Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.10.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 13 AKUREYRI Skrifað undir samninga um samstarf safna SAMSTARFSSAMNINGAR milli annars vegar Listasafns Islands og Listasafnsins á Akureyri og hins vegar Minjasafnsins á Akureyri og Þjóðminjaráðs voru undirritaðir við opnun sýningar á verkum sem Listasafnið á Akureyri hefur eign- ast síðustu fimm ár. Samningurinn milli listasafnanna er tvíþættur, annars vegar er kveð- ið á um sýningarsamstarf og hins vegar um samstarf á sviði safna- tækni og fræðslumála. Frá því Listasafnið á Akureyri tók til starfa í ágúst 1993 hefur það átt gott sam- starf við listastofnanir á höfuðborg- arsvæðinu, einkum Listasafn Is- lands, en með samningnum munu samskiptin komast í fastari farveg og gerir hann Listasafninu á Akur- eyri kleift að efla safnastarf sitt í samvinnu við Listasafn Islands. Samningurinn er einnig mikilvæg- ur liður í þeirri stefnu Listasafns Islands að efla tengsl við listasöfn utan höfuðborgarsvæðisins. Samningurinn milli Minjasafns- ins á Akureyri og Þjóðminjaráðs styðst við heimild í þjóðminjalögum og felur í sér að Minjasafnið mun sjá um minjavörslu í Eyjafirði, menningarminjar og fornleifa- vörslu, skráningu og eftirlit forn- gripa og gamalla bygginga og vera byggðasöfnum til ráðuneytis og að- stoðar. Slóð sem safnið hefur fetað á stuttri ævi Sýningin 5 ár, úival verka sem Listasafnið á Akureyri hefur eign- ast frá stofnun þess í ágúst 1993, var opnuð á laugardag og sagði Haraldur Ingi Haraldsson, for- stöðumaður safnsins, það ánægju- legt að töluvert hefði safnast af góð- um verkum, ekki síst vegna góðra gjafa sem örlátir velunnarar safns- ins og myndlistarmenn hefðu látið í té. „A sýningunni má rekja þá slóð sem listasafnið hefur fetað á stuttri ævi. Sú slóð liggur víða og á þeirri leið sjáum við þá myndlist er best gerist í Akureyrarbæ og hjá þeim „bæjarbúum" er kjósa að búa utan bæjar en hafa skipað sér í fremstu röð jafnaldra sinna í landinu. Einnig VEISLHN 2 VEITINGAELDHÚS / Austurströnd 12 C Seltjarnarnesi Sími: 561 2031 f Fax: 561 2008 10 drn I, 28. október 1988, fyrir nákvæmlega 10 árum, fór fyrsta veislusendingin frá okkur. í dag rekum vió eina af stærstu og virtustu veisluþjónustum landsins, með yfir 30 starfsmenn. Það fínnst varla sá salur á Stór-Reykjavíkursvæðinu sem starfsfólk VEISLUNNAR hefur ekki þjónustað, en auk þess bjóðum við til leigu Veíshisaliim Sóltúni 3, (Akógeshúsið), en hann tekur yfir 200 manns í sæti. Við bjóðum upp á hlaðborð af öllum gerðum og stærðum, heitan mat við öll tækifæri, smárétti og mat í hádeginu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Einnig gott úrval af fyrsta flokks nestisbökkum, smurt brauð, kaffihlaðborð, pinnamat og svo mætti lengi telja. Veislurnar geta farið fram í Reykjavík, á Langjökli eða í Kaupmannahöfn, allt eftir aðstæðum hverju sinni. Bryiljar Eymtmdsson matreiðslumeistari G.Elsa Guðmundsdóttir smurbrauðsjðmfrú gefur sýningin vel til kynna hvernig Listasafnið á Akureyri hefur aflað sér alþjóðlegra sambanda á eigin forsendum," sagði Haraldur. „Þessi sýning sýnir vonandi fram á að á stuttum 5 árum hefur margt gerst sem til framfara má telja í myndlist- arlífi á Akureyri. Og einnig má það vera ljóst að Akureyri krefst þess að vera fullgildur þátttakandi í myndlistariífi landsins, sem hingað til hefrn- að mestu farið fram á höf- uðborgarsvæðinu.“ _ Morgunblaðið/Kristján GUÐNY Gerður Gunnarsdóttir frá Þjóðminjaráði, Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri og Guðrún María Kristinsdóttir frá Minjasafninu á Akureyri undii-rita samstarfssamning á Listasafninu á Akureyri. Davíðs- vaka í Deiglunni DAVÍÐSVAKA verður í Deiglunni annað kvöld, fimmtudagskvöldið 29. októ- ber. Davíðsvakan er fjórða bók- menntakvöldið sem Gilfélagið stendur fyrir í samvinnu við ýmsar stofnanir og einstak- linga í landinu. Dagskráin verður flutt í viðeigandi um- hverfi og er tónlist, bæði lif- andi og af snældum, ljóðalest- ur og örlítil hugleiðing um Da- víð og verk hans. Amtsbóka- safnið býður upp á útlán af safnkosti sínum í Deiglunni. Félagar úr Tjarnarkvartett- inum og píanistinn Helga Bryndís Magnúsdóttir sjá um tónlist. Erlingur Sigurðarson heldur utan um ljóðalesturinn og veggskreytingar verða úr ýmsum áttum en við val á sönglögum og Ijóðum er leitast við að bregða upp mynd af list Davíðs og þeirri hvatningu sem hún skilaði til annarra listamanna. Aðgangseyrh- er 500 krónur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.