Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 24.09.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr þingflokkur Kristínar, ögmundar, Hjörleifs og Steingríms J: /V/ O GERÐU það, láttu háeffa þig, okkur langar svo að eiga þig líka . . Brimilsvellir. Nýrvegur ; /BúlanðshöfÓk. \ /1/ [áv allk Neðri- ■ T Hrísar ■ Efri- Hríscir itluholt VEGAGERÐIN hefur boðið út lagningu á 8,2 km kafla á Snæ- fellsnesvegi frá Búlandshöfða að Brimilsvöllum. Vegurinn mun bæta samgöngur á norðanverðu Snæfellsnesi en leiðin um Búlandshöfða hefur verið mesti farartálminn milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar. Undir Búlandshöfða eru bratt- ar skriður bæði ofan og neðan við veginn og rennur jarðefni stöðugt í vegrásir. Þær þarf að hreinsa reglulega og er efninu þá rutt fram af veginum, að því er fram kemur í framkvæmdafrétt- um Vegagerðarinnar. Talsverðir þungaflutningar fara um veginn, t.d. með físk, og einnig sjúkraflutningar en sjúkrahúsið í Stykkishólmi þjón- Nýr vegur um Búlands- höfða ar íbúum svæðisins. Nýr vegur verður með minni bratta og lagður með mýkri beygjum en núverandi vegur. Vegrásir verða breiðari og sett verður vegrið á 3,2 km kafla. Nýi vegurinn liggur hæst í 99 metra hæð yfír sjávarmáli, 3 metrum lægra en núverandi vegur. Utboð verða opnuð 12. október nk. en verklok eru áætluð í október árið 2000. Athugaðir voru þrír möguleik- ar á endurbyggingu vegarins um Búlandshöfða og var leiðin sem fylgir að miklu leyti núverandi vegi langódýrust. Kostnaður við hana er áætlaður 385 milljónir króna en kostnaður við aðra möguleika, þar á meðal jarð- göng, hefði verið á bilinu 849-1000 milljónir króna. Bygging vegarins mun valda miklu jarðraski í ógrónum skrið- um en efni úr skeringum verður nýtt í vegfyllingar. Að loknu verki verður sáð í vegfláa. Á Mávahlíðarrifi mun vegurinn lík- lega eitthvað trufla fuglalíf „en á móti kemur að svæðið við núver- andi vegstæði verður friðsælla bæði fyrir dýr og menn,“ segir í framkvæmdafréttum Vegagerð- arinnar. Þýskir dagar í Perlunni Þýskar vörur og kosningavaka Kristín Svanhildur Hjálmtýsdóttir DAG, fimmtudaginn 24. september, verða Þýskir dagar í Perlunni formlega opnað- ir en opið er íyrir al- menning frá fóstudegi og fram til sunnudagsins 27. september. Ki-istín S. Hjálmtýs- dóttir er framkvæmda- stjóri Þýsk-íslenska verslunaiTáðsins sem hefur staðið að skipulagn- ingu Þýskra daga. „Markmiðið með þýsk- um dögum er að kynna Þýskaland, þýska fram- leiðslu og þá sérstaklega neytendavöra sem og ís- lensk fyrirtæki sem era með umboð fyrir þýska framleiðslu." Kristín segir að þýskar vörur séu þekktar og mikils metnar á Islandi og því hafí Þýsk-íslenska verslunarráðinu þótt full ástæða til að efna til sérstakrar dagskrár þar sem þýskar vörur og þjón- usta svo og íslensk fýrirtæki sem tengjast Þýskalandi á einhvem hátt verða í öndvegi. - Hversu mörg fyrirtæki verða með á sýningunni? „Þetta eru yfír 20 fyrirtæki og þar með eru taldir bílainnflytj- endur, innflytjendur raftnagns- tækja, íþróttavarnings, sælgætis, víns og bjórs og matvöra." Kristín segir að gestum bjóðist að smakka á ylvolgum Brezel en það era þýskar bjórkringlur sem Myllan mun kynna á Þýskum dögum. „Fjölmörg önnur fyrirtæki verða einnig með forvitnilegar kynningar á vöru og ekki síður þjónustu, jafnt í ferða- sem tryggingageiranum. Fyrir áhugamenn um fallega bíla verð- ur sömuleiðis margt að sjá, Volkswagen Bjöllu, BMW sport- bfl og A-klassa Benz.