Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 11 FRÉTTIR Sjómannafélag Reykjavíkur stöðvar losun úr leiguskipi Eimskips Lögbanns- beiðni samþykkt BEIÐNI Vinnuveitendasambands Islands til sýslumannsins í Hafnar- fu-ði í gær fyrir hönd Eimskipafé- lagsins um lögbann vegna aðgerða Sjómannafélags Reykjavíkur, sem á miðnætti í fyrrinótt stöðvaði losun úr flutningaskipinu Hanseduo í Straumsvíkurhöfn, var samþykkt undir kvöldmat. Skipið er í eigu þýskrar útgerðar, en Eimskip hefur það á leigu til flutninga, m.a. fyrir Is- lenska álfélagið. I skipinu eru þrjú þúsund tonn af forskautum og til stóð að lesta það síðan með þrjú þúsund tonnum af áli. Islenska álfélagið óskaði eftir aðstoð lögreglu til að fjarlægja menn sem sátu ofan á losunarta'kj- um ÍSAL í gærmorgun og að skýrsla yrði tekin af þeim. Engar aðgerðir hafa verið af hálfu lögreglu sem metur það svo að þarna séu vinnudeilur á ferðinni. VSI gagn- rýnir framgöngu lögregluyfírvalda í málum af þessu tagi. I leigusamningi Eimskips um Hanseduo og annað skip í eigu sömu aðila, Hansewall, er kveðið á um að kjör áhafna skuli fara eftir samning- um Alþjóða flutningamannasam- bandsins. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSI, segir að skipið sé að stærstum hluta mannað erlendri áhöfn og hefur gert staðlað- an kjai’asamning Alþjóða flutninga- mannasambandsins. „Samningurinn er gerður af full- trúa sambandsins í Hamborg og ég veit ekki til þess að neinar efasemdir séu uppi um að hann sé fullkomlega löglegur. Enginn í áhöfninni er félagi í Sjómannafélagi Reykjavíkur þannig að það á enga kröfu um að gera kjarasamninga fyrir þessa menn, ekki frekar en þýskt stéttar- félag reyndi að knýja á um að gerður yrði þýskur kjarasamningur fyrir fé- laga í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Við undrumst því þessar aðgerðir og erum ekki í neinum vafa um að þær eru fullkomlega ólöglegar," segir Þórarinn. Venjubundið sinnuleysi lögreglu Hann segir að lögregla hafi sýnt venjubundið sinnuleysi í þessu máli. Það virðist vera verklagsregla hjá lögreglustjórum um landið allt að hafast ekki að ef forystumenn í verkalýðsfélögum eiga aðild að lög- brotum. Það hafi orðið raunin í þessu máli. Borgþór Kærnested, hjá Alþjóða flutningamannasambandinu, segir að sambandið styðji aðgerðir Sjó- mannafélagsins. Stefna sambandsins sé að greitt sé eftir kjörum í viðkom- andi landi þegar um fastar áætlunar- siglingar sé að ræða. Hanseduo er gert út af fyrirtæk- inu Johs Thode í Hamborg. Það kemur hingað á tólf daga fresti með hráefni íyrir álverið og tekur ál í staðinn. Það er skráð í Antigua. ,Áhöfnin fær greidd laun eftir töxtum sem tíðkast í Karabíska haf- inu. Taxtar Alþjóða flutningamanna- sambandsins tíðkast ekki í áætlunar- Morgunblaðið/Kristmn FELAGAR í Sjómannafélagi Reykjavíkur komu í veg fyrir losun úr Hanseduo. siglingum í Norður-Evrópu. Við vit- um að samningurinn sem farið er eftir hljóðar upp á 530 dollara í fastakaup og heildariaunin eru 1.200 dollarar með 103 næturvinnutímum, orlofi og frídögum. Miðað við þessa vinnu ættu launin að vera a.m.k. þrisvar sinnum hærri,“ segir Jónas Garðarson, formaður Sjómannafé- lags