefjast þessa dagana. Tugir þúsunda barna og unglinga eru þar með á leið í og úr skóla hvern virkan dag. Umferðaraðstæð- ur á skólaleið barna eru mjög mis- munandi og því er full ástæða til að hvetja foreldra og aðra forráðamenn barna til að segja þeim skýrar reglur um hvernig þau geti komist öruggast leiðar sinnar. Þá má ekki gleyma þein'i staðreynd að umferð eykst yf- irleitt í september samanborið við sumarmánuðina og því fylgir aukin hætta. Nauðsynlegt er að foreldrar und- irbúi börn sín sem best undir skóla- gönguna en ábyrgð ökumanna er einnig mikil og ber þeim í hvert skipti sem þeir verða varir við börn á ferð í umferðinni að gera sér grein fyrir að þeim kann að vera hætta bú- in sé ekki sýnd ýtrasta varúð. Sér- stök ástæða er til að hvetja til að- gæslu í nágrenni við skóla og aðra staði þar sem fram fer starfsemi sem tengist börnum og unglingum. Hafa þai'f í huga að viðbrögð barna í um- ferðinni eru ekki alltaf rökrétt. Þeim hættir til að bregðast öðruvísi við en ökumenn búast almennt við. Þess vegna verða þeir sem stýra bílum að gera ráð fyrir því að viðbrögð barna geti verið órökrétt. Lögreglan mun leggja mikla áherslu á eftirlit við gi'unnskóla og verður fyrst og fremst hugað að ökuhraða og akstri við gangbrautir. Einnig mun lögi'egla fylgjast vel með hvernig ökumenn hleypa börn- um sem þeir aka í skólann út úr bíl- um. Miklu máli skiptir að þau fari ekki út á götu heldur að þeim sé hleypt úr gangstéttarmegin. Bæklingur til foreldra 6 ára barna Sex ára börn, sem eru að hefja skólagöngu í fyrsta sinn, þurfa sér- stakrar leiðbeiningar við og í því skyni hefur Umferðarráð í samstarfi við Námsgagnastofnun gefið út nýtt námsefni - Á leið í skólann, sem ætl- að er foreldrum þehra barna sem eru að hefja skólagöngu. í þessu hefti er fjallað um hlutverk foreldra í umferðaruppeldi, sérstöðu bai'na sem vegfarenda, val á gönguleiðum og önnm- mikilvæg atriði vai'ðandi öryggi barna. Nauðsynlegt er að vekja athygli á nauðsyn þess að börn á leið í skóla og í tengslum við íþróttaæfingar og annað félagsstarf sem fram fer eftir að skyggja tekur noti endurskins- merki. Gildi þeirra er ótvírætt. Allir þurfa að leggja sig fram við að búa börnum eins öruggar að- stæður í umferðinni og kostur er. Þar er hlutverk foreldra og einnig ökumanna mikilvægt. Gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera umferðina öruggari fyrir börn.“ ABBA á fjalirnar á ný SÖNGSKEMMTUNIN ABBA verður tekin upp að nýju á skemmtistaðnum Broadway í haust og verður fyrsta skemmtunin annað kvöld, laugardagskvöld. Á skemmtuninni syngja sex söngvarar hin þekktu lög sænsku hljómsveitarinnar ABBA við undir- leik sjö manna hljómsveitar. Frum- sýning var sl. vor og hlaut hún góða dóma og mikla aðsókn. Söngvararnir sex eru Birgitta Haukdal, Ema Þórarinsdóttir, Hulda Gestsdóttir, Kristján Gísla- son, Rúna G. Stefánsdóttir og Sig- urður H. Ingimarsson. Hljómsveit- ina skipa Gunnar Þórðarson, sem er hljómsveitarstjóri, Gunnlaugur Briem, Jóhann Ásmundsson, Kjart- an Valdimarsson, Kristinn Svavars- son, Vilhjálmur Guðjónsson og Þór- ir Ulfarsson. Egill Eðvarðsson sá um sviðssetningu og Jóhann Örn æfði dansa. Fyrir sýningu er boðið upp á fjöl- breyttan mat af hlaðborði. Að lok- inni sýningu leikur Sálin hans Jóns míns fyrir dansi til klukkan 3. ABBA-sýningin byrjar að nyju á fjölum Broadway