Alþýðublaðið - 24.12.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.12.1920, Blaðsíða 3
24 Des 1920. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Jólahugleiðing-ar. E ft i r Ingimar c a n d. Ár eftir ár í margar aldir lieíir jólaboðskapurinn verið fluttur miijónum manna. Ár eftir ár hefir þessi boðskapur, boð- skapurinn um frið á jörðu og velþóknun guðs á mönnunum, látið birta yfir í sálum fjölda inanna. Fiestir munu finna til þess, að jólin hafi öðruvísi áhrif á |>á en aðrir dagar ársins, já, meira að segja sterkari áhrif en aðrir hátíðisdagar. Það er ekki eingöngu hátíðin, sein veldur því, heldur lika tilefni hátíðar- snnar og minningarnar sem við bana eru tengdar. Fleslir finna fremur á jólun- íim en endranær hvöt hjá sér iil að hugsa gott, gera gott eða einsetja sér að láta eitthvað gott af sér Ieiða. Það er eins og hið Ibezta í hverjum manni sé þá svo óvenjulega ofarlega. — En eftir jólin byrjar nýtt ár, heilt ár til næstu jóla, og oft vill það samt verða líkt þeim, sem á undan voru gengin. Eftir hátíð- ina kemur hversdagslífið með höl sitt og strit, óánægju og ill- deilur, ófrið og ógæfu. Þá end- ast ekki alt af áhrifin frá jól- anum, — því er ver. Það er því sízt furða, þótt sú Spurning vakni í huga sumra manna, hvort líf og starf þess, sem jólin eru helguð, hafi ekki -orðið til ónýtis. Sagan um hann, sem gekk um kring og gerði jþeim gott, sem bágstaddir voru, «r að vísu dýrlega fögur, segja jþeir, en er hún ekki tilbúning- ur til þess að friða menn í svip? Sumir taka dýpra í árinni og segja: Hvað eru jólin? Og hvað ér Kristur? Jólin eru vani, og S)ó að Kristur kunni að hafa verið til, þá er hann nú orðið ekki annað en þjóðsaguahetja, — að eins nafnið tómt! Þjóðsaga! Þetta er þó saga, sem hundruð miljóna hlýða á með fögnuði. Nafn Krists er þekt um alia jörðina, heimskautanna niillum. Voldugir keisarar og J ó n s s o n t h e o 1. konungar hafa lifað og dáið, og nú man enginn, að þeir hafi verið til, hvað þá, að þeirra sé minst með lotningu og elsku. Snjallir herforingjar hafa verið uppi og verið dýrkaðir af sam- tið sinni, en nú eru þeir gleymd- ir og enginn minnist þeirra framar. En hundruð miljóna manna hugsa daglega til sonar fátæka smiðsins frá Nazaret. — Hann, sem átti hvergi höfði sínu að að halla, er nu meira met- inn en mestu stórmenni mann- kyussögunnar. Minningin um nóttina, þegar hann fæddist, megnar enn þá að veita friði og elskn inn í kviðafullar sálir mannanna. Nafn hans er ódauð- legt fremur en nokkurt annað nafn, sem sagan getur um. Og jafnt fyrir það þótt lærðir menn þrátti um það, hvort hann hafi nokkurntima verið til eða ekki, og þótt efasetndamenn telji frá- sagntrnar um hann ekki nægi- lega sannaðar, sem þeir nefna svo. Og hvers vegna? Vegna þess að hann vann eingöngu í þarfir hins góða, vann að því að vekja í mönnum hið bezta, hið eiiífa, vekja guðseðlið í mönnunum. Þeir, sem vinna fyrir sjálfa sig og fallvalta hluti, hljóta að falla f gleymskunnar dá, en þeir, sem fórna sér fyrir aðra og vinna fyrir eilift mál- efni hins góða, verða ódauðleg- ir i ást og lotningu mannkyns- ins. Og það var einmití þetta, sem Kristnr geröi. Hann reyndi að koma mönnunum iskilningum, að allir væru bræður, allir guðs börn — þrátí fyrir marga bresti þeirra. Hann reyndi að kenna þeim að breyta við hvern maun eins og bróður. Meðaumkun hans og samúð var svo tak- markalaus að hann gat sagt: »það, sem þér hafið gert einum minna minstu bræðra, það hafið þér gert mér«. Hann var mál- svari réttlætisins, og sýndi þeim sérstaka ástúð, sem vesalir voru og miuui máttar. Fyrir alt þettif** hefir hann hlotið elsku og til- beiðslu mannkynsins. Þessvegna eru jólin fagnaðarhátíð. Þess vegna vekur fæöingarhátið hans allar beztu tilfinningarnar i mannsbjörtunum. En nú líta menn yfir heiminn og sjá allskonar ranglæti og yfir- gang, þjáningar og neyð, strið og þjáningar. Og menn spyrja: Hvernig má þetta ske, eftir að slik kenning hefir verið flutt i nítján aldir: Það sýnist þó svo ofur einföld reglan, sem Kristnr gaf: Breyttu eins við aðra og þú vilt að þeir breyti við þig. Já, reglan er ein/öld og hún er líka einhlit til þess að útrýma bölinu úr heiminum. En hún er erfið, krafan er há. Og það verð- ur að viðurkenna, að enn ertt menu ekki svo langt koinnir alment, að þeir geti fullnægt henni ixt i yztu æsar. Ándi Krists hefir enn ekki náð að gegnsýra þjóðirnar. Fórnfýsin og óeigingirnin eiga enn ekki nægi- lega sterk ítök í hjörtum manna. Eigingirni og sjálfselska fá að ráða alt of miklu i viðskiftum einstaklinga og þjóða. Því fer nú sem fer. Þeir eru að vísu margir, sem viðurkenna fegurð Krists- hugsjónarinnar, en þegar til þess kemur, að framfylgja henni S verki, þá verður annað nppi. Og þó er altaf að þokast i áítina. Mönnrnn kann reyndar að virðast sem svo sé ekki, er þeir líta á viðburði siðustu ára, og enda sumt það, sem enn er að gerast í heiminum. Mörgum hafa virzt siðustu árin vera ein- hver dekksti bletturinn í sögu áífu vorrar. En ef menn grafa dýpra og líta eigi að eins á yfir- borðið, munu þeir sjá volduga strauma, sem stefna f gagnstæða átt og vaxa jafnt og þétt að styrkleika, þólt minna beri á þeim en hinum. Þessir straumar gera vart við sig i þjóðfélags- málum og yfirleitt í öllu samlifi manna. Aldrei hefir verið lögð jafnmikil áherzla á óeigingjarnt starf en nú, starf i þaríir með- bræðra sinna, borið uppi af þeim anda, sem öllu vill fórna fyrir hugsjón sína. Hin sára reynzla undangengins tima hefir kent mönnum, að eina leiðin út úr erfiðleikum þeim, sem nu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.