“ Þó að þýskar vörar séu tví- mælalaust í forgranni segir Kristín að margt sé gert til að gleðja bæði augu, munn og maga. „Sýningin skiptir mestu máli og við höfum tekið þá stefnu að reyna að láta hana njóta sín sem allra best. í Perlunni verður hins vegar margt annað sem tengist sýningunni og minnir á Þýska- land. Sérstakur matseðfll verður í kaffiteríu Perlunnar og á veit- ingastaðnum á efstu hæðinni verður þýsk matargerðarlist í há- vegum höfð.“ Hún bendir á að sprell verði í gangi fyrir unga sem aldna, þýska stúlkan Heidi verður á svæðinu, bömin geta fengið andlitsmálun og öllum býðst að taka þátt í leik þar sem veglegir vinningar eru í boði. „Einnig munum við fá í heimsókn tónlistarmanninn Stef- an Krawczyk frá Berlín." Hefur Þýsk-íslenska verslunarráðið verið starfrækt lengi? „Þýsk-íslenska verslunarráðið var stofnað haustið 1995 en þetta eru félagasamtök íslenskra og þýskra fyrirtækja sem eiga í viðskiptum milli landanna." Kristín segir að með starfsemi ráðsins sé unnið að því að efla og örva viðskiptatengsl milli land- anna og vaka yfir viðskiptalegum hagsmunum félaga hjá íslenskum og þýskum yfirvöldum. „Auk þessa skipuleggjum við uppákomur eins og Þýska daga sem nú eru haldnir í fyrsta skipti og síðan höfum við þrisvar sinn- um verið með íslandskynningar í ►Kristín Svanhildur Hjálmtýs- dóttir er fædd í Reykjavík árið 1963. Hún lauk MA prófi í hagfræði frá háskólanum í Freiburg í Þýskalandi árið 1991, starfaði síðan í Þýskalandi og bjó um skeið í Lundúnum. Hún varð framkvæmdastjóri Þýsk-ís- lenska verslunarráðsins árið 1996. Sambýlismaður hennar er Kristján Krisfjánsson, frétta- maður á Ríkisútvai-pinu, og eiga þau tvö börn, Þórunni Bryndísi, 6 ára, og Högna Hjálmtý, 4 ára. Þýskalandi. í þeim ferðum hefur íslenskur ráðherra alltaf verið með. Við höfum lagt áherslu á að fá á þessar kynningar áhugasama fjárfesta, fulltrúa fyrirtækja sem hingað eiga erindi o.s.frv. Við höfum kynnt ferðaþjónustuna, fjármálageirann, orku- og mat- vælaiðnað og þær leiðir sem er- lendir fjárfestar hafa inn í landið. Þessar kynningar hafa verið ágætlega sóttar og skila vonandi árangri þegar fram í sækir. - Nú eru þingkosningar í Þýskalandi næsta sunnudag. Verður fýlgst með þeim á Þýsk- um dögum? „Já, við verðum með kosninga- vöku frá og með klukkan fjögur á sunnudeginum í samvinnu við þýska sendiráðið þar sem hægt verður að fylgjast með kosninga- vöku þýska sjónvarpsins." Kristín segir að þau búist við töluverðum fjölda fólks á kosn- ingavökuna enda hafi margir Is- lendingar áhuga á þýskum og evrópskum stjómmálum. „Miðað við skoðanakannanh- í dag era jafnaðarmenn og kristi- legir demókratar nokkuð jafnir og því verður spennandi að fylgjast með hvort að kanslarinn hafi það í fimmta sinn.“ Kristín segir að kosningar í Þýska- landi hafi ekki verið svona spenn- andi frá því Kohl tók við árið 1982 og kannski aldrei jafn mikil- vægar. „Þýskaland er voldugsta ríki Evrópu, í forystu í Evrópu- sambandinu, og það skiptir giíð- arlega miklu máli fyrir alla Evr- ópu hver heldur um stjórnar- taumana í landinu. Við eigum von á mörgum Þýskalandsvinum á kosningavökuna og þar verður trúi ég mikil eftirvænting og spenna ríkjandi.“ Aðgangur er ókeypis á Þýska daga. Efla og örva viðskipta- tengsl milli landanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.