annað kvöld. Tilkynning um útboö og skráningu hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands Landsbanki Islands hf. Hlutabréfaútboð Kraftganga í Öskjuhlíð KRAFTGÖNGUHÓPUR Perlunn- ar mun laugardaginn 5. september hittast á ný að loknum sumarleyfum og hefja hefðbundna vetrarstarf- semi frá og með þeim degi. Starfsemin felst í hreyfingu, fræðslu og útiveru. Hver tími sam- anstendur af upphitun, göngu og æfingum. Gerð verður sú breyting á að tímarnir hefjast kl. 17.45 í stað Unglinga- æfíngar hjá TR UNGLINGAÆFINGAR hjá Taflfé- lagi Reykjavíkur hefjast að nýju nk. laugardag, 5. september kl. 14. Óllum börnum og unglingum 14 ára og yngri er boðið að koma og taka þátt í léttri skákæfingu, hlýða á fyrirlestur um skák og reyna sig á skák- og endataflsþrautum. Skákæf- ingarnar eru alla laugardaga og hefj- ast ávallt kl. 14 og standa til kl. 17. Skákæfingarnar eru ókeypis og eina skilyrðið fyrir þátttöku er að kunna mannganginn. Töfl og klukkur á staðnum. Skákæfingarnar fara fram í fé- lagsheimili Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12. kl. 18 eins og áður hefur verið. Ki-aftganga er alhliða líkams- þjálfun, jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna. Nánari upplýsingar gefur Árný Helgadóttir, hjúki'unar- fræðingur og íþróttaþjálfari. ------------------ LEIÐRÉTT Formaður utanríkismála- nefndar SUS ORÐ féll niður í frétt blaðsins í gær um að ungir íhaldsmenn í Evrópu hefðu heiðrað Davíð Oddsson for- sætisráðherra. Sigmundur Sigur- geirsson var þar sagður formaður Sambands ungi-a sjálfstæðismanna, en hann er formaður utanríkismála- nefndar SUS. Beðizt er velvirðingar á mistökunum. Réttað í Áfangagili 24. september MISHERMT var í lista yfir réttir á landinu, sem birtist í þriðjudags- blaði, að réttað væri í Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti hinn 17. sept- ember. Land- og Holtamenn, sem smala Landmannaafrétt, munu rétta í Áfangagili hinn 24. september. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: Sölugengi í almennri sölu: Sölugengi til starfsmanna: Sölugengi í tilboðssölu: Ákrifta rtímabil: Greiösluskilmálar: Umsjón með útboði: Skráning: Kr. 1.000.000.000 Fast gengi 1,9 Fast gengi 1,285 Selt verður eftir tilboösfyrirkomulagi: Fyrst verður selt til hæstbjóðanda, þá þeim næsta o.s.frv. þar til öll bréf hafa verið seld. Ef fleiri en eitt tilboð á sama gengi berast, verður hlutabréfum hlutfallslega skipt á milli þeirra miöaö við nafnverð hvers tilboðs. Bankinn áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tilboðum sem eru lægri en almennt sölugengi. 9. september til 23. september. Greiðslu skal inna af hendi eigi siðar en 14. október 1998 klukkan 16:00. Landsbanki íslands hf. - Viöskiptastofa og Landsbréf hf. Veröbréfaþing íslands hefur samþykkt að skrá hlutabréf Landsbanka íslands hf. á Aðallista þingsins. Skráningar er vænst í lok október. Niðurstöður útboös verða tilkynntar í viðskiptakerfi VÞÍ ásamt endanlegum skráningardegi. Útboös- og skráningarlýsing og önnur gögn vegna ofangreindra hlutabréfa liggja frammi hjá Viöskiptastofu Landsbanka Islands hf., Laugavegi 77, 155 Reykjavík, öllum útibúum bankans, Landsbréfum hf., Fjárvangi hf. og hjá umboðsmönnum Vátryggingafélags Islands hf. Gögnin má einnig finna á www.landsbanki.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.