Morgunblaðið - 24.09.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1998 51
LIONSMENN pakka sprittkertum.
Lionsmenn í Hafnar-
fírði ganga í hús
Föstudags-
fyrirlestur
Líffræði-
stofnunar
ELSA Þórey Eysteinsdóttir MS nemi
flytur erindi um rannsóknarverkefni
sitt fóstudaginn 25. september. Erind-
ið nefnist Takmai'kandi þættir við
fræþroska arktískra plantna. Erindið
verðm- haldið á Grensásvegi 12, stofu
G-6, og hefst klukkan 12.20. Alíir eru
velkomnir meðan húsrúm leyflr.
í fréttatilkynningu segh’: ,Á norð-
lægum slóðum eru sumur gjaman
svöl og stutt sem setur skorður við
vexti og æxlun plantna. Oft er talið að
fræframleiðsla plantna á norðurslóð-
um sé lítil sem engin og eigi sér ein-
ungis stað í óvenjugóðum árum.
I Þúfuveri í Þjórsárverum hefur
verið sett af stað rannsókn til að leita
svara við eftirfarandi spurningum:
Hver er fræframleiðsla nokkurra
tegunda á hálendi íslands og hversu
breytileg er hún á milli ára? Hver
eru tengsl veðurfars og blómgunar-
tíma við fræframleiðslu? Hvaða
þættir eru takmarkandi við fræ-
þroskann?/newline fræjum er safnað
af sex tegundum plantna og tilraun
hefur verið sett upp með eina þeirra,
gullbrá (Saxifraga hirculus). í til-
rauninni felst að (a) skýli eru sett
upp til að hækka hitastig, (b) ein-
staklingar eru handfrævaðir og (c)
áburður er borinn á, auk allra sam-
setninga þessara þátta.“
í erindinu verður sagt frá bak-
gnmni og framkvæmd verkefnisins
og imprað á fyrstu-niðurstöðum.
Ungt stuðnings-
fólk Reykjavík-
urlistans boðar
til fundar
UNGT stuðningsfólk Reykjavíkur-
listans boðai- til spjallfundar um
borgarmálin fímmtudaginn 24.
september kl. 20.30 á Hverfísgötu 33
(húsnæði Framsóknarflokksins).
Borgarfulltrúar Reykjavíkurlist-
ans munu taka þátt í umræðum um
málefni ungs fólks í Reykjavík. Er
þetta fyrsti fundur vetrarins í funda-
röð ungs stuðningsfólks Reykjavík-
urlistans, um málefni ungs fólks í
borginni. Allfr velkomnir.
ÁRLEG ijáröflun Lionsklúbbs
Hafnarfjarðar er að hefjast og
verður gengið í hús og fólki að
þessu sinni boðnar ljósaperur og
sprittkerti. Allur ágóði af sölunni
rennur til líknarmála.
Á síðasta ári var Hæfingarstöð
fatlaðra í Bæjahrauni færð tölva
með forriti til lestrarkennslu
þroskaheftra, einnig var gefin
tölva til Leikskólans Víðivalla
við Miðvang. Klúbburinn styrkti
iðjuþjálfa til náms í Danmörku,
fiðluleikara til þátttöku í Orkest-
er Norden. fþróttasamband fatl-
aðra, Hljóðfærasjóður Hafnar,
Lions Quest vímuvarnaverkefni
Lions, og LCIF, alþjóðahjálpar-
sjóður Lions, fengu einnig
styrki.
Lionsmenn vonast eftir góðum
viðtökum bæjarbúa eins og und-
anfarin ár og nú er lag að birgja
sig upp af ljósaperum og spritt-
kertum fyrir skammdegið og
styrkja gott málefni í leiðinni.
íslenskuábendingar MS til
barna á grunnskólastigi
MJÓLKURSAMSALAN hefur í
samvinnu við íslenska málnefnd
gefið út möppu sem hefur að
geyma á annað hundrað ábend-
inga um íslenskt mál. Möppunum
verður dreift til allra íslensku-
kennara bama á gi’unnskólastigi,
en vonast er til að ábendingarnar
megi nýtast við kennslu sem upp-
fyllingarefni og til gamans. Náms-
gagnastofnun mun sjá um dreif-
ingu.
Islenskuábendingar hafa í
nokkur ár prýtt mjólkurfernur
Mjólkursamsölunnar en vegna
mikillar eftirspurnar eftir þeim,
ekki síst frá skólafólki, var tekin
sú ákvörðun að gefa þær út í að-
gengilegu formi.
