Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 04.09.1998, Blaðsíða 68
 r æM J KOSTAB' jmeð vaxtaþrepum | $) Bl iNA!) \HBANKI N N : ; www.bi.is | Mewuát -setur brag á sérhvern dag! MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fjórir lögreglumenn syntu úr Sundahöfn til Viðeyjar Sjórinn ívið heitari en kranavatnið FJÓRIR lögreglumenn úr Reykja- vík syntu til Viðeyjar úr Sunda- höfn í 9,1 gráðu heitum sjó í gær- morgun. „Sjórinn var kaldur. Vatnið var ívið volgara en krana- vatnið. Það er um 8 gráður,“ sagði Jón Otti Gíslason, aldursfor- seti fjórnienninganna, í samtali við Morgunblaðið. „Sjórinn var 12 gráður í síðustu viku, við höfðum ekki áttað okkur á því fyrr en í morgun hvað hann hafði kólnað." Jón Otti segir að eftir því sem best sé vitað sé þetta fyrsta ! hópsundið í sjó hér við land síðan 1961, þegar nokkrir reykvískir lögreglumenn lögðust til sunds við Ægisíðu og syntu yfir að Bessastöðum. Þremenningarnir sem þreyttu 1,3 kílómetra langt sundið með Jóni Otta í gærmorgun heita Stef- án Vagn, Eiríkur Óskar Jónsson og Hermann Baldursson. Jón Otti hefur áður synt þessa leið. „Eg synti þarna í fyrra í spegilsléttum sjó. Það var kyrrt í - sjóinn í morgun en þegar við lögðum af stað versnaði sjólagið og það var talsverð undiralda á leiðinni. Eg fann fyrir sjóveiki," sagði Jón Otti. Hann sagði að einn tjórmenn- inganna hefði fengið krampa í fætur á leiðinni og hefði skroppið upp í bát sem fylgdi þeim og feng- ið aðstoð við að teygja og nudda úr sér krampann en að því búnu hefði hann haldið áfram sundinu. Fjórmenningarnir, sem lögðu í hann á sundskýlunum einum fata og án nokkurra varnarsmyrsla, voru 36-46 mínútur á leiðinni. í gærmorgun fylgdi gúmmíbát- ur með tveimur félögum lögreglu- mannanna þeim á sundinu auk þess sem bátur ráðsmannsins í Viðey fylgdist með. Jón Ótti, sem er 43 ára, er reyndur sundmaður og var fyrst- ur þeirra félaga yfir til Viðeyjar. Hann hefur stundað sjósund í nokkurn tíma og hefur verið sundmeistari lögreglunnar í Reykjavík í 20 ár. Við því sæmd- arheiti tók hann af tengdaföður sínum, Eyjólfí Jónssyni sund- kappa. Það er hins vegar ekki langt síðan Sjósundfélag lögreglunnar var stofnað og hópur lögreglu- manna fór að æfa sig í að synda í söltum og köldum sjó. „Upphafsmaðurinn að þessu er Morgunblaðið/Halldór Kolbeins LÖGREGLUMENNIRNIR fjórir hrepptu meiri vind og kaldari sjó á sundinu en þeir höfðu búist við. séra Þórir Stephensen staðar- haldari," segir Jón Otti. „Hann hafði samband við mig og hvatti mig til að smala saman í hóp og reyna að gera sund út í Viðey að árlegum viðburði." Næsta sjósund lögreglumann- anna verður Engeyjarsund, næsta sumar. Það er 2,5 kílómetra Iangt. Jón Otti segir að enginn óæfður gæti leikið sundið eftir. Talsverða þjálfun þurfí til þess að venjast köldum sjónum. „Það ger- ir þetta enginn óæfður og ég ráð- legg fólki að vera ekki að hlaupa út í þetta. En þetta er ekkert af- rek. Þetta er gert okkur til skemmtunar. Eg er að þessu af því að mér finnst þetta svo skemmtilegt. En þetta reyndi gríðarlega mikið á okkur.“ Sala hlutabréfa í * Landsbanka Islands Afsláttur til starfs- fólks 2 ALMENNINGI gefst kostur á að kaupa hlutabréf í Lands- banka Islands á genginu 1,9. Gengi til starfsfólks verður hins vegar þriðjungi lægra eða 1,285. Sala bréfanna hefst 9. september. Útboð á nýju hlutafé í Lands- banka íslands hf. að nafnvirði einn milljarður króna var ákveðið á hluthafafundi bank- ans í gær. Hlutaféð verður selt með áskriftar- og tilboðsfyrir- komulagi, til starfsfólks, al- mennings og fjárfesta. Áætlað söluandvirði er 1,7 milljarðar kr. Hlutabréf að nafnvirði 625 milljónir verða boðin út á al- mennum markaði með föstu gengi, 1,9. Hverjum áskrifanda er heimilt að skrá sig fyrir allt að einni milljón kr., sem nemur 1,9 milljónum að söluverði, en hámarksfjárhæðin skerðist ef eftirspum verður mikil. 