Reylqavíkur. Borgþór Kærnested segir að sam- bandið geri þá kröfu að launakjör áhafna í föstum áætlunarsiglingum milli landa séu sambærileg og launa- kjör í viðkomandi löndum. „Við höf- um fengið samningsréttinn íram- seldan frá Þjóðverjum vegna þess- ara siglinga hingað. Þessi skip eru ekki að koma hingað í eitt eða tvö skipti heldur annan hvern mánu- dag,“ segir Borgþór. Fjórtán manns eru í áhöfn Han- seduo. Skipstjórinn er þýskur og stýrimennirnir tveii- eru íslenskir. Aðrir í áhöfn eru Filippseyingar og Pólverjar. Jónas segir að Sjómanna- félagið hafi undanfarna sex mánuði sent útgerð skipsins bréf og farið fram á að gerðir yrðu kjarasamning- ar við áhöfnina. Eimskip hafa sömu- leiðis fengið bréfin. Jónas segir að engin viðbrögð hafi orðið við bréfun- um, hvorki frá útgerðinni né Eim- skip. Deilan álfélaginu óviðkomandi Rannveig Rist, forstjóri Islenska álfélagsins, segir að þessi deila sé fyrirtækinu algerlega óviðkomandi og það eigi ekkert sökótt við Sjó- mannafélag Reykjavíkur. Hún bend- ir á að athygli veki að losað var óá- reitt úr skipinu í Sundahöfn sl. mánudag en Sjómannafélagið hafi af einhverjum ástæðum valið að stöðva losun í Straumsvíkurhöfn. „Eimskip ber ábyrgð á því ef þess- ar aðgerðir tefja okkar starfsemi með þeim hætti að álið komist ekki á tilskildum tíma til viðskiptavina okk- ar,“ segir Rannveig. Eimskip hefur samning við álfé- lagið um flutningana og renna þeir út eftir um það bil ár. Rannveig sagði að ekki yrðu tafir á framleiðslu ef þetta mál leystist á næstunni en alvarlegra mál yrði ef álið kæmist ekki út á réttum tíma. Sjálfstæðismenn í borgarráði Reglur stjórnar verði lagð- ar fram MINNIHLUTI Sj álfstæðisflokks hefur óskað eftir að borgarstjóri leggi fram í borgarráði samþykkt og starfsreglur fyrir væntanlega miðborgarstjóm en meirihluti borgarstjómar hefur samþykkt að henni verði komið á. I bókun sjálfstæðismanna í borg- arráði, er óskað eftir að gerð verði ítarleg grein fyrir verksviði og stjómsýslulegri stöðu miðborgar- stjómar innan borgarkerfisins, þar sem ábyrgðarsvið er skilgreint. Ennfremur er óskað eftir að lagt verði fram skipurit, sem sýni stöðu framkvæmdastjóra miðborgarinn- ar innan stjórnkerfisins. Jafnframt er óskað eftir að borgarstjóri leggi fram áætlun um útgjöld fyrsta starfsárið. I bókuninni er einnig óskað eftir að upplýst verði hvemig borgar- stjóri hyggst standa að vali fulltráa utan borgarkerfisins til setu í mið- borgarstjóm og hvemig staðið verði að samráði við hagsmunaað- ila um val fulltráa. Þá segir: „Við teljum brýnt að þessar upplýsingar liggi fyrir áður en miðborgarstjóm verður skipuð og staða fram- kvæmdastjóra auglýst. Þegar upp- lýsingarnar liggja fyrir munu borg- arráðsfulltráar Sjálfstæðisflokks- ins -taka afstöðu til hvort þeir taki þátt í starfi miðborgarstjórnar eða hvort hún verður eingöngu skipuð fulltráum R-lista.