Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Banni létt af FRETTIR Skelfískbátur á Hofsósi fær ekki veiðileyfi við Hornstrandir Þrjátíu íbúar á Hofsósi gætu misst atvinnuna ÚTLIT er fyrir að um þrjátíu íbúar á Hofsósi missi atvinnu sína á næst- unni vegna þess að bátur, sem gerð- ur hefur verið út á skelfisk meðal annars á Húnaflóa, hefur ekki feng- ið úthlutað skelfiskleyfi þar á yfir- standandi kvótaári. Viggó J. Ein- arsson, útgerðarmaður bátsins, seg- ir að um lögleysu sé að ræða og málinu verði fylgt eftir til Brassel ef þess gerist þörf. Viggó sagði að hann hefði fengið tilraunaveiðileyfi til að veiða hörpu- disk í Skagafirði á síðasta ári. Síðan hefði fengist vilyrði einnig fyrir veiðum á Hornströndum og þá hefði verið ráðist í að kaupa nýjan bát og hann útbúinn til veiðanna með því að lengja hann og búa hann fullkomnum tæknibúnaði. Veiðarn- ar hefðu gengið mjög vel í sumar og hann fundið ný og mjög gjöful mið á Homströndum sem hefðu verið utan hefðbundinna kvótasvæða. Eftir það hefðu Húnvetningar feng- ið mikinn áhuga á veiðunum og far- ið af stað í þær líka. Hafrannsókna- stofnun hefði kannað svæðið og komist að þeirri niðurstöðu að óhætt væri að veiða þar 500 tonn af skel. í kjölfarið hefði hins vegar lín- unni vegna veiða í Húnaflóa verið breytt þannig að veiðisvæðið teldist nú innan hans og Skagstrendingum hefði verið úthlutað öllum veiðun- um. Engar skýringar Viggó sagði að nokkrar vikur væra síðan þessi ákvörðun hefði verið tekin og þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um hvaða skýringar væru á þessu fengjust engin svör frá sjávarútvegsráðuneytinu. Hann sagði að um 20 manns hefðu haft atvinnu í skelfiskvinnsl- unni á staðnum og með þeim sem störfuðu á bátnum og þjónustu- störfum sem tengdust þessari starfsemi mætti gera ráð fyrir að um 30 manns hefðu atvinnu af þessu. Fólkinu hefði ennþá ekki verið sagt upp atvinnunni, en með þessari ákvörðun hefði fótunum al- gerlega verið kippt undan starf- seminni. Þeir lifðu í þeirri von að þeir fengju einhverja leiðréttingu sinna mála. Mjög fá atvinnutæki- færi væru á Hofsósi og stór hluti fólksins þar yrði því atvinnulaus. Fyrir nokkram áram hefði verið gerður út togari frá Hofsósi og þar starfrækt frystihús, en nú væri mjög lítið eftir. „Þetta veltur náttúrlega allt á forráðamönnum þjóðarinnar. Þeir hafa stór orð á þingi þessa dagana um að styrkja landsbyggðina og allt hvað eina. Eg held þeir ættu bara að einbeita sér að því að byggja meira í Reykjavík, svo við getum farið öll suður. Það er víst stefnan hjá þeim,“ sagði Viggó. Hann sagði að línan á Húnaflóa hefði verið dregin frá Skallarifí, í Selsker og í Drangaskörð og norð- an þeirrar línu hefði hann mátt veiða. Síðan hefði línan verið færð úr Skallarifi í Hornbjarg, þannig að allar Norðurstrandirnar færu inn í Húnaflóann. Hann hefði það hins vegar staðfest frá fiskifræðingum Hafrannsóknastofnunar að skelin á Norðurströndum væri ekki af sama stofni og skelin sem væri inni á Húnaflóa, þannig að það væra ekki rökin fyrir því að Húnaflóalínunni hefði verið breytt. Atlanta BRESK flugmálayfirvöld hafa aft- urkallað stöðvun á flugi nokkurra flugvéla Atlanta fyrir bresk flugfé- lög. Athugun eftirlitsmanna frá flugöryggissviði Flugmálastjórnar og bresku flugmálastjórnarinnar leiddi í ljós að meðhöndlun vara- hluta hjá Atlanta er með fullnægj- andi hætti. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri tjáði Morgunblaðinu í gærkvöld að úttektin hefði tekið allan daginn og að á níunda tímanum í gær hefði niðurstaða legið fyrir. Var tíma- bundin stöðvun á flugi Atlanta fyr- ir bresk flugfélög afturkölluð. Út- tektin fór fram á varahlutastöð Atl- anta á Heathrow-flugvelli við London og var gerð til að fá stað- fest að meðferð og vottun vara- hluta væri í samræmi við skýringar félagsins vegna athugasemda flug- málayfirvalda í síðustu viku og til að yfirfara ráðstafanir félagsins til úrbóta. Metsala hjá Gelmer SA Iceland Seafood Um 30% aukn- ing í september LIÐINN septembermánuður er sá söluhæsti í sögu Gelmer SA Iceland Seafood í Frakklandi og nam söluaukningin tæpum 30% bor- ið saman við september 1997. Aukin sala sjávarafurða fyrirtækisins nam 7% fyrstu níu mánuði þessa árs, bor- ið saman við sama tímabil í fyrra. „Það stefnir í besta söluár í sögu fyrirtækisins," segir Höskuldur As- geirsson, forstjóri Gelmer Iceland Seafood SA, en fyrirtækið er í eigu íslenskra sjávarafurða hf. Hið nýja fyrirtæki varð til við sameiningu Gelmer SA og Iceland Seafood France og eru sölutölur beggja þessara fyrirtækja teknar með í reikninginn í samanburðinum á milli áranna 1997 og 1998. Heildarsöluverðmæti afurða Gel- mer Iceland Seafood SA fyrstu níu mánuði þessa árs nam tæpum sjö milljörðum íslenskra króna, en var tæplega 6,5 milljarðar íslenskra króna á sama tímabili í fyrra. I september nam söluverðmætið ein- um milljarði íslenskra króna, á móti 775 milljónum íslenskra króna í sama mánuði í fyrra. Höskuldur telur verð flestra botnfisktegunda nú hafa náð há- marki á mörkuðum og býst við verðhjöðnun á næstunni. Hið háa verð hefur dregið úr eftirspurn en framboð gæti einnig dregist saman vegna þess að gert er ráð fyrir sam- drætti i veiðum árið 1999. „Hvort minni eftirspum samsvari áætlaðri minnkun í framboði er erfitt að segja til um,“ segir Höskuldur. ■ Seldu/Bl Lenti í Reykjavík án þess að nota vængbörð FOKKER-flugvél frá Flugfélagi Islands varð að lenda án þess að hafa vængbörð niðri á Reykjavík- urflugvelli klukkan hálftíu í gær- kvöld. Vélin var á leið tU Hafnar í Hornafirði en var snúið við. Var það í annað skipti sem sama vél frá félaginu varð að lenda án þess að nota vængbörð, en í gærmorgun varð vél frá Akureyri að lenda á Keflavíkur- flugvelli þar sem aðvöran kom fram um að eitthvað gæti verið athugavert við vængbörð. Þegar lent er án þess að nota þau eru vélamar á rneiri hraða og þurfa því lengri flugbraut. I gærkvöld vora hemlunarskilyrði hins vegar góð á Reykjavíkurflugvelli og því hægt að lenda þar, en í hvorugu tilvikinu var nokkur hætta á ferð- um. Popp í Reykjavík frumsýnd í gær KVIKMYNDIN „Popp í Reykja- vík“ var frumsýnd í Bíóborg- inni í gærkvöld. I myndinni koma fram ríflega 20 íslenskar hljómsveitir sem hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi og eru sumar þeirra að hasla sér völl erlendis. Mikill vöxtur hefur hlaupið í íslenska popptónlist á undan- förnum árum og kom það vel fram á tónlistarhátíð sem hald- in var í júní síðastliðnum og er bakgrunnur myndarinnar. Leikstjóri myndarinnar er Ágúst Jakobsen. Hér koma hljómsveitarmeð- limir og aðstandendur myndar- innar að Bíóborginni úr frum- sýningarteiti á Kaffíbarnum en þangað voru menn sóttir í lið- vagni frá SVR. Númer klippt af bifreiðum LÖGREGLAN í Kópavogi er nú far- in að klippa númer af bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til skoðunar. Sagði vakthafandi varðstjóri í gær, að þessar aðgerðir væru nú gerðar af fullum krafti. Einkum væri klippt af bifreiðum sem hefði átt að láta skoða í sumar, en þeh sem eru komnh um tvo mánuði ffam yfir með bifreiðar sínar sleppa að sinni, en eru hvatth til að færa bifreiðarnar til aðalskoðunar sem fyrst. Sagði varð- stjóri að þetta væri hvorki vinsælt hjá lögreglunni né borgurum. Sérblöð f dag www.mbi.mis 8$§»UI1 ► í VERINU er í dag fjallað um Fiskmiðlun Norður- lands, mikla sölu IS í Frakklandi, stofnun samtaka kvótah'tilla útgerða og sjávarútveg í Esytrasalts- löndunum. Með Morgunblaðinu f dag fylgir auglýsingablað frá Landsbankanum og Framtíðarbörnum. ;4 SÍDUR .%••••••••••••••••••• 4SfeHi Samrumi skíðaféiaga í Reykjavík Árangur landsliðs- þjálfara O’Meara kylfingur ársins C1 C3 C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.