„íslendingai’ eru nú í nánari
snertingu við umheiminn en
nokki’u sinni fyrr og samkeppni
íslenskunnar við erlend tungumál
fer að sama skapi harðnandi. I al-
þjóðlegu samhengi er það íslensk
tunga sem öðru fremur undir-
strikar sjálfstæði þjóðarinnar og
því ríður á að leggja rækt við
þjóðtunguna. Það verður aldrei
hlutverk Mjólkursamsölunnar að
kenna landsmönnum íslensku,
slíkt verður ávallt fyrst og fremst
verkefni heimila og skóla. Mjólk-
ursamsalan vonast þó til að
ábendingarnar komi að góðum
notum og muni nýtast jafnt til
gagns sem gamans," segir í frétt
frá Mjólkursamsölunni.
Rubinstein
Áhrifarík „andlitslyfting"
án skurðaðgerðar
Face Sculptor með
Pro-Phosphor
|| Húðsnyrtivörur hafa aldrei
(I kornið í stað andlitslyftingar.
f En í dag nálgumst við það með
Face Sculptor serurni og kremi.
Pro-Phosphor örvar náttúrulegan
fosfór líkamans, til að styrkja
grunn húðarinnar. Samtímis strekkja
mótandi efni á yfirborði húðarinnar.
Árangur: Tafarlaus strekkjandi áhrif og dag frá degi
verða útlínur andlitsins afmarkaðri og skarpari og dregur
úr línum og hrukkum.
Nú eru einnig fánaleg:
Face Sculptor krem fyrir þurra húð og Eye Sculptor krem
fyrir augnsvæðið.
Veglegir kaupaukar meö Face Sculptor kremum og
nýju litunum.
Sérfræðingur frá Helena Rubinstein kynnir CINDERELLA,
nýju haust- og vetrarlitina og Face Sculptor kremin.
Fimmtudag, föstudag
og laugardag
Krmglunni, sími 568 9033.
Fimmtudag og föstudag
á>ara
Bankastræti 8, sími 5513140.
Haustlitaferð í
Núpsstaðarskóg
og Bæjarstaða-
skóg
SKÓGRÆKTARFÉLAG íslands og
Ferðafélag Islands efna nú um helg-
ina, 25.-27. september, til haustlita-
og fræðsluferðar í Núpsstaðarskóg
og Bæjarstaðaskóg. Um þessar
mundir er einmitt besti tíminn til að
skoða haustlitina.
Með í för verða fararstjórar frá
báðum félögum og gist verður í
Freysnesi. Á laugardeginum er ætl-
unin að ganga um Skaftafellsþjóð-
garðinn yfir í Mosárdal og Bæjar-
staðaskóg en á sunnudeginum verð-
ur farið í Núpsstaðarskóg í fylgd
Hannesar Jónssonar.
Brottför í ferðina er frá BSÍ, aust-
anmegin, kl. 19 á föstudagskvöldið
og fást miðar á skrifstofu Ferðafé-
lagsins í Mörkinni 6.
Ferðafélagið efnfr til síðustu
haustferðar sinnar í Þórsmörk um
aðra helgi, 2.-4. október, og verður
það haustlita- og fræsöfnunarferð í
samvinnu við Skógrækt ríkisins og
Landgræðsluna.
Gagnagrunn-
ur á heilbrigð-
issviði
RÖSKVA, samtök félagshyggju-
fólks í HÍ, boðar til fundar um hið
umdeilda frumvarp til laga um
gagnagrunn. Fundurinn verður
haldinn í hátíðarsal á 2. hæð Aðal-
byggingar Háskólans, fimmtudag-
inn 24. september kl. 12.
I fréttatilkynningu segir að
kominn sé tími til að heyra afstöðu
þeirra sem ákvörðunina muni að
lokum taka og að fulltrúar allra
flokkanna muni taka til máls og
sitja fyrir svörum.
Frummælendur á fundinum
verða: Ásta Ragnheiður Jóhannes-
dóttir, þingmaður jafnaðarmanna,
Bryndís Hlöðversdóttir, þingmað-
ur Alþýðubandalagsins, Hjálmar
Árnason, þingmaður Framsóknar-
flokksins, Kristín Halldórsdóttir,
þingmaður Kvennalistans, og Sig-
ríður Anna Þórðardóttir, þingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins.
Opnað verður fyrfr fyrirspurnir
að fundinum loknum.
ara í
Ekki f
jólaköttinn!
\fertu tímaiileg’a
meá jólavíniá
jiitt í ár.
Líttu viár
skoðaáu úrvaliá
og fááu
íagflegfa ráágjöf.
Fremstir síðan 1959
PAVOURIT^
Gæðavara á góðu verði
Verið velkomin !
Lau. 11:00-14:00
Vín Hússins -Armúla 23 -108 Reyhjavíl?
Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071
www.mbl.is