“ yr\w nóvember - tryggðu þér úrvalsmat og trábæra skemmtun ! (tfWSW’ VEIÐIMANNSINS LAUGARDAGINN 21. NÓVEMBER Hið íslenska Byssuvinafélag heldur uppskeruhátíð veiðimannsins, hina veglegustu viilibráðarveislu, sem haldin hefur verið. Veislustjóri er Magnús E, Kristjánsson. Haukur Heiðar leikur dinnertónlist. Gestakokkur kvöldsins er Ulfar Finnbjörnsson, iandsþekktur villibráðarkokkur. |Eftir matinn verður „tískusýning", þar sem nýjasti veiðifatnaðurinn verður sýndur. Þá verður dregið í happdrætti, en aðgöngumiðinn gildir sem happdrættismiði. Svo verður hig geysivinsæla ABBA sýning. Að skemmtun lokinni mun Páll Oskar og Casino halda uppi fjörinu fram á nótt. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir er hafin á Broadway, daglega frá kl. 13-17. Einnig er hægt að panta í síma 5331100 eða á faxi 5331110. Vissara er að tryggja sér miða strax, þar sem takmarkaður fjöldi kemst að. Miðaverð er kr. 4.900. Húsið opnar kl. 19:00, þá geta gestir skoðað byssusýningu HÍB. Þessa sýningu er hægt að skoða daginn eftir líka, þann 22. nóvember kl. 10-17. |\Bnwnav’ Sanðtóu* ____ ■**^lNáwÚri>S'SSOn Hin eina sanna feSöfM n°rÖL%nJfia- \ ...Hljómsveit Geirmundar frtv Guðrnu"“'4,u(9ei<sllt>™'' Valtýssonar 0 ilV 0^°^ ^ Qleöi lakur lyrlr dansl. Frábærir songvarar, Hulda ^Gestsdóttir RúnaG. * ^Stefánsdó^jf ísdlöir SiY NI NGISEMsrA'LLI R jL-O FA! Daofná \ ensónaw- Tll 03 Nýárskvöld: StórdanstóWwl VINARGREIFARNIR DANSLEIKUR Síðastabauie, 6. nrá! ISUNSKU ÓPERUNNAR' Forsata aðgöngumiða daglega laims! Núþegarerbyrjað aðbokaáþetta eftirsótta Fjölbreytt úrval matsedla Stórir og litlir veislusalir I Borðbúnaðar- og dúkaleiga Veitum persónulega rádgjöf vid undirbúning FRANK SINATRA, BING CR0SBY, DEAN MARTIN, T0NY BENNETT, NAT KING C0LE, BILLIE H0LIDAY, ELLA FITZGERALD Hljómsvpitin Casino og Póll Oskar leika fyrir dansi ó eftir. BENNY G00DMAN, GLENN MILLER, C0UNT BASIE, L0UIS ARMSTRONG, SAMMI DAVIS JR. 0.FL. 0.FL. 6. nóv. - Grejfarnir leika fyrir dansi, síðasta ballið þeirra! 14. nóv. - STORDANSLEIKLjR, Skítamórall leijrur fyrir dansi 21. nóv. - VILLIBRAÐARKVOLD - ABBA, Páll Oskar og Casino >26. nóv. - Herra Island 1998 valinn. I 27. nóv. - SKAGFIRÐINGAR-HUNVETNINGAR & Geirmundur, byrjum á vinsæla jólahlaðborðinu 28. nóv. - ABBA, jólahlaðborð, Sóldögg leikur fyrir dansi 4. des. - ABBA og vinsæla jólahlaðborðið, Skítamórall leikur fyrir dansi 5. des. - AUKASYNING New York New York og jólahlaðborðio, Páll Oskar og Casino leika fyrir dansi 11. des. - ABBA og vinsæla 12. des. 18. des. 19. des. ólahlaðborðið Páll Óskar og Casino - ABBA og vinsæla - ABBA oi ABBA og vinsæla ólahlaðborðið, Hljðmsveit Geirmundar Herra Island 1998 valinn á Broadway fimmtvdaginn 26. nóvember úr hópi glæsilegra keppenda víðs vegar af landinu. Húsið opnar kl. 19:30 m/fordrykk. Dansarar undir stjórn Kadri Hint Glæsilegasta hlaðborö landsins. krydda innkomur strákanna. ABBA sýning. Kynnir: Bjarni Ólafur Guðmundsson. Keppendur koma fram á Punto Blanco „boxers" í tískusýningu frá Verð kr. 4800 matur og skemmtun, Veiðimanninum og í smóking, en 1950 kr. kl. 21:30. jFrqmifidqn á Broadway: ólahlaðborðið, Landj&Synir leika fyrir dansi | ólahlaðborðið Páll Oskar og Casino Annar í jólum - ABBA-SYNING, Skítamórall ieikur fyrir dansi Gamlárskvöld - Stórdansleikgr Nýárskvöld, Vínardansleikur Islensku óperunnar HÓTEL Miða- og borðapantanir Skoðaðu vefinn okkar, m.a.veisluþjónustuna, www.broadway.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.