50 milljóna króna hlutafé verður boðið út. Núverandi starfsfólki bank- ans og dótturfélaga og þvi starfsfólki sem látið hefur af störfum á þessu og síðasta ári, gefst ásamt Lífeyrissjóði bankamanna kostur á að kaupa v hlutafé að nafnvirði 325 milljón- ir kr. við verði sem er nærri því þriðjungi lægra en til almenn- ings, eða á genginu 1,285. Há- marksfjárhæð er 250 þúsund og fær starfsfólkið þann skammt á 154 þúsund kr. lægra verði en almenningur á kost á. ■ Verð til starfsfóIks/20 * + Alíka hátt hlutfall öryrkja á Islandi og hinum Norðurlöndunum Fleiri öryrkjar undir þrítugu á Islandi HLUTFALLSLEGA fleiri öiyrkjar innan við þrítugt eru á íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Heildar- fjöldi örorkulífeyrisþega sem hlut- fall af íbúum landsins var svipaður á Islandi og í Danmörku en mun minni en í Finnlandi, Noregi og Sví- þjóð. Þessar upplýsingar koma fram í grein þeirra Sigurðar Thor- lacius, Sigurjóns Stefánssonar og Stefáns Olafssonar í nýjasta hefti Læknablaðsins. Greinarhöfundar unnu upplýsing- ar um örorkumat, búsetu, aldur og fýrstu eða helstu sjúkdómsgrein- ingu úr örorkuskrá Tryggingastofn- unar ríkisins eins og hún var 1. des- ember 1996. Á þeim tíma áttu 8.714 einstaklingar á íslandi örorkumat í gildi. Hjá 7.315 hafði verið metin yf- ir 75% örorka og hjá 1.399 hafði verið metin 50% eða 65% örorka. Barnvæn ljósmynda- sýning SÝNING á ljósmyndum reyk- vískra leikskólabarna var opnuð í Ráðhúsinu í gær. Myndirnar sýna borgina með augum barnanna og er sýningin einnig óvenjuleg að því Ieyti að myndirnar eru hengd- ar í augnhæð barna á leikskóla- aldri. Þessi litla hnáta var áhuga- samur leiðsögumaður hinna full- orðnu um sýninguna. 75% örorka hafði verið metin hjá 4,2% Islendinga og var hún mark- tækt algengari á höfuðborgarsvæð- inu en utan þess. Geðrænn vandi og vandamál í stoðkerfi voru algeng- ustu fyrstu sjúkdómsgreiningarnar. I grein þremenninganna kemur fram að aldursdreifing örorkulífeyr- isþega sé önnur á Islandi en á hin- um Norðurlöndunum, hér séu hlut- fallslega fleiri öryrkjar innan við þrítugt en í hinum löndunum. Hjá þeim eldri er þessu öfugt farið og segja höfundar þetta geta skýrst að nokkru leyti af tiltölulega lágum bótagreiðslum og ólíku skipulagi al- mannatrygginga á íslandi miðað við hin Norðurlöndin, minna atvinnu- leysi og meiri atvinnuþátttöku, einkum meðal fólks í efri aldurshóp- um á Islandi. Höfundar rekja að ýmsar skýr- ingar séu uppi á breytilegum fjölda örorkubótaþega frá einum tíma til annars og milli landa. Mest hafi borið á hugmyndum um að þrýst- ingur frá vinnumarkaði leiði til fjölgunar örorkulífeyrisþega. Sé þá gert ráð fyrir að á tímum vaxandi atvinnuleysis og aukinnar sam- keppni hafi veikari hluta vinnuafls verið ýtt út af vinnumarkaði. Aðra skýringu segja þeir vera að aðgengilegt almannatryggingakerfi veiti rúmar bætur sem freisti fólks og þriðju kenninguna segja þeir snúa að skipulagi bótakerfisins í heild. Fjórðu skýringuna nefna þeir einnig, segja hana vera hið eigin- lega heilsufarsmat. Margar orsakir örorku séu bundnar við útbreiðslu sjúkdóma og fötlunar sem að mestu leyti ætti að leiða til svipaðrar tíðni milli landa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimsmeist- ararnir til landsins LANDSLIÐ Frakka í knattspyrnu, sem varð heimsmeistari í sumar, kemur til landsins í dag og mætir Islendingum í undankeppni Evr- ópumótsins á Laugardalsvelli annað kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem heimsmeistarar í knattspymu koma til landsins. Zinedine Zidane, einn besti leik- maður heims og hetja Frakka í úr- slitaleiknum í sumar þegar hann gerði tvö mörk gegn Brasilíumönn- um, segir í samtali við Morgunblað- ið í dag að allir leikir liðsins í EM skipti máli með framhaldið í huga. „Og á Islandi þurfum við að sýna að við erum núverandi heimsmeistar- ar.“ ■ Stoltur ef/34 --------------- Breti handtekinn Lagt hald á rúmlega 2.000 E-töflur FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík rannsakar mál 26 ára Breta, sem reyndi að smygla til landsins rúmlega 2.000 E-töflum sl. þríðjudag. Um er að ræða mesta magn E-taflna sem lagt hefur verið hald á í einni sendingu fram að þessu. Maðurinn kom með leiguflugi frá Benidorm á Spáni og var handtek- inn á Keflavíkurflugvelli. Lögð var fram krafa um gæsluvarðhaldsvist yfir manninum og úrskurðaði hér- aðsdómur hann til slíkrar gæslu til 14. september nk. Hann hefur kært þann úrskurð til Hæstaréttar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.